Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
FJÁRFESTINGARSTEFNA
kirkjunnar er meðal þeirra mála sem
fjallað verður um á kirkjuþingi þjóð-
kirkjunnar sem hefst í Grensás-
kirkju klukkan 10 fyrir hádegi í dag.
Fimmtíu ár eru liðin frá því að þingið
var fyrst haldið og þess er einnig
minnst að 75 ár eru liðin frá því að
kirkjuráð tók fyrst til starfa.
Þjóðkirkjan hefur að undanförnu
unnið að stefnumótun á ýmsum svið-
um kirkjustarfsins. Nú liggur fyrir
þinginu tillaga að fjárfestingar-
stefnu þar sem lögð er áhersla á fjár-
festingarkosti í ljósi samfélagslegrar
ábyrgðar og kristinna siðgilda.
Besta ávöxtun fjármuna með
eins lítilli áhættu og kostur er
Í tillögunni segir m.a.: „Þjóðkirkj-
an leggur áherslu á að tryggja bestu
ávöxtun fjármuna sinna, með eins
lítilli áhættu og kostur er á hverjum
tíma og meti fjárfestingarkosti í ljósi
samfélagslegrar ábyrgðar og krist-
inna siðgilda. Peningar skulu eink-
um ávaxtaðir í vel tryggðum verð-
bréfum eða með innlánum hjá
traustum innlánsstofnunum. Kirkju-
ráð mótar á þessum grundvelli ár-
lega nánari fjárfestingarstefnu.
Ennfremur segir í tillögunni:
„Þjóðkirkjan heldur í eigu sinni
þeim fasteignum, kirkjum, prests-
setrum, skrifstofuhúsnæði og öðrum
eignum sem styðja þjónustu hennar
og markmið. Gæta skal samræmis
um það hvar prestssetur eru lögð til
á sama þjónustusvæði. Meta skal að-
stæður, ef sérstök söguleg eða
menningarleg rök eða kvaðir mæla
með öðru.“
Hjálparstarf kirkjunnar
styrkt í stað hátíðahalda
Þrátt fyrir ýmis tímamót á kirkju-
þingi nú verður hátíðahöldum stillt
mjög í hóf vegna þrenginga í efna-
hagsmálum þjóðarinnar, að því er
segir í fréttatilkynningu. Þess í stað
mun kirkjuráð veita Hjálparstarfi
kirkjunnar 1,5 milljónir króna í
styrk og er þess vænst að framlagið
verði nýtt í innlent hjálparstarf fyrir
jólin.
Meðal mála er nú liggja fyrir eru
áfangaskýrsla nefndar um endur-
skoðun á lögum um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar. Í ár eru
10 ár frá gildistöku laganna og hefur
endurskoðun á þeim verið hafin.
Drög að samþykktum um innri
málefni kirkjunnar liggja einnig fyr-
ir þinginu. Þessar samþykktir snúa
að framkvæmd mála, svo sem skírn
og fermingu, sem Þjóðkirkjan fékk
sjálf fullt forræði yfir með lögum um
kirkjuráð árið 1932. Ýmis lög, starfs-
reglur og stjórnvaldsákvæði og
kirkjuleg siðvenja vísa iðulega til
hefða sem hvergi eru skilgreindar
með aðgengilegum hætti, segir í til-
kynningunni.
Þá verður rætt um skipan þjón-
ustu kirkjunnar þar sem skilgreint
er hvaða þjónustu sóknarbörn eiga
að geta vænst og leitast við að skipu-
leggja samstarf prestakalla til að
tryggja sem jafnasta þjónustu.
Tillaga að staðfestingu stofnskrár
fyrir Rannsóknarsetur í trúar-
bragðafræðum og guðfræði liggur
einnig fyrir þinginu. Lagt er til að
Rannsóknarsetrið verði til húsa í
Kapellu ljóssins á Suðurnesjum, þar
sem áður var herstöð.
