Morgunblaðið - 25.10.2008, Síða 22
22 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
um 28,8 milljónir tunna á dag.
Ali al-Naimi, olíumálaráðherra
Sádi-Arabíu, sagði að loknum fundi
OPEC í gær, að eftirspurn eftir olíu
sé nú töluvert minni en fram-
leiðslan, samkvæmt frétt Bloom-
berg-fréttastofunnar.
Verð á Brent-Norðursjávarolíu
fór í gær í um 61 dollar fyrir tunn-
una og hefur ekki verið lægra síðan
í mars 2007. Í New York fór verðið í
um 63 dollara en þar hefur það ekki
verið lægra frá því í maí árið 2007.
gretar@mbl.is
HEIMSMARKAÐSVERÐ á hráolíu
hélt áfram að lækka í gær. Þetta
gerðist þrátt fyrir að samtök olíu-
framleiðsluríkja, OPEC, hefðu
ákveðið á fundi sínum í gær að
draga úr olíuframleiðslu vegna
gríðarlegs verðfalls, í fyrsta skipti í
tæp tvö ár. Ástæðan fyrir verð-
lækkuninni er rakin til fjármála-
kreppunnar í heiminum.
OPEC-ríkin ákváðu að skera ol-
íuframleiðsluna niður um 1,5 millj-
ónir tunna á dag frá og með nóv-
embermánuði, en þau framleiða nú
Verðlækkun þrátt
fyrir niðurskurð
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands lækkaði um 2,07% í dag. Eim-
skipafélagið hækkaði um 2,44%,
Marel um 1,0% og Össur um 0,23%.
Bakkavör lækkaði hins vegar um
23,40%, Atorka um 10,45% og Ice-
landair um 2,75%. Þá lækkaði Cent-
ury Aluminum um 12,69%.
Heildarvelta í Kauphöllinni nam
5,3 milljörðum, en velta á hluta-
bréfamarkaði nam 13,7 milljónum
króna. Mest var veltan með bréf Ice-
landair, eða rúmar sex milljónir
króna og þá var 2,4 milljóna króna
velta með bréf Marels.
bjarni@mbl.is
Lækkanir í Kauphöll
Íslands
● HÆKKUN verðlags í
október mun verða
2%, gangi spá grein-
ingardeildar Kaup-
þings eftir, og þýðir
það að tólf mánaða
verðbólga verður
15,7%. Segir í verð-
bólguspá greiningardeildarinnar að
verðbólga muni hins vegar ekki ná há-
marki fyrr en í fyrsta lagi á fyrsta fjórð-
ungi 2009. Veikist gengi krónunnar
ekki frekar megi búast við að verulega
hægi á mánaðarhækkunum verð-
bólgu á seinni hluta árs 2009. Þó séu
litlar líkur á að tólf mánaða verðbólga
verði nærri 2,5% markmiði Seðla-
bankans fyrr en í upphafi árs 2010.
bjarni@mbl.is
Spá 15,7% verðbólgu
í október
● HUNDRUÐ vogunarsjóða í Banda-
ríkjunum ramba nú á barmi gjald-
þrots og munu þeir því þurfa að selja
umfangsmiklar hlutabréfaeignir sín-
ar, að mati Nouriel Roubini, prófess-
ors við New York University. Geti því
farið svo að stjórnvöld í Bandaríkj-
unum neyðist til að loka kauphöllum
í viku eða jafnvel lengur.
Kerfisáhættan aukist í sífellu og
útlit sé fyrir stórfellda hlutabréfasölu
vogunarsjóða á næstunni. Þá muni
fjöldi slíkra sjóða fara á hausinn.
bjarni@mbl.is
Jafnvel þurfi
að loka kauphöllum
● TAP Eikar banka nam 32 millj-
ónum danskra króna (um 650 millj-
ónum íslenskra króna) á þriðja árs-
fjórðungi þessa árs, en á sama
tímabili í fyrra nam hagnaður fær-
eyska bankans 282 milljónum
danskra króna.
Hreinar vaxtatekjur námu 374
milljónum danskra króna á fjórð-
ungnum, en voru 286 milljónir í fyrra.
