Morgunblaðið - 16.09.2008, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Gamall vinur og velgjörðamaður
hefur kvatt okkur óvænt og skyndi-
lega og langt um aldur fram. Ég hafði
hitt Helga deginum áður úti á
Reykjavíkurflugvelli og átt við hann
langt spjall, ekki gat mér dottið í hug
á þeirri stundu að það yrði síðasta
skiptið, enda virtist hann hinn hress-
asti. Ég hafði byrjað flugnám hjá
flugskólanum Þyt veturinn 1962, en
þótti tíminn ekki hentugur og ákvað
því að bíða sumars, sem aftur varð svo
frekari seinkun á af ýmsum ástæðum.
Ég kynntist svo Helga seinna er við
störfuðum saman hjá Bræðrunum
Ormsson. Hann var þá nýbúinn að
festa kaup á Cessnu 140, TF-AIB og
hugðist fara með hana vestur til Ísa-
fjarðar og hefja þar flugkennslu. At-
vikin höguðu þessu síðan þannig til að
ég varð fyrsti nemandinn hjá flug-
skóla Helga Jónssonar í Reykjavík
með loforð um starf seinna ef úr rætt-
ist með reksturinn, við það var staðið
og tel ég mig lánsaman hvernig til
tókst. Hann átti síðar sinn þátt í því
að ég fékk starf í Suður-Ameríku við
flug DC-3-véla, sem svo aftur leiddi til
starfa hjá Cargolux í Lúxemborg. Af
þessari upptalningu má sjá að það er
ekki að ástæðulausu sem ég tala um
hann sem minn velgjörðamann.
Helgi var farsæll flugmaður, enda
engin leið að reka flug á Íslandi um
áratugaskeið nema vera dugandi og
áræðinn. Hann sótti hart, en var um-
fram allt gætinn og hafði góða dóm-
greind þegar vega þurfti og meta við
erfiðar aðstæður. Sem flugkennari
var hann frábær og hafði öryggið allt-
af í fyrirrúmi. Mikill fjöldi Íslenskra
flugmanna hefur útskrifast frá flug-
skólanum í gegnum tíðina og starfa
þeir flestir hjá íslensku flugfélögun-
um en einnig hjá flugfélögum út um
víða veröld.
Rekstur lítilla flugfélaga á Íslandi
hefur ávallt verið erfiður og sveiflu-
kenndur. Þar hafa margir reynt fyrir
sér, en orðið frá að hverfa eftir mis-
langan tíma, til dæmis vegna erfiðs
fjárhagsumhverfis og óblíðrar veðr-
áttu. Þarna hefur Helgi sýnt einna
mesta úthaldið eða í nærri 45 ár. Við
höfum ekki haft mikið samband hin
seinni ár en hittumst samt alltaf öðru
hverju.
Við viljum nú að leiðarlokum þakka
fyrir góð kynni og sendum eftirlifandi
eiginkonu og börnum samúðarkveðj-
ur.
Kolbeinn Sigurðsson.
Mig langar með þessum orðum að
minnast vinar míns til margra ára
Helga Jónssonar. Leiðir okkar lágu
fyrst saman þegar ég hóf flugnám hjá
honum fyrir um 20 árum. Eftir námið
voru erfiðir tímar í fluginu og lítið um
atvinnutækifæri, en Helgi virtist hafa
trú á mér og kom að máli við mig og
bauð mér starf hjá sér við flugkennslu
og leiguflug. Starfaði ég hjá þeim
hjónum í allnokkur ár, en þegar kom
að því að tækifæri sköpuðust til að
sinna brennandi áhuga mínum á
þyrluflugi var Helgi ómetanleg hjálp
og talaði mínu máli til þess að sá
draumur gæti orðið að veruleika. Það
bar árangur og fyrir það verð ég
Helga ævinlega þakklátur.
Helgi var ekki allra og synti ekki
endilega alltaf með straumnum, en
þeim sem urðu þeirrar gæfu aðnjót-
andi að ná til hans þótti öllum mjög
vænt um hann líkt og mér. Fáir hafa
stundað flugið með jafn mikilli festu
alla ævi og Helgi þrátt fyrir að hlut-
irnir hafi nú kannski ekki alltaf reynst
auðveldir, en hans verður minnst sem
eins af stóru nöfnunum í íslenskri
flugsögu.
