Morgunblaðið - 16.09.2008, Page 2

Morgunblaðið - 16.09.2008, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÖLDI íbúa kvaddi sér hljóðs á íbúafundinum með lögreglunni í Ölduselsskóla í gærkvöldi. Maður einn greindi frá því að hjá honum hefði verið brotist inn milli jóla og nýárs í fyrra. Þjófarnir náð- ust á gamlársdag en var sleppt sama dag. Næstu daga héldu þeir áfram að svíkja út fé með hjálp skilríkja sem þeir höfðu stolið í innbrotinu. Hann kvartaði yfir því að lög- reglan skyldi ekki hafa varað við mögulegum fjársvikum með skilríkj- unum. Þá fannst honum samstarf deilda lögreglunnar vera lítið og hafði hann þurft að endurtaka sögu sína hvað eftir annað við starfsmenn deildanna. Ekki hafði hann heldur fengið upplýsingar um gang málsins. Inn á heimili annars manns var brotist fyrir tíu dögum. Hann sagði að samstarf íbúa og lögreglu hefði ekki gengið vel í því tilviki. Til þjóf- anna sást og var þeim lýst fyrir lög- reglu, en tilkynningin virtist hafa misfarist. Þessi maður sagði það valda miklu tilfinningalegu áfall fyr- ir fjölskyldu að verða fyrir innbroti. Lögreglan þurfi að gera sér grein fyrir því áfalli sem fólk verður fyrir. Hann kvaðst ekki gera sér neinar vonir um að málið yrði upplýst. Stefán Eiríksson lögreglustjóri sagði lögreglumenn almennt vel meðvitaða um að það að verða fyrir innbroti geti haft sálrænar afleið- ingar. Lögreglan bjóði aðstoð hjá hverfisstöðinni í fræðslu- og for- varnaskyni. Eins geti hún leiðbeint fólki til sérfræðinga. Þá sagði hann að fólk ætti að fá upplýsingar um lyktir sinna mála. Stefán taldi öryggiskerfi og þjón- ustu öryggisfyrirtækja tvímælalaust vera til bóta. Það heyrði til und- antekninga að brotist væri inn í hús með öryggiskerfi. Stefán sagði lög- regluna reyna að eiga góða sam- vinnu við öryggisfyrirtækin og þeg- ar bærust tilkynningar frá þeim væri ávallt metið hvort senda ætti lögreglubíl á vettvang. Íbúar í Seljahverfi fjölmenntu á fund með lögreglunni í Ölduselsskóla í gærkvöldi Morgunblaðið/Frikki Seljahverfi Íbúar fengu upplýsingar frá lögreglunni um gang mála í hverfinu og spurðu spurninga. Tilfinninga- legt áfall Fórnarlömb innbrota tóku til máls Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÁRVEKNI borgaranna og nágrannagæsla í góðri sam- vinnu við lögreglu eru leiðir til að draga úr innbrotum í íbúðarhús og upplýsa innbrot. Þetta kom fram í máli Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæð- isins, á fjölmennum fundi með íbúum Seljahverfis í gær- kvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bauð til fund- arins sem haldinn var í Ölduselsskóla. Þar fór Stefán yfir stöðu mála í hverfinu, skipulag löggæslunnar og þjónustu lögreglu. Þá svaraði hann spurningum íbúa. Stefán sagði að staða mála í Seljahverfi í Breiðholti væri almennt góð og engin sérstök teikn væru um fjölg- un afbrota í hverfinu. Í ágúst síðastliðnum voru framin sjö innbrot í Seljahverfi sem var óvænt stökk í inn- brotatíðni þar. Stefán sagði að viðbrögð íbúa við þessum innbrotum sýndu að þolmörkin gegn afbrotum í hverf- inu væru lítil, líkt og í minni sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu á borð við Álftanes og Seltjarnarnes. Verkefnum lögreglunnar í Seljahverfi hefur fjölgað lítillega á þessu ári miðað við fyrri ár. Bæði eru tilkynn- ingar frá íbúum til lögreglu fleiri og eins hefur frum- kvöðlaverkefnum og forvarnarverkefnum fjölgað. Dregið hefur úr hegningarlagabrotum í Seljahverfi það sem af er þessu ári miðað við tvö síðustu ár. Fjöldi innbrota er svipaður eða ívið minni í ár en meðaltal síð- ustu tveggja ára var. Innbrot í einbýlishús og raðhús eru hins vegar fleiri á þessu ári, en tilvikin eru svo fá að ekki er hægt að draga af þeim víðtækar ályktanir, að mati Stefáns. Þannig var brotist inn í eitt raðhús frá janúar til