Morgunblaðið - 16.09.2008, Side 31

Morgunblaðið - 16.09.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 31 ✝ KristmundurHelgi Jónsson fæddist á Neðribæ í Selárdal, Arnar- firði, 11.2. 1938. Hann varð bráð- kvaddur á vinnustað sínum í lok vinnu- dags hinn 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Helga voru Jón Krist- mundsson, sjómaður frá Selárdal, síðar Bíldudal, f. í Rauðs- dal á Barðaströnd 29.1. 1911, d. 19.1. 1990, og Guð- laug Magnúsdóttir, húsfrú, f. á Neðribæ í Selárdal 29.6. 1914, d. 27.9. 2003. Jón fluttist ungur í Selárdal og kynntist Guðlaugu. Þegar Helgi fæddist fluttist fjölskyldan í ný- byggða húsið sitt, Brautarholt í Selárdal, og bjuggu þau sér þar sitt fyrsta heimili. Til að koma drengjunum til frekari mennta og stunda betur sjóinn seldu þau Sam- úel Jónssyni listamanni hús sitt Brautarholt árið 1947. Þá fluttist fjölskyldan í húsið Bjarg á Bíldu- dal. Systkini Helga eru Sveinn Þórður, f. 1939, Anna, f. 1947, Mar- grét Kristín, f. 1957, og fóst- urbróðir hans er Bjarnþór Gunn- arsson, f. 1953. Helgi kvæntist hinn 12.2. 1961 Jytte Marcher, f. 7.8. 1939. Þau hófu búskap í Hafnarfirði, þaðan fluttu þau í Bauganes 1, Skerja- firði. Árin 1969-1977 bjuggu þau í Vesturbænum þar til þau byggðu sér hús í Bauganesi 44, Skerjafirði. Sama ár fluttu foreldrar Helga til Reykjavíkur og bjuggu í sama húsi til æviloka. Þar hafa Helgi og Jytte búið í farsælu hjónabandi þar til Fyrirtækið óx og dafnaði og flug- vélar bættust við. Þau ráku flug- kennslu, útsýnisflug, sjúkraflug og leiguflug vítt og breitt um Norður- Atlantshafið, Grænland, Ísland, Færeyjar, Danmörku og víðar. 1984 var Helga veitt leyfi fyrir áætlunarflug til austurstrandar Gænslands, Kulusuk og í fram- haldi af því óx flugvélaflotinn með enn öflugri og stærri flugvélum. Þá var fyrirtækinu skipt í tvennt, annars vegar varFlugskólinn og hinsvegar Flugfélagið Odin Air. Árið 1996 hóf hann með frænd- fóki sínu að koma upp aðstöðu á æskuslóðum sínum í Selárdal. Þeir stofnuðu átthagafélag og endur- byggðu saman gamla barnaskól- ann og félagsheimilið. Síðan hófu þeir frændur uppbyggingu æsku- heimila sinna í dalnum. Þar sem búskapur er enn á Neðribæ og Brautarholt tilheyrir nú listasafni fékk Helgi og fjölskylda hans Sel- árdalsbæinn. Átthagafélagið sér nú um Selárdalskirkjuna og var Helga mjög umhugað um að hún liti vel út, utan sem innan. Helgi flaug þangað óteljandi ferðir. Hann miðlaði þekkingu og minn- ingum sínum til fjöskyldu og ætt- ingja. Honum var það hugðarefni að efla tengsl nýrra kynslóða við dalinn sem honum var kær og þar sem rætur hans voru. Helgi var sístarfandi í kringum flugið og flugvélarnar en samt gafst honum alltaf tími til að hlusta á og leiðbeina og gladdist þegar strákunum hans í fluginu vegnaði vel. Í störfum hans við flugið fylgdi oft mikil gestagangur, bæði á heimilinu sem og á vinnustað. Helgi var frumkvöðull að gerð flugvalla á Íslandi, eins og eins besta flugvallar á Vestfjörðum, Bíldudalsflugvallar. Hann helgaði líf sitt fluginu, hann var flugkenn- ari og flugrekandi fram til síðasta dags. Helgi verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Helgi lést. Börn þeirra eru: 1) Ester landfræðingur, f. 21.7. 1961, búsett í Lúxemborg, starfs- maður hjá Cargolux, 2) Astrid, ferðamála- fæðingur, starfs- maður Íslenska Kons- ulatsins í Barcelona, f. 26.8. 