Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 25
Daglegt líf 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
og sinnti ákveðnum deildum. Á
fyrstu vakt minni var nýfæddur
drengur mjög hætt kominn. Hann er
rómversk-kaþólskur en þar sem ekki
náðist í rómversk-kaþólskan prest í
tíma var ég, lútherski presturinn,
beðinn um að skíra drenginn. Þegar
kom að því að fara með Faðirvorið
uppgötvaði ég að ég kunni það ekki
alveg utan að á ensku. Ég spurði for-
eldrana hvort ég mætti ekki fara með
það á móðurmáli mínu. Það var sjálf-
sagt. Ég fór með það á íslensku hátt
og skýrt og foreldrarnir og hjúkr-
unarfólkið á ensku. Þessi drengur lif-
ir í dag. Þarna sannaðist eins og oft
áður að maður verður að nota það
sem maður hefur og manni er gefið.
Og þó það hafi í þessu tilviki vantað
upp á eitthvað í enskunni þá bless-
aðist þetta allt saman. Maður er bara
yfirleitt ágætur eins og maður er,
það þarf ekkert að sýnast heldur
bara að vera maður sjálfur.
Ég vann líka á stórri sjúkradeild
fyrir eldra fólk. Þar voru hundrað
og tuttugu manns og einungis einn
sjúklingur hafði fótaferð. Þvílíkir
gimsteinar sem þessar manneskjur
voru. Ég sakna þeirra. Maður þurfti
bara að gefa sér og þeim tíma, setj-
ast niður með þeim og vera náung-
anum náungi. Þetta fólk var allt að
horfast í augu við dauðann. Það er
aðeins einn hlutur sem allar mann-
eskjur vita og það er að þær munu
deyja. Ég þakka Guði fyrir að hafa
trú. Fólk bregst mjög misjafnlega
við dauðanum. Það hljómar kannski
einkennilega en ég hef fylgt fólki
sem tekst svo yfirvegað á við dauð-
ann að ég hef gengið af fundi þess
fullur af krafti, þreki og þori. Ég
hugsa núna til Sigurbjarnar Ein-
arssonar biskups sem átti langa og
merkilega ævi og oft tók á hjá hon-
um eins og okkur öllum. Alltaf gaf
hann í framkomu sinni trú, von og
kærleika fram til hins síðasta.
Dauðinn kemur á mismunandi
hátt. Þeir sem greinast með illkynja
sjúkdóma gera sitt besta. Ég hef
kynnst fólki sem sýnir mikið æðru-
leysi og stillingu í návist dauðans.
Fólki sem þekkir lífið og tekur á
móti dauðanum. Það er svo óend-
anlega margt sem maður lærir af
fólki. Við höfum svo margt að gefa
og þiggja hvert af öðru.
Stundum er deyjandi fólk í afneit-
un og aðstandendur sömuleiðis. Oft
er fólk líka að hlífa sínum nánustu.
Svo kemur dauðinn allt í einu. Ég
hef verið í þeim sporum að jarð-
syngja fermingarbörn, unga sam-
starfsmenn mína, unga foreldra eða
lítil börn. Því fylgir ósegjanlega
mikil sorg að kveðja og það er sama
hver á í hlut. Sorg er alltaf sorg.
Það er heldur ekki hægt að lýsa
því hvernig manni líður þegar mað-
ur stendur á húsdyratröppum í
Grafarvoginum í hádeginu og hring-
ir bjöllunni hjá manneskju sem hef-
ur misst ævifélaga og foreldri barna
sinna. Viðkomandi opnar, á von á
vinum sínum í hádegismat og sér
mann með prestakragann um háls-
inn. Viðkomandi heldur að maður sé
að spauga. Maður er kominn til að
segja viðkomandi að makinn sé lát-
inn.
