Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 26
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Áherslan í vetrarförðuninniliggur í dökkri augnaum-gjörð að sögn Hörpu Haraldsdóttur, snyrtifræðings og vörumerkjastjóra Yves Saint Laurent hjá Halldóri Jónssyni. „Tískan gengur alltaf í hringi og nú eru litirnir farnir að dekkj- ast á nýjan leik og þessi svokall- aða „smokey“ augnmáling er komin aftur,“ segir Harpa. Þeg- ar svo sterk áhersla er lögð á augun er vörunum yfirleitt hald- ið frekar hlutlausum. 26 Daglegt lífTÍSKA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Harpa notaði fjólubláu litapallettuna Colour Harmony nr. 4 á Her- dísi Jónsdóttur. Ljósasti litinn notar hún í augnkrókinn og á augn- beinið. Örlítið skærari litur er síðan settur á miðsvæðið og dekkri litur loks notaður til að skyggja augnlokin við út- jaðrana. Hún rammar að því loknu augnumgjörðina inn með svörtum „eye-liner“ pensli og maskara, en heldur vör- unum hlutlausum. Sterk augnumgjörð Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Við opnuðum fyrstu búðinaokkar á Laugaveginum ár-ið 1993 en það var VeroModa sem var í raun fyrsta fataverslunin á Íslandi sem var með ódýrar vörur. Enda varð allt brjálað og biðröð langt út á götu,“ segja syst- urnar Helga og Marta Árnadætur sem nýlega opnuðu sína tíundu versl- un á Reykjavíkursvæðinu, verslunina Selected í Smáralind. „Fólk var alveg gapandi yfir þessu brjálæði að opna nýja búð, nú þegar kreppan hellist yfir okkur. En við vorum löngu farn- ar af stað með undirbúning fyrir opn- un þessarar verslunar. Þegar við vor- um að brjóta niður veggi og gera klárt í nýju búðinni, þá brast á með kreppu og auðvitað fengum við hnút í magann. En við eigum líka von á því að fólk sæki meira í lágverðsversl- anir á samdráttartímum.“ Systurnar voru forsjálar í sumar og fjárfestu í dönskum krónum. „Það kemur sér vel, því við kaupum allt inn frá Dan- mörku. Við getum því alveg leyst út jólavörurnar og það verður enginn vöruskortur hjá okkur.“ Dætur verslunarkonu Tíu ár eru á milli þeirra systra. Marta fæddist í Svíþjóð á meðan fað- ir hennar var þar í læknanámi en þegar hún var sex ára fluttist fjöl- skyldan heim til Íslands og settist að á Akranesi. „Ég fæddist því á Skag- anum fjórum árum eftir heimkom- una og við ólumst þar upp,“ segir Helga en Árni faðir þeirra var yf- irlæknir á Akranesi. „Mamma okkar, Margrét Jóns- dóttir, hefur alla tíð verið mjög virk og hugmyndarík kona. Á uppvaxt- arárum okkar skapaði hún sér vinnu á Akranesi með því að opna þar verslunina Valbæ. Þar seldi hún snyrtivörur og fatnað. Hún opnaði líka fyrsta skyndibitastaðinn á Akra- nesi sem hét Glóðin, en það þótti nú ekkert sérstaklega fínt að lækn- isfrúin stæði innan við borðið og steikti hamborgara, en hún lét það ekki stoppa sig.“ Margrét var með verslanirnar Sonju í Suðurveri og Taxi í Kringlunni í gamla daga og systurnar ólust því upp við versl- unarrekstur. „Okkur fannst skemmtilegt að standa við kassann í búðunum og setja pening í hann. Við vorum líka alltaf að pakka inn og ég pakkaði einu sinni öllu í herberginu mistökum og kunnum þetta orðið nokkuð vel. Það er eins og hver ann- ar ævintýraheimur að standa í versl- unarrekstri og okkur finnst alltaf gaman í vinnunni. Það endist enginn í þessu nema hafa brennandi áhuga. Við stöndum líka við búðarborðið og afgreiðum ef á þarf að halda, enda verðum við að vita hvað viðskiptavin- irnir vilja. Mér finnst reyndar lang- skemmtilegast að afgreiða í búð- unum,“ segir Helga. Ólíkar en góðar saman Marta segir að þær systur séu mjög ólíkar en að þær bæti hvor aðra upp. „Við erum bestu vinkonur og eiginlega er ótrúlegt hvað við erum góðar saman þegar tekið er tillit til þess að við erum nánast alltaf sam- an.