Morgunblaðið - 16.09.2008, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson og
Björn Jóhann Björnsson
SEGJA má að síðasti naglinn hafi
verið rekinn í líkkistu bandaríska
fjárfestingarbankans Lehman
Brothers þegar fjármálaráðherra
Bandaríkjanna lýsti því yfir um
helgina að hið opinbera myndi ekki
koma bankanum til bjargar. Gjald-
þrot Lehman Brothers er stærsta
gjaldþrot fjárfestingarbanka í 18 ár,
en skuldir bankans námu um 55.700
milljörðum íslenskra króna. Þá var
ákveðið í gær að Bank of America
myndi kaupa fjárfestingarbankann
Merrill Lynch á um 4.600 milljarða
króna. Ótrygg bandarísk fast-
eignalán reyndust banabiti Lehman,
eins og reyndar margra annarra
fjármálafyrirtækja. Strax í ágúst
2007 virðast stjórnendur bankans
hafa rennt grun í hvert stefndi. Þá
var dótturfyrirtæki bankans, BNC
Mortgage, lokað, en það sérhæfði
sig í útgáfu ótryggra fasteignalána.
Tap Lehman á þessu ári átti sér
ekki fordæmi hjá fyrirtækinu, en á
fyrstu sex mánuðum ársins nam það
um 600 milljörðum króna á núvirði.
Á sama tímabili lækkaði gengi bréfa
bankans um 73%. Neyddist bankinn
til að selja mikið af eignum sínum og
segja upp starfsfólki.
Þurftu hjálpar við
Þótti því ljóst að bankinn gæti
vart staðið óstuddur og leituðu menn
því dyrum og dyngjum að hugs-
anlegum bjargvættum. Í ágúst gekk
sá orðrómur að kóreskur ríkisbanki
gæti hugsanlega komið að sem fjár-
festir. Þær vonir urðu hins vegar að
engu þegar kóreski bankinn sagði að
erfitt væri að finna samstarfsaðila að
verkefninu auk þess sem eftirlits-
stofnanir í Kóreu væru því mót-
fallnar. Í kjölfarið féll gengi bréfa
Lehman um tæp 45% á einum degi
hinn 9. september sl.
Í raun má segja að þegar svo var
komið gæti ekkert bjargað fjárfest-
ingarbankanum annað en krafta-
verk. Þrátt fyrir það gerðu stjórn-
endur hans sitt besta til að rétta við
reksturinn. Kynntu þeir áform um
umfangsmikla eignasölu og aðra
hagræðingu í rekstri. Þá hófust við-
ræður við Barclays og Bank of Am-
erica um hugsanlega yfirtöku á
Lehman, en á laugardag bárust
fréttir af því Barclays hefði ekki
lengur áhuga á kaupunum.
Stjórnendur helstu fjármálafyr-
irtækja á Wall Street funduðu stíft á
laugardag til að leita leiða til að
forða Lehman frá gjaldþroti. Sama
dag virðist sem svo að tilburðir Bank
of America til yfirtöku hafi að engu
orðið þar sem seðlabanki Bandaríkj-
anna hafi neitað að taka þátt í fjár-
mögnun hennar. Þar sem öll sund
virtust lokuð gátu stjórnendur
Lehman lítið annað gert í gær en að
óska eftir greiðslustöðvun fyrir hönd
móðurfélagsins, en dótturfélög
bankans munu hins vegar starfa
áfram í bili. Í skrifstofum bankans
um allan heim mátti sjá starfsfólk
yfirgefa byggingar með eigur sínar.
Af fimm stærstu fjárfesting-
arbönkum Bandaríkjanna 2007 eru
nú aðeins tveir eftir, Goldman Sachs
og Morgan Stanley.
Reuters
Óvissa Starfsmaður Lehman yfirgefur skrifstofur fyrirtækisins í Lundúnum með föggur sínar í pappakassa. Starfsmenn bankans eru 26.000 talsins, en framtíð þeirra er eðlilega mjög óljós nú.
!""" !""
!
"
# $"%&'()%*$+,*-*$,.(/(+0.1/&
2345647
2385687
2395697
23:56:7
2335637
2375677
2755657
2725627
27;56;7
27<56<7
2745647
2785687
2795697
27:56:7
2735637
2775677
2344= #$%&'()$*+,%-
./012&(3%%45'67,%83-(9:%,&
5365,(;$&052%(<(=5,>,+,?
2385= @&AB2&(#$%&'-(.$3&
C+,%2$5(9D(E,'$&-(45'67,
;$062&(9D(;$&052%3%(4A&(%,4%3B
)$*+,%(@&96*$&0?
2383=()$*+,%(9:%,&
01&3406942(<(F$G(H9&1?
233:=()$*+,%(;$&B2&(+$BI
53+2&(<(1,2:*J553%%3(<(F$G(H9&1?
2337=()$*+,%(47K&+,D%,&(4'&06,
*526,47K&L6>9B3B-(4'&3&(M%6$&I
%,639%,5(N6$,+(O2+:(P9+:,%'?
2795=(N1&340694,(9:%2B(<(O,&<0?
27;7=()$*+,%
P9&:9&,639%($&(0694%,B?