Það er líka erfitt að lýsa því
hvernig manni líður þegar maður
þarf að hringja út á sjó og segja
sautján ára gömlum unglingi að
hann hafi misst móður sína. En
sorgin er ekki mín heldur er sorgin
þeirra sem hafa svo mikið misst. En
fólk treystir mér til að vera með því
í sorginni. Þvílík gjöf að vera treyst
og treysta!“
Guð hefur húmor
Hvernig er að tala við fólk sem
hann. Ég veit ekki hvort samtalið
við mig hjálpaði honum en það
hjálpaði mér heilmikið að tala við
hann.“
Kemstu hjá því að taka hluti inn á
þig?
„Auðvitað tek ég hluti inn á mig.
En maður lærir ákveðnar aðferðir. Í
ástandi eins og ríkir núna er mik-
ilvægt að muna eftir grunnregl-
unum í álagi, það er að biðja, borða,
sofa og hreyfa sig. Líkaminn og and-
inn verða að hafa jafnvægi. Hver um
sig verður að átta sig á því hvað
hjálpar honum. Sumir lesa góða bók.
Aðrir hlusta á tónlist. Mín aðferð er
að hlaupa um götur Lundúna með
iPhoninn og tæma hugann og tala
við Guð.
Eina sögu þreytist ég aldrei á að
segja og ég held að boðskapur henn-
ar sé mikilvægur á tímum eins og
þessum. Þú ert farþegi í flugvél
ásamt barni þínu. Flugstjórinn seg-
ir: „Við þurfum að fara úr 30.000 fet-
um í 10.000 fet á örskömmum tíma.“
Hvernig bregstu við? Seturðu súr-
efnisgrímuna fyrst á þig eða barnið
sem situr við hlið þér? Þú setur hana
á þig til að geta hjálpað barninu.
Skilaboðin í þessari sögu eru þau að
þú verður að hlúa að eðlilegum þörf-
um þínum til að geta sinnt öðrum.
Svo megum við ekki gleyma að það
er svo margt skemmtilegt og undur
fallegt í lífinu. Og Guð hlýtur að hafa
húmor fyrst hann skapaði okkur.“
Morgunblaðið/Kolla
» „Fólk er kvíðið og mörgum líður illa þótt þaðhafi ekki verið búsett á Íslandi lengi. Ég er
fyrst og fremst að sýna nærveru og kærleika eins
og mér ber. Það að vera prestur er ekki starf, það
er lífsmáti.“
veit að það er að deyja en trúir ekki
á Guð?
„Ég man alltaf eftir eðl-
isfræðiprófessor í Ameríku sem var
þekktur fyrir rannsóknir sínar og
skoðanir. Hann var sjúklingur á
spítalanum þar sem ég var í starfs-
námi. Hann átti stutt eftir og starfs-
fólki fannst hann orðinn meyr. Ég
var spurður hvort ég gæti bankað
upp á hjá honum af því hann væri
greinilega einmana og liði illa. Um
leið var mér sagt að hann tryði ekki
á Guð. Ég fór inn til hans og var
frekar stressaður og fékk frá honum
ógleymanlegt kankvíst bros. Það
sést svo mikið í andliti fólks og aug-
um hvort það leyfir manni að koma
inn fyrir skel þess. Mér fannst ég
finna að hann væri tilbúinn til þess
að hleypa mér að sér. Ég sagði við
hann að hjúkrunarfólkið hefði
áhyggjur af því að honum liði illa og
spurði hann hvort það væri rétt.
Hann leit á mig og sagði: „Ég þakka
þér fyrir hreinskilnina. Ég er mjög
einmana og mér líður ekki vel.“
„Ertu hræddur við dauðann?“
spurði ég. „Já, ég er hræddur við
dauðann,“ svaraði hann. „Ég skil,“
sagði ég. Við töluðum saman eins og
tvær manneskjur sem ná sambandi
hvor við aðra og sýna kærleik og
skilning. Í lokin spurði ég hvort ég
mætti biðja upphátt. „Það mun
sennilega ekki skaða,“ sagði hann og
brosti sönnu brosi. Daginn eftir dó