Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 17
ERLENT
Eftir Randi Mohr í Þórshófn í Færeyjum
EFTIR aðeins sjö mánaða stjórnarsamstarf hefur
Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja og leið-
togi Jafnaðarflokksins, slitið samstarfinu við Þjóð-
veldisflokkinn og Miðflokkinn.
Ljóst er að mynda þarf nýja stjórn. Þjóðveldis-
flokkurinn, undir forystu Högna Hoydals, og Mið-
flokkurinn eru ekki með meirihluta á færeyska
þinginu.
Eidesgaard rakti stjórnarslitin til deilu um af-
not af skrifstofu í Tinganesi þar sem færeysku
stjórnarskrifstofurnar eru til húsa. Embætti lög-
mannsins hefur notað skrifstofuna en Hoydal vildi
að utanríkisráðuneytið fengi hana til afnota. Fram
kom í færeyskum fjölmiðlum að Hoydal hefði
tvisvar sinnum fengið lásasmið til að opna skrif-
stofuna þegar hann kom að henni læstri.
„Ég get ekki sætt mig við að formaður Þjóð-
veldisflokksins, Högni Hoydal, grafi undan valdi
mínu með þessum hætti,“ sagði
Eidesgaard á blaðamannafundi
í gær. Hann bætti við að ljóst
væri að þeir gætu ekki lengur
unnið saman vegna trúnaðar-
brests.
Hoydal kvaðst hins vegar
hafa verið gerður að blóra-
böggli því deilan um skrifstof-
una væri aðeins tylliástæða til
að slíta stjórnarsamstarfinu.
Hann sagði líklegra að Eides-
gaard hefði sprengt stjórnina vegna þess að hann
hefði búist við erfiðri deilu um frumvarp til fjár-
laga næsta árs.
Færeyska stjórnin hefur verið að vinna að fjár-
lagafrumvarpinu og Þjóðveldisflokkurinn, sem vill
að Færeyjar verði sjálfstætt ríki, hefur beitt sér
fyrir því að árleg fjárhagsaðstoð Dana verði
minnkuð úr 616 milljónum danskra króna í 500
milljónir (úr 10,7 milljörðum íslenskra króna í 8,7
milljarða).
Hver deilan á fætur annarri
Stjórnarslitin komu ekki á óvart því stjórnin
hefur einkennst af mikilli pólitískri óeiningu frá
kosningunum til færeyska lögþingsins í janúar.
Deila um forgangsröðun jarðganga varð til þess að
jafnaðarmaðurinn Gerhard Lognberg hætti að
styðja stjórnina og hún missti þar með meirihluta
sinn á þinginu.
Stjórnin hélt þó áfram með sextán þingmenn af
33 á bak við sig og hóf samstarf við Sjálfstjórnar-
flokkinn. Deila í Þjóðveldisflokknum um sóknar-
daga í fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur einnig
valdið titringi í stjórninni.
Auk flokkanna þriggja sem voru í stjórninni
eiga þrír flokkar sæti á færeyska lögþinginu:
Sjálfstjórnarflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sam-
bandsflokkurinn.
Stjórnarsamstarfi slitið í Færeyjum
Í HNOTSKURN
» Jóannes Eidesgaard, lög-maður Færeyja, kvaðst
ekki vilja að efnt yrði til kosn-
inga vegna stjórnarslitanna
svo skömmu eftir síðustu þing-
kosningar í janúar.
» Eidesgaard hyggst þess ístað ræða við leiðtoga ann-
arra flokka til að reyna að
mynda nýja færeyska land-
stjórn.
» Takist það ekki verðuröðrum veitt umboð til
stjórnarmyndunar.
Jóannes
Eidesgaard
UM 1.250 börn hafa veikst og tvö
dáið í Kína af völdum mjólkurdufts
sem innihélt hættulegt efni. Um 34
barnanna eru enn á sjúkrahúsi og
53 þeirra eru alvarlega veik, að
sögn heilbrigðisráðuneytis landsins
í gær.
Kínverskir fjölmiðlar segja að
efninu melamine, sem er notað í
iðnaði, hafi verið blandað í mjólkur-
duftið til að það virtist prótínrík-
ara, en það hafi orðið til þess að
börnin hafi fengið nýrnasteina.
