Morgunblaðið - 16.09.2008, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Fanney Sigur-baldursdóttir
fæddist á Ísafirði 4.
nóvember 1924. Hún
lést á líknardeild
Landakotsspítala
hinn 29. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urbaldur Gíslason,
skipstjóri á Ísafirði,
f. 25.1. 1898, d. 7.1.
1983, og Petrína
Þórðardóttir, hús-
freyja á Ísafirði, f.
22.4. 1900, d. 6.10.
1971. Systkini Fanneyjar eru: Þór-
veig Hulda, húsfreyja í Kópavogi, f.
21.5. 1921, d. 28.5. 1955. Maki Bóas
Daði Guðmundsson, f. 20.3. 1919, d.
5.1. 1969. 2) Baldur, f. 26.1. 1930,
skipstjóri í Grindavík. Maki Val-
gerður María Guðjónsdóttir. 3)
Richard, f. 17.12. 1934, bókari í
Reykjavík. Maki Dagný Jóna Guð-
laugsdóttir. 4) Guðrún Erna, f.
3.12. 1935, húsfreyja í Reykjavík.
Maki Sigurður Hólm Þorsteinsson.
Sigurbaldur og Petrína, foreldrar
Fanneyjar, tóku í fóstur og ólu upp
sem sinn son Kristin Sigurvin
Karlsson, sjómann, f. 30.10. 1932, d.
7.3. 2004. Maki Stella Eyrún Clau-
sen. Móðir Kristins var Þórey Sól-
veig Þórðardóttir, systir Petrínu.
Eftir andlát Þórveigar Huldu ólst
einnig upp á heimilinu Baldur Þór
sambýliskona Kristín Þórðardóttir,
dætur þeirra Herdís Birna og Arna
Katrín, b) Bergvin, sambýliskona
Ásgerður M. Þorsteinsdóttir. Fyrir
átti Fanney 4) Ástu Dóru Egils-
dóttur húsfreyju á Ísafirði, f. 5.3.
1942, maki Jón Jóhann Jónsson, f.
19.10. 1922. Faðir Ástu Dóru er Eg-
ill Klemens Kristjánsson, f. 17.7.
1920. Ásta Dóra ólst upp hjá Har-
aldi Óskari Kristjánssyni, f. 22.6.
1911, bróður Egils. Synir Ástu
Dóru og Jóns: a) Kristinn Magdal,
sambýliskona Inga Óskarsdóttir og
eru dætur þeirra Inga Ósk og
Geira Sól. Fyrir átti Kristinn Krist-
björgu Magdal, maki Elías Freyr
Guðmundsson, barn Freyja. b)
Steingrímur, maki Katrín Sig-
tryggsdóttir, börn þeirra Stein-
grímur Jón og Fríða Ástdís. c)
Gunnar Kristján, maki Miriam
Pena Reyes. Fyrir átti Gunnar
Birgittu Rut og Gunnar Atla. d)
Veigar Sigurður, maki Þórdís Jóna
Jakobsdóttir, börn þeirra Fanney
Dóra og Jakob Jóhann. Fyrir átti
Veigar Guðmund Smára og Almar
Má. e) Haraldur Kristvin.
Fanney ólst upp á Ísafirði en
flutti til Reykjavíkur 19 ára gömul.
Fanney starfaði víða á sinni starfs-
ævi, meðal annars sem matráðs-
kona á sjúkrahúsinu Sólheimum
við Tjarnargötu, Hvítabandinu og
Landakotsspítala við umönnun
sjúklinga. Árið 1980 hóf hún störf á
skóladagheimilinu í Auðarstræti,
síðar Stakkakot, þar sem hún starf-
aði í 12 ár, eða allt til ársins 1992 er
hún fór á eftirlaun.
Útför Fanneyjar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Bóasson, f. 23.6. 1944,
útgerðarmaður á
Siglufirði. Maki
Hrólfdís Hrólfsdóttir.
Fanney giftist 14.5.
1944 Bergvini Jóns-
syni, starfsmanni í
Sjálfstæðishúsinu í
Reykjavík, f. 1.8.
1918, d. 18.6. 1963.
Börn þeirra eru: 1)
Petrína Margrét
starfsstúlka í Reykja-
vík, f. 24.12. 1944.
Giftist Gísla Óla Jóns-
syni, f. 1.6. 1940. Þau
skildu. Börn þeirra: a) Bergvin, b)
Jón, f. 14.1. 1967, d. 6.6. 1967, c)
Margrét, maki Karl Kristján
Hreinsson, börn þeirra Agnar Már,
Ragnar Ingi, Gísli Örn og Ísabella
Nótt, d) Anna, synir hennar Jón
Kristinn og Halldór Torfi Magn-
ússynir. 2) Þórveig Hulda hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík, f. 22.4.
