Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Við Drekkingarhyl Listamaðurinn sækir innblástur í töfra gamla þingstaðarins og fangar Drekkingarhyl og sérkennilegt umhverfi hans. Á næsta leiti er Peningagjá. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra upplýstu fréttamenn um efnahagsstöðuna í Ráðherrabústaðnum í gær. Golli Ragnar Geir Brynjólfsson | 24. október Þarf aukna ímynd- arvitund í barnatímum RÚV Sjónvarps? Eitt af þeim atriðum sem RÚV – Sjónvarp á hrós skilið fyrir eru góðir barnatímar. Þar hafa margar skemmtilegar persónur bæði raunveru- legar og leiknar stigið á stokk og skemmt börnum landsins síð- ustu áratugina með söng, sögum og fróðleik. Þetta er þarft starf og nauðsyn- legt enda er mælt fyrir um það í lögum um RÚV en þar segir í 6. grein: „6. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi sem sjónvarpi. [1]“ Þó ég sé ekki sammála því að það sé hlutverk ríkisútvarps að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri þá er síðari hluti málsgreinarinnar vel við hæfi. En það er eitt atriði sem hefur vald- ið mér nokkrum áhyggjum í gegnum árin en það er ímynd þeirra barna sem koma fram í barnatímanum. Oft eru þetta ljós- hærð börn og gjarnan stúlkur. Það þyrfti að hyggja að því að í hópi áhorfenda eru ungir þeldökkir Íslendingar og það er mikilvægt að þeir eigi sína fulltrúa líka ... Meira: ragnargeir.blog.is Kristinn Halldór Einarsson | 24. okt. Foreldrar blindra og sjónskertra barna! ... Á þeim tímum sem nú fara í hönd er mikilvægt að halda því til haga að það er ekki valkostur í stöðunni að láta ástandið í efnahagsmálum þjóð- arinnar bitna á þeim úr- ræðum sem verið er að byggja upp fyrir blind og sjónskert börn. Sú vinna verður að halda áfram og tryggja verður að þessum börnum sé gert kleift að fylgjast að með jafnöldrum sínum í skólakerfinu og njóta þeirra grundvallar-mannrétt- inda sem kveðið er á um bæði íslenskum lögum og alþjóðasáttmálum sem Ísland á aðild að. Meira: kristinnhalldor.blog.is Sigurborg Kristín Hannesdóttir | 24. október Brýnt framtak ... Á mörgum sviðum þjóðfélagsins verða á næstunni teknar ákvarð- anir um framtíðarsýn, forgangsröðun verkefna og fjármuna. Mikilvægt er að almenningur og þeir hagsmunaaðilar sem þessar ákvarðanir hafa áhrif á eigi kost á að taka þátt í þeirri umræðu og að tekið verði tillit til þess sem fólk hefur fram að færa. Þar þarf að vanda til verka og „þátttaka al- mennings“ er ákveðið fag sem byggir á vönduðum vinnubrögðum. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það frekar geta m.a. kíkt á vefinn http://ildi.is/is/hvad- gerum-vid/samvinna/ Meira: sigurborgkrhannesdottir.blog.is UNDANFARNAR vikur hafa peninga- markaðssjóðir bank- anna verið töluvert í umræðunni, enda ekki furða þar sem algerlega óljóst er hver er fjár- hagsleg staða þeirra mörg þúsund einstak- linga og fyrirtækja sem áttu og eiga enn hlut- deildarskírteini í sjóð- um bankanna. Peningamark- aðssjóðir bankanna hafa verið kynntir sem örugg ávöxtunarleið eða jafnvel nokkurs konar „sparnaður“ sem jafngildi innlánsreikningi í banka. Vegna þessa hefur hinn al- menni sparifjáreigandi trúað því og treyst að óhætt sé að fjárfesta í sjóð- unum. Að öllu óbreyttu er hins vegar ljóst að eign sjóðsfélaga muni skerð- ast. Hversu mikil skerðingin verður er ekki hægt að segja til um að svo stöddu, enda óljóst hvaða eignir eru undirliggjandi í ákveðnum sjóðum. Viðskiptaráðherra hefur ítrekað að lögð verði áhersla á að tryggja eignir sjóðsfélaga og að verið sé að skoða leiðir til þess að lágmarka skaðann. Reglur um peninga- markaðssjóði Peningamarkaðssjóðir bankanna lúta ákvæðum laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði og þeim