Kirkjuþing ræðir fjárfestingar
Fimmtíu ár liðin frá því að kirkjuþing var fyrst haldið Hátíðahöldum stillt í hóf
vegna efnahagsþrenginga Rannsóknasetur verði til húsa í Kapellu ljóssins
Morgunblaðið/G.Rúnar
Málin rædd Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir og Hulda Guðmundsdóttir á
síðasta kirkjuþingi, en þar eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar, leikir og lærðir.
Í HNOTSKURN
»Á kirkjuþingi eiga sæti 29kjörnir fulltrúar, 12 vígðir
menn og 17 leikmenn, auk
þess biskup Íslands, tveir
vígslubiskupar og einn fulltrúi
guðfræðideildar HÍ með mál-
frelsi og tillögurétt.
»Forseti kirkjuþings er kos-inn til fjögurra ára úr röð-
um leikmanna og er Pétur Kr.
Hafstein, fyrrverandi hæsta-
réttardómari, forseti Kirkju-
þings 2006-2010
»Kirkjuþing kemur samaneinu sinni á ári í um það bil
eina viku. Sjá kirkjuthing.is
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
ENN gengur útgerðarmönnum illa
að fá greiðslur í gjaldeyri fyrir seldan
fisk, að sögn Friðriks J. Arngríms-
sonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Þessi
samskipti eru erfiðust við Bretland,
en þangað hafa Íslendingar ævinlega
selt mikið af ferskum og frosnum
fiski. Einhverjir útgerðarmenn hafa,
að minnsta kosti um sinn, hætt þess-
um útflutningi og setja fiskinn á aðra
markaði eða í vinnslu.
„Eftir því sem tíminn líður hefur
þetta meiri áhrif,“ segir Friðrik.
„Upphafið að vandræðunum er til-
skipun um frystingu eigna Lands-
bankans í Bretlandi. Við megum hins
vegar alls ekki láta þessa erfiðleika
hafa áhrif á þær viðræður sem standa
yfir vegna óbilgjarnra krafna Breta á
hendur okkur vegna Icesave.
Þessi staða þjónar ekki heldur
hagsmunum Breta því þar í landi er
fullt af fólki sem vinnur við vinnslu á
fiskinum okkar. Viðskiptin þurfa að
ganga sem greiðlegast og Bretar fara
vonandi fljótlega að horfa á þetta með
þeim augum,“ sagði Friðrik.
Hann benti á að þessi erfiða staða
væri í raun atvinnulífið í hnotskurn,
en sem stjórnarmaður í SA kemur
Friðrik að málinu frá fleiri hliðum.
Spurður hvort hann hefði upplýs-
ingar um að innflytjendur reyndu að
kaupa gjaldeyri af útflytjendum sagð-
ist hann ekki geta fullyrt um slíkt.
„Ég hef heyrt af því að innflytjendur
hafi viðrað slík viðskipti, en veit ekki
hvort eða í hversu miklum mæli þetta
á sér stað,“ sagði Friðrik.
Einhverjir hætt-
ir að selja fisk
til Bretlands
Morgunblaðið/ÞÖK
Útgerðarmönnum gengur illa að fá greitt
AÐALFUNDUR LÍÚ verður hald-
inn 30. og 31. október. Efnahags-
málin verða örugglega ofarlega á
baugi á fundinum, meðal annars
í erindum Friðriks Más Bald-
urssonar, prófessors við Háskól-
ann í Reykjavík, og Unnars Más
Péturssonar, fjármálastjóra
Ramma hf. Geir H. Haarde, for-
sætisráðherra, og Einar K. Guð-
finnsson, sjávarútvegsráðherra,
ávarpa fundinn.
Þá verður fjallað um ábyrgar
fiskveiðar, vottun og merki á ís-
lenskar sjávarafurðir, stofnmæl-
ingar og röll Hafrannsóknastofn-
unar, veiðarfæri framtíðarinnar,
makríl og grálúðu.