Eiginfjárhlutfall bankans er
10,1%. Eiga tölurnar við um sam-
stæðureikning. bjarni@mbl.is
Eik banki tapar
650 milljónum
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
Í kringum 150 starfsmönnum Kaupþings á Íslandi
verður ekki boðið starf í Nýja Kaupþingi samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins. Munu þá rúmlega 1.100
starfsmenn starfa hjá Nýja Kaupþingi. Einhverju af
starfsfólki hafði áður verið sagt upp frá síðustu áramót-
um. Þá störfuðu 1.262 starfsmenn hér á landi sam-
kvæmt ársskýrslu félagsins en 3.400 hjá allri samstæð-
unni.
Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings,
vildi ekki staðfesta neina tölu í samtali við Morgunblað-
ið í gær. Hann sagði að færri en 200 yrði sagt upp en
fleiri en 100.
Hver starfsmaðurinn á fætur öðrum var boðaður á
fund yfirmanna í gær þar sem tilkynnt var að þeim
byðist ekki vinna í Nýja Kaupþingi. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins var ekki öllum sagt upp í gær
sem missa vinnuna. Þessi vinna mundi klárast um
helgina.
Tveir starfsmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær
sögðu að fólk hefði verið niðurdregið. Annar þeirra
missti vinnuna og sagði óvissuna framundan. Hinn
sagði leiðinlegt að sjá á eftir mörgum vinnufélögum.
Hvorugur vildi koma fram undir nafni vegna aðstæðna.
Um 450 hafa misst vinnuna
Um síðustu áramót störfuðu um 7.900 manns hjá við-
skiptabönkunum þremur um allan heim. Á þessu ári
hefur starfsfólki verið fækkað skipulega, sérstaklega
hjá Glitni og Kaupþingi. Nú hefur erlenda starfsemin
verið skorin frá og um 450 manns misstu vinnuna hér á
Íslandi þegar nýju bankarnir voru stofnaðir.
Um 150 missa vinnuna
Tæplega átta þúsund manns unnu í viðskiptabönkunum
Nú starfa um 3.050 hjá nýju ríkisbönkunum þremur
% &!'
>,4
#5 #
@@A
#B?,<3:
(
>,4
#5 #
@@A
#B?,0
)*+,
>,4
#5 #
@@A
#B?,
@=
C #5 #9
@=
A
$ 9 8#4#
@@",B?,
@=
+4
#@@"9
@@
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
BÚIÐ er að gera laun tveggja
þeirra þriggja einstaklinga sem
settust nýverið í bankastjórastóla
nýju bankanna opinber.
Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri
Nýja Kaupþings, er með 1.950 þús-
und á mánuði og í gær var tilkynnt
að Birna Einarsdóttir hjá Nýja
Glitni væri með 1.750 þúsund króna
mánaðarlaun.
Laun Elínar Sigfúsdóttur, banka-
stjóra Nýja Landsbankans, eru hins
vegar enn á huldu. Böðvar Jónsson,
aðstoðarmaður fjármálaráðherra og
stjórnarmaður í Nýja Landsbank-
anum, segir að þannig verði það
áfram og að hann eigi ekki von á
því að upplýst verði um þau.
Stjórnirnar ákveða launin
Laun Birnu eru 200 þúsund krón-
um lægri á mánuði en laun Finns.
Þóra Margrét Hjaltested, stjórn-
arformaður Nýja Glitnis, segir það
ákvörðun hverrar stjórnar fyrir sig
hver launin séu. „Launakerfi bank-
anna er ekki nákvæmlega það sama
og það varð að samkomulagi í
stjórninni hjá okkur að hafa þetta
með þessum hætti.“
Finnur segir engar eiginlegar
samningaviðræður hafa átt sér stað
um launin hans. „Stjórnin bauð mér
ákveðin laun og ég gat samþykkt
þau eða hafnað starfinu. Og stjórn-
in starfar í umboði hluthafans sem
er ríkið.“
Allt á að vera uppi á borðum
Aðspurður hvort þessi laun væru
of há sagði Finnur að horfa yrði á
þessa hluti í samhengi.
Í stórum opinberum fyrirtækjum
séu heildarlaun margra stjórnenda,
þegar allar greiðslur eru taldar
með, um tvær milljónir króna. „Hjá
mér er þetta mjög einfalt. Þetta eru
mín mánaðarlaun og ég fæ ekkert
meira. Ef ég fæ stjórnarlaun ein-
hvers staðar þá renna þau til bank-
ans. Ef ákveðið er að ég fái bíl til
umráða á kostnað bankans, sem ég
hef ekki núna, þá lækka launin sem
nemur þeim kostnaði.“
Honum finnst að allt eigi að vera
uppi á borðum þegar kemur að
launamálum stjórnenda í ríkisfyr-
irtækjum. Um það hafi hann og
stjórn Kaupþings verið sammála.