1962, gift Adolfo Castrillo verkfræðingi, f. 29.12. 1962, búsett á Spáni. Börn þeirra eru Eric, f. 3.6. 1992, Laura, f. 26.5. 1994, og Richard, f. 16.9. 1997, 3) Jón flugstjóri hjá Cargolux, f. 3.7. 1969, kvæntur Huldu G. Valsdóttur, f. 2.12. 1968, búsett í Lúxemborg. Börn þeirra eru Helgi Andri, f. 30.6. 1989, Svava Sigurrós, f. 12.3. 1992, Magnús Örn, f. 14.1. 1994, Sonja Rós, f. 17.5. 1997, Nóra Lind, f. 5.1. 2006, og Hannes Árni, f. 24.7. 2008. Eftir skólagöngu á Bíldudal, fór Helgi í nám í Héraðskólanum í Reykholti, Borgarfirði, og útskrif- aðist þaðan með landspróf. Hann hóf flugnám í Flugskólanum Þyt í júlí 1957 og lauk þaðan atvinnu- og flugkennaraprófi. Í maí 1964 keypti Helgi sína fyrstu flugvél og stofnaði Flug- skóla Helga Jónssonar ásamt eig- inkonu sinni og hóf flugkennslu. Kennslan og þjónustuflugið fór fram úr einu herbergi í gamla flugturninum. Vorið 1969 keyptu Helgi og Jytte húsnæði flugskólans Þyts. Þá hóf Jytte sitt flugnám og lauk því með flugkennaraprófi 1974. Frá þeim degi störfðu þau saman að flugkennslu og þjónustu- flugi. Þau Helgi og Jytte stóðu saman vaktina daga sem nætur. Ég kom heim til Lúx á laugardags- morgun úr flugi um Asíu. Við pabbi töluðum saman í síma hér um bil dag- lega og stundum oft á dag. Þennan laugardag töluðum við saman í síma þrisvar, þú varst svo hress og kátur. Þú sagðir mér stoltur og hræður frá því þegar þú sendir Eric afason þinn í fyrsta sólóið, frá flottu lendingunum hans. Við ræddum um flugvélina sem okkur langaði til að kaupa og töluðum um reksturinn framundan í vetur og næsta sumar. Það var ekkert kreppu- tal, hjá okkur var framtíðin björt og allir vegir færir. Í lok vinnudags biður þú mömmu að gera klárt til að fara heim og segir við hana, að þú ætlir að skreppa út í flugskýli á meðan og ganga frá. Ég sé þig fyrir mér labba fyrir hornið á skýlinu í leðurjakkan- um þínum með stóru lyklakippuna í hendinni, halla höfði svo þú sjáir yfir gleraugun. Sæll og ánægður með lífið og til- veruna, opnar þú litlu skýlisdyrnar, lítur yfir flugvélarnar, fullvissar þig um að þar sé allt sé lagi. Á leiðinni til baka stoppar hjartað fyrirvaralaust, í sjálfu flugskýlinu sem margir aðilar hafa í gegnum tíðina sóst eftir að hafa af þér. Þú og mamma unnuð allar orr- ustur í því stríði á þeim vígvelli sem flestir kalla Reykjavíkurflugvöll. Þegar ég hugsa til baka, leitandi að mínum fyrstu minningum af okkur saman kemur sterkast í hugann hlýja í hálsakoti, vinalegir skeggbroddar í lok vinnudags fyrir litlar hendur að strjúka og klapp á kollinn minn. Ég þakka þér fyrir að leyfa mér að vera með ykkur mömmu sem barn þegar ég vildi vera í flugskóla en ekki leik- skóla. Ég þakka þér fyrir að hafa kennt mér að fljúga sem smástrák, sitjandi á kassa eða lítilli tösku til að sjá yfir mælaborðið, fá að handleika stýrin með þér. Þetta flug var leigu- flugið sem þú varst að fara, stundum með háttsetta menn jafnvel hálfa rík- isstjórnina um borð. Þú hafðir yfir þér þetta rólega yfirbragð og fas sem tók flughræðslu úr flughræddasta fólki. Árin liðu jafnt og þétt, vélarnar stækkuðu og urðu öflugri. Alltaf fékk ég að sitja við hlið þér og læra af þér. Þú passaðir upp á okkur flugmennina þína og bannaðir okkur að fara í flug þegar þér leist þannig á. Þér var annt um flugnemana