Morgunblaðið - 16.09.2008, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
253. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
HVER VILL EIGA MIG?
SPYRJA GÆÐABLÓÐ
ÍÞRÓTTIR
Æsispennandi loka-
sprettur í boltanum
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
3
2
16
5
– Línurnar í lag!
L&L
Þú leggur línurnar
Létt & laggott!
Leikhúsin
í landinu >> 37
JÓANNES Eidesgaard, lögmaður
Færeyja og leiðtogi Jafnaðarflokks-
ins, sleit í gær stjórnarsamstarfinu
við Þjóðveldisflokkinn og Miðflokk-
inn, aðeins sjö mánuðum eftir að
stjórnin var mynduð.
Eidesgaard kvaðst ekki vilja að
efnt yrði til kosninga og hyggst hefja
viðræður við leiðtoga annarra flokka
um myndun nýrrar stjórnar.
Eidesgaard rakti stjórnarslitin til
deilu hans við Högna Hoydal um af-
not af skrifstofu í Tinganesi þar sem
færeysku stjórnarskrifstofurnar eru
til húsa.
Hoydal sagði hins vegar að Eides-
gaard notaði þá deilu sem tylli-
ástæðu til að slíta stjórnarsamstarf-
inu. Líklegra væri að Eidesgaard
hefði sprengt stjórnina vegna þess
að hann hefði búist við erfiðri deilu
um fjárlagafrumvarp sem stjórnin
hafði unnið að. Þjóðveldisflokkurinn
hafði beitt sér fyrir því að fjárhags-
aðstoð Dana við Færeyjar yrði
minnkuð verulega. | 17
Færeyska stjórnin fallin
Eidesgaard rekur stjórnarslitin til deilu um skrifstofu en
Hoydal telur hann hafa óttast deilur um fjárlagafrumvarp
Jóannes
Eidesgaard
Högni
Hoydal
VALGERÐUR Kristín Guðbjörnsdóttir eignaðist dreng í verkfalli ljós-
mæðra aðfaranótt fimmtudagsins 11. september og var send heim dag-
inn eftir þrátt fyrir meðgöngueitrun.
Hún segir erfitt að þurfa að fara heim svo skömmu eftir fæðingu því
fyrstu sólarhringarnir eftir hana séu sérlega krítískir þegar um með-
göngueitrun sé að ræða. | 7
Morgunblaðið/Frikki
Glímir við eftirköst
meðgöngueitrunar
Eftir Bjarna Ólafsson og Björn Jóhann Björnsson
TVEIR stærstu fjárfestingarbanka Bandaríkjanna
riðuðu til falls í gær, eða því sem næst, og varð af-
leiðinganna vart um heim allan. Dow Jones hluta-
bréfavísitalan bandaríska lækkaði um 4,42% í gær
og er það mesta lækkun á einum degi frá árinu
2001. S&P 500 lækkaði um 4,71% og Nasdaq um
3,60%.
Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers óskaði í
gær eftir greiðslustöðvun fyrir móðurfélag sitt og
þá var greint frá kaupum JPMorgan Chase á fjár-
festingarbankanum Merrill Lynch.
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðla-
banka Íslands, segir gjaldþrot Lehman vera mikil
tíðindi. „Þetta eru miklar hremmingar á alþjóðleg-
um fjármálamarkaði. Lánsfjárútvegun, sem hefur
verið erfið fyrir allt kerfið, verður ekki auðveldari í
bráð og kannski um alllanga hríð. Þetta er til þess
fallið að skapa vantraust á fjármálakerfinu.“
Álagið hækkar
Skuldir Lehman nema um 55.700 milljörðum
króna og ruku fjárfestar til og reyndu að selja
skuldabréf bankans og kaupa bréf traustari fjár-
málastofnana. Þrýsti það skuldatryggingarálagi á
skuldabréf í Bandaríkjunum og Evrópu upp. Vísi-
tala tryggingarálags í Bandaríkjunum hækkaði um
25,7% og svipuð vísitala í Evrópu hækkaði um
26,8%. Tryggingarálag á íslensku bankana hækkaði
í gær, hvað mest hjá Landsbankanum, eða um
8,02%. Álagið á bréf Kaupþings hækkaði um 5,16%
og Glitnis um 2,97%.
Íslensku bankarnir hafa flestir tekið þátt í
skuldabréfaútgáfum með Lehman, en Guðni Aðal-
steinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá
Kaupþingi, segir að áhrif gjaldþrots Lehman verði
óveruleg fyrir Kaupþing.
Um áhrifin á íslenskan fjármálamarkað almennt
segir Guðni að gjaldþrotið og örlög Merrill Lynch
muni seinka þeim viðsnúningi sem beðið hefur verið
eftir í efnahagslífinu. Íslensku bankarnir muni hins
vegar ekki tapa stórum fjárhæðum á gjaldþrotinu.
Versti dagur frá 2001
Fjárfestingarbankarnir Lehman Brothers og Merrill Lynch gefast upp
Til þess fallið að skapa vantraust á fjármálakerfinu, segir seðlabankastjóri
Einn af jötnum | 14-15
Íbúar í Selja-
hverfi fjöl-
menntu á fund
með lögreglunni
sem haldinn var í
Ölduselsskóla í
gærkvöldi. Þar
rakti Stefán Ei-
ríksson, lög-
reglustjóri
höfuðborgar-
svæðisins, þróun
afbrota í hverfinu.
Íbúar greindu frá reynslu sinni
og báru fram fyrirspurnir. Fólk
sem orðið hafði fyrir innbrotum
lýsti áfallinu sem fylgir þegar heim-
ili eru fótumtroðin af ræningjum.
Það beindi spurningum og gagn-
rýni til lögreglunnar. » 2
Fórnarlömb innbrota
greindu frá reynslu sinni
Stefán Eiríksson
lögreglustjóri.
„Við munum vekja snærisþjófinn
til lífsins,“ segir Bjarni Jónsson
leikskáld en hann er með leikverk
um Jón Hreggviðsson í smíðum fyr-
ir Akranesbæ. Sem kunnugt er er
Jón Hreggviðsson frá Rein ein
frægasta sögupersóna Halldórs
Laxness og um leið einn frægasti
Skagamaðurinn. Bjarni vinnur auk
þess að útvarpsverki upp úr skáld-
sögu Sjóns, Augu þín sáu mig,
ásamt hljómsveitinni múm. » 40
Skagamenn vilja leikverk
um Jón Hreggviðsson
55.700
milljarðar
Skuldir Lehman Brothers
á núvirði.
26,8%
Hækkun vísitölu skuldatrygg-
ingarálags 125 stærstu
fyrirtækja Evrópu.
5.400
milljarðar
Tap hluthafa Lehman
frá árinu 2007.