Enda greindi hann fúslega frá laun-
um sínum þegar að því var spurt.
Stjórnarmenn þiggja ekki laun
Þeir sem sitja í stjórnum nýju
bankanna þiggja hins vegar ekki
laun fyrir vinnu sína.
Þóra segir almennu regluna vera
þá að laun stjórnarmanna verði
ákveðin á hluthafafundi. Eini slíki
fundurinn sem haldinn hafi verið
var þegar bankinn var stofnaður og
þar hafi ekki verið tekin ákvörðun
um launin. Hún segir ekki liggja
fyrir hvenær næsti hluthafafundur
Í Nýja Glitni verði haldinn. Eini
hluthafinn í nýju bönkunum er ís-
lenska ríkið. Aðspurður staðfestir
Böðvar að engir stjórnarmenn
hinna nýju bankanna fái greidd
laun.
Áður hefur verið tilkynnt að þeir
sem sitja í skilanefndum bankanna
fái um 265 þúsund krónur á mánuði
fyrir nefndarstörf sín. Skilanefnd-
irnar heyra undir fjármálaráðu-
neytið (FME) og nefndarmenn eru
tímabundnir starfsmenn stofnunar-
innar á meðan þeir starfa í skila-
nefndunum.
Auk launanna eru gerðir verk-
samningar við vinnuveitendur
nefndarmannanna vegna annarrar
vinnu eða álags.
Ekki sömu laun
í bönkunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Neita að upplýsa Nýi Landsbankinn er eini bankinn sem hefur ekki gert
laun bankastjórans opinber.
Mismunandi launakerfi hjá bönk-
unum Stjórnir þeirra þiggja ekki laun
Í HNOTSKURN
»Laun tveggja af þremurbankastjórum nýju bank-
anna hafa verið gerð opinber.
» Ekki stendur til að upp-lýsa um laun þess þriðja,
Elínar Sigfúsdóttur hjá Nýja
Landsbankanum.
» Launin eru ekki sam-ræmd, heldur ákveðin af
stjórnum hvers banka fyrir
sig.
#.
-./ 0
1 &-./2&3(4&' 5 ,
01,!2!3 2
1
D"
1:0@"
'::940@"
+E"
.+#:@F
A
7D
0@"
@=':"
$
"
G)HB
#I' >,3"
6"
4! 1!5!#
1
D1J-
1
DG
#GK>
+:':
>L-':
B?","
!
4 "
0 ! .!5!'
M-1
##M
.'0"
.#@ ,"
&*/
!
.
8
8. 9. :
9.88
9.8
.
8
.88
888.88
9. .88
.88
. .88
:
:
! :@
/
3 5
:N
@
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
O I
I
I
I
O I
I
I
I
I
O I
I
O I
I
I
I
O
I
O
I
I
I
O O I
I
O
I
>,4
9 :@
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
;
9 :9
I
1/
1/
1/
1/
1/
1/
H$P6
H$P$
7.
7 .
Q
Q
H$P
7'P
7.9
7.
Q
Q
;J&
BR
9
7.
7.
Q
Q
>/+
;1P
7 .8
7 .8
Q
Q
H$P8 H$P 7.
7.
Q
Q
● ÚTLIT er fyrir að evrópski seðla-
bankinn muni lækka stýrivexti sína
enn frekar innan tíðar, að því er segir
á fréttavef FT. Hagvaxtarspár fyrir
evrusvæðið eru svartsýnar og verð-
bólga á hraðri niðurleið. Við slíkar
aðstæður sé létt að lækka vexti.
José González-Páramo, stjórn-
armaður í seðlabankanum, sagði í
viðtali við írskt dagblað í gær að hag-
vöxtur færi minnkandi og verðbólgu-
þrýstingur sömuleiðis. Þessir þættir
kæmu nýir inn í útreikninga seðla-
bankans. Gæti seðlabanki Evrópu
því lækkað vexti án þess að auka
verðbólguþrýsting.
bjarni@mbl.is
Frekari vaxtalækkana
að vænta í Evrópu