Morgunblaðið - 16.09.2008, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ari Benjamíns-son bifreiða-
stjóri fæddist í
Grænuborg í Vog-
um á Vatnsleysu-
strönd 15.11. 1917.
Hann lést á St. Jós-
epsspítala í Hafn-
arfirði 6. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Benjamín
Halldórsson, f.
26.2. 1882, d. 19.3.
1957 og Þuríður
Ingibjörg Hall-
grímsdóttir, f. 13.8.1884, d. 19.3.
1957. Systkini Ara eru Soffía
Guðrún, f. 7.2. 1911, d. 28.6. 2000,
Ingvar, f. 1916, d. 1927, Margrét,
f. 1919, d. 1921, Magnús, f. 14.11.
1922, d. 16.10. 2007, Guðrún, f.
29.6. 1925, d. 2.5. 2007, Ingvar
Bjarni, f. 4.1. 1927, d. 28.9. 2001
og Hallbjörn Pétur, f. 5.12. 1928.
Ari giftist 15.11. 1947 Sigríði
Ólafsdóttur, f. 26.12. 1926 og
eignuðust þau fjögur börn. Þau
eru: 1) Sóldís læknaritari, f. 21.2.
1948, maki Jóhannes Harðarson
framkvæmdastjóri, f. 20.12. 1947.
Börn þeirra eru a) Ari Viðar, f.
12.11. 1965, maki Gyða Thorla-
eru Eneka Aris, f. 25.12. 2000 og
Myrkvi, f. 2.11. 2006, og b) Silja
Ósk Georgsdóttir, f. 24.10. 1984,
maki Sigurgeir Valgeirsson, f.
29.10. 1983, barn þeirra er Sara
Dís, f. 18.9. 2006. 4) Draumey rit-
höfundur og kennari í Svíþjóð, f.
21.3. 1960, maki Lars Nyström
verkfræðingur, f. 21.2. 1960.
Börn Draumeyjar frá fyrra
hjónabandi Sunna Dís Másdóttir,
f. 24.9. 1983 og Máni Steinn Más-
son, f. 25.8. 1987.
Ari gekk í barnaskóla í Vog-
unum, tók þátt í þeim störfum
sem til féllu á Stóra-Knarrarnesi
á Vatnsleysuströnd þar sem hann
ólst upp, fór í róðra og var í vega-
vinnu, m.a. í Bretavinnunni sem
þá var. Hann tók bílpróf og
meirapróf og vann um skeið við
vörubílaakstur. Upp úr tvítugu
fluttist Ari til Hafnarfjarðar þar
sem hann gerðist leigubílstjóri í
yfir 50 ár. Ari keyrði fyrst hjá
Bílastöð Sæbergs í Hafnarfirði
og var einn af stofnendum Nýju
bílstöðvarinnar við Strandgötu.
Þar á eftir keyrði hann hjá Bif-
reiðastöð Hafnarfjarðar á
Reykjavíkurvegi, þar sem hann
starfaði allt fram til 75 ára aldurs
þegar hann varð að hætta sökum
aldurs.
Ari verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
cius Guðjónsdóttir,
f. 25.4. 1978. Börn
þeirra eru Hekla, f.
6.4. 1999, Arna Hlín,
f. 28.9. 2004 og Birk-
ir Orri, f. 6.6. 2005,
og b) Hörður Smári,
f. 24.7. 1976, maki
Borgný Katr-
ínardóttir, f. 28.2.
1980. 2) Ólafur
tæknifræðingur, f.
28.3. 1950, maki
Agnes Arthúrsdóttir
leikskólakennari, f.
14.9. 1950. Börn
þeirra eru a) Sigríður, f. 21.3.
1980, maki Bernharður Marzel-
líus Guðmundsson, f. 21.8. 1980,
börn þeirra eru Ólöf María, f. 1.1.
2004 og Arnar Guðni, f. 19.7.
2006, b) Arthúr, f. 11.6. 1983 og
c) Gauti Rafn, f. 27.7. 1987. Áður
átti Ólafur Írisi, f. 14.9. 1977. 3)
Ingibjörg Þuríður skrif-
stofumaður, f. 5.5. 1957, maki
Guðmundur Sigurjónsson rann-
sóknarlögreglumaður, f. 7.7.
1948. Barn þeirra er Ragnheiður,
f. 18.6. 1990. Áður átti Ingibjörg
a) Heiðar Örn Kristjánsson, f. 7.9.
