Morgunblaðið - 16.09.2008, Side 40

Morgunblaðið - 16.09.2008, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI Saga George Lucas heldur áfram SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI -TOMMI - KVIKMYNDIR.ISSÝND Í KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið SÝND Í ÁLFABAKKA Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af!SÝND Í ÁLFABAKKA JOURNEY TO THE CENTER OF THE... kl. 5:50 3D - 8 3D - 10:10 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL DEATH RACE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára DARK KNIGHT kl. 8:30 B.i. 16 ára DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 B.i. 16 ára LÚXUS VIP SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE MUMMY 3 kl. 6 B.i. 12 ára STAR WARS: C. W. kl. 5:50 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ JOURNEY TO THE CENTER OF THE EARTH kl. 63D - 8:103D - 10:203D LEYFÐ 3D - DIGITAL SMART PEOPLE kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára GET SMART kl. 5:50 - 8 LEYFÐ - H.G.G., POPPLAND -GUARDIAN “HUGGULEGT GAMANDRAMA Í ANDA JUNO OG SIDEWAYS” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS EIN FLOTTASTA ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER, ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH Frábær gamanmynd frá framleiðendum Sideways. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VIÐ munum vekja snærisþjófinn til lífsins,“ segir Bjarni Jónsson leik- skáld, en hann er með leikverk um Jón Hreggviðsson í smíðum. Fyr- irhugað er að setja það upp með atvinnufólki á Akranesi eftir tvö ár. Jón Hreggviðsson frá Rein við Akranes, dæmdur „snærisþjófur“, er sögupersóna Íslandsklukkunnar, hinnar dáðu skáldsögu Halldórs Laxness. „Akranesstofa hefur haft áhuga á að gera eitthvað um einn frægasta Skagamanninn, Jón Hreggviðsson. Þess var farið á leit við mig hvort ég hefði áhuga á að vinna eitthvað upp úr þessu efni. Það er ekki mik- ið til um Jón en samt er búið að skrifa um hann heila bók, nokkuð þekkta,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að sér þykir verk- efnið mjög spennandi og hlakkar til að þróa það áfram. „Það er horft til ársins 2010 og sýningin verður sett upp á Akra- nesi, væntanlega skipuð stafna á milli með atvinnufólki.“ Bjarni er þessa dagana að taka lokahnykkinn á leikverkinu Falið fylgi. Byrjað verður að æfa það hjá Leikfélagi Akureyrar í nóvember og er frumsýning fyrirhuguð í jan- úar. Hann er einnig að vinna hljóð- verk með hljómsveitinni múm upp úr skáldsögunni Augu þín sáu mig eftir Sjón. Segir hann það jafnvel hugsað fyrir jóladagskrá rík- isútvarpsins. „Það er mjög spennandi verk- efni,“ segir Bjarni. „Við múm-liðar höfum áður unnið saman, að verki upp úr Svefnhjóli Gyrðis Elíasson- ar. Þau vildu nú taka fyrir verk eftir Sjón. Múm er núna að taka upp plötu en þegar því lýkur fara þau að semja tónlist fyrir þetta.“ Vekur snærisþjófinn til lífsins  Bjarni Jónsson undirbýr leikverk um Jón Hreggviðsson fyrir Akranesbæ  Vinnur ásamt hljómsveitinni múm að útvarpsverki upp úr skáldsögu Sjóns Í HNOTSKURN » Bjarni Jónsson leikskáldvar tilnefndur í ár til Nor- rænu leiklistarverðlaunanna fyrir leikritið Óhapp! » Bjarni hefur verið mik-ilvirkur í íslensku leik- listalífi síðustu árin, hefur samið og þýtt fjölda leikrita. Einnig hefur hann þýtt skáld- sögur. » Bjarni vinnur nú að út-varpsleikgerð skáldsög- unnar Augu þín sáu mig, eftir Sjón. Hann hefur unnið fleiri leikgerðir fyrir útvarp, til að mynda Hinn íslenska aðal, upp úr skáldævisögu Þór- bergs Þórðarsonar, og Dáið er alt án drauma, upp úr Barni náttúrunnar eftir Hall- dór Laxness. Morgunblaðið/RAX Leikskáldið „Það er ekki mikið til um Jón en samt er búið