Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söguleg skáldsaga um framtíð þjóðar Allt sem gerst hefur, getur gerst og allt sem getur gerst, gerist – í tímans eilífu elfu. VÁFUGL NÝ ÍS LENSK SKÁL DSAG A Útgá fuda gur 7. ok tóbe r 20 08 Eftir Alfons Finnsson Snæfellsbær | Framkvæmdir við vatnsverksmiðju Icelandic Glacier Product á Rifi er hafin á nýjan leik. Talsverðar tafir hafa orðið á verk- inu vegna deilna í eigendahópi fyr- irtækisins en það mál hefur nú ver- ið leyst, að sögn Sverris Pálmars- sonar, talsmanns fyrirtækisins. „Við höfum fest kaup á tíu þús- und fermetra límtréshúsi og verður það Stálfélagið sem sér um að koma því upp. Það kemur til lands- ins í októberlok, en lengd hússins er 130 metrar og breiddin á því 75 metrar,“ segir Sverrir og bætir við að Íraklettur frá Grundarfirði sjái um að steypa sökklana undir húsið. Sverrir segir ennfremur að stefnt sé að því að um 30 til 40 manns starfi í vatnsverksmiðjunni þegar hún verður fullkláruð og bætir við að unnið verði á tvískiptum vökt- um, en í fyrstu verði keyrt með eina framleiðslulínu. Ef vel gangi verði annarri línu bætt við. Það myndi kalla á fleira starfsfólk. Flytja út vatn í gámablöðrum Sverrir segist eiga von á því að verksmiðjan verði tekin í notkun á næsta sumri „en við eigum enn eft- ir að semja um kaup á tækjum til átöppunar og erum með nokkur til- boð sem við erum að skoða.“ Einnig mun fyrirtækið flytja út vatn í gámablöðrum og segir Sverr- ir að fyrstu mánuðina sé áætlað að flytja út 20 til 30 gáma, „ef söluplön ganga eftir munum við flytja út 100 gáma á mánuði.en það vatn mun verða notað í vodkaframleiðslu og snyrtivöruframleiðslu og til þeirra sem þurfa að nota hágæðavatn.“ Fram kemur í máli Sverris að þegar sé byrjað að leggja vatns- lögnina frá vatnslindum í Fossdal og sé það fimm kílómetra leið að vatnsverksmiðjunni. Sverrir segir markaðina mjög góða fyrir hágæða-vatn, við erum að markaðssetja okkur á Bandarík- in, Evrópu og Miðausturlönd. Óttast ekki samkeppnina Sverrir er spurður að því hvort hann óttist ekki samkeppina við aðra vatnsútflytjendur frá Íslandi. „Nei, ég óttast ekki samkeppnina, við erum einfaldlega með besta vatnið í heimi.“ Sverrir segir að þessa dagana sé verið að hanna nýja flöskur, þær verði kynntar innan skamms, og bætir við að plastflöskurnar verði unnar í verksmiðjunni á Rifi en glerflöskurnar keyptar erlendis frá. Morgunblaðið/Alfons Steypa Starfsmenn Írakletts eru að steypa sökklana á vatnsverksmiðjunni sem er í byggingu á Rifi á Snæfellsnesi. Telja sig vera með besta vatn í heimi Framkvæmdir við vatnsverksmiðjuna á Rifi hafnar á nýjan leik „ÍSLENSKA vatnið kemur mjög vel út úr öllum mælingum,“ segir Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ, þegar hún er spurð á vís- indavef Háskóla Íslands hvort íslenska vatnið sé betra en vatn annars stað- ar í heiminum. Niðurstaða reglulegra mælinga leiðir í ljós að minnst 95% sýna eru að jafnaði í lagi. Ef vandamál finnast eru þau smávægileg. Á þeim fáu stöðum (einum fimm) þar sem yfirborðsvatn er notað hér á landi er vatnið ágeislað með útfjólubláu ljósi til sótthreinsunar og hefur það reynst vel. Hér á landi er engin klórmeðhöndlun á vatni eins og algengt er erlendis og bragðgæði því mikil. Hvað efnamælingar varðar er óhætt að segja að íslenska vatnið sé í sérflokki. Varnarefni og ýmis önnur lífræn efni hafa til dæmis aldrei greinst í íslensku vatni og