1974, maki Linda Sigurjóns-
dóttir, f. 14.3. 1973, börn þeirra
Hann pabbi okkar ástkæri er
sofnaður sínum hinsta svefni. Kallið
er komið. Falleg sál og kærleiks-
ríkur faðir hefur hlotið kærkomna
hvíld. Allt lífið höfum við haft
tryggan aðgang að honum og allt
lífið höfum við vitað að sú stund
kæmi að samverustundirnar tækju
enda. Samt stöndum við nú meyr og
lútum höfði. Eins og blóm sem
gleymst hefur að vökva.
Þegar við skyggnumst inn í
hjarta okkar vitum við þó að það
sem áður var gleði okkar er það
sama og nú veldur okkur sorg. Öll
ástúðlegu orðin og þéttu faðmlögin.
Vinarþelið í hlýja og hreina hjart-
anu, umhyggjusemin í stóru og
dreymnu augunum. Við sannreyn-
um orð Kahlils Gibrans í Spámann-
inum þegar hann segir að „sorgin
og gleðin ferðast saman að húsi
þínu, og þegar önnur situr við borð
þitt, sefur hin í rúmi þínu“.
Söknuðurinn er mikill en þakk-
lætið enn meira. Þakklætið fyrir
það friðsæla og trygga skjól sem
pabbi var okkur alla barnæskuna.
Fyrir að hafa alltaf verið til staðar
fyrir okkur með rólyndi sínu, stað-
festu og nærgætni þegar við þurft-
um á því að halda á unglingsárum
okkar og umbrotasömum tímum
eftir að við fluttum að heiman. Fyr-
ir umburðarlyndi hans, hjálpsemi
og höfðingsskap, heima og heiman.
Þótt við legðumst öll á eitt systkinin
ættum við í erfiðleikum með að
minnast þeirrar stundar að pabbi
skipti skapi. Slíkt var jafnaðargeð
hans og umburðarlyndi.
Nú þegar árin laumast yfir okkur
eitt af öðru skiljum við betur og
betur hvílíka mannkosti pabbi hafði.
Jákvæða hugarfarið og glaðlyndið
eru þeir þættir sem ekki síst standa
upp úr, jafnt sem dýrmæt minning
og ekki síður sem eftirbreytniverðir
eiginleikar. Óendanleg bjartsýnin
og staðföst trúin á að allt færi æv-
inlega á besta veg. Kímnin og glað-
værðin sem svo oft laumaði sér inn í
tilsvörin á góðum stundum. Allir
orðaleikirnir, öll hnyttnu orðasam-
böndin, gömul og frumsamin, allir
sniðugu útúrsnúningarnir. Það var
fátt sem ekki mátti finna spaugilega
hlið á.
Næmi pabba fyrir margbreyti-
leika og möguleikum tungumálsins
birtist ekki síður í því hve ljóð-
elskur hann var. Hann kunni utan-
bókar kynstrin öll af kveðskap stór-
skáldanna. Oft fengum við að heyra
ljóðlínur og vísur þegar fundum bar
saman og í sjúkralegunni leyfði
hann okkur að njóta ýmissa vísu-
brota og spakmæla sem leituðu á
huga hans.
Pabbi bar árin sín 90 vel. Þrátt
fyrir blinduna sem hrjáði hann síð-
ustu árin gekk hann reistur og tígu-
legur í göngutúrunum sínum um
götur Hafnarfjarðar. Alls staðar
mætti hann velvild, hvergi var hon-
um ofaukið. Meðfædd auðmýkt
hans, nægjusemi og ljúf nærvera
gerði að verkum að öllu samferða-
fólki hans leið vel með honum.
Hann hélt reisn sinni og þakklátu
viðmóti allt fram á kveðjustund.
Kallið er komið, hann pabbi okk-
ar elskuríki er genginn á vit frið-
sældar og hvílu. Margt er að syrgja
og jafn margs að minnast og gleðj-
ast yfir. Allar þær björtu og fallegu
minningar eru sú næring sem mun
vökva hjörtu okkar hér eftir. Sem
smám saman mun gera okkur kleift
að lyfta höfði á ný og brosa. Og
vera þakklát fyrir.
Sóldís, Ólafur, Ingibjörg
og Draumey.