#526,47K&L6>9B(4'&06,(07Q%;,&:0I
6A17,4&,+5$3B,%8,%0-(82E9%6-
$&(47K&+,D%,B?
R7K&+,D%,&(*526,47K&L6>9B
S3D36,5($T23:+$%6
9D(#$&6U?
2734=(=+$&3V,%(CW:&$00
1,2:3&()$*+,%(9D
0,+$3%,&(N*$,&09%?
2739=(E$B53+2&(<
1,2:*J553%%3(<()9%89%?
2733=(E$B53+2&(<
1,2:*J553%%3(<(X91'9?
;552=(Y&/063%D2&(K(R258(2+(,B
8&,D,(L&(1906%,B3?(Z(06,B(.$00
,B(0$D7,(2::(06,&404Q513(K1;$B2&
*,%%(,B(5A11,(5,2%(9D(D&$3B,
4&$1,&(+$B(*526,>&[42+?
;55;=()$*+,%(0694%,&
$3D%,06/&3%D,&8$358(9D(1,2:3&
01258,>&[4,8$358()3%V95%
P,:36,5(E,%,D$+$%6?
;55:=(#,D%,B2&()$*+,%
@&96*$&0(,58&$3(+$3&3(9D($&
.,B(47Q&B,(K&3B(<(&JB(0$+
+$63B($&(05$D3B?
R'&3&6A13B($&(2+0;34,+$063
,B353%%(<(1,2:*J553%%3(<(F$G(H9&1
9D($&(+$63B(K(\](+3557,&B,(8,5,?
;55<= ^,2:3&(F$2>$&D$&
@$&+,%(9D(P&900&9,80
_&92:?
;553= R7K&4$06,&(6,:,(6&L%%3(K
)$*+,%(.,&(0$+($4%,*,D0I
&$31%3%D2&(>,%1,%0($&(01$1162&
+7JD(;$D%,(`](+355,&B,(8,5,
47K&4$063%D2(<(Q6&'DD2+
>,%8,&<012+(4,06$3D%,5K%2+?
27:;=(C3%%(4'&063(47K&4$063%D,&I
>,%13%%(635(,B(9:%,(01&3406942
<()9%89%?
277<=(=+$&3V,%(CW:&$00
0$52&(N*$,&09%(9D()$*+,%
06,&4,&(K(%/(2%83&($3D3%
%,4%3?
2774= )$*+,%(@&96*$&0
#9583%D0(01&KB(<(1,2:*J553%,
<(F$G(H9&1(9D(;3B013:63
*$47,06(+$B(*526,>&[4
4'&3&6A1303%0?(a3V*,&8(R258
;$&B2&(49&067Q&3()$*+,%?
2777>(#$42&(0,+06,&4(;3B(@,%1
94(X91'9IE3602>30*3(2+(2+07Q%
+$B('43&6J12+(9D(0,+&2%2+(<
b,:,%?
27:8=(^,2:3&(=>&,*,+(c(P9?
;555
;552
;55;
;55<
;554
;558
;559
;55:
;553
?(0$:6?(d"e
5>;8(8955,&,&
`?(4$>&L,&(d"f
38>35(8955,&,&
?(7L%<-(d`
4>8<(8955,&,&
"
!"
`"
]"
e"
""
E,&1,B0;$&B(K(*526(<(591(*;$&&,&(;312
!""e
Einn af jötnum
Wall Street fallinn
Bankakreppa í Bandaríkjunum
TÍU af stærstu bönkum heims hafa ákveðið að leggja saman í risastóran
lausafjársjóð til draga úr afleiðingum gjaldþrots Lehman Brothers á fjár-
málamarkaðinn. Sjóðurinn á að innihalda um 70 milljarða dala, andvirði
um 6.500 milljarða króna. Er í raun um sjálfstryggingu bankanna tíu að
ræða, en hver þeirra mun geta tekið út úr sjóðnum einn þriðja af heildar-
upphæðinni gegn veði í margvíslegum eignum, s.s. fasteignum, sem ekki
er hægt að leggja að veði gegn láni frá seðlabönkum.
Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í gær að slaka umtalsvert á reglum
um aðgengi þarlendra banka að lausafé frá seðlabankanum. Munu fjár-
festingarbankar nú geta lagt að veði eignir sem þeir gátu ekki áður, svo
sem hlutabréf og lánasöfn.
Báðum aðgerðunum er ætlað að halda í skefjum truflunum á milli-
bankamarkaði vegna gjaldþrots Lehman, en fjárfestingarbankar sækja
stærstan hluta sinnar skammtímafjármögnunar á þann markað.
Í frétt Financial Times er haft eftir fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
Hank Paulson, að samræmdar aðgerðir seðla- og viðskiptabanka myndu
skipta sköpum í að viðhalda virkum fjármálamörkuðum. Flestir séu þó á
þeirri skoðun að aðgerðirnar geti ekki komið í veg fyrir að markaðirnir
verði fyrir höggi, heldur aðeins mildað það.
Bankar bjarga bönkum
Fjármálamarkaðir heimsins voru felmtri slegnir í gær eftir að Lehman Brothers
óskaði eftir greiðslustöðvun og Merrill Lynch samþykkti yfirtöku.
Hremmingar á fjármálamörkuðum versna enn og fórnarlömbunum fjölgar.