Morgunblaðið - 06.10.2008, Page 31

Morgunblaðið - 06.10.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 31 MENNING GANGVERKIÐ sem sýnt er þessa dagana í Borgarleikhúsinu er hvorki hefðbundið né óhefbundið leikrit heldur atriði unnið af leikurunum sjálfum upp úr spuna með aðferð sem heitir „devised drama“ en sú að- ferð býður upp á mun frjálsara sam- band á milli leikaranna, leikstjórans og verksins en venjulega. Til að strika undir tilraunar-formið segir Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri að ekki hafi verið reynt að búa til „línu- lega frásögn“ heldur að „miðla ein- hverju ástandi eða andrúmslofti“ og sem slíkt gengur þetta upp full- komlega. Það þarf enginn að brjóta heilann um dýpri meiningu verksins – eða hvað? En ekki er allt sem sýnist. Þetta er alls ekki einfalt verk. Atriðin sjálf og samsetning þeirra er langt frá því að vera tilviljunarkennt. Hugmyndin „leikhús sem vél“ sem verkið er að hluta til byggt á er endurspeglað hvarvetna í leikmyndinni og text- anum og oft á mjög frumlegan hátt. Það sama má segja um „afhjúpun“, orð sem er tekið sérstaklega fyrir í einni skyssu en það að afhjúpa kem- ur fram víðar á þessari sýningu og í mismunandi og spennandi gerðum. Við sjáum til dæmis hljóðmann taka sýnilegan þátt og búa til hljóðeffekta á sviðinu, búningsklefa leikaranna opnast og endurtekningar á hreyf- ingum og orðum leikara í Fýsn (leik- riti sem sýnt er á sama tíma í öðrum sal Borgarleikhússins) sem við sjáum á skjá. Að auki eru leikararnir alltaf meðvitaðir um að leika. Af- hjúpun eða hugmyndin að afhjúpa bergmálar einnig í orðum Nób- elsskáldsins Elfriede Jelinek í leik- skránni (úr grein sem heitir „Ég vil vera yfirborðskennd“) þar sem hún segist ekki vilja sjá raunveruleikann í leikhúsi heldur leikverk. Leikarar eiga stundum að vera leikarar og við eigum stundum að geta séð baksviðs. Önnur leið sem hópurinn notar til að nálgast efnið er upptalning. Við fáum ræðu um fjölda ýmissa smá- hluta sem leikhúsið notar á hverjum degi, viku, o.s.frv. og hve oft leikarar koma á eða fara af sviði í farsa. En þessi hlið Gangverksins, þó að ágæt- lega útfærð, er svolítið einhæf. Ýms- ar endurtekningar eru sömuleiðis frekar daufar og fyrirsjáanlegar og bæta því litlu við. Snjöll hugmynd að herma eftir senu úr Fýsn en óþarfi að endurtaka leikinn fjórum sinnum. Það sama má segja um að skella hurðum í farsaatriðinu – tíu sinnum hefði dugað. Bestu atriðin voru þau sem lágu einhvers staðar á milli þess að vera fyndin og sorgleg – oftast í formi sögu, minningar úr bernsku (eða ímyndunafli) flytjandans sem endaði í lausu lofti. Leikararnir unnu vel saman en enn betur hver fyrir sig. Þeir voru – eða virkuðu – rólegir og yfirvegaðir í flestum atriðum. Tæknilega séð var einhver munur á þeim. Sumum tókst betur en öðrum að halda athygli okkar. Það er eng- inn veikur hlekkur hér. Nema kannski leikmyndin, eða réttara sagt skipulagning salarins. Ég er mikill aðdáandi Ilmar Stef- ánsdóttur sem ég tel vera einn af frumlegastu hönnuðum íslenska leikhúsins en hér er unnið í rými sem vinnur oft á móti leikatriðunum held- ur en með þeim. Í hringlöguðum sal Litla sviðsins er erfitt að fylgjast með leikatriðum. Í sumum tilfellum skiptir það litlu eða engu máli en í at- riðunum úr Fýsn er alls ekki ráðlegt til dæmis að sitja vinstra megin í salnum þar sem áhorfandinn sér nánast ekkert. Þeir sem sátu hægra megin sáu aðeins betur en bestu sætin eru greinilega beint fyrir framan innganginn. Sviðið í miðjunni er of hátt sem gerir það að verkum að flestir áhorfendur missa af því að sjá svipinn á leikendunum. Það hlýt- ur að vera hægt að laga þetta allt saman með einföldum hætti og án þess að skemma snilldarlokaatriðið sem ég mun ekki afhjúpa hér. Falin vél eða verk í fullum gangi Gangverkið Gengur næstum fullkomlega upp að mati gagnrýnanda. LEIKLIST Nemendaleikhúsið Leikarar: Bjartur Guðmundsson, Hannes Óli Ágústsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Vigdís Másdóttir, Walter Geir Grímsson og Þor- björg Helga Þorgilsdóttir. Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir. Leikmynd og bún- ingar: Ilmur Stefánsdóttir. Tónlist og hljóðmynd: G. Karel Másson. Lýsing: Arn- ar Ingvarsson. Gangverkið Martin S. Regal Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is PICASSO á Íslandi er yfirskrift sýningar sem opnuð var í gær, sunnudag, í Listasafni Árnesinga. Sýningarstjóri er Helgi Þorgils Friðjónsson og kannar hann áhrif Picassos í íslenskri myndlist á síð- ustu öld. Á sýningunni verður sýnt verk eftir Picasso, styttan Jacquel- ine með gulan borða, ásamt verkum eftir 26 íslenska listamenn, bæði málverk og skúlptúrar. „Ég tók þetta verkefni að mér sem listamaður en ekki fræðimaður og býst fyrir vikið við að ég hafi haft talsvert frjálsari hendur,“ segir Helgi Þorgils. „Ég ákvað til dæmis að velja ekki myndir sem eru óþægilega líkar verkum Picassos heldur reyna frekar að fanga and- rúmið sem Picasso og módernist- arnir í kringum hann sköpuðu á sín- um tíma.“ Helgi segir áhrif Picassos hafa verið sérstaklega mikil í íslenskri myndlist á árunum milli 1930 og 1950 en jafnframt hafi frumkvöðl- arnir verið „búnir að eiga við þessa umgjörð“. „Síðan ákvað ég að hafa nokkra yngri listamenn með en þeir eiga það flestir hverjir sammerkt að nota hugmyndina um Picasso frek- ar en að hafa beinlínis orðið fyrir áhrifum frá honum. Það er auðvelt að tala um Erró í því samhengi. Hann snýr kannski út úr eða snýr mynd eftir Picasso á haus o.s.frv.“ Enginn eftirbátur annarra Helgi segir áhrif Picassos á ís- lenska listamenn hvorki meiri né minni en hann átti von á. „Það lá fyrir að þessi áhrif eru mikil en þetta eru í mínum huga krossáhrif, þ.e. íslensk verk eru stundum líkari skandinavískum kúbisma en þeim franska sem Picasso og Braque að- hylltust. Það jákvæða við þetta er að mér finnst þessi áhrif jafngóð hér og í hvaða öðru landi sem er. Það hefur stundum verið sagt að við séum á eftir hér en í þessum efnum erum við enginn eftirbátur annarra þjóða.“ Af listamönnum sem eiga verk á sýningunni nefnir Helgi frumkvöðla á borð við Jón Stefánsson, Kjarval og Finn Jónsson. Þá eru þarna verk eftir menn af millikynslóð, s.s. Þor- vald Skúlason, Jóhannes Jóhann- esson og Kristján Davíðsson. Af yngri listamönnum nefnir Helgi Guðjón Ketilsson og Valgerði Guð- laugsdóttur, auk þess sem hann leggur til eina mynd sjálfur. Helgi segir það tísku í Evrópu um þessar mundir að fá listamenn til að stilla upp sýningum af þessu tagi og oft hafi þær fengið gott orð. Hann er því hvergi smeykur við við- tökur. Á móti kemur raunar að hon- um hefur alltaf verið alveg sama um gagnrýni. „Ég lít ekkert niður á hana en hef hins vegar aldrei látið hana trufla mig. Gildir þá einu hvort ég er að sýna sjálfur eða setja saman sýningu sem þessa.“ Sýningunni er einnig ætlað að heiðra Sigurjón Ólafsson sem á 100 ára fæðingarafmæli á þessu ári. Vert er að geta þess að nú í októ- ber tekur vetraropnunartími LÁ gildi, en þá verður opið frá fimmtu- degi til sunnudags frá kl. 12-18. Að- gangur er ókeypis. Andrúm meistarans Finnur Jónsson „Myndir Finns Jónssonar frá þessu tímabili sem hér sjást spegla á sjálfstæðan hátt hræringar tímans sem þær eru mál- aðar á. Það sem mér finnst áhuga- verðast og skemmtilegast er hvern- ig simbólísk og formfræðileg hugsun tengist saman í einni mynd, sem gerir það að verkum að það er eins og ögrandi ósamræmi sé þar undirliggjandi. Simbólismi ald- armótanna og nýja formhugsun Pi- casso og félaga,“ segir Helgi Þorgils um Pilt og stúlku. Picasso Helgi Þorgils Friðjónsson sýningarstjóri við verk meistarans, Jac- queline með gulan borða. Þorvaldur Skúlason „Þorvaldur Skúlason hefur á þessu tímabili á listferli sínum mikilvægt hlutverk sem mér finnst tengjast skandinavískum kú- bisma. Mér hefur alltaf fundist þetta verk, Stóðhestar, í flokki bestu mynda hans um leið og mér finnst það bera jákvæð áhrif frá t.d. Guernika og nautaatsmyndum Picassos. Myndbyggingin hefur svo skemmtilega teng- ingu við seinni tíma gárumyndir Þorvalds,“ segir Helgi Þorgils um verkið Stóðhestar. Sýningin Picasso á Íslandi opnuð í Listasafni Árnesinga Ásmundur Sveinsson „Þetta verk Ásmunds frá fyrri hluta listferils hans hefur mér verið hugstætt síð- an ég notaði það í eigin verk ein- hverntíma fyrir löngu. Verkið hefur skemmtilega þunglamalega form- ræna hugsun, sem er mjög í anda kúbismans. Það hefur líka ljóð- rænan blæ yfir sér sem undirstrik- ast svo í titlinum, sem lokar svo ramma sýningarinnar,“ segir Helgi Þorgils um Nótt í París.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.