1955. Maki Gunnar Hallsson, f.
18.10. 1950. Synir þeirra: a) Hallur,
maki Andrea Sigrún Hjálmsdóttir,
dætur þeirra Fönn og Dögun, b)
Brynjar, sambýliskona Hlín Finns-
dóttir. Fyrir átti Þórveig Hulda c)
Davíð Bjarnason, maki María Birna
Arnardóttir, dætur þeirra Ísafold
Filippía og Laufey. 3) Jón rekstr-
arfulltrúi í Reykjavík, f. 22.8. 1957,
maki Ingibjörg Viggósdóttir, f. 8.5.
1958. Synir þeirra: a) Viggó Arnar,
Elsku amma Fanney. Þú varst búin
að vera veik lengi og varst hetja í bar-
áttunni þinni við þennan banvæna
sjúkdóm. Þegar þú hresstist eftir bar-
áttuna fyrir ári sáum við hversu mikil
baráttumanneskja þú varst, komst
aftur heim og allt leit þokkalega út.
Bjartsýnin tók við en svo allt í einu
varstu orðin svo veik aftur. Þú settir
þér markmið, að komast í ferminguna
hans Halldórs Torfa í apríl og þú
komst, að vísu í hjólastól en við vorum
öll svo glöð að þú komst og hittir okk-
ur öll. En svo versnaði heilsan og þú
varst lögð inn á Landakot en fékkst
að koma heim aftur en þá varstu orðin
svo veik og varst lögð inn aftur og
komst ekki til baka.
En sem betur fer átti ég stundir
með þér þar, þó þú vissir ekki af nær-
veru minni, ég strauk um höfuð þér
og kyssti ótal sinnum og sagðist elska
þig, það var svo sárt að sjá þig þjást
svona og litla hjartað mitt brast í
hvert sinn. Ég missti því miður af því
þegar þú kvaddir þennan heim en
gott fólk var hjá þér og það er hugg-
un.
Ég fer að hugsa um allar góðu
stundirnar okkar, t.d. þegar ég datt
ofan í grunninn þegar það var verið að
byggja Gerðuberg, þá labbaði ég
hundvot heim til þín og þú klæddir
mig úr blautu fötunum og settir mig í
hlýja rúmið þitt, sast hjá mér og hlýj-
aðir mér.
Allar heimsóknirnar til þín á skóla-
dagheimilið á Auðarstræti þar sem
við systurnar komum ósjaldan til að
fá brauð í grilli. Það var toppurinn að
koma til þín eftir skóla. Allir ullar-
sokkarnir og vettlingarnir, já og lopa-
peysurnar sem þú prjónaðir. Strák-
ana vantaði aldrei neitt fyrir veturinn.
Það var alltaf gaman að koma og
heimsækja þig, þó ég hefði mátt vera
duglegri við það, enda þú eina amman
sem ég átti. Þú hafðir góðan húmor og
varst alltaf svo jákvæð. Ég man þegar
ég flutti til mömmu eftir skilnað minn,
þá bjugguð þið hlið við hlið í Suður-
hólunum. Þú stóðst svo vel við bakið á
mér og varst svo stolt af mér þegar ég
kom hlaupandi með lyklana að fyrstu
leiguíbúðinni og skildir svo að ég vildi
vera sjálfstæð og flytja frá ykkur.
Takk fyrir þann stuðning.
Þú komst í þrítugsafmælið mitt og
skemmtir þér ekkert minna en við
unga fólkið og þegar ég ákvað að
skíra drengina mína árið 2004 og bað
þig og mömmu um að vera skírnar-
vottar varð ég svo glöð að þú skyldir
segja já og ég man hversu stolt þú
varst. Bara við móðurfjölskyldan
heima hjá mér, svo falleg stund, takk
fyrir það.
Ég, Nonni og Halldór eigum eftir
að sakna þín sárt en við vitum að nú
ertu loks komin til afa Bergvins og
Jóns bróður og þú gætir okkar um
ókomna framtíð. Hvil í friði, elsku
amma, við elskum þig.
Anna, Jón Kristinn og
Halldór Torfi.
Elsku amma Fanney.
