Morgunblaðið - 25.10.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 25.10.2008, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 5. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 292. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er MENNING ORÐ GUÐS, TRÚIN OG TÚLKUN LISTAMANNA DAGLEGLÍF Systur sem kikna ekki í kreppunni Leikhúsin í landinu >> 49 Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur og Silju Björk Huldudóttur ÞAÐ mun taka Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tíu daga að skoða formlega ósk ríkisstjórnar- innar um lán frá sjóðnum. Upphæð lánsins mun nema ríflega tveimur milljörðum Banda- ríkjadala eða um 240 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi Seðlabankans í gær. Stefnt verður að því að endurgreiða lánið á ár- unum 2012 til 2015. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í Ráð- herrabústaðnum í gær. Með lántökunni á að koma efnahagslegum stöðugleika á í landinu. Ráðherrarnir vildu ekki gefa upp hverjir vext- irnir yrðu á láninu. Það tíðkist ekki í samninga- viðræðum við sjóðinn að gefa forsendur við- ræðnanna upp. Hins vegar sögðu þeir að þegar sjóðurinn og stjórnin hefðu náð endanlega saman í viðræðum sínum fengjust 830 milljónir dala afhentar, jafnvirði 100 milljarða króna. Þá hefði ríkisstjórnin borið undir sjóðinn efnahagsáætlun um það hvernig stöðugleikan- um verði náð. Ekki sé tímabært að gefa upp hver áætlunin sé en viðræðunefnd sjóðsins styðji áætlanir ríkisstjórnarinnar. Í grunninn væri fyrsta skrefið að endurvekja traust á ís- lenskum efnahag og styrkja stöðu krónunnar, Ósk um 240 milljarða lán  Ríkisstjórnin óskar eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn  100 milljarðar kæmu til greiðslu strax við samþykki sjóðsins  Næsta ár verður Íslendingum erfitt, segir talsmaður sjóðsins  Erfiðir tímar framundan | 6 annað að styrkja stöðu ríkissjóðs og það þriðja að endurreisa íslenska bankakerfið. Á blaðamannafundi sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sagði Paul M. Thomsen, for- maður sendinefndarinnar, næsta ár vafalítið mundu verða Íslendingum erfitt þar sem landsframleiðsla mundi dragast saman um 10% með tilheyrandi atvinnuleysi. Benti hann á að Íslendingar hefðu áður tekist á við breytt- ar þjóðfélags- og efnahagsaðstæður með góð- um árangri og því væru allar líkur til þess að þjóðin myndi komast hratt og örugglega upp úr þeim öldudal sem framundan væri. Í HNOTSKURN »Að mati Pauls M. Thomsen þarf Ís-land á jafnvirði 730 milljarða króna fjármögnun að halda á næstu tveimur árum. »Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn munileggja fram 240 milljarða en eftir er að fjármagna 480 milljarða. Líklegt er talið að hinar Norðurlandaþjóðirnar muni koma að því verkefni. Hins vegar er ekki útilokað að Japanar og Rússar gætu komið til aðstoðar. HALDIÐ var upp á það í gær að 35 ár eru síðan Barnaheimilið Ós við Bergþórugötu í Reykjavík tók til starfa, en um er að ræða elsta sjálfstætt starfandi leikskóla landsins. Afmælinu var fagn- að að hætti hússins og kunnu börnin vel að meta kræsingarnar sem fram voru bornar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Glatt á hjalla á Barnaheimilinu Ósi Elsti sjálfstætt starfandi leikskóli landsins 35 ára ALLS munu starfa 3.050 manns í rík- isbönkunum þremur. Er það mikil fækkun frá síð- ustu áramótum, en þá störfuðu 7.900 manns heima og erlendis hjá bönkunum þremur, sem farnir eru í þrot. Í gær lá fyrir að rúmlega 1.100 manns mundu starfa hjá Nýja Kaupþingi. Um 150 starfsmönnum Kaupþings var ekki boðið áfram- haldandi starf. | 22 Mikil fækkun starfsfólks Paul Roberts heldur því fram í nýrri bók, The End of Food, að mat- vælaiðnaðurinn sé að hruni kom- inn. Ástæðan sé meðal annars ódýr matur og ofát. Matvælaiðnður að hruni kominn Arnar Eggert Thoroddsen segir samsuðu Of Montreal á skringileg- heitum og hjartfólgnum melódíum minna á sýrulegna tíma Bítlanna. En bylting er stórt orð. Er ný plata Of Montreal bylting? Guðni Elísson rýnir í bifreiða- auglýsingar uppgangstímanna og sjálfsritskoðunina sem hann telur hafa rist dýpra en margur heldur í veröldinni sem var. Þegar útvaldir óku Range Rover LESBÓK FULLTRÚAR vinnumálastofnana sjö Evrópulanda munu koma hing- að til lands eftir fjórar vikur til að kynna atvinnutækifæri í löndum sínum. Að sögn Vinnumálastofnunar munu þeir efna til kynningar í Ráð- húsi Reykjavíkur vegna fyrir- sjáanlegs samdráttar hérlendis. Vinnumálastofnun hafa þegar borist fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum um tækifæri erlendis. Enn er vinnu að fá í flestum at- vinnugreinum í Noregi. | 30 Atvinnutæki- færi erlendis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.