Með kærri þökk og kveðju,
Sigurður Ásgeirsson.
Frábær flugkennari, hugsjóna-
maður í fluginu, brautryðjandi og
varnarspilari í stöðu einkaflugsins,
stöðu litlu flugvélanna, stöðu þess
persónulega í fluginu sem sífellt er
sótt að af gerilsneyddu kerfinu. Helgi
Jónsson hefur um langt árabil verið
einn af föstu póstunum á Reykjavík-
urflugvelli, öflugur liðsmaður þeirra
sem reyna að smíða úr litlu og fikra
sig áfram á vettvangi flugsins. Flug-
skóli Helga Jónssonar hefur verið
eins konar brú milli gamla og nýja
tímans með andrúm hinnar einstöku
stemmningar sem er svo snar þáttur í
þjálfun og lífsstíl flugmanna. Þetta
hefur sjaldnast verið dans á rósum,
vinna, þrautseigja, þolinmæði, bar-
áttuvilji og leikgleði sem hefur alltaf
náð að flétta kaðalinn lengra og
lengra.
Með einstakri stóískri ró hefur
Helgi siglt í gegn um þrengingar sem
léttari leiðir og það var aðdáunarvert
hvernig hann og Jutta kona hans gáf-
ust aldrei upp þótt á móti blési.
Það var aldrei hávaðanum fyrir að
fara hjá Helga, en seiglan þeim mun
meiri og margar voru skemmtilegar
loturnar sem hann tók í fluginu, m.a.
með brautryðjendastarfi á Austur-
strönd Grænlands.
Dugnaður hans og þeirra hjóna er
aðdáunarverður, því þetta hefur verið
barátta og meiri barátta, vinna og
meiri vinna í umhverfi sem var ekki
sérlega vænt, hefur takmarkað svig-
rúm fyrir það persónulega. Það per-
sónulega þarf að verja, stílinn þar
sem eðli flugsins er grandskoðað og
fær að gerjast, persónulega innlifunin
að stjórna flugvél og bera ábyrgð í
veröld sem til skamms tíma var að-
eins veröld fugla himinsins. Við Helgi
áttum langa samleið, en það var sér-
lega ánægjulegt og þakkarvert að
fylgjast með því þegar hann kenndi
og útskrifaði son minn sem flugmann
.Það hefur verið sótt að rými Flug-
skóla Helga Jónssonar en vonandi
tryggja framsýnir og velviljaðir menn
að þessi skóli haldi velli eftir vilja
þeirra sem að honum standa. Það er
mikill söknuður að Helga Jónssyni og
það væri mikill sjónarsviptir að skóla
hans, slíkt myndi lækka gildismatið á
persónuleika flugsins á Íslandi þótt
Kristmundur Helgi Jónsson
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
You? Icelander! Us?
www.vemma.is
Léttist um 22 kg á aðeins
6 mánuðum
LR-kúrinn er ótrúlega auðveldur og
einfaldur. Dóra 869-2024,
www.dietkur.is
Heilsuátak.
Byggðu upp betri heilsu.
Bókin fæst í bókabúðum.
Bókaútgáfan Hólar
Húsnæði í boði
Til leigu við Bjallavað 1-3,
110 Rvk. Glæsileg 3ja herbergja íbúð
til afhendingar strax. Sérinngangur,
bílageymsla og lyfta í húsinu.
Langtímaleigusamningur, sjá
www.leigulidar.is eða 517-3440.
Einbýlishús til leigu í Vesturbergi
160 fm, 6 herbergja einbýli til leigu.
Laus 1. nóv. 2008. Verð: 200 þús. +
hiti og rafm. Uppl. 639-7815.
9 herb. húsnæði til leigu
Hentugt húsnæði fyrir stóra hópa,
húsnæðið skiptist í 5 tveggja manna
herb. og 4 einstaklings herbergi og er
vel staðsett í 105. Hentar sérstaklega
vel fyrir skólahópa, verktaka, gisti-
heimili o.fl. Frekari upplýsingar í síma
770-0710.