Þó við höfum kvatt þig innilega
þegar við fluttum til Vancouver í Kan-
ada fyrir rúmu ári, vitandi að senni-
lega gæti þetta verið eitt af síðustu
skiptunum sem við fengjum að knúsa
þig, þá er samt svo ótrúlega erfitt að
kveðja. Það er með trega sem við setj-
umst niður og skrifum þér þessa
kveðju. En það er nú samt þannig að
þrátt fyrir söknuð og sorg þá eigum
við svo margar skemmtilegar minn-
ingar um þann tíma sem við áttum
saman. Þið Fönn byggðuð undirstöð-
ur einstakrar vináttu fyrsta sumarið
hennar þegar við dvöldumst öll sam-
an í Litluhlíðinni, hún tregar þig nú
gömlu vinkonuna sína.
Við áttum ótal góðar stundir yfir
fiskibollum í Suðurhólunum þar sem
málefni líðandi stundar voru krufin af
miklum móð. Eftir að við fluttum
norður fækkaði samverustundunum
en þær stundir sem við áttum voru
alltaf jafn-nærandi og góðar. Það er
okkur ómetanleg í minningunni vikan
sem þú dvaldir hjá okkur á Ásveg-
inum. Þá var ýmislegt brallað og þú
hélst í flug frá Akureyri með ægifag-
urt húðflúr á upphandleggnum sem
Fönn hafði dundað við að teikna á þig
með glimmerapennunum sínum. Er
ekki rétt munað að húðflúrið góða
hafi verið í stanslausri vinnslu á með-
an þú dvaldist hjá okkur og var þar af
leiðandi orðið með skrautlegra móti
þegar þú hélst heim.
Það er ómögulegt að minnast þín
án þess að prjónarnir komi upp í hug-
ann og þessi góða vika var þar engin
undantekning. Gestahosurnar sem þú
prjónaðir fyrir okkur þá hafa komið
að góðum notum og bíða þess í köss-
um að verða notaðar á ný.
Elsku amma Fanney, þú verður
okkur ávallt fyrirmynd hvað lífsvið-
horf varðar og vonandi öðlumst við
þann þroska að taka til fyrirmyndar
það jákvæða viðhorf til lífsins sem þig
einkenndi. Um glaðværð þína höfum
við mikið rætt undanfarna daga og í
sameiningu höfum við ákveðið að hún
muni fylgja okkur hvert sem við för-
um og muni aldrei gleymast.
Við náum því miður ekki að fylgja
þér í dag en hér í Vancouver munum
við syngja Vísur Vatnsenda-Rósu þér
til heiðurs. Vísurnar kenndir þú Fönn
þegar þú dvaldist hjá okkur á Akur-
eyri, þær eru í miklu uppáhaldi, og
það má segja að undir þínum áhrifum
höfum við æft stíft síðustu vikuna:
Augun mín og augun þín,
ó! þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elsku amma, þú átt þinn stað í
hjörtum okkar,
Hallur, Andrea, Fönn og Dögun.
Elskuleg frænka mín, Fanney, er
látin. Við andlát hennar sækja á mig
ótal minningar um einstaklega góða
og trygga frænku.
Fanney var yndisleg manneskja og
sýndi mér og minni fjölskyldu alla tíð
mikla væntumþykju. Fyrir það verð
ég ævinlega þakklát. Fanney hafði
létta lund og átti auðvelt með að sjá
spaugilegar hliðar mannlífsins. Hún
hafði gaman af allri handavinnu og
var allt sem hún gerði einstaklega fal-
legt og vandað.
Síðustu tvö árin voru Fanneyju erf-
ið vegna veikinda en hún tók þeim af
miklu æðruleysi. Nú ertu laus úr veik-
um og þreyttum líkama og komin á
betri stað. Hafðu hjartans þakkir fyr-
ir allt, elsku Fanney, þú munt ætíð
eiga stóran sess í hjarta mínu og
minning þín lifir.
Hlýjar samúðarkveðjur sendi ég
börnum Fanneyjar og fjölskyldum
þeirra.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hólmfríður (Fríða).
Í dag kveðjum við ástkæra móð-
ursystur mína, Fanneyju.
Fanney fæddist á Ísafirði og ólst
þar upp á dæmigerðu íslensku al-
þýðuheimili. Faðir hennar, Sigur-
baldur Gíslason skipstjóri, sótti stíft
sjóinn og því kom daglegt uppeldi
barnanna á heimilinu í hlut móður
Fanneyjar, Petrínu Þórðardóttur.
Það var oft líf og fjör á heimili Fann-
eyjar í Fjarðastræti 38 enda voru þau
Sigurbaldur og Petrína með sjö börn
á framfæri sínu.
