Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 43
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til Búda-
pest 23. október. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og haust-
ið er einstakur tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heims-
ferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi
menningu. Fjölbreytt gisting í boði. Búdapest býður einstakt
mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja
auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Tryggðu þér sæti!
Þetta eru síðustu lausu sætin til Búdapest í haust!
Verð kr. 34.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með
sköttum.
Verð kr. 59.990
- helgarferð
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur
á Hotel Mercure Duna *** með morgun-
mat. Sértilboð 23. okt.
Helgarferð á einstökum tíma!
Búdapest
23. október
frá kr. 34.990
- kemur þér við
Sérblað um hús
fylgir blaðinu í dag
!!
" #
$
%
"
& # ''
()
'" *+
,
- )
()
,
-
' .
'
%"/
$
0" " 1% '
)
2
3 ,
(
" 0
'
1
' 4!
)
'%'
54 '663
!"#$%##
"&'(%#")*%+ , -.// "&
' %#"01/2&#$%03%
Jafnréttiskærur eru
tilgangslausar
Enga blaðakassa segir
bæjarstjórn Árborgar
Ríkislögreglustjóri
boðar miðstýringu
Búa til listaverk úr
gömlum prófum í MA
Ragnhildur Steinunn
býður Gott kvöld á
RÚV í vetur
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
KARKARI er önnur plata hljóm-
sveitarinnar Mammút. Sú fyrri,
sem kom út árið 2006, var sam-
nefnd sveitinni og firnasterkt byrj-
unarverk, og líkt og Karkari öll
sungin á íslensku. Ýmislegt hefur
gengið á hjá
þessari ungu
hljómsveit sem
meðal annars
hefur fengið nýj-
an bassaleikara
til liðs við sig og
barist fyrir sjálfstæði sínu til að
gera hlutina á sinn hátt og sem
betur fer haft sigur úr býtum og
náð að þróast og þroskast á sínum
eigin forsendum. Sveitin hefur
tekið miklum framförum og má
það glögglega greina á Karkari.
Mammút sýnir gríðarlegt öryggi í
spilamennsku sinni og lagasmíð-
um, meðlimir nálgast efnið af
dirfsku og hugmyndaauðgi en tón-
listin er líkt og áður ekta nýbylgja
með séríslensku kryddi.
Það er gaman frá því að segja
að Karkari er jákvæð, kraftmikil
og skemmtileg plata. Hér er ekki
verið að teygja lopann, ekkert
uppfyllingarefni, ekkert kjaftæði.
Þetta eru ellefu lög, ekki of löng
og ekki of stutt, og útkoman er
rúmlega þrjátíu mínútur af eð-
alrokki. „Endir“ er upphaf skíf-
unnar og sjaldan eða aldrei hefur
endir verið jafngóð byrjun. Bassa-
leikur Vilborgar Ásu grípur mann
strax og melódían hrífur um leið.
The Cure, Strokes og David Bowie
(á Let’s Dance) koma upp í hug-
ann þó að Bowie-samlíkingin eigi
sér ekki frekari samsvörun en í
bassalínunni í byrjun. Helsti
styrkleiki Mammút liggur einmitt
í góðum og grípandi lagasmíðum
en lykillinn að sérstöðu sveit-
arinnar er þó söngkonan Katrína
Mogensen sem er einnig aðal-
textasmiður Mammút. Það þarf
engan snilling til að heyra ákveð-
inn samhljóm við Björk á sínum
yngri árum í söngstíl Katrínu. Það
er hins vegar ekkert athugarvert
við það og í raun unaðslegt þegar
svo ber undir því Katrína er
óhrædd við að vera hún sjálf og þó
að skrækir og gól tengi hana við
drottningu íslenskrar popp-
tónlistar þá er það bara töff – hún
kemst einfaldlega upp með það.
En það er meira en raddbeiting
sem fær mig til að leggja fram
þennan samanburð því textarnir
minna einnig á hina sætu Mola
sem Björk fór fyrir. Absúrd og
skemmtilega súrrealískir textar,
fullir af merkingu og myndmáli
eru aðalsmerki Katrínu. Ástin og
umhyggjan fyrir vinum og elsk-
hugum, hvort heldur sem er þegar
allt er í blóma eða í tómum hræri-
graut, birtist á táknrænan hátt í
textum Katrínu og ég leyfi mér að
efast um að margir standist henni
snúning þegar kemur að því að
lýsa tilfinningum af jafnmikilli
ákefð og á jafn skrítinn hátt í ís-
lenskri rokktónlist dagsins í dag.
Platan er heilsteypt en lögin
sem mér finnst standa upp úr eru
hið Lush-skotna „Drekasöngvar“
(Drekasöngur samkvæmt góðri
textabók), titillag skífunnar, hið
erótíska „Í leyni“ og lagið sem á
sér engan jafnoka og er tvímæla-
laust eitt það besta sem heyrst
hefur í ár, hið stórkostlega lag
„Svefnsýkt“. Hljómur plötunnar er
stórfínn, töff, og því má hrósa Ax-
el Árnasyni sérstaklega fyrir list-
rænan metnað við alla hljóð-
hönnun Karkari.
Í fáum orðum sagt þá er Kark-
ari frábær rokkplata, ekki langt
frá því að vera fullkomin, og hún
inniheldur besta rokklag ársins –
ekki amalegt það.
Risastór Mammút
TÓNLIST
Geisladiskur
Mammút – Karkaribbbbn
Jóhann Ágúst Jóhannsson
ÞEGAR útsendarar tímaritsins
People spurðu leikkonuna Felicity
Huffman að því hvort samstarfs-
kona hennar í þáttunum Desparate
Housewives ætti von á barni var
svarið skýrt og skorinort: „Hún er
bara feit, það er svo einfalt!“ Þrá-
látur orðrómur hefur verið um að
Longoria sé ólétt undanfarnar vik-
ur eftir að hún náðist á mynd á
ströndinni þar sem greinilegt var
að hún var aðeins meiri um sig en
venjulega.
Longoria segir að hún hafi bætt á
sig nokkrum kílóum til þess að
leika hina aðþrengdu Gabby í þátt-
unum. Til viðbótar við hina nátt-
úrlegu bólstrun mun hún klæðast
búningi sem gerir hana enn þykk-
ari eftir því sem persóna hennar
fitnar.
Í víðum kjól Longoria á tískusýn-
ingu í New York í síðustu viku.
Ekki ólétt,
bara feit