Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sævar var skóla- bróðir pabba og hélst þeirra vinskapur öll þau ár sem við bjugg- um erlendis og til dagsins í dag. Sigrún og Sævar voru vinir, en hann var líka fjölskyldulæknir okk- ar. Alltaf var leitað til Sævars ef eitthvað var að, engum var treyst betur en honum hvað lækningu varðaði. Eftir að Sævar hætti að vinna var iðulega hægt að finna hann í hesthúsinu um kl. 14 hjá hestunum sínum. Ef maður vildi fá reiðfélaga, þá var bara að mæta þangað á þessum tíma og skella sér á bak. Ef börnin okkar, tæplega 8 ára, voru veik, þá var læknistími líka uppi í hesthúsi um kl. 14. Bara hringja fyrst um morguninn. Ekki þýddi að vera með samviskubit yfir að hringja í hann, börnin voru „börn“ Sævars og hann hugsaði um sín börn. Börnin kölluðu hann allt- af afa Sæva, eini læknirinn sem mátti skoða að vild, enda náði hann einstaklega vel til þeirra. Betri vin getur engin fjölskylda átt og hans verður sárt saknað. Við hjónin vottum Sigrúnu, Dóru Soffíu og Lindu Sif okkar dýpstu samúð. Halldóra og Víkingur. Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá. (Matt. 5.8) Elsku Sævar minn. Það er sárt að horfa á eftir þér. En nú ertu kominn til Fjarskanistan. Fyrsti læknirinn sem tók á móti þér var að sjálfsögðu Tóti okkar. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér í barnæsku. Þá var ég mikið veik á Landakoti. Þú komst þá ungur og ferskur til vinnu á barna- deildina og með einu augnatilliti bjargaðir þú lífi mínu. Þann dag mynduðust sterk tengsl milli mín og þín, þú varst spítala-pabbi minn, án þín hefði ég ekki orðið eldri en fjögurra ára. Á Landakoti í gamla daga var gott að vera, mér leið allt- af vel þrátt fyrir mikil veikindi, ég hlýddi þér líka í einu og öllu og hjá þér var ég alltaf örugg. Þú varst í sérstöku uppáhaldi hjá mér enda hélt ég að þú værir pabbi minn. Þú sagðir mér hvað þú værir heppinn að eiga eina Lindu heima og aðra á spítalanum. Þegar mér var illt og grét þegar þú varst að fara heim tóku nunnurnar við, þær hugguðu okkur með bænum sínum. En svo kom nýr dagur og þú komst eins og sólin til okkar langveiku barnanna. Þú kenndir mér snemma að tak- ast á við dauðann, og að hjólastóll- inn klæddi mig svo illa, hann væri bara hjálpartæki í stuttan tíma. Ég var ákveðin í að verða læknir eins og þú. Skemmtilegur, öruggur og ákveðinn. Ég kom til að sýna þér afastrákinn sem er nú að læra að verða læknir eins og þú. Ég elskaði það þegar þú tókst utan um mig þegar þú varst búinn að skoða hann, kysstir mig og sagðir: „Þú ert náttúrlega ein elskan, þú ert líka svo ófríð.“ Þú varst alltaf svo stríðinn. Ég kom aftur til að monta mig en nú af stelpunni. Stelpan var lögð inn strax með sprungna hljóð- himnu báðum megin. Þú sagðir: „Linda mín, þú ert heppin ef hún verður farin að tala um fermingu.“ Aftur bjargaðir þú og nú heyrninni hennar. Það var þér að þakka að hún er ekki heyrnarlaus í dag. Tóti sonur þinn reyndist mér góður vin- ur. Það var mikil sorg þegar hann dó. Þegar ég kom svo með blóm til þín og fjölskyldu þinnar vegna and- láts hans sagðir þú mér að ganga inn bakdyramegin því þar gengi Sævar Halldórsson ✝ Þorlákur SævarHalldórsson barnalæknir fædd- ist í Reykjavík 25. júní 1934. Hann lést föstudaginn 19. september síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Langholts- kirkju 2. október. fjölskyldan inn. Næsta skipti sem ég hitti þig, elsku Sævar minn, var á Lansan- um, við vorum bæði að koma frá læknum. Ég fékk að faðma þig og kyssa í hinsta sinn. Ég kom aftur heim til þín með blóm, til að