Morgunblaðið - 06.10.2008, Side 40
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 280. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
ÞETTA HELST»
Enginn aðgerðapakki
Að loknum fundum ríkisstjórn-
arinnar með aðilum vinnumarkaðar-
ins og forsvarsmönnum viðskipta-
bankanna í ráðherrabústaðnum í
gær voru þingmenn Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar boðaðir á
þingflokksfundi í alþingishúsinu
seint í gærkvöldi. Forsætisráðherra
sagði fyrir fundinn að eftir helgina
væri ekki lengur talið nauðsynlegt
að „vera með sérstakan pakka með
aðgerðum“. » Forsíða
Kauphöllin lokuð?
Í gær var athugaður sá möguleiki
að hafa Kauphöll Íslands lokaða í
dag, mánudag, vegna aðstæðna á
mörkuðum. Þórður Guðjónsson, for-
stjóri Kauphallarinnar, útilokar ekki
að Kauphöllin verði lokuð en það
komi ekki til greina nema í algjörum
neyðartilvikum. » 6
Víða gripið til aðgerða
Ríkisstjórn Þýskalands hefur
samþykkt áætlun upp á 50 milljarða
evra sem ætlað er að bjarga einum
stærsta banka landsins. Þá náðist í
gær samkomulag milli danskra
stjórnvalda og bankakerfisins um að
bankar mundu á næstu þremur ár-
um greiða yfir 30 milljarða danskra
króna sem notaðir yrðu til að mæta
fjármálaáföllum. » 12
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Martröð í eldhúsinu
Staksteinar: Góð eða slæm fyr-
irmynd?
Forystugrein: Rökin fyrir ESB-
aðild
UMRÆÐAN»
Geðheilsa á tímum kreppunnar
Er sanngjarnt að vera með
fordóma?
Hver er sannleikurinn um sjóð 9
Heitast 8° C | Kaldast 2° C
Austan 13-20 m/s og
rigning sunnanlands
og -vestan en úrkomu-
lítið á austanverðu
landinu. » 10
Þrátt fyrir að
ástandið í efnahags-
lífinu sé erfitt heldur
Páll Óskar ótrauður
áfram og gefur út
safnpakka. » 37
TÓNLIST»
Palli gefst
ekkert upp
TÓNLIST»
Rapparar voru heiðraðir
fyrir vel unnin störf. »36
Theresa Himmer er
manneskjan á bak-
við Fossinn og Jök-
ulinn sem báðir hafa
vakið athygli í mið-
bænum. » 35
MYNDLIST»
Fossinn og
Jökullinn
FÓLK»
Flugan fór í bíó um
helgina. » 32
LEIKLIST»
Janis 27 er bara mjög
góð skemmtun. » 37
Menning
VEÐUR»
1. Biðlað til helstu vinaþjóða
2. Lífeyrissjóðir hafa flutt fé heim
3. Sáttahöndin að þreytast
4. Veislan búin á Íslandi
Ástin er diskó,
lífið er pönk
Þjóðleikhúsinu
Ljósmynd/Anna Lára Eðvarðsdóttir
Toppkonur Margrét, Sigurlína, Kristín og Anna Lára með leiðsögumönnum á hæsta tindi Kilimanjaro.
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
„ÞETTA gerum við bara einu sinni
á ævinni,“ segir Margrét Halldórs-
dóttir með nokkru stolti í röddinni.
Í lok september síðastliðins komst
Margrét ásamt þremur ferða-
félögum sínum á hinn 5.895 metra
háa tind Kilimanjaro.
Ferðin upp á hinn eftirsótta tind
tók sjö daga og náðist takmarkið
loks að morgni dags 26. septem-
ber. Fengu leiðangursmenn þá um
korter til að njóta útsýnisins áður
en haldið var aftur ofan. Gangan
niður tók þó mun skemmri tíma
eða um einn og hálfan dag.
„Við vorum ekki vissar um að
við kæmumst upp því það var búið
að segja manni þvílíkar hryllings-
sögur af ýmsu,“ útskýrir Margrét,
en ferðin á tindinn gekk áfallalaust
fyrir sig. Helst óttuðust þær hina
svokölluðu háfjallaveiki, sem hrjáir
marga sem reyna við Kilimanjaro.
„Mér fannst hvíldin erfiðust af
þessu,“ viðurkennir Margrét, en
nóttinni eyddu þær í miklum kulda
í tjaldi. „Gangan var léttari en
hvíldin.“ Í sama streng tekur Anna
Lára Eðvarðsdóttir. „Maður svaf
ekkert rosalega vel,“ útskýrir hún
og segir að hallinn á tjaldstæðinu
hafi verið það mikill að þær hafi
þurft að halda sér í tjaldsúlurnar.
