Morgunblaðið - 16.09.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.09.2008, Qupperneq 36
Kannski er það fylgi- fiskur kreppunnar að litavalið er einfalt …41 » reykjavíkreykjavík „ÞAÐ var aðfaranótt laugardags sem Ásdís fór að finna fyrir miklum verkjum í kviðnum. Ég hafði sam- band við liðslækninn sem hafði svo samband við sérfræðinga hér á sjúkrahúsinu og þeir hvöttu okkur til að koma strax í skoðun. Þá kom í ljós að hún var með töluverðar inn- vortis blæðingar vegna æxlis sem hafði myndast og rofið eggjastokk- inn,“ segir Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður og barnsfaðir Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Þeg- ar Morgunblaðið náði tali af Garðari sat hann ásamt tengdamóður sinni við rúmstokk Ásdísar á sjúkrahús- inu í Sofíu þar sem Garðar leikur knattspyrnu. Að sögn Garðars gekk uppskurð- urinn vel og æxlið, sem var góð- kynja, var fjarlægt en læknarnir tjáðu þeim að Ásdís hefði verið að- eins nokkrum klukkutímum frá bráðri lífshættu. „Þeir skoðuðu Ás- dísi aftur í morgun [gærmorgun] og það lítur allt út fyrir að þeir hafi komið í veg fyrir frekari blæðingar. Hún þarf samt að liggja hérna í fjóra til fimm daga í viðbót áður en hún má fara heim og svo tekur við nokk- urra mánaða hvíld.“ Bjartsýn engu að síður Spurður út í aðbúnaðinn á sjúkrahúsinu segir Garðar að vel sé séð um Ásdísi og skurðlæknarnir séu greinilega mjög færir á sínu sviði þrátt fyrir spítalinn sjálfur sé nokkru lakari en Landspítalinn. Garðar sem nýverið sagði skilið við Norrköping í Svíþjóð og gekk til liðs við CSKA Sofia, átti að leika sinn fyrsta leik á sunnudaginn gegn nágrannaliðinu PFC Slavia Sofia. „Það kom að sjálfsögðu ekki til greina að ég spilaði og það skildu náttúrlega allir í liðinu. Fjölskyldan hefur alltaf forgang.“ Engu að síður eru þau bæði bjartsýn á góðan bata, sem og dvölina í Búlgaríu. „Lækn- arnir eru bjartsýnir á fullan bata og Búlgarar eru mjög hjálpsamir þann- ig að það ætti allt að ganga vel. Það fer líka mjög vel um okkur hérna úti. Við erum komin með íbúð og bíl og ég er byrjaður að rata á æfingar og aftur heim.“ hoskuldur@mbl.is Greindist með æxli í kviði Morgunblaðið/Eggert Á góðri stundu Ásdís Rán og Garðar Gunnlaugs ásamt vinum sínum Önnu Lind Björnsdóttur (t.v) og Pattra Sriyanonge (t.h.). Ásdís Rán hætt komin í Búlgaríu vegna innvortis blæðinga  Sveitabrúð- kaup, kvikmynd Valdísar Ósk- arsdóttur, tekur þátt í kvik- myndahátíðinni í London (London Film Festival) sem hefst hinn 15. október næstkomandi. Myndin mun keppa um svokölluð Sutherland- verðlaun sem ku vera veitt fyrir fyrstu eða aðra mynd leikstjóra. Hin fransk/íranska teiknimynd Persepolis hlaut verðlaunin í fyrra. Eins og fram hefur komið var Sveitabrúðkaup sýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrir stuttu og vakti mikla athygli en samkvæmt vefsíðunni logs.is hefur sýningarréttur að myndinni verið seldur til Frakklands, Ástralíu, Kanada, Ísraels, Sviss og Mexíkó. Í Ástralíu verður myndin frumsýnd í um 40 kvikmyndasölum. Sveitabrúðkaup á fleygiferð um heiminn  Bræðrabylta Gríms Há- konarson vann fyrir skömmu að- alverðlaunin á Aye Aye Film Festival í Nancy í Frakklandi. Þetta munu vera sextándu verð- laun stuttmyndarinnar. 16 verðlaun í húsi  Nú styttist í að smáskífan „Dull Flame of Desire“, þar sem Björk syngur dúett með Ant- ony Hegarty, komi út en áætlaður útgáfudagur er 22. september. Myndbandið við lagið er þegar komið á netið og var unnið með þeim hætti að Björk valdi þrjá leikstjóra úr hópi hundraða sem sendu inn til- lögur. Björk og Antony sungu svo lagið fyrir framan grænskjá og svo var það leikstjóranna þriggja að setja saman eitt myndband hver. Þeim myndböndum var svo að lokum steypt í eitt loka- myndband. Einfaldlega flókið, eða hvað? Þrefalt myndband Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is