reglum sem viðkomandi banki setur sjóðnum. Í reglum pen- ingamarkaðssjóðs Landsbankans, en sjóðurinn er rekinn af Landsvaka sem er dótturfélag bankans, segir meðal annars að sjóðurinn skuli fjár- festa í vel tryggðum skammtíma- verðbréfum, einkum ríkis- og banka- tryggðum víxlum og skuldabréfum, víxlum og skuldabréfum sveitarfé- laga og öðrum vel tryggðum verð- bréfum. Þar er einnig að finna yfirlit yfir fjárfestingarflokka sjóðsins og hvaða heimildir sjóðurinn hefur til að fjárfesta í hverjum flokki fyrir sig. Samkvæmt yfirliti frá Landsbank- anum frá 6. október síðastliðnum voru innlán 29,2%, skuldabréf fjár- málastofnana 31% og önnur skulda- bréf 39,8%. Í eignasafni sjóðsins eru hins vegar engin verð- bréf eða kröfur með ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga. Það vek- ur vissulega athygli að stærsti hluti fjárfest- inga sjóðsins, tæp 40%, eru í fjárfestingar- flokki sem nefndur er „önnur skuldabréf“. Það er því óljóst hverj- ir eru stærstu skuld- arar sjóðsins og erfitt að átta sig á raunveru- legu verðmæti eignar- safnsins. Ég hef beint þeirri fyr- irspurn til framkvæmdastjóra Landsvaka hverjir séu stærstu skuldarar sjóðsins en mér hafa ekki verið veittar upplýsingar um það. Peningamarkaðssjóður Glitnis (sjóður 9) hefur sambærilega fjár- festingarstefnu og sjóður Lands- bankans. Í upplýsingablaði bankans um sjóðinn frá 1. október 2008 kem- ur meðal annars fram að stefna sjóðsins sé að eignasamsetning hans skuli taka mið af eignasafni sem hafi að geyma 20% ríkisskuldabréf, 70% bankabréf, víxla og innlán, 10% skráð skuldabréf fyrirtækja og 0% önnur skuldabréf. Líkt og í peninga- markaðssjóði Landsbankans eru engin ríkisskuldabréf í sjóði 9 hjá Glitni þrátt fyrir framangreinda stefnu um að 20% af heildareignum sjóðsins skuli vera í slíkum bréfum. Það vekur jafnframt athygli að skráð skuldabréf nema 23% af heildar- eignum enda þótt stefnan hafi verið sú að slík bréf skuli einungis nema 10% af heildareignum. Önnur skuldabréf eru 18% þrátt fyrir stefnu sjóðsins um að engin slík bréf skuli vera í eignarsafni hans. Í út- boðslýsingu sjóðsins kemur meðal annars fram að sjóðurinn muni leit- ast við að halda skuldaraáhættu og vaxtaáhættu í lágmarki. Stærstu skuldarar sjóðsins eru Glitnir banki, Baugur Group, Straumur, Exista og Kaupþing banki. Þrátt fyrir framangreind eignar- hlutföll sjóðanna er hæpið að telja að sú skipting gangi í berhögg við lög um verðbréfasjóði og fjárfesting- arsjóði og reglur sjóðanna um leyfi- lega hámarkseign í hverjum fjárfest- ingarflokki. Þá er rétt að geta þess að Fjármálaeftirlitið hefur staðfest að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi ekki fjárfest í hlutabréfum og að engin hlutabréf sé að finna í núver- andi eignasafni þeirra. Peningamarkaðssjóðir eru ekki tryggðir með sama hætti og inn- stæður á bankareikningum skv. lög- um nr. 98/1999 um innstæðutrygg- ingar, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar um að innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verði tryggðar að fullu. Tryggingarsjóður innstæðueigenda tryggir því ekki markaðsverðmæti peningamark- aðssjóða þar sem verðmæti þeirra ræðst af verði undirliggjandi eigna. Með nýsamþykktum lögum um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjár- málamarkaði o.fl. var 9. gr. laga um innstæðutryggingar breytt þannig að innstæður verðbréfasjóða, fjár- festingarsjóða, fagfjárfestasjóða, líf- eyrissjóða eða annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu skuli ekki undanskildar þeim innstæðum sem lögunum er ætlað að tryggja. Það fer því eftir hlutfalli innlána í hverjum sjóði fyrir sig hversu mikið af heild- areign hans er tryggð samkvæmt