Morgunblaðið - 16.09.2008, Page 27

Morgunblaðið - 16.09.2008, Page 27
bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Svo varstu búinn til bardaga áþján við og illa lygi. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita brjóstið kalt. Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðadjúp, en drottinn ræður. (Jónas Hallgrímsson) Afi minn. Þú ert sá fyrsti sem ég hef misst. Ó hve sárt það er. Þú hrósaðir mér alltaf hversu dugleg ég var, og ég þakka þér fyrir það. Ég man einn dag sem ég heim- sótti þig á spítalann, þú sást illa en samt sagðir þú við mig: Mikið rosa- lega lítur þú vel út í dag. Þessu mun ég aldrei gleyma, elsku afi, ég mun sakna þín. Ég mun muna eftir þér sem góð- um manni, besta afa í heimi. Þú áttir góða, langa ævi. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert. Minning mín um þig mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Ég kveð þig, elsku afi. Hvíldu í friði. Þitt kæra barnabarn, Ragnheiður Guðmundsdóttir. Ari afi er dáinn. Ég byrjaði mitt líf heima hjá ömmu Siggu og Ara afa. Þar bjugg- um við mamma fyrst um sinn en svo fluttum við og bjuggum ein í um 10 ár. Við mamma áttum engan bíl- skúr og því varð bílskúrinn hans afa að einskonar afdrepi fyrir mig. Þangað fór ég þegar það sprakk á hjólinu eða vantaði verkfæri til að dytta að hinu og þessu. Kofum og kassabílum. Stór bílskúr fullur af verkfærum. Verkfærunum hans afa. Það var ekki nema þriggja mínútna gangur heiman frá mér til ömmu og afa og var þetta því mitt annað heimili. Þarna var ég alltaf velkom- inn. Og ekki skemmdi Royal súkku- laðibúðingurinn hennar ömmu fyrir. Margar af mínum skemmtileg- ustu minningum úr æsku á ég með Ara afa. Oft fékk ég að gista hjá þeim á Svöluhrauninu. Þá var ekk- ert leiðinlegt að sitja í hæginda- stólnum hans afa og horfa á kú- rekamyndir. Á skrifstofunni hans afa var ógrynni af bókum og sat hann löngum stundum við skrif- borðið og las. Þarna átti hann ein- mitt til að lesa fyrir mig ýmsar þjóðsögur og ævintýri og fannst mér þá draugasögurnar skemmti- legastar. Afa fannst gott að fara í göngu- túra og stundum fékk ég að fara með. Göngutúrarnir á slökkvistöð- ina í Hafnarfirði eru mér minn- isstæðastir. Þar fengum við að fara inn og skoða brunabílana. Þvílík upplifun fyrir lítinn gutta. Mér er líka ofarlega í minni fyrsta skiptið sem ég fór til útlanda. Þá fór ég með afa og ömmu til Kaupmanna- hafnar. En skemmtilegast fannst mér þó þegar við afi fórum með rusl á öskuhaugana. Hann fór reglulega og ég bað alltaf um að fá að fara með. Við fylltum bílinn af dóti og drasli og brunuðum á haugana. Þar tæmdum við bílinn og afi skvetti bensíni á draslið og kveikti í eins og gert var í þá daga. Það er eitthvað sérstakt við þessar ferðir okkar afa sem var svo ótrúlega spennandi. Það er líka eitthvað við eldinn sem er svo áhrifamikið. Eldurinn á það líka sameiginlegt með lífinu að eftir að eldur kviknar er sjaldan vitað með vissu hversu lengi hann fær að lifa. Ég kveð afa minn með miklu þakklæti og stolti. Hans tími hér á jörðu er liðinn en eldur hans mun lifa áfram í hjarta mínu og annarra ástvina að eilífu. Heiðar og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 27 ✝ Magnús Ingi-berg Jóhanns- son fæddist á Akranesi 2. októ- ber 1934. Hann lést á heimili sínu 7. september síð- astliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jóhann Pét- ur Jóhannsson, f. 9. mars 1912, d. 2. ágúst 1978 og Guð- rún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1911, d. 29. nóvember 1972. Þau eignuðust 6 börn alls og var Magnús elstur. Systkini Magn- úsar eru Hafsteinn, f. 15. desem- ber 1935, Bára, f. 5. febrúar 1937, d. 9. nóvember 2006, Hanna Rúna, f. 15. september 1941, Sigrún Sveina, f. 22. maí 1947, og Þorgeir, f. 