Elsku pabbi minn. Ósköp virðast
orðin allt í einu fátækleg og föl.
Tungumálið allt sem þú og ég höf-
um haft svo gaman af að toga og
teygja, vefa úr ný orð, ný spakmæli,
ný ljóð. Hvar fela sig töfrar þess í
dag? Aldrei hef ég tekið mér hjart-
fólgnari skrif á hendur en þessa
kveðju til þín. Aldrei hefur mér
reynst jafn erfitt að finna þér verð-
ug orð. Ég hlusta eftir þeim en
heyri ekkert – nema þennan djúpa
óm sem býr í lífinu og nær út yfir
dauðann. Sem umlykur allt. Þennan
hreina og hljómmikla þakkaróð til
þín.
Þakka þér, pabbi minn, fyrir und-
urljúfa og draumlíka samveru í
þessari jarðvist. Ég er svo glöð að
ég valdi einmitt ykkur mömmu til
að alast upp hjá. Ég sé núna að það
var engin tilviljun fremur en aðrir
mikilvægir atburðir í lífi mínu.
Takk fyrir hlýju þína og þolinmæði
þegar þú hjálpaðir mér að koma röð
og reglu á alla óþekku bókstafina
þegar ég var sex ára. Takk fyrir að
koma vitinu fyrir mig þegar ég var
þrettán og þóttist vera fullorðin og
vita betur en þú hvað mér væri fyr-
ir bestu. Og takk fyrir trygga og
trausta faðminn þinn. Bæði þegar
ég var lítil pabbastelpa og óttaðist
að grindverkið sem þú málaðir
grænt yrði ef til vill ekki lengur
grænt einn morguninn og líka eftir
að ég var farin að reyna mína eigin
vængi og átti það til að brotlenda.
Þegar mér hafði lærst að grindverk
heimsins eiga það til að bregða lit-
um. Og að mesta list lífsins felst í
að sættast á hverfulleikann ytra og
leita í stöðugleikann innra. Á vit
kyrrðar og kærleika, ljóss og ljóða.
Og að veita öðrum hlutdeild í þeim
auði. Eins og þú gerðir.
Eitt uppáhaldsskálda þinna, Dav-
íð Stefánsson, orti um eldinn. Um
að sá sem ber eld í hjarta ylji og
lýsi þótt hann deyi. Slíkur eldberi
varst þú, pabbi minn. Sem yljaðir
samferðafólki þínu með ástríkri ró-
semd og hlýrri kímni. Sem lýstir
því veg með lítillæti þínu, glaðlyndi
og nægjusemi. Eldurinn þinn mun
ávallt orna mér, í birtu og myrkri,
vöku og draumi. Í minningum for-
tíðar, hjartslætti nútíðar, draumum
framtíðar. Allt í senn. Alla tíð. Alls
staðar.
Maðurinn er líf úr ljósi. Eins og
börn að leik halda líf og dauði hvort
um annars hönd, hlaupa hvort í
annars skarð. Menn deyja til lífs,
fæðast til dauða. Líf og dauði hvíla
hvort í öðru. Þannig hljóðar óður
minn til lífsins, staðföst trú mín,
ljóð mitt til þín. Og í ljóðinu hvílir
sál mín, sannfærð um ævarandi ná-
vist þína, sannfærð um að ljósið lif-
ir, sannfærð um eilíft líf. Því eins og
þögnin er þáttur í orðinu er dauðinn
þáttur í lífinu og myrkrið í ljósinu.
Allt er það til hvort sem varurð
okkar nemur það eða ekki. Allt í
senn. Alla tíð. Alls staðar.
„Trúðu á draum þinn, því að
hann er hlið eilífðarinnar“ segir í
Spámanninum. Og mig dreymir.
Mig dreymir vor og rósir, bjarma
og bros. Framar öðru dreymir mig
þó að geta smám saman tileinkað
mér þótt ekki væru nema örfáir
mannkosta þinna, pabbi minn. Að
geta speglað góðvildina í dreymnu
augunum þínum. Og staðið undir
því nafni sem þú ófst mér úr tungu-
málinu kornabarni í vöggu. Þangað
til við mætumst í ljósinu á ný.
Draumey.
Í dag kveðjum við tengdaföður
minn, Ara Benjamínsson, sem lést
hinn 6. september sl. Okkar sam-
ferð hefur staðið í rúma fjóra ára-
tugi.
