Fréttablaðið - 15.04.2009, Side 16
16 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
■ Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur
fram að niðurstöður rannsókna bendi
til þess að
ástæða þess
að við getum
ekki kitlað
okkur sjálf
tengist hæfi-
leika heilans
til þess að
greina á milli
þeirra ógrynna
af taugaboðum sem honum berast
stöðugt. Þegar aðrir kitla okkur þá
er um að ræða áreiti sem við eigum
ekki von á, jafnvel þótt við vitum að
það eigi að kitla okkur, og við sýnum
viðbrögð. Þegar við reynum hins
vegar að kitla okkur sjálf þá á heilinn
von á áreitinu, býr sig undir að skynja
snertinguna og útiloka viðbragð.
HVÍ GETUM VIÐ EKKI KITLAÐ
OKKUR SJÁLF?
„Ég er á fullu að undirbúa Ferðafagnað á laug-
ardaginn þar sem aðilar í ferðaþjónustu kynna
það sem er á boðstólum,“ segir Skúli Gautason,
viðburðastjóri hjá Höfuðborgarstofu. „Ég er fyrst
og fremst að kynna þau verkefni eða þá viðburði
sem ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á og búa
til vef, koma þessu í fjölmiðla og setja saman
heildardagskrá þannig að það verði skemmtilegur
heildarsvipur á þessu. Dagskráin er orðin rosa-
lega flott. Það kemur mér mjög skemmtilega og
þægilega á óvart hve margt er í boði hér á
næstu grösum.“
Skúli nefnir sem dæmi um spennandi
hluti að sig dauðlangi „að fara á sjó-
stöng úti á Faxaflóa eða fara á hestbak,
fara í reiðtúr um svæðið eða að fara í
litbolta til að rækta strákinn í mér“.
Ferðafagnaðurinn er viðburður
sem stendur frá fimmtudegi fram á
laugardag þar sem blásið er til hugmyndatorgs
á Höfuðborgarstofu á fimmtudag, föstudag og
laugardag þar sem auglýst er eftir nýjum hug-
myndum í ferðaþjónustu og þeir sem ganga með
hugmyndir að nýjungum geta komið og fengið
aðstoð við að hrinda þeim í framkvæmd.
„Svo er ég kominn á fullt við að undirbúa
hátíð hafsins í byrjun júní og svo er
undirbúningur hafinn að menningarnótt
í sumar. Ég ætla að flytja smá erindi á
fimmtudagsmorguninn um gleðina í
vinnunni á starfsmannafundi hér á Höf-
uðborgarstofu. Mér finnst svo gaman í
vinnunni að alltaf á morgnana þegar
það er hlýtt og notalegt undir sæng-
inni og erfitt að fara fram úr fer ég
að hugsa um hvað þarf að gera í
vinnunni og sprett þá á fætur
eins og stálfjöður.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SKÚLI GAUTASON, VIÐBURÐASTJÓRI HJÁ HÖFUÐBORGARSTOFU
Sprett á fætur eins og stálfjöður
Víðs fjarri hasarnum
„Ég hef reynt að halda mig
sem lengst frá þessu.“
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
SEGIST EKKI VITA HVERJIR STYRKTU
HANN Í PRÓFKJÖRI
Fréttablaðið 14. apríl
Óvænt hlið
„Hann sýndi sálfræðilega
hlið á sér sem kom mikið á
óvart.“
KÖRFUKNATTLEIKSMAÐURINN JÓN
ARNÓR STEFÁNSSON VAR STEIN-
HISSA Á TÖKTUM ÞJÁLFARA SÍNS,
BENEDIKTS GUÐMUNDSSONAR.
Fréttablaðið 14. apríl
„Veita
persónulega
ráðgjöf.“
Kona, 39 ára.
Í dag, miðvikudag, sitja ráðgjafar
okkar lengur við símann.
Ráðgjafar Eignastýringar, Almenna lífeyrissjóðsins
og Fjármögnunar svara spurningum ásamt
ráðgjöfum Íslandsbanka.
Hringdu í okkur á milli kl. 17 og 21
í síma 440 4000.
Getum við aðstoðað?
Á islandsbanki.is getur þú einnig pantað fjármála-
viðtal þar sem við bjóðum þér að setjast niður með
okkur og fara ítarlega yfir stöðuna.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
9
-0
3
4
0
Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í
útibúum og á heimasíðu okkar um það hvernig þeir vilji að nýr banki
starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka.
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Fyrir tveimur áratugum
voru á bilinu 70 til 80 kaup-
menn á horninu á höfuð-
borgarsvæðinu. Nú eru þeir
um tíu. En þeir bera sig vel
þessa dagana því svo virðist
sem landinn sæki frekar til
þeirra nú en í góðærinu.