að skrifa um hann heila bók, nokkuð þekkta,“ segir Bjarni Jónsson. Timothy Norris Lúsiðinn Leikskáldið Bjarni Jónsson er upptekinn maður ef marka má öll verkefnin sem hann vinnur að um þessar mundir. EFTIR hafsjó meira og minna heila- skaddaðra hasarmynda kemur mein- fyndin, vel leikin og óvenju skyn- samlega skrifuð gamanmynd um brotalamir í menntamannafjölskyldu í Pittsburgh. Heimilisfaðirinn og ekkillinn Lawrence Wetherhold (Quaid), er prófessor í bókmennta- fræði við Carnegie Mellon háskólann í borginni. Hann er sérvitur, sjálf- hverfur, og fullur af hroka telur hann sig hafa andlega yfirburði yfir fjöl- skyldumeðlimi, nemendur og sam- kennara. Vanessa dóttir hans (Page), eldklár, háðsk og ömurlega neikvæð, hefur tekið sjálfbirgingshátt föður síns sér til fyrirmyndar og hafa allir þessir eiginleikar einangrað þessa annars heillandi stúlku frá öðrum mannverum. Sonurinn James (Holm- es) er upprennandi skáld sem er flú- inn á heimavistina. Einn er ótalinn, sem er Chuck (Church), svarti sauðurinn í Wether- hold-fjölskyldunni, kærulaus, latur og illa menntaður, enda tökubarn. Honum er hleypt inn á heimilið þeg- ar Lawrence slasasast í mynd- arbyrjun og þarf á bílstjóra að halda. Óhappið á eftir að draga dilk á eftir sér því Janet Hartigan (Parker), læknirinn sem annast hann, er gam- all nemandi Lawrence og var reynd- ar hrifin af kennaranum á náms- árunum. Vandræði Wetherhold-fjölskyld- unnar virðast illviðráðanleg þar sem heimilisfaðirinn er óþægastur ljár í þúfu og Vanessa er á góðri leið með að verða gjörsamlega óþolandi fyr- irbrigði. Þau hafa fengið rausnarlega tölu á gáfnavísitöluskalanum í vöggu- gjöf en láta skynsemina lönd og leið. Samband Lawrence og Janet gengur ærið brösuglega, eins og flest önnur í Smart People. En jafnvel forstokk- aðir hrokagikkir sem alltaf vita bet- ur, geta náð áttum og Lawrence skilst að lokum að hann er ekki einn í heiminum (í orðsins fyllstu merk- ingu). Qaid leikur þetta leiðindatól af ósvikinni innlifun. Prófessorinn er og verður frekar óaðlaðandi, en á sér von, ekki síst með hjálp Janet, sem Parker leikur af einurð og þokka. Page vinnur leiksigur í hverri mynd auk þess sem hún hefur einstaklega hrífandi persónuleika sem hefur dá- leiðandi áhrif á áhorfandann, hún er Audrey Hepburn okkar tíma. Hvílík unun að fylgjast með henni og þeim óborganlega senuþjóf, Church. Hollywood verður að taka sér tak og sjá til þess að hann hafi nóg fyrir stafni í framtíðinni. Hann getur leik- ið hvort sem er gamanhlutverk eða dramatísk og hann gefur Smart People nauðsynlega aukavigt og mennsku í hlutverki fjölskyldusauðs- ins sem er eina eðlilega persónan í myndinni. Handritið er skrifað af skopskyni, skynsemi og þekkingu á lífi menntamanna, af Mark Jude Poirier. Hann kann greinilega jafn vel við sig í vitrænum átökum kenn- arastofunnar og að lýsa „óvæntri“ eðlisgreind þeirra sem álitnir eru skör lægri þegar kemur að auðlegð andans. Myndinni stjórnar Norman nokkur Murro og verður forvitnilegt að fylgjast með hvort hann nýtur byrjendaheppni að þessu sinni eða er kominn til að skipa sér í hóp for- vitnilegri og frumlegri kvikmynda- gerðarmanna. Vandamál Wether- hold-fjölskyldunnar Quaid, Page og Parker „Page vinnur leiksigur í hverri mynd auk þess sem hún hefur einstaklega hrífandi persónuleika sem hefur dáleiðandi áhrif á áhorfandann, hún er Audrey Hepburn okkar tíma.“ Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Sambíóin Kringlunni / Gagnrýnandinn Leikstjóri: Noam Murro. Aðalleikarar: Dennis Quaid, Sarah Jessica Parker, Thomas Haden Church, Ellen Page, Asht- on Holmes. 95 mín. Bandaríkin 2008. Smart People bbbmn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.