Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 45
45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HALLÓ? ANSANS! ÉG TÓK AFTUR MYND AF EYRANU Á MÉR NÝI FARSÍMINN KANN ÉG EKKI AÐ META KLASSÍSKA TÓNLIST? SPILAÐU EITTHVAÐ FYRIR MIG OG ÉG SKAL SEGJA ÞÉR HVAÐ MÉR FINNST MÉR FANNST ÞETTA FÍNT! HVERNIG GENGUR STÆRÐFRÆÐIN? ÉG ER EKKI AÐ LÆRA STÆRÐ- FRÆÐI. ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ LEGGJA ÁHERSLU Á ÍMYNDUNARAFLIÐ ÍMYNDAÐU ÞÉR ÞÁ HVERNIG ÞAÐ VÆRI AÐ VERA 45 ÁRA Í FYRSTA BEKK ERTU AÐ ÍMYNDA ÞÉR DÆMI? ÉG ER AÐ ÍMYNDA MÉR HVERNIG ÞÚ ÆTLAR AÐ LEYSA ÞESSI DÆMI FYRIR MIG ÉG ÞOLI EKKI AÐ BÚA Í HÚSI MEÐ MOLDARGÓLFI MOLDARGÓLF ERU EKKI SVO SLÆM... Á MEÐAN ÉG MAN... ERTU NOKKUÐ BÚIN AÐ VÖKVA GARÐINN? HVAÐ HÉT KONAN HANS NÓA? JÓHANNA AF ÖRK? ÞANNIG AÐ STÓRFYRIRTÆKI STAL HUGMYNDINNI ÞINNI AÐ KOFFÍNBÆTTRI SÚPU? JÁ! EF ÉG HEFÐI FENGIÐ EINKALEYFI ÞÁ HEFÐI ÉG ORÐIÐ RÍKUR EN ÞAÐ ER EKKI ÖLL NÓTT ÚTI ENN... LÖGFRÆÐINGURINN MINN SAGÐI AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ GETA FENGIÐ 10 MILLJÓNIR Í SKAÐABÆTUR BÚUM VIÐ EKKI Í FRÁBÆRU LANDI? DARA, ÞÚ HEFÐIR EKKI ÁTT AÐ KOMA TIL BAKA EFTIR ALLT SEM ÉG HEF GERT ÞÉR... ÉG GAT EKKI SKILIÐ ÞIG EFTIR OG NÚNA... ERTU ALVEG VARNARLAUS... LITLA PADDA ERU ÞETTA ENDALOKIN? VILDI ÉG VIRKILEGA AÐ ÞETTA MUNDI ENDA SVONA? Velvakandi ÞAÐ er ekki bara yngsta kynslóðin sem hefur gaman af snjónum. Þessir nemendur í 1. bekk A í Menntaskólanum á Akureyri gerðu sér það til dund- urs að búa til þennan glæsilega snjókarl á miðvikudagsmorguninn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjókarl við MA Týnd kisa ÞESSI steingrái köttur hefur haldið til í Birki- grund í Kópavogi í meira en viku. Þetta er hinn vænsti köttur, en hann vill ekki trúa því að hann eigi ekki heima hér. Hann er steingrár með hvíta loppu og trýni, en ólin er týnd. Eigandinn getur haft samband í síma 554-2540. Icesave reikningar NÚ þegar ríkisstjórn Íslands, Seðla- banki Íslands, Fjármálaeftirlitið og stjórnendur bankanna í umboði stærstu hluthafa þeirra hafa rúið Ís- land algjörlega trausti og virðingu á alþjóðavettvangi, langar mig til að leggja orð í belg. Ef ráðherrar og al- þingismenn samþykkja undir þessum kringumstæðum að ganga lengra en íslensk lög kveða á um, í tryggingum vegna innistæðna á Icesave reikn- ingum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi og öðrum slíkum reikn- ingum hinna bankanna tveggja, þá mun framtíð þeirra stjórnmálamanna sem að slíkum samþykktum koma verða til þess, að þeir munu uppskera ævarandi skömm sinna samtíð- armanna og eiga jafnvel á hættu alls- herjar upplausn í samfélaginu um ókomna tíð. Sveinn Sveinsson. Úr tapaðist Þann 17. október tapaðist gyllt kven- nmannsúr, sennilega í Kringlunni eða nálægt Engateigi. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 895- 1985. Hringar í óskilum hjá FEB Eftir „Opið hús“ hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem haldið var 19. september sl. fundust tveir gullhringar í samkomusal fé- lagsins. Þar sem enginn hefur gefið sig fram er hér með lýst eftir þeim sem týnt hefur gullhringum eftir þennan fund og sá hinn sami beðinn að gefa sig fram á skrifstofu félagsins að Stangarhyl 4 eða í síma 588-2111. Stígum hægt til jarðar Mér þótti við- skiptaráðherra tala óvarlega í fréttum sjón- varpsins, 23. október, þegar hann heimtaði (mæltist ekki til) að auðmenn á Íslandi, flyttu allt laust fé sitt erlendis til Íslands. Einkum þótti mér hann halla á Björgúlfsfeðga, sem vafalaust hafa tap- að fé vegna falls bank- anna. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að boða þá til fundar í op- inberum fréttum. Sér- staklega þegar til stendur að óska eftir ölmusu frá þeim. Ég hélt að við séum búin að tapa nógu, með gálausum yfirlýsingum ráðamanna og annarra, sem ættu að halda kjafti. Nú ríður á að láta verkin tala. Númer eitt er að sjá til þess að sjávarútvegsfyrirtæki fari ekki í þrot, með því að skuldbreyta lánum og auka kvóta, sem eftir reynslu þeirra, sem gjörst þekkja er langt undir sóknarþoli. Það mætti gjarnan skoða hvort reiknilíkan Hafrannsókn- arstofnunar er álíka ónýtt og reikni- líkan bankanna (Seðlabankinn með- talinn). Landbúnaðarráðherra mætti gjarnan salta „breska riðukjötið“, sem hann vill endilega flytja inn. Þótt ríkissjóður standi illa, er ástæðulaust að selja hæstbjóðandi innflutnings- kvóta, sem leggst ofan á innflutt verð, sem greitt er í verðlausum krónum og er engum Íslendingi til gagns, enda mun enginn kaupa þetta kjöt. Við neyðumst víst bara til að minnka matarskammtinn, sem mundi hafa ómæld áhrif til bætts heilsufars þjóðarinnar ogskila sparnaði í heilsu- gæslugeiranum á komandi árum. Hér mætti vissulega nefna fleira eins og framleiðslu köfnunarefnisáburðar á Íslandi, stuðning við kornrækt til að minnka innflutning á fóðurbæti, út- flutning notaðra bíla, það gæti haldið bílaumboðunum á floti, þangað til við getum aftur farið að flytja inn bíla og þá bara rafmagnsbíla, sem gengju fyrir íslenskri orku. Hættum að hlusta á fólk, sem vill vernda hverja hundaþúfu og gerir ekki greinarmun á því sem ber að varðveita og því sem má fórna fyrir bætt lífskjör þjóðarinnar allrar. Stígum hægt til jarðar - en fast. Þórhallur Hróðmarsson.  Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, opnar vinnustofur, spilasalur og fleira. Á fimmtudag kl. 12.30 er bútasaumur. Mánudag kl. 9 og föstudag kl. 13 er fjöl- breytt leikfimi (frítt) og kaffi í ÍR heim- ilinu v/ Skógarsel, kennari er Júlíus Arn- arsson íþróttakennari. Hæðargarður 31 | Fjölskyldugangan alla laugardaga kl. 10. Ókeypis leiðbeiningar á tölvur á mánudögum og mið- vikudögum. Farið verður á Hart í bak fimmtudag 13. nóvember kl. 14. Miðaverð er 2.800 kr., skráning er hafin. Skúli Ló- rentzson; Skyggnilýsing miðvikudag kl. 20, verð kr. 1.500. Uppl. í síma 411-2390.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.