Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
KPMG lét af störfum sem endur-
skoðandi XL Leisure í október árið
2006 eftir að stjórn XL Leisure virti
að vettugi athugasemdir KPMG um
óreglu í bókhaldi fyrirtækisins.
Fjármálaeftirlitið skoðaði á síð-
asta ári meint bókhaldsbrot XL
Leisure, dótturfyrirtækis Avion
Group, sem var forveri Eimskips.
Ekkert kom í ljós sem sýndi fram á
að stjórnendur Avion hefðu haft
vitneskju um óreglu í bókhaldinu.
Samkvæmt frétt í Sunday Times
lét KPMG af störfum eftir að starfs-
fólk XL Leisure bjó þannig um
hnútana að greiðslu á reikningum til
veitingafyrirtækisins Alpha Air-
ports var frestað, að því er virðist til
þess að fegra stöðu fyrirtækisins.
thorbjorn@mbl.is
Frestuðu greiðslum
Stjórn XL virti að vettugi athugasemd
endurskoðanda um óreglu í bókhaldi
● SKAMMT er stórra högga á milli á
dönskum bankamarkaði þessa dag-
ana. Í gær gekk Forstædernes Bank
inn í Nykredit og Handelsbanken
keypti Norðursjálenska Lokalban-
ken. „Við höfum ekki séð fyrir end-
ann á sameiningu banka,“ segir Per
H. Hansen, prófessor í Viðskiptahá-
skólanum í Kaupmannahöfn, á vef
Berlingske. Ástæðuna segir hann
vera skyndilegan skort á lánsfé. Í
síðustu viku lokaði til að mynda
þýski bankinn HSH Nordbank fyrir
frekari lán til danskra banka.
camilla@mbl.is
Bankar sameinast
@A
!
" #$ %
&'"()
&#$*+,-
! ./012
)'"2
B? +
?
%/ %$
- 3
+ %$
.-- 5
3
+ %$
<= %$
3
( - %$
%$ <-+%># ; ?/
3
+ %$
@+4 # . - %$
: ( - ; %$
%$
!1
AB
!
C.
&
) ')
%$($ %$
D
%$
C - B
@
/
E8
/ 1
1F
<- . -
G
8 . -
BH
' %$
68 %$
I 5& %$
"
D
2
8 2$
. 3
%$
+&' %$
%,
!
"#
"
"!
"
#
##
#
#
"##
"
!"##
###
###
!###
##
#
#
"###
!
!
I&-+
#
6(& 0 - #
@+ ! J$JK$
$ $J
$K$K
J$$
$ J$J$JJ
$$
J$
$K$JK$K
$K$JJ$
$J$JJ
JK$K
$ $ J$
$K$
J$$
$$
K$ K$
C
C
C
$J$
C
C
KL
L
L
KL
L
KL
L
KL
L
L
L
L J
L
KL
L
L
JL
C
C
C
L
C
C
KLJ
LK
L
KL
L
KL
L
KL
L
LJ
L
L
L
L
KL
L
L
LJ
L
C
JL
L
L
'5 &-+
K
J
K
KJ
C
K
C
C
C
C
C
"# #
&-$
&
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
$$
K$J$
$$
$K$
$$
$$
J$$
6
6
6
AM AM " #
"
$"
$"#
N
N
AM E .M
"
"
$
$
N
N
"E BO
#!
#
$
$"
N
N
6!<
"M
#
#
$"!
$
N
N
AM '
AM "
" !
!#
$
$
N
N
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar
lækkaði um 1,73% í viðskiptum gær-
dagsins og var lokagildi hennar
3.898,36 stig. Bréf Föroya Banka
hækkuðu um 0,64% og bréf Alfesca
stóðu í stað. Bréf Eimskips lækkuðu
um 21% og bréf Eikar Banka um
15,56%. Krónan veiktist um 1,39%
og var lokagildi gengisvísitölunnar
169,9 stig. bjarni@mbl.is
Miklar lækkanir
● Líklegra er nú
en áður að sam-
dráttur fylgi fjár-
málakreppunni
sem skekur
Bandaríkin og al-
þjóðlega fjár-
málamarkaði
sagði Alan
Greenspan fyrrum
seðlabankastjóri
Bandaríkjanna í gær. Ástandið myndi
ekki lagast fyrr en jafnvægi næðist á
húsnæðismarkaði.