4ra herb. íbúð í Hfj til
langtímaleigu
4ra herb. björt og falleg 93 m² íbúð á
Völlunum í Hfj til langtímaleigu.
Sérgeymsla á hæðinni. Leik- og
grunnskóli í örstuttu göngufæri.
Leiga 135 þ. Uppl. í 867 1078.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Rvk. Securitas-
öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð
samnýting. Uppl. í síma 896 9629.
Geymslur
Vetrargeymsla Höfuðborgarsv.
Fellihýsi - Hjólhýsi - Bátar - Bílar o.fl.
Upphitað og gott húsnæði.
Uppl. 661 3131 og 897 2000.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Stórglæsilegt sumarhús til leigu
Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25
fm milliloft. Húsið er staðsett í
Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur
frá Laugarvatni. Þau gerast ekki mikið
flottari! Heitur pottur. Sími 841 0265.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Til sölu
Hellur til sölu
Til sölu eru um 40 m² af 20 x 20 mm
hellum frá BM-Vallá. Hellurnar eru á
brettum. Sanngjarnt verð.
Nánari upplýsingar í síma 695-5125.
Handslípaðar kristalljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið
úrval. Frábær gæði og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Viðskipti
Skelltu þér á námskeið í
netviðskiptum!
Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk-
ingu til að búa þér til góðar tekjur á
netinu. Við kennum þér nákvæmlega
hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com
og kynntu þér málið.
Þjónusta
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
símar 567 1130 og 893 6270.
Byggingar
Stálgrindarhús frá Kína
Flytjum inn stálgrindarhús. Allar
stærðir og ýmsir möguleikar. Traustur
aðili. Blikksmiðja Gylfa ehf.,
897-9161. blikkgylfa@internet.is
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari ætlar að bæta við
sig verkefnum í sumar. Inni og úti.
Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann-
gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318.Ýmislegt
Úrval af vönduðum herraskóm úr
leðri á mjúkum sóla
Verð: 8.355.-
Verð: 12.785
Eigum enn talsvert af skóm á „ gamla
verðinu“ eins og td. þessar mjúku
mokkasínu í svörtu og brúnu
Verð: 5.885.-
..... og þessa sportlegu götuskó
Verð: 6.585.-
Misty skór Laugavegi 178
sími 551 2070
opið: mán - fös 10 - 18
lau 10 - 14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
GreenHouse haust-vetrarvaran er
komin. Verið velkomin að sækja
frían bækling.
Opið í dag, þriðjudag 13-19.
GreenHouse, Rauðagerði 26.
Coming to Iceland: Vemma!
Be the first to know:
www.vemma.is
BARA flottar mittisbuxur í svörtu og
hvítu í stærðum S,M,L,XL á kr. 1.990,-
Rosalega þægilegar og fallegar í
S,M,L,XL á kr. 1.990,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Bílar
Þeir verða ekki flottari!!!
Porsche 911 SC 3.0 ‘82
Bíllinn er í frábæru ástandi innan
sem utan eftir teppalagðar götur
Kalíforníu. Til sölu ef viðunandi tilboð
fæst Uppl í síma 840-6045
VW Passat árg. '03 ek. 71 þús. km
Passat 1600, 11/03, ek. 71 þ. 5 g.
Fallegur og rúmgóður. Listav. 1.190 þ.
Tilboð óskast. 400 þ. lán getur fylgt,
27 þ. á mán. Skoða skipti á ódýrari.
S. 892 7567.
Til sölu Toyota Prius Hybrid
árg, 12/7. Ekinn aðeins 1780km,
5 dyra. Toppbíll. Ásett verð, 3.2.
Uppl. í síma: 868 2352.
Einkamál
Stefnumót.is
"Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í
makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant-
ar þig dansfélaga? Ferðafélaga?
Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu
þér vandaðan vef til að kynnast fólki
á þínum forsendum. Stefnumót.is
Vertu ævinlega velkomin/n.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Íbúð til leigju á svæði 104:
4ra herbergja kjallaraíbúð til leigu í
þriggja hæða blokk beint á móti
Holtagörðum. Leiga 165 þús. á mán.
+ rafmagn, hiti og hússj. S: 868 8509
og 897 8934, Sigurður.