Fanney gekk í barnaskóla Ísafjarð-
ar, var mjög góður námsmaður sem
þurfti lítið að hafa fyrir náminu og
lauk grunnskólanum með ágætisein-
kunn. Á Ísafirði um 1940 voru ekki
sömu möguleikar til menntunar og
bjóðast í dag. Er aldrei að vita nema
hún hefði leitað sér frekari menntun-
ar ef lífsbaráttan hefði verið með öðr-
um hætti.
Fanney var 19 ára þegar hún fór
suður til Reykjavíkur og hóf fljótlega
eftir það að vinna hjá Hjálpræðis-
hernum. Þar kynntist hún verðandi
eiginmanni sínum, Bergvini Jónssyni.
Þau hófu búskap og giftu sig 1944. Á
árinu 1963 varð fjölskyldan fyrir þeim
sára missi að fjölskyldufaðirinn lést
vegna veikinda, einungis 45 ára að
aldri. Fanney var aðeins 38 ára gömul
þegar hún missti mann sinn og var
það henni mikið áfall enda þá með
þrjú börn á sínu framfæri.
Þegar Bergvin lést bjó fjölskyldan
á Skúlagötu 72 og þar bjó hún um
þrettán ára skeið, en árið 1980 fluttist
Fanney í Efra-Breiðholt. Mér fannst
ávallt notalegt að koma í heimsókn til
hennar og er mér t.d. minnisstætt það
fína úrval af góðgæti sem þar stóð
ávallt gestum til boða. Matarboð
Fanneyjar á jólunum voru einnig
ákaflega ánægjuleg.
Fanney starfaði víða á sinni starfs-
ævi, meðal annars á Hvítabandinu og
Landakotsspítala við umönnun sjúk-
linga. Á árunum 1980-1992 starfaði
hún á skóladagheimilinu í Auðar-
stræti, þar til hún fór á eftirlaun.
Fanney gerði mikið af því á tímabili
að ferðast til annarra landa þegar hún
var komin á sextugsaldur, fór þá með-
al annars í ferðir til Mallorka, Kan-
aríeyja í tvígang, Júgóslavíu, Dan-
merkur, Írlands, Skotlands og
Englands. Fanney hafði mikið yndi af
því að skoða sig um í þessum ferðum
og hefði án efa gerst enn víðförulli ef
hún væri ung kona í dag með þeim
ferðatækifærum sem bjóðast. Í dag
finnst mér það bera vott um mikla
víðsýni hjá frænku minni að hafa af-
rekað það að heimsækja og kynnast
sögu og menningu Júgóslavíu árið
1980 er 35 ára valdaskeiði Tito lauk
sem og að hafa komið á slóðir Hróa
hattar í Nottingham og í hinar fornu
víkingabyggðir í York á Bretlandi.
Nú þegar ég hef stiklað á stóru í
margbrotnu lífshlaupi móðursystur
minnar, Fanneyjar, er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa haft tækifæri
til að alast upp í kringum hana. Þegar
litið er yfir farinn veg er ekki hægt að
segja annað en að frænka mín geti
verið sátt við lífsferilinn enda skilað
sínu til samfélagsins, heilsa hennar
mestan hluta ævinnar var góð en
henni tók síðan að hraka síðustu tvö
árin.
Að lokum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur þeim Ástu Dóru, Petrínu
Margréti, Huldu og Jóni og fjölskyld-
um þeirra.
Pétur Örn Sigurðsson.
Elsku Fanney frænka.
Takk fyrir hvað þú varst alltaf góð
við okkur. Takk fyrir áhugann sem þú
sýndir okkur. Takk fyrir stundirnar
sem þú áttir með okkur. Takk fyrir að
vera yndisleg frænka. Takk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Sigurður, Stefán og Davíð.
Fanney
Sigurbaldursdóttir
Fleiri minningargreinar um Fann-
eyju Sigurbaldursdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
FRIÐRIK KETILSSON,
Rauðumýri 10,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn
18. september kl. 14.00.
Laufey Bergrós Árnadóttir,
Júlíus Fossberg Friðriksson,
Árni Ketill Friðriksson, Gígja Hansen,
Arnar Magnús Friðriksson,
afabörn og langafabörn.
✝
Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓSKARS V. FRIÐRIKSSONAR.
Guðlaug Þorleifsdóttir,
Stefanía Óskarsdóttir, Jón Atli Benediktsson,
Herdís Óskarsdóttir, Sæmundur Valdimarsson,
Þorleifur Óskarsson, Kristrún Lilja Daðadóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
KRISTÍNAR HELGU SVEINSDÓTTUR,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða
fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Hafsteinn Reynir Magnússon, Þórey Gunnlaugsdóttir,
Sigurður Ingi Lúðvíksson,
Anna Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Þorvaldur Pálmi Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.