Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
OPINN borgarafundur um stöðu
þjóðarinnar verður í Iðnó, nk.
mánudag kl. 20. Tilgangur fund-
arins er að leyfa hinum almenna
borgara að koma hugmyndum sín-
um og skoðunum á framfæri á
óvissutímum.
Fjórir frummælendur hefja um-
ræðuna: Einar Már Guðmundsson
rithöfundur, Björg Eva Erlends-
dóttir blaðamaður, Lilja Mós-
esdóttir hagfræðingur og Vil-
hjálmur Bjarnason viðskipta-
fræðingur.
Borgarafundur
um stöðuna
VINSTRI græn ætla að leggja fram
þingsályktunartillögu „við fyrsta
tækifæri“ um að fella niður fyr-
irhugaða loftrýmisgæslu Breta við
Ísland. Í ályktuninni segir: „Alþingi
ályktar að fela utanríkisráðherra
að tilkynna breskum stjórnvöldum
og yfirstjórn NATO að fyrirhugað
loftrýmiseftirlit Breta við Ísland í
desember nk. falli niður. Jafnframt
verði utanríkismálanefnd falið að
endurskoða áætlun Atlantshafs-
bandalagsins um loftrýmisgæslu yf-
ir Íslandi sem samþykkt var í júlí
2007, með það að markmiði að
hætta öllu slíkum æfingum.“
Bretarnir komi
ekki að vörnum
landsins
GÓÐGERÐARRÁÐ Verzlunarskóla
Íslands mun í samstarfi við UNI-
CEF halda fótboltaleik í Kórnum
kl. 19-21 á morgun, laugardag.
Leikurinn er haldinn til styrktar
vatnsverkefnis í Gíneu-Bissá. Lið
Verzlinga mun mæta liði sem þjóð-
þekktir Íslendingar skipa.
Frítt er á leikinn en allur ágóði af
veitingasölu, sem verður á staðn-
um, rennur til verkefnisins.
DJ verður svo á staðnum til að
halda uppi stemmingunni.
Safnað í Kórnum
Á MÁNUDAG nk. mun Sigurlaug
G. Ingólfsdóttir, stofnandi Kær-
leikssamtakanna flytja fyrirlest-
urinn „Þunglyndi án lyfja“, í menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi kl.
19-21.
Fyrirlesturinn fjallar um reynslu
Sigurlaugar af langvarandi þung-
lyndi, kvíða og streitu, aðstæðum í
lífi hennar ásamt því hvernig upp-
lifun hennar í gegnum vanlíðan, lit-
uð af uppeldinu og umhverfinu
mótaði þá stefnu sem hún tók. Sig-
urlaug segist ætla að leggja áherslu
á hvernig hún hefur til margra ára
unnið sig markvisst út úr þessum
vítahring án lyfja, í gegnum andleg
málefni og með óhefðbundnum að-
ferðum sem m.a. urðu til þess að
Kærleikssamtökin voru stofnuð
fyrir fjórum árum.
Fyrirlestur um
þunglyndi án lyfja
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
NÝR forseti Alþýðusambands Ís-
lands, Gylfi Arnbjörnsson, var kjör-
inn í gær. Gylfi hlaut um 59% fylgi,
eða 166 atkvæði. Mótframbjóðand-
inn, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir
varaforseti, hlaut 114 atkvæði, rúm
40%. Fyrirfram var mikil óvissa um
úrslitin og sigurinn því kannski
meira afgerandi en búist var við.
Ingibjörg situr áfram sem varafor-
seti, a.m.k. fram á haust 2009. Í
þakkarræðu sinni sagði Gylfi það
brýnast á næstunni að sigla félags-
mönnum ASÍ í gegnum þrenging-
arnar. Hann sagðist mundu leggja
sig allan fram við að standa undir því
trausti sem honum var sýnt.
Stefna á Evrópusambandið
Veigamesta ályktun fundarins var
um aðgerðir til að endurheima fjár-
málastöðugleika. Sannfæra þurfi
fjármálamarkaði um að Ísland geti
og muni komast á lygnan sjó aftur á
næstu árum. Í því skyni styður ASÍ
umsókn um aðstoð Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Þá sé eina færa leiðin að
kanna aðild að ESB og upptöku
evru. Með því skapist líka trúverð-
ugleiki fyrir meiri festu í skráningu
krónunnar, þangað til hægt verður
að taka upp evruna. Í þriðja lagi að
kjarasamningar á almennum vinnu-
markaði verði framlengdir og sam-
komulag gert við samtök opinberra
starfsmanna um sameiginlega
launastefnu, þar sem öllu launafólki
verði tryggðar sambærilegar launa-
hækkanir á þessu ári og næstu
tveimur árum.
