Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Á UNDANFÖRN- UM áratug hefur náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna færst í vöxt í samræmi við þá þjóðfélagsþróun að fólk þarf að auka og halda við þekkingu og hæfni sinni til að vera samkeppnishæft á vinnumarkaði. Í takt við þessa þró- un var m.a. lögð áhersla á aukn- ingu náms- og starfsráðgjafar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007. Hér á landi býðst fullorðnum náms- og starfsráðgjöf m.a. á veg- um símenntunar- og fræðslu- miðstöðva, skrifstofu Vinnu- málastofnunar, Námsflokka Reykjavíkur, Iðunnar – fræðsluset- urs og Mímis – símenntunar. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hef- ur einnig skipulagt námskeið fyrir fulltrúa stéttarfélaga og fyrirtækja sem vilja taka að sér að kynna þá möguleika sem felast í náms- og starfsráðgjöf. Ástæða er til að vekja athygli á þessari þjónustu og hvetja fólk til að nýta sér hana. Á fáum vikum hafa skapast að- stæður á vinnumarkaði sem munu hafa gríðarlegar breytingar í för með sér á störfum margra. Þessar aðstæður geta leitt til þess að fólk þurfi að hverfa frá störfum og/eða fara í nám til að efla þekkingu og hæfni sína. Þetta kallar á styrk af hálfu hvers og eins til þess að standast kröfur sem til hans eru gerðar og til að finna út hvaða skref á starfsferlinum eru til hags- bóta. Í fjölmörgum erlendum rann- sóknum hefur verið sýnt fram á að náms- og starfsráðgjöf hefur jákvæð áhrif á þróun náms- og starfsferils einstaklings. Stjórnvöld vinnu- mála verða sífellt að vera vakandi fyrir breytingum á vinnu- markaði. Breytingar í atvinnulífinu kalla á starfsfólk með hæfni til að takast á við ný viðfangsefni. Endur- menntun og þjálfun gegna hér lyk- ilhlutverki og þar koma náms- og starfsráðgjafar við sögu. Þeir búa yfir þekkingu á þörfum atvinnulífs- ins í nútíð og næstu framtíð og veita leiðsögn sem leiðir ein- staklinginn á þann stað í samfélag- inu sem hentar þekkingu og hæfni hans best. Náms- og starfs- ráðgjafar starfa innan formlega skólakerfisins, á grunn-, framhalds- og háskólastigi. Þeir starfa einnig á vinnumálastofnunum sem eru starf- ræktar um allt land, símenntunar- og fræðslumiðstöðvum og innan fyrirtækja í opinberum geira eða í einkarekstri. OECD og Evrópubandalagið hafa lagt mikla áherslu á náms- og starfsráðgjöf því talið er að hún sé nauðsynlegur þáttur í þekking- arþjóðfélaginu og stuðli að hag- vexti. Fræðsla um nám og störf getur gefið ungu fólki forskot í að afla sér grunnþekkingar og hæfni sem það þarfnast á leið sinni til farsæls náms- og starfsvals. Í sumar voru samþykkt ný grunn- og framhaldsskólalög þar sem fram kemur að allir nemendur grunn- og framhaldsskóla skuli eiga rétt á náms- og starfsráðgjöf. Nú blasir við það verkefni að tryggja nemendum þann rétt. Öfl- ug náms- og starfsráðgjöf getur ráðið miklu um að nemendur geri raunhæfar áætlanir um náms- og starfsval. Því er mjög brýnt að móta heildstæða stefnu í náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfs- fræðslu fyrir grunn- og framhalds- skóla. Auka þarf markvissa náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfsfræðslu innan skólastiganna þriggja og úti á vinnumarkaðnum. Aðgengi að upplýsingum um þróun vinnumarkaðar og framtíðarhorfur samhliða upplýsingum um framboð menntunar er einn af grunnþáttum í náms- og starfsvali einstaklinga. Samkvæmt lögum um vinnumark- aðsaðgerðir kemur fram að Vinnu- málastofnun skuli kanna reglu- bundið mannaflaþörf og framtíðarhorfur í atvinnugreinum þannig að meta megi