Sagði hann að svona hlutir gerð-
ust bara einu sinni á hverri öld.
Þetta væri versta ástand á fjár-
málamarkaði sem hann hefði kynnst
á sinni ævi. Fleiri stórir bankar
myndu hætta rekstri. Það þyrfti ekki
að vera slæmt og ekki ætti að bjarga
öllum frá falli. bjorgvin@mbl.is
Gerist á 100 ára fresti
Alan Greenspan
● GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði í gær að bandaríska
hagkerfið væri nægilega öflugt til að
ráða við þau umbrot sem nú eru á
fjármálamarkaði vegna hruns fjár-
festingarbankans Lehman Brothers
og erfiðleika annarra fyrirtækja.
Bush gaf yfirlýsinguna á blaða-
mannafundi með John Kufour, for-
seta Gana, sem er í heimsókn í
Washington. Sagði Bush að Banda-
ríkjamenn væru að vonum áhyggju-
fullir en bandarísk stjórnvöld fylgd-
ust grannt með þróuninni og myndu
grípa til ráðstafana til þess að draga
úr áhrifum þessara atburða á hag-
kerfið í heild. thorbjorn@mbl.is
Bush reynir að róa
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
Á ÖÐRUM ársfjórðungi 2008 var
tekjuafkoma hins opinbera neikvæð
um 1,9 milljarða króna en það er
verulega óhagstæðari afkoma en á
öðrum ársfjórðungi 2007 er hún var
jákvæð um 11,8 milljarða króna.
Fara þarf aftur til þriðja ársfjórð-
ungs 2004 til að finna neikvæða af-
komu í rekstri hins opinbera.
„Þetta sýnir að þessir sjálfvirku
sveiflujafnarar, sem voru innleiddir í
opinbera útgjalda- og tekjukerfið,
virka,“ segir Þórólfur Matthíasson,
prófessor í hagfræði við Háskóla Ís-
lands. „Þetta voru fyrirséð tíðindi og
ég átti nú jafnvel von á þessu fyrr,“
bætir Þórólfur við.
Sem hlutfall af landsframleiðslu
var tekjuhallinn 0,1% og sem hlutfall
af tekjum hins opinbera 1,2%.
Þessi óhagstæða afkoma skýrist af
bæði neikvæðri tekjuafkomu ríkis-
sjóðs og sveitarfélaga, en afkoma al-
mannatrygginga var hins vegar já-
kvæð á umræddum ársfjórðungi.
Aukin útgjöld hins opinbera
Tekjur ríkissjóðs hækkuðu um
1,3% á öðrum ársfjórðungi 2008 frá
sama ársfjórðungi 2007, en lækkuðu
hins vegar um 4,6% frá fyrsta árs-
fjórðungi 2008 eða 5,4 milljarða
króna og munar þar mest um lækk-
un skatttekna af vöru og þjónustu.
Á sama tíma hækkuðu útgjöldin
um 13,8% milli ára og um 10,4% milli
fyrsta og annars ársfjórðungs 2008.
Munar þar miklu um aukna fjárfest-
ingu ríkissjóðs og aukin fjárframlög
til almannatrygginga.
Á komandi misserum má ætla að
dragi úr tekjum ríkissjóðs, sérstak-
lega í formi skatta sem eru hag-
sveiflukenndir eins og innflutnings-
tollar og -gjöld og virðisaukaskattur.
Verði útgjöldum ekki haldið niðri til
samræmis má ætla að hallarekstur
verði á ríkissjóði þar til hjól efna-
hagslífsins taka að snúast á nýjan
leik, samkvæmt upplýsingum frá
greiningardeild Glitnis.