þína, lagðir metnað þinn í að þeir yrðu góðir flugmenn, sem færu vel með flugvélarnar. Þú hjálpaðir þeim oft með að klára próf- in í tíma, þótt greiðsla kæmi seinna. Þú varst þessi sjálfstæði Íslending- ur sem aldrei gafst upp, sama hvaða mótlæti og óréttlæti þú þurftir að ganga í gegnum í þínum rekstri frá upphafi til dauðadags. Þessi ótrúlegi eiginleiki að gefast aldrei upp, heldur að halda velli og byggja upp. Það var mín ánægja og heiður að koma heim og hjálpa lærimeistaranum, föður mínum. Þær eru mér ógleymanlegar stundirnar sem við áttum í Selárdaln- um við leik og störf í fjölskyldupara- dísinni. Góðmennska þín og um- hyggjusemi mun verða mér að lífsljósi, ég mun halda áfram með verkefnin okkar í Selárdalnum, hjálpa mömmu, reka áfram flugskól- ann og halda uppi þínu lífsverki og heiðri. Ég elska þig. Þinn sonur, Jón. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum.) Höfðingi er genginn, sár harmur er kveðinn að fjölskyldu og vinum. Við minnumst í dag góðs drengs og vinar sem ætíð var tilbúinn að rétta hjálparhönd þeim er á þurftu að halda. Helgi Jónsson var glæsilegur maður, hár og tignarlegur, hæglátur og orðvar. Hann hafði góða kímni- gáfu og gat oft komið samferðar- mönnum sínum skemmtilega á óvart með hnyttnum tilsvörum. Hann kunni þá list manna best að hlusta á viðmælanda sinn, geta í eyðurnar og skilja hvað felst í þögninni. Orð sín valdi hann vel og margir hafa í gegn um tíðina getað leitað til hans, þegið góð ráð og aðstoð í ýmsum vanda. Nú þegar á hugann sækja minningar um gengnar stundir viljum við gera orð skáldsins að okkar og minnumst Helga með þessu ljóði. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, ljúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa, hann sem eitt sinn undi hjá mér einsog tónn á fiðlustreingnum, eilíft honum fylgja frá mér friðarkveðjur brottu geingnum. Þó að brotni þorn í sylgju, þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann geingur. (Halldór Laxness.) Við þökkum í auðmýkt vináttu og samveru liðinna ára, og vottum fjöl- skyldu og vinum okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þér fylgi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sveinn Árnason, Brynhildur, Íris og fjölskyldur. Ég er systursonur þinn og ólst upp í Danmörku. Mínar fyrstu minningar af þér, eru þegar þú og Jytte komuð með flugvél í viðhald til Roskilde. Ég var forvitinn 7 ára strákur, sem þú gafst þér tíma til þess að sinna og ræða við. Þú kynntir mig fyrir fluginu með þinni rólegu og góðu nærveru. Mig langaði til að vera eins og þú. Þegar ég var 12 ára buðuð þið Jytte mér að koma til Íslands í sumarfríinu mínu. Ég fékk að vinna í Flugskól- anum. Þú gerðir heimilið í Bauganesi að mínu, og tókst mér eins og syni þínum. Frá árinu 1984 vorum við saman á hverju sumri. Eftir að ég út- skrifaðist frá námi bjó ég í mörg ár hjá þér og Jytte, þú varst mér sem faðir og þú gafst mér ómæld tæki- færi. Þú hjálpaðir mér að verða flugmað- ur, gafst mér mína fyrstu flugmanns- vinnu og lagðir grunn að þeirri mann- eskju sem ég er í dag, fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Mín síðasta minning af þér er af okkar góðu stundum í sumar þegar við fjölskyld- an heimsóttum þig og Jytte. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og við nut- um þess að vera með þér. Við flugum saman á ný, á TF-JVD og áttum yndislegar stundir við leik og störf í Selárdal. Eins og ávallt áður var þitt mitt. Þú lagðir ríka áherslu á að uppbyggingin í Selárdal væri fyrir fjölskylduna, þín stærsta gleði var að gleðja aðra, þannig varst þú. Þín fjöl- skylda, vinir, starfsfélagar og sam- ferðafólk kom alltaf fyrst hjá þér. Þú varst einstaklega gjafmildur og góður maður. Ég endurupplifði þá frábæru stund í sumar að sjá þig taka frá tíma og sinna forvitnum syni mínum, rétt eins og þú gerðir fyrir mig þegar ég var barn, og sjá hvernig hann leit upp til þín og dáði þig. Þú munt ætíð eiga stað í hjarta mínu og fjölskyldu minnar. Takk fyrir allt, Helgi minn. Rúnar. Síðdegis vetrardag einn 1982 þegar sjónvarpsmenn höfðu lent á flugvél á ísfláka neðst á Skeiðarársandi vegna skipsstrands og ætluðu að fljúga burtu, tókst ekki að koma hreyflinum í gang. Í lokin var vélin orðin raf- magnslítil og árangurslaust að hand- snúa. Skammt var til sólarlags, asa- hláka og rok í uppsiglingu og ljóst að vélin myndi fjúka og eyðileggjast. Eina ráðið var að losa vélarhlífina og tengja rafkapal úr jeppa um rifu í raf- geymi vélarinnar en þá þurfti reynd- an flugmann til að sitja við stjórnvöl- inn og ræsa hreyfilinn. Síðasta hálmstráið var að biðja Helga Jóns- son sem var á flugi yfir strandstað að lenda á ísflákanum og koma til hjálp- ar þótt hann væri á mun viðkvæmari flugvél og nánast fráleitt að biðja svona bónar. En Helgi ákvað samt að reyna þetta. Þessu vinarbragði hans mun ég aldrei gleyma. Svo tæpt var að þetta gengi upp að á meðan ég hélt vélarhlífinni og festi hana síðan eftir að hreyfillinn fór í gang, fleiðraði skrúfan húðina af hnúum mínum. Skoðun eftir þetta atvik leiddi í ljós að vegna bilunar í kveikju þurfti svo mikinn vélarsnúning til að hreyfillinn fengi rafmagn að okkur hafði tekist hið ómögulega. Þarna sýndi Helgi bestu eiginleika sína: einstæða tryggð, vináttu, hjálpsemi og baráttu- kjark samhliða hljóðlátri og fumlausri yfirvegun hæglætismanns sem þó var engin geðlurða. Helgi var hógvær og lítillátur og meiri brautryðjandi í íslenskum flug- málum en virðist við fyrstu sýn. Á leið minni í gær um Arnarfjörð var ekið framhjá þremur flugvallarstæðum, sem voru hugarfóstur ungs Arnfirð- ings fyrir hálfri öld. Bíldudalsflugvöll- ur er oft opinn til flugs þegar allir aðr- ir flugvellir á norðurhelmingi landsins eru lokaðir. Helgi var lærifaðir okkar bræðra, Edvards og mín auk fjöl- margra merkra flugstjóra, svo sem brautryðjandans Harðar Guðmunds- sonar. Allir eigum við honum, konu hans og fjölskyldu þökk að gjalda. Helgi stóð við flugvélar sínar þegar hann var kallaður til síns mesta flugs. Ég þykist vita að rétt eins og honum tókst hið ómögulega á Skeiðarársandi forðum að kveikja líf þar sem einskis lífs átti að vera von, muni hann við brottför úr jarðvist sinni fljúga sem aldrei fyrr um óravíddir á vængjum hins eilífa anda. Blessuð sé minning Helga Jónssonar. Ómar Ragnarsson. Menn setti hljóða þegar barst um flugheiminn að hinn landskunni flug- rekandi, flugstjóri og kennari Helgi Jónsson væri látinn. Hann hafði snögglega verið burt kallaður af vinnustað sínum á Reykjavíkurflug- velli. Á slíkum stundum á maður engin orð til að lýsa því sem um hugann fer en minningar um Helga hrannast upp í brotum langrar samferðar. Minningum sem að lokum