Fundurinn ályktaði líka um jöfn-
un lífeyrisréttinda alls vinnandi
fólks á Íslandi, án skerðinga fyrir al-
mennt launafólk. Þá var kynnt ný
stefna ASÍ um ungt fólk, samfélagið
og verkalýðshreyfinguna.
Tilfinningarík kveðjustund
Í lok ársfundar voru Grétari Þor-
steinssyni þökkuð störfin fyrir
verkalýðshreyfinguna. Gylfi kvað
hann hafa starfað af einstakri trú-
mennsku, en Ingibjörg sagði engan
mann prúðari eða betur til þess fall-
inn að starfa fyrir ASÍ. Á þeim tíma-
punkti báru tilfinningar forystu-
sveitina ofurliði og féllust þau
Ingibjörg og Grétar í faðma með
tárin í augunum. Starfsmenn skrif-
stofu ASÍ kvöddu hann einn af öðr-
um, en Grétar felldi tár á meðan.
„Kærar þakkir fyrir allt, enn og aft-
ur,“ sagði Grétar klökkur eftir hafa
verið klappað lof í lófa drykklanga
stund. Því næst var fundið slitið.
Morgunblaðið/Ómar
Ársfundur Samþykktar voru ályktanir um fjármálastöðugleika, lífeyrisréttindi, kjaramál og málefni ungs fólks.
Lokastundin var þó tilfinningaríkust, þegar starfsfólk ASÍ kvaddi forseta sinn til tólf ára, Grétar Þorsteinsson.
Nýr forseti í öldurótinu
Gylfi Arnbjörns-
son hlaut um 59%
greiddra atkvæða
„OKKUR finnst sérstakt að því sé
haldið fram að Reykjavíkurborg vilji
ekki eiga viðskipti við innlendan iðn-
að,“ segir Benedikt Einar Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Ólafs Gísla-
sonar og Co. hf., sem nýlega tók þátt í
útboði á vegum borgarinnar ásamt
Sigurjóni Magnússyni ehf. vegna
smíðar fjögurra nýrra slökkvibíla
fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins á vegum borgarinnar. 29. sept-
ember ákváðu innkaupadeild
Reykjavíkur og nefnd á vegum
slökkviliðsins að ganga til samninga
við Ólaf Gíslason og Co. hf. um
slökkvibílana, en þeir eru smíðaðir í
Póllandi. Sigurjón Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sigurjóns Magnússon-
ar ehf., sem smíðar slökkvibíla hér á
landi, gagnrýndi þetta og benti m.a. á
3,5% vörugjöld sem ríkið leggur á
innlenda framleiðslu.
Benedikt segir það ekki rétt, sem
haft var eftir Sigurjóni í frétt í Morg-
unblaðinu á miðvikudag, að verðmun-
urinn á tilboðunum hefði verið 17%,
heldur hafi hann verið 2% á opnunar-
degi tilboða en í útboðsreglum gilti
verðið 40%. Benedikt bendir jafn-
framt á að Sigurjón Magnússon hafi
áður selt SHS slökkvibifreiðar, en
„það höfum við líka gert að undan-
gengnum útboðum“.
Hann segir að smíði á slökkvibif-
reið sé því miður að litlum hluta ís-
lensk. Þær séu gerðar þannig að und-
irvagn sé keyptur í tilteknu landi.
„Síðan eru bifreiðarnar sendar á
þann stað þar sem á að smíða yfir
þær. Við látum gera þetta í Póllandi.
Við erum það heppin að eiga sam-
skipti við Pólverja sem vilja vinna í
sínu eigin heimalandi, en [Sigurjón]
hefur sjálfur haft Pólverja í vinnu.“
Fáum ekki opinberan stuðning
Hjá Ólafi Gíslasyni og Co hf. starfi
tíu manns, en fyrirtækið hefur aðset-
ur í Reykjavík. Alls hafi fyrirtækið
séð um smíði 36 slökkvibifreiða, en
þar af hafi 13 verið smíðaðar í Pól-
landi. „Við þessa iðju okkar höfum við
ekki notið stuðnings opinberra sjóða
eins og t.d. Byggðastofnunar, sem
Sigurjón Magnússon ehf. fær og fyrri
fyrirtæki Sigurjóns Magnússonar
hafa fengið,“ segir Benedikt.
Benedikt segir að Sigurjón Magn-
ússon ehf. hafi kært niðurstöðu
Reykjavíkurborgar um að ganga til
samninga við Ólaf Gíslason og Co hf.
um smíði slökkvibílanna, en ákvörð-
un um það var tekin 29. september sl.
Benedikt segir fyrirtæki sitt hafa
sent kærunefndinni álit sitt og um-
sögn vegna kærunnar.