hvetja þig til að lifa. Ég hringdi til að vita hvort vel stæði á, Sigrún þín svaraði. Hún sagði að þið yrðuð heima. Loksins hitti ég hana Sigrúnu þína. Hún sagði að þetta væri dauða- stríðið þitt, ég bað fyrir kveðju til þín. Hver er sinni meyju háður, mikil var ástin í augum hennar, ég var fegin. Ég vil senda Sigrúnu, Dóru Soffíu, Lindu Sif og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég vil enda þetta á ljóði eftir föð- urafa minn: Æðsta boðorð allra er trúa, er eilíft líf og þakkargjörð. Sér sjálfum gleyma að öðrum hlúa, er leiðin sanna hér á jörð. Þakklát sál vill veita og gefa, velur veg um trúarstig. Þeim hjálpar guð þarf ekki að efa, ef man hann aðra en sjálfa sig. (Gunnar Skagfjörð Sæmundsson) Linda Williams. Meira: mbl.is/minningar Elsku Sævar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þú varst mikil blessun í lífi okk- ar, elsku Sævar. Þakka þér fyrir einstaka vináttu, allar yndislegu heimsóknirnar og skemmtilegu símtölin. Við munum aldrei gleyma þér og eigum eftir að segja strák- unum okkar frá þér þegar þeir verða eldri. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum algóðan Guð um að blessa minningu þína. Ástvinum Sævars vottum við okkar dýpstu samúð. Megi birta minninganna milda söknuð ykkar og sorg. Þínir vinir, Guðrún Þóra, Kjartan Haukur, Jón Eggert og Tómas Haukur. Einstakur maður er fallinn frá. Fyrir nær 30 árum kynntist ég Sævari Halldórssyni er hann varð læknirinn hans Dedda, fjölfatlaðs sonar míns. Deddi varð á fyrstu ár- um ævinnar mjög oft að leggjast inn á spítala og alltaf var Sævar reiðubúinn að aðstoða okkur, hvort sem var að nóttu eða degi og veitti mér ómetanlegan styrk. Nokkrum árum síðar urðum við nágrannar er við byggðum húsin okkar næstum hlið við hlið á Vest- urbrún. Vináttan óx og Sævar varð fjölskylduvinur, þau voru ófá skipt- in sem hann leit við hér hjá okkur. Ég eignaðist fleiri börn og að sjálf- sögðu var Sævar læknir þeirra sem og barna systra minna enda af- burða barnalæknir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Sævari fyrir alla þá ómetanlegu hjálp sem hann veitti mér og fjölskyldu minni, fyrir alla vináttuna, fyrir hans góðu nærveru og kímnigáfu. Við eigum alltaf eftir að minnast hans með mikilli hlýju í hjarta. Elsku Sigrún og dætur, við fjöl- skyldan vottum ykkur okkar inni- legustu samúð og vitum að góður guð mun blessa ykkur. Ég veit að minningin um góðan og einstakan mann mun lifa og veita ykkur styrk. Kristín Helga Waage. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Sævars læknis, eins og hann var ávallt kallaður okkar á milli. Við kynntumst honum fyrir 10 árum þegar Grétar sonur okkar varð fyrir bíl og slasaðist alvarlega. Sævar var læknir á barnadeild í Fossvogi og hafði með hans mál að gera. Þá kynntumst við því hve einstakur maður Sævar var og reyndist hann okkur sem læknir sérstaklega vel. Hann tók ávallt á öllum málum af festu og fag- mennsku. Umhyggja hans fyrir okkur var einstök og náði hún langt út fyrir hans vinnutíma og skyldur, hann var okkur innan handar jafnt á nóttu sem degi. Hann mætti t.d. jafnan á fundi í skólanum til að ráðleggja hvernig best væri að taka á málum Grétars á þeim tíma. Þrátt fyrir að Sævar væri hætt- ur störfum sökum aldurs vorum við alltaf í sambandi og fylgdist hann vel með hvernig gengi og hélt áfram að gefa okkur góð ráð. Síð- ast töluðum við saman fyrir nokkr- um vikum. Sævar reyndist okkur frábærlega vel, bæði sem fagmaður og einnig var hann mikill stuðn- ingur við okkur sem fjölskyldu. Öll faðmlögin og hlý orð á erfiðum stundum