28. júlí 1952. Magnús kvæntist 31. desember 1966 Hrafnhildi Þóru Guð- brandsdóttur, f. 18. júní 1947. Foreldrar Hrafnhildar voru Guð- brandur Benediktsson, f. 22. maí 1920, d. 10. apríl 2003, og Þur- íður Guðmundsdóttir, f. 31. októ- ber 1920, d. 31. desember 1998. Magnús og Hrafnhildur eign- uðust 3 börn, þau eru: 1) Þur- insdóttur, f. 1943, er 3) Sigfríð, f. 9. ágúst 1963, gift Þresti Sig- urðssyni, f. 1962, þau eiga 4 börn, Sigurð Hjört, f. 1984, Að- alheiði Rán, f. 1986, Sigrúnu Stellu, f. 1987, og Stefán Tuma, f. 1990. Magnús er fæddur á Akranesi og ólst upp þar á Krókatúninu. Hann lærði vélvirkjun í iðnskól- anum á Akranesi og fékk meist- araréttindi í því fagi og starfaði við það þangað til hann fluttist til Noregs þar sem hann lærði atvinnuköfun. Eftir heimkomuna frá Noregi elti Magnús skipaflot- ann víðs vegar um land og vann sem leigubílstjóri og atvinnukaf- ari. Kynntist Magnús Hrafnhildi fyrir austan og fluttust þau til Keflavíkur 1964 þar sem Magn- ús var leigubílsstjóri á Bifreiða- stöð Keflavíkur sem síðar varð Ökuleiðir. Var hann formaður Ökuleiða og Bifreiðastjóra- félagsins Freys frá 1984. Tók hann virkan þátt í réttindabar- áttu leigubílsstjóra. Einnig var Magnús í stjórn kafarafélagsins á tímabili. Magnús starfaði sem atvinnukafari til rúmlega sex- tugs og atvinnubílstjóri rétt und- ir sjötugt. Á eftirlaunaárum var Magnús upptekinn við að dytta að sumarbústaðnum og ýmsa smíðavinnu fyrir fjölskyldu og vini. Útför Magnúsar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. íður Guðrún, f. 6. janúar 1966, börn hennar og Ásgríms Sigurjónssonar, f. 1965, eru Hrafnhild- ur Þ., f. 1993, og Einar Theodór, f. 1996. 2) Rebekka, f. 29. desember 1968, gift Jóhannesi Ein- ari Sigurjónssyni, f. 1961, þau eiga Sig- urjón, f. 1990, og Magnús Ingiberg, f. 1993. 3) Haraldur, f. 13 október 1973, í sambúð með Díönu Hlöðvers- dóttur, f. 1973, börn þeirra Ar- on, f. 2006, og Sara, f. 2008. Úr fyrri samböndum átti Magnús 3 börn. Börn hans og Sigurlaugar Sigurðardóttur, f. 1930, eru: 1) Ægir, f. 1. ágúst 1957, kvæntur Guðríði Ólafíu Jó- hannesdóttur, f. 1961, d. 2001, þau eiga 3 börn, Hörð, f. 1982, Magnús, f. 1985, og Guðbjörgu, f. 1993. Sambýliskona Ægis er Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 1954. 2) Hafsteinn Þór, f. 1. september 1960, dóttir hans og Laufeyjar Logadóttur, f. 1974, er Hafdís Lilja, f. 1994. Dóttir Magnúsar og Sigríðar Krist- Yfir fjöll og breiða byggð bíllinn hraðann eykur. Burtu víkur böl og hryggð. Bros á vörum leikur. (Benedikt Valdimarsson frá Þröm.) Stöðin kallar… 48… 48… það er beðið um þig í Gullna hliðið! Svona gæti afgreiðslubeiðnin hljómað þeg- ar við, að loknum löngum og ströng- um en einnig góðum vinnudegi þurfum að fá akstur heim. Það verður engin svikinn af góðri og öruggri þjónustu kafarans þegar að kallinu kemur og við leggjum í hann heim. Ég kynntist kafaranum eins og hann var kallaður sumarið 1989 þegar hann réð mig til starfa í sum- arafleysingar á stöðinni, sumar- vinnu sem stóð meira eða minna til þess er stöðin lokaði. Að vinna með Magga og félögum hans á stöðinni var eins og að eiga aðra fjölskyldu, Magga var umhugað um velferð allra þeirra sem að stöðinni komu og aldrei fór maður bónleiður til búðar þar sem kafarinn stóð. Á vaktina kom hann oft og settist til að spjalla yfir kaffibolla og súkku- laði og oft máttum við varla vera að því að svara í stöðina þegar kallað var þar sem við vorum niðursokkin í samræður. Það var gaman að skiptast á skoðunum við Magga, sér í lagi um andleg málefni, hann hafði ákveðnar skoðanir í þeim efnum og gat talað um andans mál af ástríðu, mikið var rætt um ungar og gamlar sálir, á hverju við gætum merkt það hvort við værum en samkvæmt því þá var Maggi í