Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorbjörg MöllerLeifs fæddist 20. ágúst 1919 á Sauðárkróki. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Drop- laugarstöðum 7. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálma- dóttir Möller, f. 24.6. 1884, d. 29.5. 1944 og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunar- stjóri á Sauðárkróki, f. 15.4. 1883, d. 18.12. 1926. Systkini Þor- bjargar voru 1) Jóhann Georg, f. 1907, d. 1955, maki Edith Poul- sen, f. 1907, d. 1976. 2) Jóhanna María, f. 1909, d. 1983, maki Guido Bernhöft, f. 1901, d. 1997. 3) Stefanía Ólöf, f. 1910, d. 1976, maki Magnús Andrésson, f. 1904, d. 1966. 4) Jón Ólafur Möller, f. 1911, d. 1965, maki Dóróthea Óskardóttir, f. 1926. 5) Alda fríður Jónsdóttir húsfreyja. Á unglingsárum fluttist Þorbjörg til Reykjavíkur og stundaði nám í Verslunarskólanum. Síðar vann hún við skrifstofustörf hjá Slipp- félaginu. Þorbjörg fluttist til Kaupmannahafnar þar sem hún hélt heimili fyrir Jakob Möller frænda sinn, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, ásamt því að stunda skrifstofustörf í sendi- ráðinu um árabil. Eftir að hún fluttist til Íslands 1951 vann hún á skrifstofu Þjóðleikhússins þar til hún giftist Jóni Leifs. Þorbjörg og Jón hófu búskap að Freyjugötu 3 árið 1956. Á heimili þeirra var skrifstofa Stefs til húsa þar til 1969 er skrifstofan var flutt að Laufásvegi 40. Þorbjörg starfaði þar sem úthlutunarstjóri til ársins 1984. Einnig sat hún í stjórn Stefs um áratugaskeið. Þorbjörg flutt- ist að Hávallagötu 17 um líkt leyti og hún hætti störfum hjá Stefi og bjó þar uns hún fluttist að Drop- laugarstöðum 12. sept. 2003. Þar bjó hún til æviloka og naut mjög góðrar aðhlynningar starfsfólks- ins. Útför Þorbjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Alvilda, f. 1912, d. 1948, maki Þórarinn Kristjánsson, f. 1906, d. 1988. 6) Lovísa, f. 1914, d. 1966, maki Sigurður Samúels- son, f. 1911. 7) Sig- urður, f. 1915, d. 1970, maki 1. Emelía Samúelsdóttir, f. 1916, d. 1994. 2. Guð- rún Jónsdóttir, f. 1926, d. 2005. 8) Þór- anna, f. 1917, d. 1946. 9) Lucinda Sig- ríður, f. 1921, d. 1965, maki Eiríkur Sigurbergs- son, f. 1903, d. 1968. 10) Pálmi, f. 1922, d. 1988, maki Málfríður Óskarsdóttir, f. 1925, d. 1996. Eiginmaður Þorbjargar var Jón Leifs tónskáld, f. 1.5. 1899, d. 30.7. 1968. Sonur þeirra er Leifur Leifs, f. 5.4. 1957. Fyrstu árin ólst Þorbjörg upp á Sauðárkróki en fluttist til afa síns og ömmu eftir andlát föður síns 1926. Þau voru Pálmi Þóroddsson prestur á Hofsósi og Anna Hólm- Þorbjörg Möller Leifs, móður- systir mín og vinkona, er látin. Þorbjörg, sem oftast var kölluð Dídí í mínum uppvexti og síðar Dídí frænka hjá mér og börnum mínum, átti mjög sérstakan sess í okkar huga. Hún lifði lengst af stórum hópi systkina sem flestöll dóu langt fyrir aldur fram. Þor- björg sýndi okkur mikla alúð og umhyggju alla sína tíð og bætti þar með upp af fremsta megni það stóra skarð sem varð við fráfall móður minnar og systkina hennar. Það var alltaf ævintýraljómi yfir Dídí, hún var mikil stemnings- manneskja og hrifnæm með af- brigðum og þar af leiðandi var allt- af gaman að deila með henni öllu því sem upp á kom í lífinu, einnig draumum og plönum sem hún tók ríkan þátt í, hvatti mann áfram eða sagði manni til syndanna eftir því sem við átti. Dídí frænka giftist Jóni Leifs 1956 sem þá kom inn í líf okkar og ári síðar fæddist Leifur frændi. Mikil vinátta var með fjölskyldum okkar og þar af leiðandi mikill samgangur. Leifur var gullfallegt barn og hress strákur, hann var einnig mikill prins enda einkabarn aldraðra foreldra til þess að gera. Jón eignaðist tvær dætur í fyrra hjónabandi með Anný Leifs, þær Snót, f. 1923, og Líf, f. 1929. Líf drukknaði 17 ára gömul í skerja- garðinum í Stokkhólmi 1947 en Snót lifir enn. Við bróðir minn og faðir vorum tíðir gestir á Freyjugötunni eftir að móðir mín veiktist og þá gjarn- an boðin í sunnudagsmat. Fyrstu árin á Freyjugötunni var skrifstofa Stefs í annarri stofunni en um helgar var henni breytt í borðstofu þar sem Dídí frænka opnaði á milli stofanna og dekkaði upp af miklu listfengi dýrindis veisluborð eins og henni var einni lagið. Dídí frænka og Jón voru mjög samhent um að leiða mig og aðra unglinga í fjölskyldunni inn í heimsmenninguna, okkur frænkun- um fannst það stundum fyndið og hlógum okkar á milli að „tiktúrun- um“ en höfðum mjög gaman af. Við systkinin áttum alltaf gott skjól hjá Dídí frænku og Jóni, þar var ævintýrið alltaf á næsta leiti. Siggi bróðir var stóri frændi Leifs og var að sjálfsögðu í mun meira dálæti hjá honum en ég og það var fjör þegar þeir frændur hittust. Mér var hins vegar uppálagt að lesa um ástina og þá dugði sko ekk- ert minna en Viktoría eftir Hams- un. Þetta voru góð ár á Freyjugöt- unni en 1968 