Neikvæð í fyrsta sinn í fjögur ár
L
L
L
L
L
PL
% QNR %
%
&
? ?? ??? ?I
? ?? ??? ?I
? ?? ??? ?I
K
? ?? ??? ?I
J
? ?? ??? ?I
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
HLUTUR íslenskra lífeyrissjóða í
hlutabréfum og hlutabréfasjóðum
minnkaði um tæpa 26 milljarða í júlí
á þessu ári, samkvæmt hagtölum
Seðlabankans.
Samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum skýrist þriðjungur
minnkunar á endurmati, þ.e. verð-
rýrnunar á hlutabréfamörkuðum, en
tveir þriðju í seldum hlutabréfum.
„Við sofum alveg róleg á nóttunni
yfir þessum tölum,“ segir Hrafn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða. Hrafn
segir að það sem skipti mestu máli
fyrir rekstur lífeyrissjóða sé trygg-
ingafræðileg staða sjóðanna til
lengri tíma. „Tryggingafræðileg
staða um síðustu áramót var mjög
góð og hún kemur ekki til skoðunar
að nýju fyrr en í vor,“ segir Hrafn.
Allar líkur á neikvæðri ávöxtun
Hrafn segir allar líkur á að ávöxt-
un lífeyrissjóða verði neikvæð á
þessu ári þótt engar tölur liggi fyrir
ennþá. „Innlendur hlutabréfamark-
aður hefur verið afar slakur. Krónan
hefur hins vegar veikst mjög mikið
gagnvart dollar sem er aðalgjald-
miðillinn sem lífeyrissjóðirnir eiga í.
Það hefur því aukið eignir sjóð-
anna.“
Alfreð Hauksson, sjóðsstjóri Al-
menna lífeyrissjóðsins, segir að sjóð-
urinn hafi losað nokkurt magn af er-
lendum hlutabréfum í litlum þrepum
samhliða veikingu krónunnar und-
anfarna mánuði. „Miðað við fjárfest-
ingarstefnu höfum við verið með
undirvigt í erlendum hlutabréfum
undanfarin ár,“ segir Alfreð.
Tryggvi Tryggvason, forstöðu-
maður eignastýringar hjá Gildi líf-
eyrissjóði, segir að sjóðurinn hafi lít-
illega innleyst hlutdeildarskírteini í
erlendum hlutabréfasjóðum í júlí-
mánuði.
Sjóðirnir selja grimmt
Hlutur íslenskra lífeyrissjóða í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum minnkaði um
tæpa 26 milljarða í júlí Allar líkur á neikvæðri ávöxtun lífeyrissjóða á þessu ári
Í HNOTSKURN
»Hlutur lífeyrissjóða í hluta-bréfum minnkaði um 26
milljarða, þar af 24 milljarða í
erlendum hlutabréfasjóðum.
»Landssamtök lífeyrissjóðabenda á að lífeyrissjóðirnir
fjárfesti til langtíma og eigi að
standa af sér niðursveifluna.
»Sjóðfélagalán lífeyrissjóð-anna jukust um 4,6 millj-
arða í júlí. Samkvæmt LL hafa
lántakendur snúið sér í aukn-
um mæli til lífeyrissjóðanna.
● AFGANGUR Norðmanna af vöru-
skiptum við útlönd nam 41,1 millj-
arði norskra króna í ágúst, jafnvirði
rúmlega 650 milljarða króna, og
jókst um 62,5% frá ágúst í fyrra. Er
þetta mesti afgangur sem orðið hef-
ur á vöruskiptum í einum mánuði í
Noregi en ástæðan er hækkandi
olíuverð. Útflutningur Norðmanna
jókst um 23,2% milli ára, m.a. vegna
39,5% meiri olíusölu og 21% meiri
útflutnings á jarðgasi. Milli ára
hækkaði verð á hráolíu um 45%. Inn-
flutningur Norðmanna hefur á sama
tíma dregist saman um 3,2%. Ef olía
og gas er undanskilið var 7,6 millj-
arða norskra króna halli á vöruskipt-
um í ágúst. thorbjorn@mbl.is
Mikill afgangur af
norskum vöruskiptum