eldri kantinum en þær eru þroskaðar og komnar út úr þessari efnishyggju sem einkenndi að hans mati ungar og óþroskaðar sálir. Við snerum þessu stundum upp á pólitíkina, veltum fyrir okkur hvar hinir ýmsu stjónmálamenn væru staddir og vorum við sammála um það að ungir menn / konur sem kepptust við að eignast heiminn og helst að einkavæða hann, einstak- lingar sem teldu að hernaðarbrölt væri af hinu góða, væru svokallaðar ungar sálir sem ættu eftir að ná þroska. Árið 1995 var mikið at- vinnuleysi og svo fór að minn maður var ráðinn í afleysingar við akstur leigubíla. Á sama hátt og mér var vel tekið á móti honum til starfa og var Maggi óþreytandi við það að segja honum til. Þegar við vorum að líta yfir liðnar stundir hafði minn á orði að Maggi hefði verið snillingur í samskiptum, hefði getað komið með aðfinnslur og eða ráðleggingar án þess þó að móðga nokkurn ein- asta mann, gat alltaf komið fram af virðingu við þá sem í kringum hann voru og tók fremur upp hanskann fyrir fólk ef því var að skipta. Hann gat verið stríðinn og fékk maður stundum sinn skammt af því án þess þó að hægt væri að reiðast. Þegar dóttirin fór svo að vinna um tíma á stöðinni var hann boðinn og búinn að kenna henni til verka, vildi að hún fengi tíma til þess að læra á afgreiðsluna og að henni væri sýnd þolinmæði á meðan. Þetta er eitt það skemmtilegasta starf sem hún hefur prófað og minningar hennar um frábæran vinnuveitanda og skemmtilegan félagsskap munu ylja henni í framtíðarstörfunum; þarna fékk hún dýrmæta reynslu. Elsku Habbý, börn, tengdabörn og barnabörn, Guð gefi ykkur styrk og frið í hjörtu. Hjartans kveðjur. Ragnhildur, Rögnvaldur og Eyrún Sif. Magnús Jóhannsson eða Maggi kafari, eins og hann var kallaður af bifreiðastjórum, hóf störf hjá Bif- reiðastöð Keflavíkur og síðar hjá Ökuleiðum, þar sem hann var valinn til forystu. Hann var formaður Öku- leiða og í stjórnum Bifreiðastjóra- félagsins Freys og Bifreiðastöðvar Keflavíkur. Magnús hafði megináhuga á fé- lagsmálum og gætti sérstaklega hags bifreiðastjóra í hvívetna. Við kveðjum Magga með virðingu og þökkum fyrir ógleymanlega sam- fylgd og um leið sendum við Hrafn- hildi og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. F.h. samstarfsfélaga á Ökuleiðum, Stefán Björnsson. Við Magnús áttum það sameig- inlegt að vera hjartasjúklingar og höfðum báðir verið skornir upp í „Dælustöð’’ Landspítalans (hjarta- skurðdeild 11G) í júlí 1997. Rúmum mánuði seinna vorum við saman í 10 manna hópi í mánaðarlangri end- urhæfingu á Reykjalundi. Þar kynntist ég Magnúsi og höfum við haldið sambandi þau 11 ár sem liðin eru. Það var gaman að fara í langar gönguferðir með Magnúsi um skógi vaxinn og veðursælan Reykjadalinn. Þá var margt skrafað og mikið hleg- ið því alltaf var stutt í húmorinn hjá Magnúsi. Eitt er að hafa skoðanir en annað að þora að láta þær í ljós. Magnús hafði reynt ýmislegt um dagana, m.a. sem kafari (nefndist froskmaður á mínum sokkabands- árum) og leigubílstjóri, og bjó að þeirri reynslu. Hann hafði ríka rétt- lætiskennd, mjög ákveðnar skoðanir á ólíkustu málefnum og var ófeiminn við að halda þeim fram – enda víð- lesinn, stálminnugur og rökfastur. Það var sama hvort rætt var um pólitík, bíla, sálar- eða guðfræði, at- vinnumál eða tækni – aldrei var komið að tómum kofunum og alltaf var maður fróðari eftir gönguferð með Magnúsi. Hann sagði mér m.a. og hafði eftir alnafna sínum, lækni og prófessor við HÍ, að sérstakur hluti heilans, sem nefnist drekinn (hippocampus), væri sú miðstöð sem hefði með ratvísi mannsins að gera og vísindamenn, sem rannsökuðu starfsemi heilans, hefðu sýnt fram á að hjá leigubílstjórum stækkaði þessi heilastöð meira en hjá öðrum stéttum og því meira sem þeir störf- uðu lengur! Það var engin