missti Dídí Jón sinn og Leifur þá aðeins 11 ára og tóku þá við erfiðari tímar. Við Siggi bróðir, sem búsettur er í Bandaríkjunum, áttum alltaf hauk í horni hjá Dídí og við vorum ekki þau einu. Fyrir okkur og börn okkar var hún fulltrúi móðurfólks okkar sem gæddi minninguna um þau lífi og innsæi. Ég kveð frænku mína með sökn- uði og þakklæti. Sif Sigurðardóttir. Ég ætla að leyfa mér að tala til þín, Dídí mín, eins og við værum að rifja sameiginlega upp ýmsar minningar liðinna daga. Við kynntumst í Versló. Þú bjóst á Hávallagötu, hjá systur þinni, Stellu, og Magnúsi Andréssyni, manni hennar. Ég bjó á Sólvallagötu 4, hjá for- eldrum mínum, ásamt fjórum systkinum og oft fleiri ættingjum, ásamt starfsstúlkum. Svo stutt var á milli heimilanna að við gátum kallast á milli svala húsanna og gerðum oft. Dídí varð fljótt ein af hópnum og kærum heimilisvinum, í eftirmið- dags kakódrykkju o.fl. Húmor hennar féll vel saman við okkar. Já, það var oft gaman og ekkert vantaði upp á hugmyndaflugið, sem ekki var þó alltaf fylgt eftir, enda hefði það ekki alltaf komið sér vel! Ég ætla ekki að minna á mörg prakkarastrik hér, en þau fólust aðallega í miklu gríni og glensi. Þó skaðar það nú varla neinn, eftir öll þessi ár, að rifja það upp þegar við Dídí létum kalla Krist- ínu, föðursystur mína, Ólafsdóttur, til nágrannakonu á stútungsaldri, sem átti reyndar mörg uppkomin börn, en var þarna löngu komin úr barneign, á þeim forsendum að hún væri alveg komin að því að fæða. Kristín frænka var, eins og Þorbjörg Möller Leifs ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og tengdasonur, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON fóðurfræðingur, Þinghólsbraut 22, Kópavogi, sem andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 11. september, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. september kl. 13.00. Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ingi Freyr Rafnsson, Ólöf Ólafsdóttir, Stefán Halldór Magnússon, Guðmundur Ólafsson, Dagbjört Guðjónsdóttir.  Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR, Marklandi 2, Reykjavík, lést á kvennadeild Landspítalans laugardaginn 13. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 22. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeildina í Kópavogi og Krabbameinsfélag Íslands. Sigrún Þórarinsdóttir, Ólafur Þór Kjartansson, Sigurður Þórarinsson, Helga Sigríður Þórarinsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Rúnar Helgason, Þóra Ólafsdóttir, Vignir Óðinsson, Óli Valur Ólafsson, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson, Helga Þóra Siggeirsdóttir, Viktoría og Adam Fannar Vignisbörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI I. MAGNÚSSON, Nönnugötu 16, Reykjavík, andaðist föstudaginn 12. september. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. september kl. 15.00. Guðfinna Gissurardóttir, Jón Arnar Árnason og fjölskylda, Halla Margrét Árnadóttir og fjölskylda. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTHILDUR GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR KÖNIGSEDER, er látin. Jarðarförin verður auglýst síðar. Már Wolfgang Mixa, Kristín Loftsdóttir, Halla Guðrún Mixa, Jörg Albert Königseder, Mirijam Wolfgruber, Mímir, Alexía og Sól. ✝ Föðursystir okkar, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Skáldstöðum, lést á dvalarheimilinu Barmahlíð sunnudaginn 14. september. Útförin verður auglýst síðar. Ebenezer Jensson, Eiríkur Jensson, Helgi Jensson. ✝ Sonur minn, bróðir okkar og mágur, EMIL AUÐUNSSON, Mölleparken, Toftlund, Danmörku, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. september. Minningarathöfn fer fram í Toftlund Kirke 16. september kl. 14.00. Jarðarför á Íslandi verður auglýst síðar. Auðunn Bragi Sveinsson, Sveinn Auðunsson, Erika Steinmann, Kristín Auðunsdóttir, Haukur Ágústsson, Ólafur Auðunsson, Helena Stefánsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, BÁRÐUR F. SIGURÐARSON löggiltur endurskoðandi, lést á dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 11. september. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. september kl. 15.00. Guðrún Kalla Bárðardóttir, Hilmar Sigurþórsson, Gyða Bárðardóttir, Þórhallur Maack, Auður Bárðardóttir, Guðbrandur Elíasson, Sigurður Kr. Bárðarson, Álfhildur Ólafsdóttir, Bárður Örn Bárðarson, Ólöf Margrét Snorradóttir, Þorsteina Sigurðardóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Goðabraut 22, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 14. september. Útförin verður auglýst síðar. Friðþjófur Þórarinsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Harpa Sigfúsdóttir, Björn Friðþjófsson, Helga Níelsdóttir, Atli Viðar, Silja, Kristinn Þór, Andri Freyr, Rúnar Helgi og Daníel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.