Þegar ég fór að venja komur
mínar að Öldutúni 2 í Hafnarfirði
þar sem Ari og Sigríður bjuggu á
þeim árum ásamt börnum sínum,
hefur þeim eflaust þótt drengurinn
fullágengur í heimsóknum til Sól-
dísar elstu dóttur þeirra enda bæði
ung að árum. En Ari af sinni ljúf-
mennsku og með sinni góðu nær-
veru sýndi mér strax velvild og
mynduðust traust og góð kynni með
okkur sem styrktust er á ævina
leið.
Fljótlega eignuðumst við Sóldís
eldri son okkar, sem skírður var í
höfuðið á afa sínum – varð hann afa
sínum og ömmu gleðigjafi og eina
barnabarnið í 9 ár. Þessar heim-
sóknir á Öldutúnið eru meðal mestu
gæfuspora í mínu lífi.
Ef finna ætti orð sem einkenndu
þann mæta mann sem tengdafaðir
minn var vil ég nota hógværð,
hyggindi og jafnaðargeð. Aldrei
man ég til að Ari skipti skapi eða
hann byrsti sig við nokkurn mann,
hann fór sínu fram með hægð, ljúf-
mennsku og hyggindum.
Ari fæddist og ólst upp á Vatns-
leysuströnd, næstelstur átta systk-
ina. Hann var ekki fjölorður um
æsku sína en það var fróðlegt og
áhugavert að fara um hans æsku-
slóðir undir hans leiðsögn á 85 ára
afmælinu hans. Í þessari dagsferð
um Ströndina lýsti hann fyrir okk-
ur, þótt hann væri orðinn mjög
sjóndapur, búskaparháttum, sagði
frá bæjarnöfnum, ábúendum og
fólki sem þar hafði búið á hans
æskuárum. Enn sakna ég þess að
hafa ekki skráð eitthvað af því sem
Ari fræddi okkur um í þessari ferð
en það er gömul saga og ný að
margur er fróðleikurinn sem glatast
með þeim sem hverfa. Fyrir tvítugt
fór Ari alfarinn að heiman og flutt-
ist til Hafnarfjarðar – hóf þar störf
sem bifreiðastjóri og varð það hans
ævistarf. Lengst af starfaði hann
sem leigubifreiðastjóri í Hafnar-
firði, ákaflega farsæll í starfi og
þekktur maður í bænum á bifreið-
um sínum, ávallt skráðum G 386.
En hans mikilvæga hlutverk í líf-
inu var eins og flestra að vera heim-
ilisfaðir og það rækti hann af mikilli
kostgæfni, vann mikið og hélt vel
utan um sitt fólk með hlýju og gleði.
Ég minnist samræðna um stjórn-
mál þegar ég hinn óstýriláti róttæki
tengdasonur hélt ýmsu fram af
litlum vísdómi – mynduðust þá
skemmtilegar samræður þar sem
hann virti skoðanir en svaraði með
hógværum sterkum athugasemdum.
Ari hafði gaman af öllum fróðleik
og var ljóðelskur. Þjóðskáldin Davíð
Stefánsson, Þorstein Erlingsson,
Einar Benediktsson og slíkir voru
hans menn, ljóð kaus hann sem
bundin voru í form ríms og stuðla.
Þótt síðustu tíu til fimmtán árin
væru Ara erfið vegna sjóndepru og
blindu undi hann hag sínum vel,
hlustaði á hljóðbækur og útvarp, fór
í daglegar gönguferðir og við ræddi
aldraða kunningja sína í Firðinum.
Ég veit að það mun ylja í hugum
þeirra sem minnast Ara Benjamíns-
sonar um langan aldur.
Ég þakka okkar löngu og góðu
samferð.
Jóhannes Harðarson.
Elsku afi minn.
Það er skrýtið að ætla að kveðja
þig með örfáum orðum, sem eru
aldrei nægilega stór til að ná utan
um það sem hjartað finnur. Þú
hefðir samt verið fyrsti maðurinn til
að segja mér að það geri ekki mikið
til; er á meðan er og það er augna-
blikið sem skiptir máli.
Augnablikin sem líða hjá núna
eru ljúfsár, sorg verður að léttri
móðu sem byrgir mér sýn.
Það sem ég sé í gegnum hana,
eins og logandi kyndla, er þakklæti.