voru okkur ómetanleg. Um leið og við þökkum Sævari samfylgdina viljum við votta eig- inkonu hans, dætrum og fjölskyld- um þeirra okkar dýpstu samúð. Sigríður Sigurðardóttir, Grétar Óskarsson, Grétar Freyr Grétarsson. Fallinn er frá Sævar Halldórs- son, einn af höfðingjunum í lækna- stétt. Okkar kynni hófust fljótlega eftir fæðingu sonar míns árið 1984. Þegar ljóst var að hann þyrfti bæði mikla og langvarandi læknisþjón- ustu var Sævar kallaður til. Með því hófst vinátta sem hélst alla tíð. Vakinn og sofinn var hann tiltækur okkur feðgum. Alltaf tilbúinn og taldi aldrei eftir sér aukaviðvik. Næmur á blæbrigði og svo mikill mannvinur að hann tók nærri sér þegar illa áraði og gladdist með þegar vel gekk. Sævar fór sjálfur ekki varhluta af lífsins ólgusjó og því voru djúpar hugsanir honum eiginlegar. Við áttum oft spjall saman um stóru spurningarnar í lífinu. Um hlutverk sársaukans og innihald hamingj- unnar, tilgang og eðli lífsins. Á þessu öllu hafði Sævar skoðanir og deildi þeim gjarnan. Ekki voru til svör við öllum spurningunum, en einhvern veginn kom það ekki að sök því að stundum er leitin að svörunum svo miklu mikilvægari en svörin sjálf. Með slíkri leit þróast sérstök vinátta sem leiddi af sér samverustundir sem náðu út fyrir öll læknisverk. Hann var virtur og dáður af bæði fullorðnum og börnum. Alltaf tími fyrir aukaspjall og alltaf tími til að láta sér koma við. Ekki að- eins læknisfræðilega heldur heild- rænt manneskjulega. Hann hafði stundum á orði að margt af þeim læknisverkum sem að syni mínu sneru væru ekki bein læknisfræði heldur meira í áttina að list. Á þann hátt var hann líka listamaður. Hann náði að sameina læknisfræð- ina heimspeki, lífsýn og mennsku á þann hátt að á erfiðustu augnablik- um var alltaf gott að hafa hann sér við hlið. Eftir að Sævar hætti formlega starfi á barnadeildinni passaði hann upp á „sitt fólk“ og lét í hend- ur þeirra kollega sem hann treysti best í hverju tilfelli. Eftir það hitt- umst við sjaldnar en áður. En sam- bandið hélt samt og faðmlagið var þétt þegar við hittumst. Við mætt- um í jarðarfarir sonanna sem við misstum. Það voru þung skref. Þó að orðin væru ekki mörg var margt sem við skildum vel hvor hjá öðr- um. Það var greypt í lífssöguna og vitund beggja. Ég kveð með virðingu og sökn- uði en mest með væntumþykju góðan vin sem markaði spor í líf mitt. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Andrés Ragnarsson. Þegar hún tengda- móðir mín hefur kvatt þetta jarðneska líf fyllist hugur minn tómleika en þó þakklæti fyrir að hafa átt samleið með henni öll þessi ár. Þegar við hittumst fyrst tók hún afar vel á móti mér en ég var þó strax var- kár gagnvart þessari glæsilegu og góðu konu. Varkárni mín var fyrst og fremst af völdum bókanna eftir Guðrúnu frá Lundi sem ég hafði les- ið um stjórnsemi tengdamæðra á heimilum sona sinna og tengda- dætra. Hún Sigga tengdó átti nefni- lega aðeins einn son sem er eigin- maður minn. Hún vildi leiðbeina þessari einu tengdadóttur sinni en ég spyrnti við fótum og fyrstu árin gerði ég allt öðruvísi en hún lagði til. Árin liðu og smátt og smátt fór ég að laðast meira að þessari duglegu konu og það er margt sem henni tókst að kenna mér. Hún fann fljót- lega áhuga minn á prjónaskap og þar áttum við sameiginlegt áhugamál. Ég reyndi oft að baka flatbrauð og rúgbrauð eins og hún með misjöfn- um árangri því að uppskrift sá ég hana aldrei nota. Að lokum tókst mér að búa til sæmilega eftirlíkingu af þessum ómissandi brauðum á jól- um og öðrum hátíðum. Þó að henni félli aldrei verki úr hendi man ég aldrei eftir að hafa séð hana vaska upp enda kenndi hún börnum sínum það um leið og þau gátu og þó að dæturnar væru átta að Sigríður Helga Stefánsdóttir ✝ Sigríður HelgaStefánsdóttir fæddist á Sjöunda- stöðum í Flókadal í Skagafirði 25. ágúst 1917. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 10. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 24. sept- ember. tölu sleppti hún ekki einkasyninum við upp- vaskið eða önnur hús- verk. Þetta hefur kom- ið mér til góða eins og svo margt. Gaman var að taka slátur með Siggu tengdó og þó að ég þykist fljót að sauma vambir hafði ég aldrei roð við henni. Allar fallegu norsku peysurnar sem hún prjónaði og gaf okkur og börnum okkar eru ógleymanlegar. Hún þurfti alltaf að vera að gefa, ekki bara á jólum eða afmælum heldur einnig ef við buðum þeim hjónum í mat þá gat hún aldrei komið tóm- hent. Ég gleymi ekki hlýju hennar þeg- ar við urðum fyrir sorginni stóru þegar Steini okkar dó. Þá var besti staðurinn að liggja með höfuðið í kjöltu hennar og gráta. Hún strauk mér um kollinn eins og litlu barni, hún þekkti sorgina og skildi mig svo vel. Í mörg ár hafa þau Sigga og Árni borðað hjá okkur á jóladagskvöld. Eftir matinn höfum við Sigga alltaf fengið kaffi og koníak og setið tvær í stofunni og spjallað saman um allt mögulegt. Ég er hrædd um að mér muni finnast einmanalegt að sitja ein að þessum veitingum en ég trúi að hún verði hjá mér í anda og þá skál- um við eins og við vorum vanar. Síðustu mánuðir voru Siggu erf- iðir, heilsan var á þrotum, hún gat ekki einu sinni tekið lykkjuna og þá fannst mér hún tilbúin til brottfarar. Ég þakka tengdamömmu fyrir samfylgdina og vona að þegar við hittumst á ný getum við skroppið á félagsvist eða annað sem okkur þótti báðum gaman að. Ég veit að hennar bíða vinir í varpa í himnaríki. Þín einkatengdadóttir Anna R Jónatansdóttir (Ranna). Ástkæra amma okk- ar, Magga. Í dag kveðjum við þig með söknuði í hjörtum okkar eft- ir þín langvarandi veikindi sem þú barðist svo hetjulega við. Margs er að minnast frá æskuárum okkar með ykkur afa Bjössa og strákunum; ferðirnar í Vaglaskóg í hjólhýsið, veiðiferðirnar allar sem við fengum að fara með í, víðs vegar um landið – og byrjaði veiðidella Björns og hefur haldist síðan þá, ætli hann hafi bara ekki smitast af nafna sínum, afa. Amma, þú fylgdir ávallt með sem kokkur. Elsku amma, takk kærlega fyrir allar afmælisveislurnar sem haldnar voru í hjólhýsinu í Vaglaskógi. Ávallt var glatt á hjalla í Skarðs- hlíðinni um jól og hátíðar, alltaf gekk maður að brúnkökunni þinni góðu Margrét Sigurðardóttir ✝ Margrét Sigurð-ardóttir fæddist í Sandgerði í Gler- árþorpi í Glæsibæj- arhreppi 18. nóv- ember 1926. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 24. ágúst síðastliðinn og fór útför henar fram frá Glerárkirkju í 10. september. sem þú áttir alltaf til inni í ísskáp sem borin var fram með ískaldri mjólk. Amma okkar var gestrisin kona og dýrindiskokkur, alltaf var gott að koma til þín, elsku amma. Stórt skarð mynd- aðist eftir fráfall afa og Jónasar er þeir feðgar létust með aðeins 10 mánaða millibili. Nú hefur þú sofnað svefninum langa og hefur nú hitt afa og Jónas og alla ástvini þína sem einnig hafa kvatt þessa jarðvist okkar, við treystum því að þeir hafi tekið vel á móti þér, elsku amma. Við systkinin og börn okkar kveðj- um þig hinstu kveðju, þangað til við sameinumst á ný. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Bless, elsku amma, og góða nótt. Arna Rún, Björn Þór og börn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.