Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 15
Hafa skotið á Ísland
Greiningardeildir Merrill Lynch
og Leham Brothers hafa á
undanförnum árum sent frá
sér nokkrar skýrslur um ís-
lensku bankana og efnahagslíf
hér á landi. Þær hafa ekki allt-
af verið jákvæðar, sér í lagi frá
Merrill Lynch, sem í mars
2006 kom með sína fyrstu
skýrslu. Ekki er allt sem sýn-
ist, sögðu sérfræðingar Merrill
þá um bankana og í kjölfarið
féllu hlutabréf og íslenska
krónan í verði. Hafði bankinn
miklar áhyggjur af Íslandi. Síð-
an þá hafa skýrslurnar verið
heldur jákvæðari þó að ábend-
ingum og gagnrýni hafi áfram
verið komið á framfæri.
Vildi einkavæða Símann
Lehman Brothers var meðal 14
fjármála- og endurskoð-
unarfyrirtækja sem sendu
framkvæmdanefnd um einka-
væðingu tilboð um ráðgjöf og
aðra þjónustu vegna sölu á
hlutabréfum ríkisins í Síman-
um fyrir fjórum árum. Svo fór
að tilboði Morgan Stanley var
tekið.
Í viðskiptum við Gildi
Lífeyrissjóður sjómanna, sem
síðar rann inn í Gildi lífeyr-
issjóð, samdi vorið 2002 við
Lehman Brothers í London um
stýringu á hluta af erlendum
eignum sjóðsins.
Að sögn Árna Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Gild-
is, er þessi samningur ekki
lengur í gildi en hins vegar á
Gildi hlut í einum sjóði sem
stýrt hefur verið af dótt-
urfélagi Lehman Brothers. Árni
segir gjaldþrot bankans ekki
hafa nein áhrif á þessa eign
lífeyrissjóðsins. Hins vegar sé
ástæða til að hafa áhyggjur af
þróuninni á fjármálamörkuðum
almennt. Allar eignir séu nú að
lækka í verði.
FLEIRA en yfirvofandi gjaldþrot
Lehman Brothers olli fjárfestum
hugarangri í gær og um helgina.
Þegar ljóst varð hvert stefndi með
Lehman tóku menn að hafa af því
áhyggjur að fjárfestingarbankinn
Merrill Lynch yrði næstur í röð fjár-
málafyrirtækja sem gefið hafa upp
öndina með einum eða öðrum hætti.
Því hófu stjórnendur Merrill leit að
einhverjum sem gæti komið hinum
94 ára gamla banka til bjargar. Eftir
tveggja sólarhringa stanslausar við-
ræður var frá því greint í gær að
Bank of America myndi kaupa Merr-
ill á um 5.500 milljarða króna. BoA
var fyrir stærsti banki Bandaríkj-
anna og verður því til við samrunann
einn stærsti banki veraldar. Sam-
runinn er að sjálfsögðu háður sam-
þykki hluthafa beggja banka.
Tryggingafélagið American Int-
ernational Group, átjánda stærsta
fyrirtæki í heimi, á einnig undir högg
að sækja, en bréf félagsins lækkuðu
um 61% í viðskiptum gærdagsins.
Hafa fjárfestar, sem og stjórnendur
AIG, áhyggjur af því að lánshæfis-
matsfyrirtæki muni lækka lánshæf-
iseinkunn fyrirtækisins, sem gæti
orðið því banvænt. Hefur því verið
gripið til þess ráðs að selja verðmæt-
ustu eignir þess til að bæta eiginfjár-
stöðu AIG auk þess sem reynt verð-
ur að afla lausafjár með öðrum
leiðum. Staðan virðist þó ekki vera
með öllu vonlaus því stjórn AIG
hafnaði tilboði J.C. Flowers um inn-
spýtingu fjármagns gegn greiðslu
hlutabréfa í AIG.
Bank of America
gleypir Merrill Lynch
Reuters
Val Stjórnendur Merrill Lynch mátu stöðuna svo að lítið væri annað fyrir þá
að gera en að finna kaupendur að bankanum eða ella missa hann alfarið.
Í HNOTSKURN
» Merrill Lynch er einnstærsti fjárfestingarbanki
heims. Námu tekjur hans í
fyrra 63 milljörðum dala.