Fyrirtækið sem framleiddi
mjólkurduftið, Sanlu Group, er að
hluta í eigu stærsta mjólkurbús
Nýja-Sjálands. Helen Clark, for-
sætisráðherra landsins, sagði að
mjólkurbúið hefði reynt vikum
saman að fá kínversk yfirvöld til að
innkalla mjólkurduftið en án árang-
urs þar til sendiherra Nýja-Sjá-
lands hafði samband við kínversk
stjórnvöld. bogi@mbl.is
Um 1.250
börn veiktust
vegna dufts
VLADÍMÍR Pút-
ín, forsætisráð-
herra Rússlands,
segist hafa lofað
að kenna Nicolas
Sarkozy, forseta
Frakklands,
júdó.
Pútín, sem er
með svarta beltið
í júdó, skýrði frá
þessu í viðtali við franska dagblaðið
Le Figaro. „Hann hefur áhuga á
sjálfsvarnarlistum og við höfum
ákveðið að æfa saman,“ sagði Pút-
ín.
Líklegt er að Pútín taki hraust-
lega á Sarkozy því þeir hafa ekki
verið miklir mátar að undanförnu.
bogi@mbl.is
Hyggst kenna
Sarkozy júdó
Vladímír Pútín
HÁVAÐI í heimshöfunum veldur
hvölum og öðrum sjávarspendýrum
miklum vandamálum, að því er
fram kemur í nýrri skýrslu Al-
þjóðlega dýraverndunarsjóðsins,
IFAW.
Í skýrslunni segir að hávaði neð-
ansjávar trufli bæði samskipti og
fæðuöflun dýranna. Talið er að fjöl-
mörg sjávarspendýr hafi drepist af
völdum hljóðsjáa herskipa, að sögn
fréttavefjar breska ríkisútvarpsins,
BBC.
Á sumum svæðum tvöfaldast há-
vaðinn í hafinu á hverjum áratug
og að sögn IFAW er ekki nóg að
gert til að vernda dýrin. Mikilvægt
sé að alþjóðasamfélagið grípi þegar
í stað til aðgerða til að minnka há-
vaða af mannavöldum í höfunum.
Of mikill há-
vaði fyrir hvali
HVERFIÐ Porong í útjaðri borgarinnar Surabaya í
Indónesíu hefur verið á kafi í leðju undanfarin tvö
ár. Þá hóf leðja að flæða upp úr gas-borholu sem
ekki hefur tekist að stöðva ennþá og þykir lítil von
til þess að það takist.
Nú nær leðjan yfir tæplega 7 ferkílómetra svæði
og hefur valdið stórtjóni og heilsufarsvandamálum
meðal íbúanna. Brennisteinsfnyk leggur af gráleitri
og vatnskenndri leðjunni, en yfirvöld fullyrða að
hún sé ekki heilsuspillandi. Íbúar hafa þó í auknum
mæli orðið varir við ofnæmisviðbrögð.
Flóðið er af vísindamönnum talið hið stærsta sinn-
ar tegundar í heiminum, en svipuð flóð hafa orðið
annars staðar í Indónesíu sem og á Ítalíu og í Kína.
Yfirvöld hafa gert orkufyrirtækinu Lapindo
Brantas, sem talið er eiga sök á flóðinu, að greiða
íbúum og öðrum sem orðið hafa fyrir tjóni sem nem-
ur rúmum 36 milljörðum króna í skaðabætur. Tals-
menn fyrirtækisins segja það ekki eiga sök á því
hvernig fór, en skaðabæturnar verði samt sem áður
greiddar.
Mikil reiði ríkir meðal íbúanna sem vilja að Lap-
indo Brantas greiði skaðabæturnar þegar í stað.
jmv@mbl.is
?;7!;559
@ !
1A B+CA
#
CCD
A
45 CC A B 6
)$B7,(0$+
;$366($&(<(K%%,-
;$582&(>96%4,553?
!
"#"
"#"
$#%"##&
' (
E B
,&E'&$(F%)
/CC
?
A
N3&3%D
g$062&I
N3&3%D
b,63&$79
a$%91$%9%D9
OhahF_
2!(g,6%(9D(D,0(<
*952%%3(;,58,
i*JDD3j(0$+
0:&$%D3&(>$&D3B?