Ræða efnahagsmál
Félags- og tryggingamálaráðuneytið
Málþing um fjölskyldumál á Íslandi
"Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi"
Mánudaginn 27. október 2008 á Grand Hóteli kl. 12.30-17.00
12.30 Málþing sett
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra.
Kynning á starfi nefndar um einstæða og forsjárlausa foreldra.
Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndar um einstæða og forsjárlausa foreldra og
stjúpforeldra.
13.00 Félagsleg staða barna í mismunandi fjölskyldum
- líðan barna - að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi - "réttur" foreldra vs. "réttur barns"
- ráðgjöf og fræðsla
Framsögumenn (10 mín. hver) - í lok framsöguerinda verða umræður
- Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
- Ársæll Már Arnarsson lektor í sálfræði við Háskólann á Akureyri
- Gunnar Hersveinn heimspekingur
14.00 Lagaleg staða barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum
- sameiginleg forsjá - lögheimili - umgengni - stjúpfjölskyldur - forsjárlausir foreldrar
- sáttaleiðir - heimildir dómara
Framsögumenn (10 mín. hver) - í lok framsöguerinda verða umræður
- Valborg Snævarr lögmaður
- Dögg Pálsdóttir lögmaður
- Jóhann Loftsson sálfræðingur
15. 00 Kaffi.
15.30 Fjárhagsleg staða barna eftir mismunandi fjölskyldugerðum
- fátæk börn - meðlag - barnabætur - fjárhagsaðstoð - sérstakur stuðningur ríkis og
sveitarfélaga
Framsögumenn (10 mín. hver) - í lok framsöguerinda verða umræður
- Guðný Björk Eydal deildarforseti félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands
- Ásta S. Helgadóttir forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
- Laufey Ólafsdóttir formaður Félags einstæðra foreldra
16.30 Barnið í framtíðarfjölskyldunni
Ragnhildur Sverrisdóttir blaðamaður, Morgunblaðinu.
16.45 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri verður Lára Björnsdóttir skrifstofustjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.
Málþingið er opið öllum og er aðgangur ókeypis.
LANDSVIRKJUN hyggst fresta
framkvæmdum sem fyrirhugaðar
höfðu verið á næsta ári við ysta
enda svonefndrar Hraunaveitu,
sem nemur um það bil 0,5% af
orkugetu Kárahnjúkavirkjunar.
Þetta kom fram á fundi Friðriks
Sophussonar, forstjóra Lands-
virkjunar, með heimamönnum á
Austurlandi í vikunni, en á fund-
inum voru kynntar náttúrufars-
rannsóknir.
Ekki vegna heimskreppunnar
„Við höfum allt þetta ár hugleitt
hvort við ættum að fresta þessari
framkvæmd,“ segir Sigurður Arn-
alds, upplýsingafulltrúi Kára-
hnjúkavirkjunar. Hann tekur fram
að frestunin tengist ekki heims-
kreppunni. Um sé að ræða fram-
kvæmd upp á 350-400 milljónir
króna. Ástæðan fyrir frestuninni
tengist veðurfari og rennsli á
svæðinu. Það hafi verið með meira
móti eftir aldamót en var áður.
„Við viljum sjá til með þessa veitu
og bíða átekta. Þetta er fram-
kvæmd sem við getum hlaupið í
með um hálfs árs fyrirvara,“ segir
hann. Sigurður segir að ekkert
komi í staðinn fyrir þessa fram-
kvæmd, en Landsvirkjun hafi séð
sér leik á borði með að fresta
framkvæmdinni og sjá eigi til
hvort vatnsbúskapurinn á svæðinu
gangi. Ef kólni aftur megi fara í
framkvæmdina.
Sigurður segir að Hraunaveitan
hafi að öðru leyti verið kláruð í
sumar. Næsta sumar verði ein-
göngu eftir að snyrta, fjarlægja
vinnubúðir og vinna við upp-
græðslu. elva@mbl.is
Sjá til með
ysta enda
Hraunaveitu