tilviljun að vinnufélagar Magnúsar fengu hann til að vera í forsvari varðandi málefni stéttarinnar en þar nutu þeir kosta Magnúsar, ekki síst rök- festunnar og seiglunnar – hann var fæddur málafylgjumaður. Ég hitti Magnús á förnum vegi í Keflavík, glaðbeittan að vanda, föstudaginn 12. september. Hann bar sig vel á sinn kankvísa hátt þótt alvara hjartveikinnar væri á sínum stað – þótt Magnús bæri það ekki utan á sér. Tveimur dögum seinna var hann allur. Með þessum fáu orðum kveð ég góðan vin, sem alltaf var skemmti- legt að hitta. Eiginkonu Magnúsar og fjölskyldu votta ég samúð mína. Leó M. Jónsson Magnús Ingiberg Jóhannsson Ég ákvað að minn- ast Jóns Ólafssonar á Kirkjulæk vinar míns og nágranna á afmæl- isdegi hans 16. september. En hann lést aðfaranótt 24. júní 2008, sem var Jónsmessunótt. Margs er að minnast. Ekki man ég fyrr eftir mér en ég vissi af Kirkjulækjarsystkinunum, öll á sama aldri og við Grjótár- krakkarnir. Kannski ekki mikill samgangur í fyrstu, en svo þegar við uxum úr grasi, þá jókst hann smátt og smátt. Jón var þremur ár- um eldri en ég, Hjálmar jafngamall og Stína einu ári yngri og öll hin ýmist eldri eða yngri. Vináttuböndin efldust í gegnum íþróttirnar, því öll tókum við þátt í hinum ýmsu íþróttum og eru mér Jón Ólafsson ✝ Jón Ólafssonfæddist á Kirkjulæk 3 í Fljótshlíð 16. sept- ember 1955. Hann andaðist á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi á Jónsmessu- nótt 24. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Breiðabólstað- arkirkju í Fljótshlíð 3. júlí. minnisstæðar allar badmintonæfingarnar og keppnisferðir þeim tengdar. Var Jón þá formaður Ungmenna- félgsins Þórsmerk- ur,og var hann ólatur að hvetja alla til að taka þátt. Einnig var hann mjög ötull að hvetja alla til dáða í frjálsum íþróttum og var allt á sig lagt ef með þurfti, þannig var Jón. Svo leið tíminn og Jón og Inga tóku við búskap á Kirkjulæk, börnin komu í heiminn og ótal annir á ýmsum sviðum tóku við. Jón var duglegur bóndi og hugmaður í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Og ánægður var hann ef hann náði því að byrja slátt fyrstur í Fljótshlíðinni. En fyrir nokkrum árum skiptu þau Inga um gír, hættu hefðbundnum búskap og byrjuðu með kaffihús og tjald- stæði. Frá þeim tíma hef ég nýtt slægjur í nálægð við Kaffi Lang- brók og nánast undantekningar- laust hef ég fengið þar iðjagræna ilmandi töðu. Og gladdi það Jón ekki síður en mig þegar vel gekk þar með heyskapinn. Sárt var það í sumar að sjá hann ekki koma út með hrífuna sína og raka frá í kringum kaffihúsið og veifa mér í leiðinni með miklum tilþrifum, eins og siður okkar var. Einnig var erf- itt að horfa á Meyjarhofið hans standa álengdar, eitthvað svo líf- laust og tómt. Hofið sem hann byggði af ómennskum dugnaði og krafti verð ég að segja. Að fylgjast með því frá fyrsta steini verða að glæsilegri byggingu var ótrúlegt. Í vísnagerð var Jón stórtækur og kom hann oft í morgunkaffi til mín með glænýjar vísur að sýna mér. Um tímabil skiptumst við á vísum, misfallegum, sendum þær á milli með mjólkurbílnum. Og þar sem Jón var, þar var gaman, því hann var næmur á alt sem spaugilegt var, glettinn og gamansamur, ávallt einlægur í gleði og sorg. Hann var bóngóður og gott að eiga hann að ef með þurfti. Einn af mörgum góðum eigin- leikum Jóns var hvernig hann gaf sér alltaf tíma til að rækta vin- áttubönd við sína fjölmörgu vini og kunningja, þó hann væri ætíð önn- um kafinn. Það var gott að eiga Jón að vini og fyrir það vil ég þakka og sárt að þurfa að kveðja hann svona fljótt. Já, það væri hægt að telja enda- laust upp svona minningar sem koma upp í hugann, því af mörgu er að taka. Minningin um góðan dreng mun lifa. Ásta Þorbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.