Það er svo margt að vera þakklátur
fyrir, þegar maður hefur fengið að
eiga svona stórkostlegan mann.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að eiga þig að svona lengi. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að vera
lítil stelpa á Svöluhrauni, fengið að
hjúfra mig saman í afastól í sjón-
varpsherberginu og ræða leyndar-
dóma kvenkynsins úti í bíl; hvernig
það gæti mögulega tekið heilar
fimmtán mínútur að setja á sig
varalit. Seinna tók það mig líka
fimmtán mínútur að setja á mig
varalit, ég skildi leyndardóminn, og
þú varst enn jafn þolinmóður og
þegar við biðum eftir ömmu fyrir
svo löngu síðan.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að eldast, ennþá afastelpa, og kynn-
ast þér ennþá betur. Ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að baða mig í
hlýjunni sem frá þér stafaði og
njóta jákvæðninnar sem einkenndi
þig.
Ég er líka þakklát fyrir að hafa
fengið halda hendinni þinni í lóf-
anum mínum, fyrir svo fáum dög-
um, eins og mín hvíldi einu sinni í
þínum. Að hafa fengið að segja þér
hvað ég var að hugsa, hvað mig
dreymdi um, hvað mig langaði að
gera og fá bros til baka. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
styðja þig, eins og þú studdir mig.
Mest af öllu er ég þakklát fyrir
hláturinn sem sveif alltaf yfir, rétt
innan seilingar. Þú sagðir það sjálf-
ur, afi minn, þegar ég heimsótti þig
á spítalann fyrir rúmum mánuði.
Við hlógum og við grínuðumst og
þú slettir ensku og sagðir „djók!“
og rakst upp hlátursroku. Þá hló ég
líka. Ég dáðist að þér fyrir að geta
verið svona jákvæður og glaðlynd-
ur, þrátt fyrir veikindin. Þá horfð-
irðu á mig, grafalvarlegur, og sagð-
ir að það yrði maður að vera – á
meðan það er hægt.
Þú kenndir mér að það er svo til
alltaf hægt. Að hafa jafnaðargeð og
að gefa án þess að gera kröfu um að
fá til baka. Að hætta aldrei að
„djóka“, því það gerir lífið svo
miklu skemmtilegra. Ég á svo ótal
margar minningar af djókunum þín-
um, afi minn, og ég geymi þær vel.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kveðja þig og biðja engl-
ana að passa þig á ferðinni sem þú
varst að leggja upp í. Ég hvíslaði
því að þér að ég hefði beðið þá um
það og ég held þú hafir heyrt það.
Þú varst jafn hrifinn af fallegum
orðum og ég. Þessi eru fyrir þig.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að Ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við
fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró. –
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum.)
Hvíldu í friði, elsku afi minn. Og
dreymi þig alla fegurstu drauma
þessa heims og næsta.
Sunna Dís Másdóttir.
Elsku afi minn.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Við brottför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða.
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Vertu sæll um alla eilífð,
elskulegi afi minn.
Þótt að stöðugt þig við grátum
þreytt og mædd um lífsins hjarn
eigum við í huga hrelldum
helga von og bjarta þrá
að eiga vísa endurfundi
aftur þig að mega sjá.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Núna ertu fallinn frá og kominn
til engla Guðs og vona ég nú að þér
líði vel og vitir að ég hugsa til þín.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig
sem afa minn og það má með sanni
segja að þín verður sárt saknað. En
ég á eftir að ylja mér við fallegar
minningar sem ég geymi um þig.
Blessuð sé minning þín afi minn.
Hún mun alltaf lifa í hjarta mínu.
Ég elska þig.
Þitt barnabarn,
Silja Ósk Georgsdóttir.
Elsku Ari afi minn.
Þín er sárt saknað.
Angrið sæir okkur tíðum heim
sem erum fávís börn í þessum heim.
Við skynjum fátt en skilja viljum þó
að skaparinn oss eilíft líf til bjó.
Að upprisan er öllum sálum vís
og endurfundir vina í paradís.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Sá ég þig, frændi,
fræði stunda
og að sælum
sanni leita,
þegar röðull
á rósir skein,
og bládögg beið
á blámi sofanda.
Er þú á hæsta
hugðir speki
og hátt og djúpt
huga sendir.
Of eru myrk
manna sonum,
þeim, er hátt hyggja,
in helgu rök.
Brann þér í brjósti,
Ari Benjamínsson