Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 29
Forvarnahús að ís- lenskri fyrirmynd Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þetta var mikill heiður ogánægjulegt í alla staði,“segir Herdís Storgaard,forstöðumaður Forvarna- húss Sjóvár. „Austurríkismenn eru að gera góða hluti í þessum málum. Þeir miða sitt forvarnarhús fyrst og fremst við fræðslu fyrir börn og hús- ið stendur á lóð sjúkrahúss í Graz. Öllum foreldrum barna sem koma á slysavarðstofuna er boðið að koma við í húsinu og fá fræðslu um örygg- ismál á heimilum.“ Tvær íbúðir og tölvuforrit Herdís segir að þegar Sjóvá hafi verið að móta hugmynd að verkefni undir nafninu Öruggasta heimilið, þá hafi hún séð fyrir sér að sniðgt væri að setja upp varanlegt heimili í forvarnahúsinu sem notað væri til sýnikennslu. „Ég leitaði til forsvarsmanna IKEA um styrk til verkefnisins, því ég hafði heyrt að fyrirtækið hefði verið að styrkja slysavarnir barna annarsstaðar í heiminum. Þetta var auðsótt mál og IKEA kostaði að fullu innréttingar á tveimur íbúðum í forvarnahúsinu okkar. Önnur íbúðin miðast við fræðslu fyrir eldri borg- ara en hin er fyrir foreldra með ung börn. Auk þess vann IKEA fyrir okkur tölvuforrit sem er á vefnum okkar, þar sem fólk getur skoðað íbúðirnar og öryggisatriði sem hafa þarf í huga á heimilum.“ Öllum leist vel á íslensku leiðina Herdís situr fyrir Íslands hönd í sérfræðinefnd um slysavarnir barna á vegum Evrópska efnahagssvæð- isins. „Þar er ég í stýrihóp sem starfar að því að reyna að koma öllum lönd- um innan sambandsins til að vinna skipulega að slysavörnum barna. Þar þurfti ég að kynna hvað væri í gangi hér á Íslandi í þessum málum og þegar ég sagði þeim frá forvarna- húsinu okkar með íbúðunum tveim, þá leist öllum vel á það. Austurrík- ismenn fóru að okkar ráðum og leit- uðu til IKEA sem styrkti þá um 60% í að innrétta kennsluíbúð í nýja for- varnahúsinu þeirra í Graz, en Rík- isstjórnin þar í landi fjármagnaði aftur á móti byggingu hússins sjálfs.“ Dauðaslysum barna hefur fækkað Fyrrnefndur stýrihópur sem Her- dís situr í, hélt fund á Íslandi og hún fór að sjálfsögðu með fólkið í for- varnahús Sjóvár og segir alla hafa verið yfir sig hrifna. „Þetta smitar út frá sér og nú eru Möltubúar áfjáðir í að fara út í það að reisa heildar- forvarnahús. Gefin hafa verið út leyfi fyrir því að þeir noti hugmynd- ina að vefnum okkar hér í Forvarna- húsi Sjóvár. Nú er verið að vinna í því að pressa á Evrópusambandið að opna svona upplifunar- og fræðslu- setur í öllum Evrópulöndunum.“ Slysavarnaverkefni barna á Ís- landi, Árvekni, var alfarið hugmynd Herdísar og Ólafs Gísla barnalækn- is, en það er einnig notað sem fyr- irmynd að þeim verkefnum sem Evrópubandalagið vinnur nú við að setja upp í öllum löndum sínum. „Enda er árangurinn eftirtekt- arverður, okkur hefur tekist að fækka dauðaslysum á börnum um 50 prósent hér á landi, sérstaklega hef- ur það verið í fyrirbyggjandi aðgerð- um sem snúa að drukknun barna.“ „Við erum auðvitað rosalega stolt af því að fyrirmyndin að þessu flotta forvarna- húsi í Graz hafi verið sótt til okkar. Austurríkismenn fengu hugmyndina að upp- stillingu og áherslum í sínu nýja húsi, frá okkur hér í Forvarnahúsi Sjóvár,“ segir Herdís Storgaard, forstöðumaður hússins, en hún var viðstödd opnun fyrrnefnds húss í Graz í Austurríki í lok september. Stolt Herdís Storgaard forstöðumaður Sjóváforvarnarhússins er að vonum ánægð með að leitað sé til Íslands eftir fyrirmyndum að slíkum húsum í Evrópu. Morgunblaðið/G.Rúnar Glæsilegt Forvarnahúsið í Graz í Austurríki er vel heppnað í alla staði og fjöldi manns var við opnunina. Í HNOTSKURN » Allra fyrsta forvarnahúsiðí heiminum var opnað í Ástralíu um 1990 og var það fyrst og fremst miðað við fræðslu til foreldra um slysa- varnir barna. » Forvarnahús Sjóvár varopnað árið 2006 og var í fyrstu mjög umferðartengt, með veltibíl, beltasleða, árekstravog og fleiri tækjum til að kenna betri umferð- armenningu. » Núna eru þar einnig tværfullinnréttaðar íbúðir sem ætlaðar eru til fræðslu vegna öryggismála í heimahúsum. www.forvarnahusid.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Skálarnar frá þýska fyrirtækinu Rösle eru fallegar og endingargóðar en fyrirtækið hefur framleitt hágæða eldhúsáhöld úr ryðfríu stáli í nær hundrað ár. Rösle leggur mikla áherslu á gæði og stílhreina hönnun. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Stál í stál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.