„Bara svona eins og konur á
fimmtugs- og sextugsaldri eru,“
segir Margrét aðspurð hvort leið-
angursmenn séu ekki í góðu formi
eftir ævintýrið. „Við erum bara
venjulegar konur,“ bætir hún við
hæversk.
Kökur og klósettpappír
Hugmyndin að ferðinni kviknaði
fyrir um ári þegar Ferðafélagið
gaf út bækling um Kilimanjaro.
Undirbúningurinn hefur því tekið
um eitt ár og hafa leiðangursmenn
m.a. haldið kökubasara og selt kló-
settpappír til að safna fyrir ferð-
inni. Þrjár kvennanna eru hjúkr-
unarfræðingar á heila- og
taugaskurðdeild Landspítalans í
Fossvogi og hafa gengið saman á
fjöll í um þrjú ár. Sú fjórða er síð-
an systir eins hjúkrunarfræðings-
ins.
Svo vel vildi til að aðstandandi
sjúklings á þeirra deild þekkti vel
til Kilimanjaro og var þeim innan
handar við undirbúninginn.
Frá kökubasar til Afríku
Seldu klósett-
pappír til að kom-
ast á Kilimanjaro
Í KREPPUNNI geta jafnvel óðals-
bændur ekki leyft sér að vera með
stórsteikur í öll mál og þá er gott að
geta af og til verið með góðan, ís-
lenskan heimilismat eins og slátur.
En dýrt er drottins orðið.
Hagsýna húsmóðirin í Vestur-
bænum tekur slátur og fær það
þannig á hagstæðasta verðinu en
við hin kaupum það í búðinni. Um
helgina bauð Bónus frosna, ósoðna
lifrarpylsu á 399 kr. kílóið (merkt
verð 665 kr.) og frosinn blóðmör á
359 kr. kílóið (merkt verð 598 kr.).
Sambærilegt verð í Nettó var 479
kr. (merkt verð 798 kr.) fyrir lifr-
arpylsu og 449 kr. (merkt 748 kr.)
fyrir blóðmör. Merkt verð hjá Nóa-
túni var 887 kr. og 927 kr. en veitt-
ur 30% afsláttur. Verðið því 621 kr.
fyrir blóðmör og 650 kr. fyrir lifr-
arpylsu. Blóðmör í Krónunni kost-
aði annars vegar 887 kr. kg og hins
vegar 638 kr. Hagkaup seldu blóð-
mör á 638 kr. og lifrarpylsu á 698
kr. Ótrúlegur verðmunur.
Slátur er herramannsmatur, en
reyndar virðist verðið almennt vera
frekar hátt fyrir utan tilboðsverðið
í Bónus og jafnvel spurning um að
halda sig áfram við stórsteikurnar.
steinthor@mbl.is
Auratal
KRISTJÁNI Jóhannssyni var fagnað af slík-
um krafti er hann söng aríuna Vesti la Giubba
í óperunni Pagliacci í gærkvöldi að þegar
fagnaðarlátunum loks linnti gaf hann hljóm-
sveitarstjóranum merki og endurtók aríuna
sem er ein sú frægasta í óperusögunni.
„Það var ekki hægt annað af því að fólkið
stóð á fætur og hrópaði og stappaði og ætlaði
aldrei að hætta að fagna,“ sagði Kristján eftir
sýninguna í gærkvöldi. „Þetta var yndislegt
og eins og í útlandinu.“
Hann kvaðst telja að þetta hefði ekki verið
gert áður í flutningi óperunnar hér á landi.
Kristján söng í báðum óperunum í Íslensku
óperunni í gærkvöldi, hlutverk Turiddus í
Cavalleria Rusticana og Canios í Pagliacci.
Kristján endurtók aríuna
Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku,
en hæsti tindur þess er í um 5.895
metra hæð yfir sjávarmáli. Það er í
Norðaustur-Tansaníu, skammt frá
landamærunum að Kenía. Þrátt
fyrir að vera mjög nálægt miðbaug
er lítill jökull á toppnum, nokkuð
sem menn áttu erfitt með að trúa í
Evrópu á 19. öld. Tindurinn var
færður á heimsminjaskrá UNESCO
árið 1987.
Þúsundir reyna við tindinn ár
hvert og hafa fjölmargir Íslend-
ingar lagt leið sína þangað á síð-
ustu árum. Var þannig gert ráð fyr-
ir að á annað hundrað hefðu reynt
við tindinn í fyrra. Sem dæmi má
nefna að í vor var frásögn í Morg-
unblaðinu af ungri stúlku sem fékk
fjallgönguna í fermingargjöf og í
fyrra urðu tveir Íslendingar fyrir
háfjallaveiki á ferð sinni á fjallið.
Margir Íslendingar reyna við tindinn ár hvert
BLÖл
Haustið er komið og fyrsti snjórinn
er fallinn
Rauðrófur með tilbrigðum
Þarfaþing í kreppunni