atvinnumögu- leika námsmanna eftir námsleiðum og efla ráðgjöf við nemendur í framhalds- og háskólanámi. Í því sambandi er mikilvægt að stjórn- völd hugi að gerð heildarupplýs- ingakerfis um nám og störf hér- lendis. Mannauður er dýrmætasta auð- lind hvers þjóðfélags. Til að ein- staklingar og atvinnulíf geti þrifist og vaxið þarf menntun og mann- auður að kallast á. Náms- og starfsráðgjöf er mikilvægt tæki til að aðstoða og hvetja fólk til að bæta stöðu sína hvað varðar nám og störf. Náms- og starfsráðgjöf – nauðsynlegur þáttur Ágústa E. Ingþórs- dóttir skrifar um mikilvægi starfs- ráðgjafar » Til að einstaklingar og atvinnulíf geti þrifist og vaxið þarf menntun og mannauður að kallast á. Ágústa E. Ingþórsdóttir Höfundur er formaður Félags náms- og starfsráðgjafa ÞEIR sem hafa val- ið sér það hlutskipti að starfa með öldr- uðum á Íslandi eru al- mennt mjög ánægðir í sínu starfi. Þeir njóta þar þeirrar ánægju að hafa með að gera fólk, aldraða ein- staklinga sem eru upp til hópa duglegir, jarðbundnir og æðrulausir enda hafa þeir kynnst misjöfnum aðstæðum og komist fram úr ýmsu því sem okkur yngra fólkinu kann að vaxa í aug- um. Það er stundum sagt að við hin yngri eigum þeim sem nú eru orðnir aldraðir margt að þakka. Þeir hafi byggt upp það þjóðfélag sem við höfum notið ávaxtanna af. Þeir eigi aðeins það besta skilið þegar aldur færist yfir og við séum siðferðislega skyldug til að sjá fyrir aðstoð, umönnun og skjóli þegar þeir þurfa þess með. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ellinni fylgja oft ýmsir sjúkdómar og áföll. Þegar slíkt dynur yfir kemur heilbrigðiskerfið til sögunnar. Á öldrunarsviði LSH er mikið starf unnið við að takast á við afleiðingar sjúkdóma og áfalla sem aldraðir hafa orðið fyr- ir. Stundum er heilsubresturinn of mikill til að viðkomandi eigi möguleika á að útskrifast heim aftur og þá verður stofnun sem getur séð fyrir hjúkrun og umönnun næsti kost- ur. Endurhæfing aldraðra skilar samt sem áður oft góðum árangri og margir sem leggjast inn á sjúkrahús ná aftur góðri heilsu og færni. Fyrir þá sem eru taldir eiga möguleika á sjálfstæðu lífi heima eru ýmsir kostir í boði. Heima- hjúkrun og heima- þjónusta sveitarfélag- anna býður aðstoð við lyfjatöku, böðun, þrif og þvotta og einnig er hægt að fá sendar máltíðir heim fyrir þá sem þess óska. Hægt er að fá aðstæður heima metnar og kannað hvaða hjálpartæki geti létt daglegt líf. Á Reykjavíkursvæðinu og víðar eru starfandi dagdeildir þar sem ýmis afþreying, þjálfun og þjónusta er í boði og fólk er sótt heim og skilað heim aftur í bíl að dyrum. Mögulegt er víða að fá frá sveitarfélögunum akstur til að nýta félagsstarf þjónustu- miðstöðva og þá þjónustu sem þar er boðið upp á og margar íbúðir sem byggðar hafa verið með þarf- ir aldraðra í huga eru í tengslum við slíkar miðstöðvar. Kunn er sú afstaða sem ríkti á fyrri hluta síðustu aldar að „búa skuli öldruðum áhyggjulaust ævi- kvöld.“ Byggð voru heimili, stofn- anir þar sem aldraðir gátu sest að og notið þjónustu og félagsskapar ef hugur þeirra stóð til og þurftu þá ekki að vera orðnir sjúkir og lasburða til að slíkt úrræði stæði þeim til boða. Nú er öldin önnur Um aðstæður aldraðra Helga S. Ragn- arsdóttir skrifar um umönnun og þjón- ustu við aldraða Helga S. Ragnarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs- ins eða á vefnum mbl.is. Blað- ið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að ný- skrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gef- in er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.