» Starfsmenn eru um 60.000talsins í öllum helstu fjár-
málaborgum heims.
GUÐNI Aðalsteinsson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri fjárstýringar
hjá Kaupþingi, segir aðspurður að
áhrif gjaldþrots Lehman Brothers á
Kaupþing séu óveruleg en bankinn
hefur tekið þátt í skuldabréfaútgáfum
með Kaupþingi í Bandaríkjunum og
Suður-Ameríku. Um áhrifin á íslensk-
an fjármálamarkað almennt segir
Guðni að gjaldþrot Lehman og örlög
Merrill Lynch muni seinka þeim við-
snúningi sem beðið hefur verið eftir í
efnahagslífinu.
„Þetta kemur öllum í opna skjöldu. Ég veit til þess að
hjá Lehman Brothers hefur starfað mjög hæfileikaríkt
fólk. Þegar horft er til sögu bankans síðustu árin, og síð-
an hann var brotinn upp frá American Express, hefur
hann sýnt mestan hagnað allra banka og mikla hækkun á
hlutabréfum. Litið hefur verið til hans með mikilli virð-
ingu,“ segir Guðni.
Gíruðu sig upp 25-falt
Hann segir nú vera ljóst að Lehman hafi skuldsett sig
verulega og „gírað“ sig upp 25-falt. Við þær aðstæður
þurfi ekki nema litlar breytingar á verði eigna til að eig-
infjárhlutfallið nánast hverfi.
Um áhrifin á Kaupþing segir Guðni að þau séu „hverf-
andi“. Með vaxtaskiptasamningum við flesta af stærstu
bönkum séu viðaukar sem eru endurskoðaðir reglulega
til að draga úr áhættu hvers af öðrum. Varðandi skulda-
bréfaútgáfu Kaupþings segir Guðni að áhrifin verði ekki
mikil. Lehman Brothers var meðal banka sem komu að
12 milljarða króna útgáfu í Mexíkó á síðasta ári og þá
höfðu Lehman og Merrill Lynch ásamt Citigroup og
Credit Suisse umsjón með 210 milljarða útgáfu í Banda-
ríkjunum fyrir tveimur árum. „Það fækkar í þessum hópi
sem vinnur fyrir okkur vinnuna en þjónustan mun ekk-
ert hverfa. Þó að við höfum ekki staðið lengi í skulda-
bréfaútgáfu er samkeppnin það mikil á þessum mark-
aði,“ segir Guðni.
Seinkar viðsnúningi
Guðni
Aðalsteinsson
Reuters
Fall Hjá Lehman Brothers starfa tugir þúsunda fólks
um allan heim og áhrifin eru því gríðarleg.
Guðni Aðalsteinsson segir
áhrif á skuldabréfaútgáfu
Kaupþings hverfandi
Í HNOTSKURN
»Guðni Aðalsteinsson starfaði um árabil semforstöðumaður og síðar framkvæmdastjóri hjá
Lehman Brothers í London og Frankfurt.
»Hann var í samskiptum við sína gömlu vinnu-félaga í gær og segir hann menn vera undr-
andi og lifa í mikilli óvissu. Enginn hafi átt von á
að svona færi.
Afföllin Fyrsta stóra fórnarlamb ársins var íbúðalánafyrirtækið Country-
wide, sem var eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þá
var breski bankinn Northern Rock í raun þjóðnýttur af breska ríkinu þeg-
ar ljóst varð að hann rambaði á barmi gjaldþrots.
Fyrsti stóri bandaríski fjárfestingarbankinn til að leggja árar í bát var
Bear Stearns, sem tekinn var yfir af JPMorgan Chase fyrir lítið fé. Þá hafa
á rúmri viku fjórir risar bandarísks fjármálalífs gefið upp öndina. Hinir
hálfopinberu íbúðalánasjóðir Fannie Mae og Freddie Mac voru teknir yfir
af bandaríska ríkinu og svo fylgdu Merrill Lynch og Lehman í kjölfarið.
"#$ !% & #
&
' $
%($
)#*
+$
+$
+$
!
" #$%
& '( () ( ( $
& ,%
-& % . - %
/
,%
- % (
-
0-
,%
- % 1
# 2
3'4
,%
-
& % (
0-
0-
,%
- % . - %
/
3
&5&
6#
7
%')
)%8
7-' % # ++ + $
9
% 8%
& 0(*&) %8
7-' 0 .