lögum um innstæðutryggingar. Réttarstaða sjóðsfélaga En hver er réttarstaða sjóðsfélaga peningamarkaðssjóða að því gefnu að fjárfestingar sjóðanna séu innan ramma framangreindra laga um fjárfestingarsjóði og reglna sem um þá gilda? Telja verður að það velti að miklu leyti á einstökum fjárfest- ingum viðkomandi sjóða og hver sé útgefandi þeirra skuldabréfa sem sjóðirnir hafa keypt. Með hliðsjón af svokölluðu „krosseignarhaldi“ félaga er líklegt að stærstu skuldarar sjóð- anna séu eigendur þeirra með bein- um eða óbeinum hætti og því hugs- anlega um óeðlileg viðskipti að ræða. Það verður afar fróðlegt að sjá hvaða eignir eru í þeim hluta peningamark- aðssjóðs Landsbankans sem nefndur er „önnur skuldabréf“. Er hugsan- legt að stærstu skuldarar sjóðsins séu í raun eigendur hans með óbein- um hætti í gegnum félög eins og Samson eignarhaldsfélag og Straum- Burðarás? Stærstu skuldarar í sjóði 9 hjá Glitni eru meðal annars Glitnir banki og Baugur Group. Stoðir hf., sem nú er komið í greiðslustöðvun, var stærsti eigandi Glitnis banka og Baugur Group er stærsti eigandi Stoða hf. Stærstu skuldarar pen- ingamarkaðssjóðs Kaupþings eru meðal annars Kaupþing banki og Spron, en Kaupþing banki og Arion, sem er dótturfélag Kaupþings banka, eru meðal stærstu hluthafa í Spron. Þá ber einnig að líta til þess hvernig og með hvaða hætti viðkom- andi fjárfesti var ráðlagt að koma sparifé sínu fyrir í peningamark- aðssjóði. Án frekari skoðunar á hverju einstöku tilviki fyrir sig er ótækt að fullyrða hvort ráðleggingar starfsmanna bankanna hafi verið rangar eða séu saknæmar á einhvern hátt. Því hefur verið haldið fram að við innlausn úr sjóðum bankanna skuli gæta jafnræðis meðal allra sjóðs- félaga, óháð því hvar viðkomandi að- ili eigi hlutdeildarskírteini. Fyrir þeirri niðurstöðu er ekki að finna lagastoð. Verði hins vegar gripið til aðgerða af hálfu ríkisvaldsins er hugsanlegt og jafnvel réttlætanlegt, miðað við fyrri aðgerðir, að jafnræði sjóðsfélaga allra peningamark- aðssjóða verði haft að leiðarljósi. Ríkisvaldið hefur óbeint komið að slíkri aðgerð í Glitni banka áður en skilanefnd á vegum Fjármálaeftir- litsins kom til skjalanna, en bankinn keypti skuldabréf Stoða hf. út úr sjóði 9 eftir að ríkið ákvað að leggja Glitni banka til aukið hlutafé gegn 75 prósenta eignarhlut í honum. Hvernig sem á málin er litið tel ég að stjórnvöldum beri að tryggja að skerðing eigenda hlutdeildar- skírteina í peningamarkaðssjóðum verði sem minnst enda er ljóst að verði skerðingin mikil getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Vonandi tekst stjórnvöldum að finna leiðir til þess að lágmarka skaðann sem sjóðsfélagar verða fyrir. Eftir Jóhann H. Hafstein » Tryggingarsjóður innstæðueigenda tryggir því ekki mark- aðsverðmæti peninga- markaðssjóða þar sem verðmæti þeirra ræðst af verði undirliggjandi eigna. Höfundur er lögmaður hjá ERGO lögmönnum. Peningamarkaðssjóðir – hvað hefur farið úrskeiðis? Jóhann H. Hafstein BLOG.IS Stefán Friðrik Stefánsson | 24. október Talað við þjóðina – þung skref fyrir Íslendinga Eftir mikla óvissu alla þessa viku er gott að Geir og Ingibjörg eru loksins farin að tala við þjóðina hreint út og geta sagt betur hver staðan er. Skýr svör og alvöru yfirsýn yfir stöðuna hefur vantað. En þetta eru þung skref. Að fara til IMF er ekkert gleðiefni og engum hefði órað fyr- ir því fyrir nokkrum árum að svona myndi fara. En við eigum ekkert annað úrræði í stöðunni og verðum að leita eft- ir hjálp. Þetta er erfitt fyrir stolta þjóð sem hefur talið öðrum trú um að hún sé í fararbroddi í heiminum. En vonandi birtir upp um síðir. ... Meira: stebbifr.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.