taka á sig heildstæða mynd af einstökum manni með sterkan vilja og þolgæði fyrir hönd flugnema sinna og af því starfi sem hann helgaði líf sitt – rekstri flugfélags og flugskóla sem ber nafn hans. Helga Jónsson hitti ég fyrst fyrir tæpum 45 árum er leiðir okkar lágu saman, síðar átti ég eftir að njóta til- sagnar hans, reynslu og þjónustu af ýmsu tagi um langt skeið. Til Helga leituðu margir með sín mál er sneru að flugi og öðru sem skipti þá máli á hverjum tíma. Helgi var hjálpsamur og raungóður maður sem liðsinnti öllum eftir bestu getu með sinni hægð og yfirvegun. Helgi var mörgum góðum kostum gæddur, m.a. hógværð og þolinmæði og menn hlustuðu ef hann lagði mat á málefni eða lýsti skoðunum sínum. Hann var ekki sá er tranar sér fram eða setur sjálfan sig í fyrsta sæti. Helga var umhugað um veg og vel- ferð flugnema sinna, framtíð þeirra og fyrirheit enda urðu flestir ævar- andi vinir þeirra hjóna Helga og Jyttu sem rak með honum fyrirtækin frá fyrstu tíð. Flugskóli Helga Jónssonar er nær hálfrar aldar gömul menningarmið- stöð sem fóstrað hefur megnið af starfandi atvinnuflugmönnum þjóð- arinnar, flugmönnum sem starfa um allan heim hjá fjölmörgum flugfélög- um innlendum sem erlendum. Flugskólinn er menningarmiðstöð sem aðstoðað hefur mörg ungmenni að finna hugðarefnum sínum farveg og öðlast meðeign í fluglistinni, enda var aðstaðan á flugvellinum ætíð opin gestum og gangandi sem um garð fóru, og þeir voru óteljandi. Flugskóli Helga Jónssonar er menningarmiðstöð sem lifað hefur margvíslegar hræringar og stefnu- breytingar í flugmálum á umliðnum áratugum. Fjölmörg fyrirtæki hafa komið og farið af Reykjavíkurflug- velli í áranna rás, en Flugskóli Helga, elsta starfandi fyrirtækið á flugvell- inum, stendur þar klettfast þrátt fyrir allar stefnur og strauma og ber stofn- anda sínum fagran vitnisburð um ævistarf brautryðjandans. Helgi var rólegur að eðlisfari, prúð- ur maður og grandvar í allri um- gengni, mikill vinur vina sinna. Hann bjó yfir innsýn og eðlisgreind sem gerðu honum auðvelt með að átta sig á ólíklegustu aðstæðum í ólgum lífs- ins. Helgi flaug stundum í mótvindi og ókyrrð, þótti skemmtilegt að tak- ast á við áskoranir nýrra verkefna, náttúruaflanna eða veðurfars. En áandstreymi sem skapað var honum á jörðu niðri hafði Helgi lítið dálæti enda ekki gert af náttúruöflunum sjálfum. Í ljúfri lund Helga bjó einnig vel hamið skap og áræði, lyndiseinkunn sem náttúrufegurð Vestfjarða, fjöll þess og firðir hafa skapað sonum sín- um og dætrum í aldanna rás. Helga er og verður sárt saknað af samferðamönnum og félögum. Hann var sem logandi kyndill og óhaggan- legt kennileiti vallarins. Hann var staðfastur talsmaður áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Við hjónin vottum Jytte Marcher, börnum og aðstandendum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum Guð almáttugan skapara himins og jarðar að blessa ykkur og styrkja í sorginni. Hörður Guðmundsson, flugstjóri. Kristmundur Helgi Jónsson SJÁ SÍÐU 32 Okkur brá við andlátsfrétt bróður okkar, fráfall hans bar svo brátt að. Og var allt of snemmt, hann var aðeins 70 ára og við góða heilsu. Með þessu fallega erindi kveðjum við hann. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þínar systur Anna og Margrét. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.