;!(E31355(.&/063%D2&
/63&(5$B72(9D(D,03
2::(L&(*952%%3?
4!(Y'%D8(5$B72%%,&
;$582&(03D3?
<!(#$55,+'%82%
,2B;$58,&(;J1;,I
06&$'+3(2::
K('43&>9&B3B?
^27,%D
1,506$3%07,&B5,D
B,
#
CA
2>575
N6K54QB&3%D
;>3<5
"1$*G(0),&%H
(((((h&124'&3&6A13B(OX(),:3%89(@&,%6,0(0$D3&(,B(7,&B017K5463
6;$3+2&(8JD2+(4'&&(*$4B3(19+3B(5$B7206&,2+%2+(,4(06,B?
(((((b,&B4&AB3%D,&(0$D7,(7,&B017K546,%%(635;3572%?
@9&2%,&06,B2&3%%($&(\""(1+(4&K(2::6J12+(7,&B017K546,%0?
H43&;J58(*,4,(D$&6(),:3%89(,B(>9&D,('43&(\](+3557,&B,
1&Q%,(<(01,B,>A62&(635(4Q&%,&5,+>,(9D(;$D%,(67Q%0?
&
*+,
)
*--+
""(+
()$E,*1$-&%$.@/&&%*
((((()$B7,%(%A&(%L('43&(2+(]-e(1+(0;AB3?
(((((k+( "?"""(+,%%0(*,4,(+3006(*$3+353(0<%(,21
.$00(0$+(01Q5,&(9D(;$&10+3B72&(*,4,(4,&3B(K(1,4?
(((((#2%8&2B2+(06$':2152+:,(;,&(*$%6(94,%(<(+'%%3($58I
47,5503%0(K&3B(!""f(<(;9%(2+(,B(06JB;,(45AB3B($%(.,B(+306Q106?
0
>
?
Risavaxið leðjuflóð hefur
valdið stórtjóni í Indónesíu
Santíagó. AP. | Forsetar Suður-Am-
eríkuríkja komu saman í Santíagó í
Chile í gær til að reyna að afstýra
frekari blóðsúthellingum og pólitísk-
um glundroða í Bólivíu.
Evo Morales, forseti Bólivíu,
mætti á leiðtogafundinn eftir að
stjórn hans hafði í raun misst yfirráð
yfir helmingi landsins. Andstæðing-
ar Morales hafa lokað þjóðvegum,
náð opinberum byggingum á sitt
vald, lokað landamærastöðvum og
unnið spellvirki á gasleiðslum. Um
tíma stöðvaðist helmingur alls út-
flutnings Bólivíu á jarðgasi til Bras-
ilíu vegna óeirðanna.
Mótmælin eiga rætur að rekja til
tilrauna héraða, þar sem jarðgasið er
unnið, til að fá aukin sjálfstjórnar-
réttindi og stærri hluta af tekjunum
af jarðgasinu.
Leiðtogar héraðanna krefjast
einnig þess að Morales hætti við
þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja
stjórnarskrá sem myndi auka völd
og réttindi frumbyggja Bólivíu.
Sendiherrum vísað úr landi
Ríkissaksóknari Bólivíu hefur
sagt að hann hyggist ákæra héraðs-
stjóra Pando, héraðs við landamærin
að Brasilíu, fyrir að hafa fyrirskipað
fjöldamorð. Morales segir að 30
stuðningsmenn sínir hafi verið
skotnir til bana með vélbyssum í
árás úr launsátri í Pando á fimmtu-
daginn var og það varð til þess að
hann setti herlög til að koma í veg
fyrir frekara ofbeldi í héraðinu.
Morales hefur vísað sendiherra
Bandaríkjanna úr landi og sakað
hann um að hafa hvatt til óeirðanna.
Hugo Chavez, forseti Venesúela, vís-
aði einnig bandaríska sendiherran-
um í Caracas úr landi til að sýna
Morales samstöðu. Bandaríkjastjórn
svaraði í sömu mynt. bogi@mbl.is
AP
Í vanda Evo Morales mætir á leið-
togafund í Santiago í gær.
Reynt að
afstýra
stjórnleysi
Leiðtogafundur um
óeirðir í Bólivíu