„Það var 24 prósenta aukning hjá
okkur á síðasta ári og þegar ég ber
saman það sem af er liðið þessu
ári þá er það jafnvel enn meira,“
segir Agnar Árnason, kaupmaður
í versluninni Rangá í Skipasundi í
Reykjavík. Hann hefur rekið versl-
unina frá árinu 1971 og hefur haldið
mörgum viðskiptavinum frá fyrstu
tíð. „Þeir eru með reikning, svona
upp á gamla mátann, og svo er bara
gert upp um mánaðamót.“ Hann
hefur nú auglýst verslunina til sölu.
„Ég er kominn á þann aldur að það
er kominn tími til að slaka á,“ segir
hann.
Aðrir kaupmenn á horninu sem
Fréttablaðið talaði við una hag
sínum einnig afar vel. Pétur Guð-
mundsson, verslunarstjóri Mela-
búðarinnar, segist finna fyrir því
að fólk leiti frekar í smáu verslan-
irnar. „Við erum aftur orðnir sam-
keppnishæfir við stóru verslanirnar
þegar kemur að verði,“ segir Agnar.
En svo eru það félagslegu þættirn-
ir sem kaupmennirnir segja vinna
með minni matvöruverslununum.
„Já, fólk kemur líka til að
spjalla,“ segir Gunnar Jónasson
í Kjötborg. „Ekki bara við okkur
Kristján [bróðir hans sem rekur
verslunina með honum] heldur veit
það hvenær einhver annar kúnni
kemur til að versla og það mætir
því á sama tíma og kaupir og spjall-
ar.“ Í Pétursbúð á Ránargötu er
hægt að kaupa sér kaffibolla á 200
krónur og segir Björk Leifsdóttir,
kaupmaður þar, að margir nýti sér
það. „Ekki síst á sumrin, þá sitja oft
margir á bekknum fyrir utan hjá
okkur með kaffibolla.“ Þrjú ár eru
liðin síðan hún tók við versluninni
og segir hún viðskiptin aukast með
ári hverju.
En þeir bræður Gunnar og Kristj-
án eru þó ekki á því að litlum mat-
vöruverslunum muni fjölga í bráð.
„Það er varla nokkur leið fyrir nýja
menn að komast inn í þetta,“ segir
Kristján. „Það er búið að breyta
verslunarhúsnæðinu í íbúðir en
aðalvandamálið er að það er mjög
erfitt fyrir nýja menn að koma
inn í greinina. Hann yrði að borga
allt staðgreitt til heildsala, það er
engum treyst í þessu árferði og
hvað þá á milli landa. Þannig að það
er ekki gott að segja til um hvort
fólki verði að ósk sinni með þetta.“
jse@frettabladid.is
Óveðrið blæs
ekki í hornin
AGNAR Í RANGÁ Hann hefur staðið vaktina í 38 ár enda þýðir ekki að skipta um hest
í miðri Rangá. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GUNNAR OG KRISTJÁN Sumir viðskiptavinir njóta sérstakrar hylli. Jón Kr. Ólafsson
söngvari, sem sést á myndum í baksýn, hefur fengið sendar vörur vestur á Bíldudal.
MENNTUN „Ég er gríðarlega stolt-
ur af krökkunum. Þessi keppni
er mjög virt og gjarnan hefur
það tekið aðra skóla áratugi að
ná viðlíka árangri og við náðum
nú,“ segir Garðar Víðir Gunnars-
son lögfræðingur. Garðar var far-
arstjóri liðs lagadeildar Háskól-
ans í Reykjavík (HR) sem hafnaði
í 5. til 8. sæti í Willem C. Vis-mál-
flutningskeppninni, sem hald-
in var í Vínarborg í Austurríki
dagana 3. til 9. apríl. Alls tóku
233 háskólar víða að úr heimin-
um þátt í keppninni, sem er ein sú
stærsta sem haldin er á alþjóða-
vettvangi.
Keppnin snýst um að laganem-
endur útbúa sóknar- og varnar-
skjöl í tilbúnu ágreiningsefni,
sem síðan er flutt frammi fyrir
alþjóðlegum gerðardómi. Að
sögn Garðars býr mikil undir-
búningsvinna að baki þessum
góða árangri. „Undirbúningur-
inn er hluti af námskeiði sem ég
kenni við HR. Ágreiningsefninu
er dreift á skólana í byrjun októb-
er og síðan tekur við mikil vinna
við að útbúa sóknarskjal, sem er
dreift til annarra skóla sem svara.
Þetta er því margra mánaða starf,
þar sem ferðin til Vínarborgar er
hápunkturinn,“ segir Garðar, sem
sjálfur tók þátt í keppninni fyrir
hönd HR fyrir þremur árum.
Lið HR hlaut einnig heiðurs-
verðlaun fyrir varnarskjal liðsins.
Hjördís Birna Hjartardóttir, einn
liðsmanna, fékk sömuleiðis heið-
ursverðlaun fyrir góða frammi-
stöðu í málflutningi. „Það er mjög
gott að hafa góðan árangur í þess-
ari keppni á ferilskránni,“ segir
Garðar Víðir Gunnarsson.
- kg
HR varð í 5. til 8. sæti í málflutningskeppni:
Stoltur af krökkunum