0-' DAVÍÐ Oddsson
seðlabankastjóri
segir gjaldþrot
Lehman Brothers
vera mikil tíðindi.
Áhrifin á Seðla-
banka Íslands
verði þó engin þar
sem Lehman hafi
ekki verið með
fjárvörslu á gjald-
eyrisforða Íslend-
inga. Þó að bankinn hafi tekið þátt í
skuldabréfaútgáfu fyrir íslensku
bankana hafi ekki komið fram nein
töp í íslenska bankakerfinu, eftir því
sem best sé vitað.
„Við höfum átt mjög góð og marg-
vísleg viðskipti við þetta ágæta fyr-
irtæki í gegnum tíðina, og það er
söknuður að því. En við töpum ekki
neinum fjármunum þó að þeir
[Lehman Brothers – innsk. blm] hafi
fallið með þessum hætti í dag,“ segir
Davíð.
Erfiðara að útvega lánsfé
Viðbragðsnefnd um fjármálastöð-
ugleika, sem er starfandi hér á landi,
hefur ekki verið kölluð saman og
Davíð telur ekki vera efni til þess,
hvað sem síðar gerist.
„Þetta eru miklar hremmingar á
alþjóðlegum fjármálamarkaði. Láns-
fjárútvegun, sem hefur verið erfið
fyrir allt kerfið, verður ekki auðveld-
ari í bráð og kannski um alllanga hríð.
Þetta er til þess fallið að skapa van-
traust á fjármálakerfinu,“ segir Dav-
íð Oddsson.
„Mikil tíðindi en ekkert
tap fyrir okkur“
Davíð
Oddsson
EINN Íslend-
ingur er meðal
helstu yfirmanna
Lehman Broth-
ers í Asíu og því í
hópi tugþúsunda
starfsmanna
bankans sem eru
nú í mikilli óvissu
um sitt starf. Sig-
urbjörn Þorkels-
son var á síðasta
ári ráðinn yfirmaður hlutabréfa-
viðskipta á Asíumarkaði, með aðset-
ur í Hong Kong, en hann hefur starf-
að í mörg ár hjá bankanum. Ekki
náðist í Sigurbjörn í gær, þegar eftir
því var leitað. Eftir því sem næst
verður komist eru ekki fleiri Íslend-
ingar starfandi hjá bankanum.
Sigurbjörn hóf fyrst störf hjá
Lehman Brothers árið 1992, að
loknu framhaldsnámi í Bandaríkj-
unum. Árið 1994 flutti hann sig um
set til kanadíska bankans CIBC en
sneri aftur til Lehman Brothers fyr-
ir tíu árum. Stýrði þá hlutabréfa-
afleiðusviði og var árið 2001 valinn
einn af framkvæmdastjórum bank-
ans, með aðsetur í New York. Þaðan
fór hann til London sem yfirmaður
afleiðuviðskipta og var sem fyrr seg-
ir ráðinn á vegum bankans til Hong
Kong á síðasta ári.
Íslendingur meðal yfir-
manna Lehman Brothers
Sigurbjörn
Þorkelsson
Álagið Þeir sem fjárfesta í skuldabréfum kaupa gjarnan tryggingu gegn
því að útgefandi bréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Skulda-
tryggingarálag endurspeglar þetta verð og hækkar almennt eftir því sem
fjárfestingin er metin ótryggari, en fleira spilar þó inn í.
Mörg fyrirtæki, bandarísk sem erlend, höfðu keypt skuldabréf af Leh-
man og vildu losna við þær fjárfestingar og kaupa í staðinn skuldabréf
tryggari banka. Þessi aukna eftirspurn eftir skuldatryggingum, sem og
vaxandi óvissa um framtíð á markaði þrýsti skuldatryggingarálögum upp
víðast hvar. Til dæmis hækkaði vísitala tryggingarálags 125 stærstu fyr-
irtækja Evrópu um 26,8% og 25 stærstu banka Evrópu um 9,5%.
:
(
-
;
*+ + ,-
. /,0 -%
, %
%
1122
1222
322
422
522
622
722
822
922
:22
122
2
112
122
32
42
52
62
72
82
92
:2
12
2
,% ;
<