ágúst 2006, eitt á sama tímabili 2007 en á þessu ári hef- ur verið brotist inn í þrjú raðhús. Búið er að brjótast inn í sex einbýlishús í hverfinu á þessu ári en þau voru tvö á sama tímabili í fyrra. Innbrot á heimili eru alls orðin 18 og þar af voru sjö innbrot í ágúst sl. Í fyrra voru framin 15 innbrot á heimili í Seljahverfi á sama tímabili og 16 árið áður. Engin ein gata skar sig úr hvað innbrot varðaði og innbrotin voru framin við 14 götur. Þar af var farið inn í eitt hús við tíu götur en við fjórar götur í tvö hús. Engin teikn um fjölgun afbrota í Seljahverfi Hvernig var brotist inn? Í öllum tilvikum innbrota í Selja- hverfi á þessu ári, nema einu, var gluggi spenntur upp og farið inn um hann. Í einu tilviki var svalahurð op- in. Hverju er helst stolið? Þjófarnir eru snöggir að athafna sig og stela auðseljanlegum hlutum á borð við myndavélar, farsíma, tölvur, i-Pod-spilara og skartgripi. Hvað verður um þýfið? „Það er venjulegt fólk sem kaupir ódýra síma, ódýra i-Poda, tölvur eða annað og skapar þannig eftirspurn. Ef þið fáið tilboð sem er of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt þannig,“ sagði Stefán lögreglustjóri. Innbrot í bíla Innbrot í bíla eru nær undantekning- arlaust til að taka augljós verðmæti á borð við tölvu, myndavél, tösku eða annað sem blasir við. Hvað á að gera ef grunur vaknar? Hringja í 112 og gefa lýsingu á þeim grunsamlegu. Skrifa hjá sér upplýs- ingar um grunsamlegar mannaferð- ir, bílnúmer o.fl. Menn sem banka upp á og gefa ótrúverðuga ástæðu eru stundum að kanna hvort einhver sé heima. Nánari upplýsingar eru á www.logreglan.is. S&S ÞRÍR menn voru í gærkvöldi úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 19. september vegna alvarlegrar lík- amsárásar í Þorlákshöfn aðfara- nótt sunnudags. Lögreglan á Sel- fossi hefur auk þess krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönn- um til viðbótar vegna sömu árásar og fellur úrskurður í dag. Fimm menn voru handteknir í íbúð í Þorlákshöfn þar sem ráðist hafði verið á mann með eggvopni og hann særður mikið. Tæknirann- sókn í íbúðinni og frekari yfir- heyrslur voru gerðar í gær að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lög- reglustjóra. Líflátshótanir Lögreglumenn mættu miklum mótþróa af hálfu eins hinna hand- teknu og þurfti fimm lögreglumenn til að yfirbuga hann á lögreglustöð til að fyrirbyggja slys á fólki. Eng- inn meiddist í þessum átökum. „Hann hreinlega réðst að lög- reglumönnum og var ógnandi,“ segir Ólafur Helgi. Kvað hann lög- reglumenn hafa fengið líflátshót- anir af hálfu hins handtekna. Það er síður en svo ný reynsla fyrir lögreglumenn á Selfossi að verða fyrir hótunum og að þeim sé sýnd illska af ýmsu tagi. Að mati Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra er ástandið að þessu leyti að versna. Hámarks- refsing fyrir ofbeldi gegn lög- reglumönnum er nú 8 ára fang- elsi. Mótþrói og líflátshótanir Þrír menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald Í HNOTSKURN » Erlendur Baldursson hjáFangelsismálastofnun seg- ir að þröngt hafi verið á þingi á Litla-Hrauni í marga mán- uði. » Ef fullt er á Litla-Hraunier heimild til að vista menn á lögreglustöðvum og er það gert þegar á þarf að halda. » Í gær voru þrjú eða fjögurpláss á Litla Hrauni en staðan breytist nær daglega. NÚ þegar haustið bankar brátt upp á með tilkomu kunnuglegra haustlægða er tilvalið að njóta hverrar stundar sem gefst til útivistar. Þrjár dökkklæddar kon- ur gengu hraustlega með barnavagna í ágætu veðri í höfuðborginni í gær en næstu daga eru líkur á að regn- gallinn komi sér vel á slíkum göngum. Í dag er útlit fyr- ir rigningu víða um land og hvassar sunnanáttir næstu daga, allt fram að helgi. Morgunblaðið/Golli Samræmt göngulag í borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.