Nú sé málið hins vegar í uppnámi
vegna þess að Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins hafi hætt við samkeppn-
isviðræðuferli að sinni vegna efna-
hagsástandsins.
elva@mbl.is
Aðeins íslenskt
að litlu leyti
Hætt að sinni við kaup á slökkvibílum
vegna efnahagsástandsins í landinu
Íslendingum
fer fram í Hors-
ens á Jótlandi á
sunnudag og sá
þriðji í Óðins-
véum á Fjóni á
miðvikudag.
Svavar segist
gera ráð fyrir
því að halda
áfram að funda
með Íslend-
ingum í Danmörku meðan það
ástand sem uppi er varir. Eftir um
það bil mánuð haldi hann annan
fund í Kaupmannahöfn.
Hann segir að mikið sé hringt í
sendiráðið þessa dagana, af ýmsum
ástæðum. M.a. sé hringt vegna yf-
irfærsluvanda milli banka, en hann
hafi lagast frá því sem var. „Svo er
mikið um að útlendingar spyrji um
hvað sé að gerast á Íslandi, bæði
fjölmiðlar og sendiherrar annarra
ríkja, m.a. frá Ástralíu og Úganda.“
elva@mbl.is
„TILGANGURINN með þessu er að
hitta fólk, tala við það og heyra í
því hljóðið,“ segir Svavar Gestsson,
sendiherra Íslands í Kaupmanna-
höfn. Hann hélt á miðvikudag fund
með Íslendingum búsettum á Kaup-
mannahafnarsvæðinu og hyggst á
næstunni halda tvo sambærilega
fundi annars staðar í Danmörku.
Svavar segir að heyra megi á því
fólki sem hann hafi þegar rætt við
að það sé áhyggjufullt. „En það er
auðvitað á misjöfnu stigi. Í Dan-
mörku eru 10.000 Íslendingar og
þar af um 1.200 námsmenn á lánum
frá Lánasjóði íslenskra náms-
manna. Þá eru hér um 400 elli- og
örorkulífeyrisþegar. Það eru að-
allega þeir síðastnefndu sem gefa
sig fram við okkur,“ segir hann.
Flest þetta fólk búi í öllum meg-
inatriðum við dönsk kjör, þannig að
vandinn heima valdi þessu fólki
fyrst og fremst áhyggjum, en ekki
efnahagslegu höggi.
Næsti fundur sendiherrans með
Áhyggjur fremur
en efnahagshögg
Svavar Gestsson
Vesturröst - Laugavegi 178 - S. 551 6770 - www.vesturrost.is
Rjúpnavesti
Poki á baki og framan fyrir
rjúpu, vasar fyrir skot og
aukahluti.
kr. 12.900.
Gönguskór
Góðir gönguskór, nauðsynlegir í Rjúpuna
Trezeta Gönguskór, úr leðri, fáir saumar, Goretex
sokkur, vatnsheldir, mjög sterkir og hafa reynst
vel á Íslandi síðustu 10 ár. kr. 25.900.
Legghlífar
Vatnsheldar með vír undir skó
kr. 5.500.
HINN nýi forseti er fimmtugur að
aldri, fæddur í Keflavík. Móðir
hans verslunarmaður úr Grindavík
en faðirinn sjómaður úr Keflavík.
Gylfi er kvæntur Arnþrúði Ösp
Karlsdóttur textílhönnuði. Saman
eiga þau fjögur börn á aldrinum 15
til 27 ára. Sjálfur er Gylfi úr hópi
sjö systkina.
Hann er með verslunarpróf frá
Samvinnuskólanum á Bifröst og
cand. merc. gráðu frá Verslunarhá-
skólanum í Kaupmannahöfn. Áður
en hann hóf störf fyrir ASÍ var
hann verslunarstjóri í Kaupfélagi
Suðurnesja og deildarstjóri við
Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.
1989 fór hann til ASÍ, fyrst sem
hagfræðingur kjararannsókn-
arnefndar, svo sem hagfræðingur
sambandsins.
1997-2001 var
Gylfi fram-
kvæmdastjóri
Alþýðubankans
en hefur verið
fram-
kvæmdastjóri
ASÍ síðan.
Hann hefur
óbilandi áhuga
á útivist hvers
konar, gönguferðum, jeppaferðum,
skotveiðum og stangveiðum. Hann
þykir áræðinn, hefur stundum hátt
og vill keyra mál hratt áfram. Eftir
forsetakjörið í gær minnti keppi-
nauturinn, Ingibjörg R. Guðmunds-
dóttir, hann á að stundum er mik-
ilvægara að hlusta en að tala!
Málglaður fjölskyldumaður og útivistargarpur
Gylfi
Arnbjörnsson