“ Eins og gefur að skilja er mikil vinna í kringum svona mikinn rekst- ur og starfsmannahaldið er þar stór hluti, en þær eru með um sjötíu manns í vinnu, ef með er talið allt aukafólkið. Þær hafa brugðist við óróanum í þjóðfélaginu með sínum hætti. „Við tókum þá ákvörðun að leggja okkur allar fram við að halda verði á okkar vörum eins neðarlega og hugsast getur meðan á „fárviðr- inu“ stendur. Verðhækkanir hafa verið mjög litlar og það hefur ekki farið framhjá viðskiptavinum okkar og þeir hafa svo sannarlega verið ósparir að tjá okkur ánægju sína. Það hefur verið okkur mikil hvatning og með hjálp birgja okkar þá munum við halda okkur við þessa verðstefnu áfram,“ segja systurnar sem ætla í lok mánaðarins óbangnar að halda upp á fimmtán ára afmæli sitt í versl- unarrekstri. Systur láta kreppu ekki draga úr sér kraft Árið 1993 opnuðu syst- urnar Helga og Marta Árnadætur sína fyrstu fataverslun. Sú átti held- ur betur eftir að slá í gegn. Þær opna nú nýja verslun og segja engan vöruskort verða hjá sér. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstíga systur Helga og Marta Árnadætur í Selected. „Við erum búnar að læra af alls konar mistökum og kunnum þetta orðið nokkuð vel,“ segja þær. Augnumgjörðin dökk í vetur „Þeir hjá Yves Saint Laurant hafa alltaf verið þekktir fyrir að vera djarfir í litanotkun og þora að setja saman ólíkar litasam- setningar,“ segir hún um einkar líflegar augnskuggapallettur þessa vetrar. Ekki þola þó allar konur mjög sterka augnförðun og segir Harpa því best að dekkja augn- farðann smám saman – lag fyrir lag. „Það er best að prufa sig einfaldlega áfram og finna hvað maður þolir. Stundum er líka gott að hafa í huga að minna get- ur verið meira, enda er auðveld- ara að byggja litina upp en að draga úr þeim eftir á.“ M or gu nb la ði ð/ F ri kk i Litríki Wood Tones og Rose Tones augnskuggar frá Shisheido. Dulúð Silver Look augnskuggar frá Dior og Diorshow Iconic maskari. Verslanir Mörtu og Helgu: Vero Moda Only Jack and Jones Selected Vila Name it Outfitters Nation mínu inn í pappír í svefni,“ segir Helga og hlær. Það má því ljóst vera að þær hafa verið sofandi og vakandi yfir verslunarrekstri allt frá barn- æsku. Alltaf sami birgirinn „Mamma byrjaði að versla við Danann Troels Holch Povlsen fyrir þrjátíu árum, þegar ég var fimm ára og Marta fimmtán,“ segir Helga og bætir við að Troels hafi stofnað Best- seller sem er móðurfyrirtæki allra þeirra tíu verslana sem þær systur eru með á Íslandi í dag. „Við höfum því í þau fimmtán ár sem við erum búnar að vera í verslunarrekstri, verslað við þennan eina birgi, þó svo að í búðunum okkar fáist ólíkar vörur.“ Verslanir þeirra systra eru allar í Smáralind og Kringlunni og sumar þeirra á báðum stöðum. Þær segja reynslu undanfarinna fimmtán ára hafa verið dýrmæta. „Við erum bún- ar að læra af allskonar Líflegar litasamsetningar Yves Saint Laurent Colour Harmony augnskuggapal- lettur nr. 4, 5 og 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.