Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 11

Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 GUNNAR Kristinn Bergsteinsson, fyrrum forstöðumaður Sjó- mælinga Íslands og síð- an forstjóri Landhelg- isgæslunnar, lést í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag, 85 ára að aldri. Gunnar var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1923, sonur Bergsteins Jóhannessonar og Ragnhildar Magnús- dóttur. Eftirlifandi eig- inkona Gunnars er Brynja Þórarinsdóttir. Börn þeirra eru Þórarinn Dúi, Ragn- hildur Ása, Bergsteinn Örn og Theó- dóra. Gunnar varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1942. Hann stundaði nám við norska sjóliðsfor- ingjaskólann í Ósló 1945-1950. Hann starfaði þá meðal annars á ýmsum norskum herskipum. Eftir heim- komuna frá Noregi var Gunnar ráð- inn til starfa hjá Skipa- útgerð ríkisins, sem stýrimaður á varðskip- um. Þegar Landhelgis- gæslan var gerð að sjálfstæðri stofnun ár- ið 1952 varð Gunnar fulltrúi hjá þeirri stofn- un og jafnframt sjó- mælingamaður hjá ís- lensku sjómælingun- um fram til 1969. Veturinn 1968-69 var hann við nám í varnar- málaskóla NATO í Róm. Árið 1970 var Gunnar ráðinn for- stöðumaður Sjómælinga og árið 1981 var hann jafnframt skipaður for- stjóri Landhelgisgæslunnar. Gunnar var prófdómari við Stýri- mannaskólann í Reykjavík 1955- 1981 og gegndi ýmsum öðrum trún- aðarstörfum sem tengdust hans að- alstarfi. Honum voru veittar margar viðurkenningar, m.a. Fálkaorðan. Andlát Gunnar Bergsteinsson Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af öllum yfirhöfnum             Nýtt - Nýtt YFIR- HAFNIR Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið í Bæjarlind laugard. 10-16 Opið í Eddufelli laugard. 10-14 Laugavegi 63 • S: 551 4422 SKOÐIÐ SÝNISHORN Á LAXDAL.IS 20% AFSLATTUR TIL 1. NÓV. Af völdum stöndum HAUSTFATNAÐUR L jó sm .: M a ry E ll e n M a rk VINNUMÁLASTOFNUN hyggst standa fyrir starfskynningu dagana 21.-22. nóvember í Ráðhúsi Reykja- víkur sem sérstaklega er ætluð starfsfólki byggingariðnaðarins, jafnt faglærðu sem ófaglærðu. „Þessi starfskynning er hugsuð bæði fyrir Íslendinga og þá erlendu ríkisborgara sem hér eru staddir,“ segir Valdimar Grétar Ólafsson, Eures-ráðgjafi hjá Vinnu- málastofnun. Valdimar segir fyrir- komulag starfskynningarinnar sótt í smiðju Íra sem hafi fyrir um hálfu ári staðið fyrir samskonar kynn- ingu með góðum árangri. Að sögn Valdimars er von á fulltrúum frá a.m.k. sjö stórum byggingar- verktökum sem starfa á meginlandi Evrópu. Einnig er von á fulltrúum átta Evrópulanda, þar sem skortur er á vinnuafli. Meðal þeirra landa eru Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Holland, Belgía og Pólland. silja@mbl.is Kynna störf og vinnumarkaði BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Háskóla- bíói í dag, laugardag. Háskólahátíð hefst kl. 13.00 en henni lýkur um kl. 15. Brautskráðir kandídatar verða 448 að þessu sinni. Á hátíðinni verður lýst kjöri þriggja heiðursdoktora frá Háskóla Íslands á hátíðinni en þeir eru: Jón- atan Þórmundsson og Sigurður Lín- dal, frá lagadeild og Søren Langvad frá verkfræðideild. Jónatan Þórmundsson varð lektor við lagadeild Háskóla Íslands árið 1967 og var skipaður prófessor við deildina árið 1970. Hann lét af störf- um í árslok 2007 eftir 40 ára starfs- feril. Sigurður Líndal var skipaður lekt- or við lagadeild Háskóla Íslands 1967 og síðar prófessor við deildina 1972. Því embætti gegndi hann til 2001 er hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir, eftir um 34 ára starf við deildina. Á síðasta ári var hann ráð- inn prófessor við lagadeild Háskól- ans á Bifröst. Søren Langvad kom fyrst til Ís- lands 13 ára gamall þegar faðir hans Kay vann við byggingu Ljósafoss- virkjunar. Hann innritaðist í verk- fræðideild Háskóla Íslands sama haust og lauk fyrrihlutaprófi þaðan árið 1945. Að því búnu hélt hann til Danmerkur til frekara náms og lauk síðari-hlutaprófi í byggingarverk- fræði frá Danmarks Tekniske Høj- skole árið 1948. Starfsferil sinn sem verkfræðingur hóf Søren við Írafoss- virkjun, þar sem hann starfaði fyrir Fosskraft sem var samsteypa E. Pihl og Søn og sænsks fyrirtækis. Þrír nýir heiðursdoktorar  Háskóli Íslands brautskráir 448 kandídata í dag  Heiðursdoktorar við lagadeild og verkfræðideild Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.