N ý íslensk sjónvarpsþáttaröð, Svartir englar, hefur göngu sína í Ríkis- sjónvarpinu á sunnudaginn kemur og er hún byggð á bókum eftir Ævar Örn Jósepsson. Eins og oft tíðkast í spennusögum sem þessum er fylgst með lögreglumönnum í lífi og starfi en þættirnir ger- ast í Reykjavík. Sigurjón Kjartansson samdi handrit upp úr tveimur bókum Ævars Arnar, með Margréti Örnólfsdóttur, og hann er einnig einn framleið- anda þáttanna, ásamt leikstjóranum Óskari Jón- assyni og Sagafilm. Þættirnir eru sex, fyrri þrír byggjast á bókinni Skítadjobb en hinir þrír á Svörtum englum. „Ákveðin framhaldsmál lögreglumannanna fjögurra, Stefáns, Katrínar, Guðna og Árna, ferðast milli þessarra tveggja skáldsagna,“ segir hann.„Þau glíma ekki bara við sakamál – þetta eru bæði opinber mál og einkamál.“ Sögur Ævars Arnar eru talsvert dimmar og Sigurjón segist telja að ágætlega hafi gengið að halda þeim anda við þáttagerðina. „Áður er lagt var upp í tökur var farið í djúpa umræðu um útlit seríunnar. Við vinnum þættina svipað og þáttaröðina Pressu, sem var líka verk okkar Óskars. Ég hafði yfirumsjón með handrit- inu og við Óskar unnum mjög náið saman. Við ræðum útlínur og plott og sitjum yfir handritinu. Eftir tökur liggjum við síðan yfir klippunum. Það má líkja þessu við nefndarvinnu en það er mikilvægt að það sé samræða um verk- ið, allt ferlið. Og þannig hef ég alltaf unnið, alveg frá því ég var í Fóstbræðrum.“ Sjónvarp hentar betur en bíó Þegar Sigurjón er spurður út í spennusagna- æðið á Íslandi síðustu misserin segir hann Arnald Indriðason vera kveikjuna að því, honum hafi tekist að gera þetta á sannfærandi hátt. „Það liggur beint við að gera bíómyndir og sjónvarpsþætti úr þessu efni, og sjálfum finnst mér spennusagnaelementið eiga betur heima í sjónvarpi en bíó,“ segir Sigurjón. „Með því að gera seríu upp úr sögu, er hægt að fara betur inn í persónulegu málin og kynnast karakterum á allt annan hátt en í 90 mínútna bíómynd. Galdurinn liggur svolítið í því að hætta ekki fyrr en karakt- erarnir eru orðnir þrívíðir. Í þáttum af þessu tagi hangir sagan svo mikið á karakterum. Það er ekki farandi af stað með söguþráðinn fyrr en þú ert kominn með heim að kanna og sannfærandi karaktera í heiminum.“ Þegar bent er á að stundum hafi verið sagt að íslenskur veruleiki henti ekki fyrir saka- málasögur, hnussar í Sigurjóni. „Það er bara rugl,“ segir hann. „Hinn sænski veruleiki í Ystad, sem er 15.000 manna bær, hentar aldeilis vel fyrir Kurt Wallander. Alls staðar er hægt að koma glæpum fyrir. Við erum að uppgötva að það er hægt að búa til drama á Íslandi. Við erum alveg eins og fólk í Bandaríkjunum, Bretlandi eða Danmörku, þetta er bara spurning um að vinna þættina á sannfærandi hátt – sem ég vona að okkur hafi tekist að gera í Svörtum engl- um.“ Glæpadrama á Íslandi Sigurjón Kjartansson, annar handritshöfundur sjónvarpsþáttaraðarinnar Svartra engla, segir að alls staðar sé hægt að koma glæpum fyrir Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Á glæpavettvangi Óskar Jónasson, leikstjóri Svartra engla, segir lögreglumönnum til á tökustað. SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR Svartir englar eru byggðir á bókunum Skítadjobb og Svartir englar eftir Ævar Örn Jósepsson. Sagan gerist í Reykjavík og eru aðalpersón- urnar fjórir lögreglumenn sem eru sammála um að á Ísland sé allt að fara til fjandans. Heyja þeir örvæntingarfulla baráttu við glæpamenn, við erfiðar aðstæður, og blandast einkamál í söguna. Leikstjóri er Óskar Jónasson og meðal leik- enda eru Sigurður Skúlason, Sólveig Arnars- dóttir, Steinn Ármann Magnússon, Davíð Guð- brandsson, Helgi Björnsson og Magnús Jónsson. Handritshöfundar eru Sigurjón Kjartansson og Margrét Örnólfsdóttir. Sagafilm framleiðir. Glímt við glæpi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.