af nítrati, sem er víða vandamál erlendis, finnst aðeins afar lítið ef nokkuð. Íslenskt vatn er mjög gott NÚ í september verður Breið- holtsdagurinn haldinn hátíðlegur í sjötta sinn og að þessu sinni nær dagskráin til heillar viku, eða frá gærdeginum til laugardagsins 20. september. Helstu markmið Breiðholtsdaga eru að stuðla að aukinni sam- heldni, samveru og hverfisvitund íbúa þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á ýmsum stöðum til að auðga andann og skemmta sér á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, segir í fréttatilkynningu. Af nógu er að taka því menningarstarf í Breiðholti er öflugt og framsækið. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff voru sérstakir gestir setningarhá- tíðarinnar og opnaði forsetinn um leið málverkasýningu heyrnar- lausra myndlistarmanna í Fé- lagsmiðstöðinni Árskógum. Í hátíðarathöfn Breiðholtsdaga, laugardaginn 20. september kl. 14. mun Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ávarpa gesti og af- henda heiðursviðurkenningar í Íþróttahúsinu Austurbergi. Alla morgna verður pottakaffi í Breið- holtslaug kl. 7.30 og verður Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, gestur í pottakaffi fimmtudaginn 18. september. Breiðholtsdagar stuðla að aukinni samheldni COSPAS-Sarsat-gervihnattakerfið hættir að vinna úr merkjum neyð- arsenda á 121,5/243 MHz frá 1. febrúar 2009. Allir eigendur og not- endur neyðarsenda ættu að byrja að undirbúa að skipta út neyðar- sendum á 121,5/243 MHz og setja í staðinn 406 MHz neyðarsenda eins fljótt og auðið er, segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Aðeins ein af 50 neyðarsend- ingum á 121,5/243 MHz er raun- verulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva. Hægt er að draga verulega úr fölskum neyð- arsendingum með notkun 406 MHz neyðarsendanna, en 1 af 17 reynast raunveruleg, Hægt að draga úr fölskum neyðarsendingum Morgunblaðið/RAX Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar ræðir í dag samning um vatnstöku í Kaldárbotnum vegna átöppunar- verksmiðju á hafnarsvæðinu í bæn- um, en framkvæmdaráð bæjarins hefur fyrir sitt leyti samþykkt samn- inginn. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að um sé að ræða samning við vatnsveituna fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar um útvegun á vatni og greiðslu fyrir það og aðra þjónustu. Viðræður hafi verið við fyrirtækið GlacierWorld frá því í fyrra, en félagið sé í eigu íslenskra og arabískra fjárfesta. Það hafi gert samning við Hafnarfjarðarhöfn um átöppunarverksmiðju á svæðinu og greiðslu tilfallandi gjalda. „Þetta er fyrst og fremst hagur og aukin við- skipti fyrir höfnina, sem skiptir hana miklu máli,“ segir Lúðvík og bendir á að verksmiðjunni fylgi töluverð skipaafgreiðsla og -umferð. Samningur GlacierWorld við vatnsveituna er til 25 ára, en fyrir- tækið fær einkarétt á allt að 40 l á sekúndu úr skilgreindri holu í vatns- bóli bæjarins í Kaldárbotnum. Lúð- vík áréttar að samningurinn útiloki ekki aðra frá því að gera sambæri- lega samninga um vatn úr vatnsból- inu. Lúðvík segir að GlacierWorld leggi út fyrir öllum kostnaði og greiði ákveðið vatnsgjald en pípurn- ar, sem verða tvær, verði eign bæj- arins og hann hafi aðgang að þeim ef á þurfi að halda. Stefnt er að því að starfsemin verði komin á fullt næsta haust. Átöppunarverk- smiðja í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.