Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 47

Morgunblaðið - 25.10.2008, Side 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 SALURINN Í NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER KL. 17 LÖG UNGA FÓLKSINS Í TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR JÓN SVAVAR JÓSEFSSON · ÁSTRÍÐUR A. SIGURÐARDÓTTIR Tónleikar í samstarfi við BM VALLÁ, SKIPTI OG SAMTÖK IÐNAÐARINS LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER KL. 17 LÖG UNGA FÓLKSINS Í TÍBRÁ: GÍTARTÓNLEIKAR ÖGMUNDUR ÞÓR JÓHANNESSON Tónleikar í samstarfi við BM VALLÁ, SKIPTI OG SAMTÖK IÐNAÐARINS LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER KL. 20 SÖNGBÓK JAZZINS Í TÍBRÁ KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR · GUNNAR HRAFNSSON KJARTAN VALDEMARSSON · PÉTUR GRÉTARSSON LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER KL. 17 TÖFRAR Í TÍBRÁ: TEREM OG DIDDÚ SKRÁNING Á BIÐLISTA HAFIN Tónleikar í samstarfi við BM VALLÁ, SKIPTI OG SAMTÖK IÐNAÐARINS LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER KL. 17 TÖFRAR Í TÍBRÁ: AUÐUR GUNNARSDÓTTIR · GUNNAR GUÐBJÖRNSSON · JÓNAS INGIMUNDARSON Tónleikar í samstarfi við BM VALLÁ, SKIPTI OG SAMTÖK IÐNAÐARINSÖRFÁ SÆT I LAUS UPPSELT Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is TÓNLEIKAR í minningu söng- konunnar Engel Lund verða í Ís- lensku óperunni á morgun, sunnu- dagsköldið 26. október. Á tónleikunum kemur fram alþjóð- legur hópur átta söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall. Listrænir stjórnendur tónleikanna eru Norbert Meyn tenórsöngvari og listrænn stjórnandi London Lieder Theatre og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Á efnisskrá eru þjóðlög frá tólf löndum. Lögin verða flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau. Grípandi lög Tónleikarnir í Íslensku óperunni eru eins konar framhald af geisla- disk sem Nibus Records í London gaf út fyrir ári með söngbók En- gel Lund en þar sungu ungir söngvarar frá fjórtán löndum, hver á sínu tungumáli, þjóðlög frá ýmsum löndum. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, sem er í söngnámi í London, var í hópi þeirra söngv- ara. „Þegar diskurinn var kominn út sagði ég við hópinn að við yrð- um að halda tónleika á Íslandi því fólk hefði gaman af því að heyra þessi lög. Við höfum unnið að því í eitt ár að halda þessa tónleika,“ segir Sigríður. „Þetta eru þjóðlög sem eru einföld og grípandi. Við erum átta í hópnum, þrír Íslend- ingar og fimm útlendingar, og hver syngur á móðurmáli sínu. Engel Lund skilaði fallegu ævi- starfi og var hugrökk kona. Ég er viss um að þetta verða sérstakir tónleikar og þessi tónlist mun höfða til mjög margra. Þjóðlög eru svo óháð því hvort það sé stríð í heiminum eða hvort þjóðir eigi í kreppu. Við í sönghópnum erum mætt til að syngja falleg lög og þjóðerni okkar er algjört auka- atriði. Allt sem við gerum á þess- um tónleikum er í anda Engel Lund.“ Sönghópinn skipa Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttur, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Eke- näs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunn- arsdóttir, sópran. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Mar- grétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Tónleikarnir hefjast klukkan átta en fyrr um kvöldið, klukkan sex, verður Engel Lund minnst í anddyri Íslensku óperunnar. Þor- gerður Ingólfsdóttir, kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmunds- dóttir, leikkona, minnast Engel Lund í nokkrum orðum. Hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljós- myndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd um listakonuna. Alþjóðlegur hópur í Íslensku óperunni Í minningu Engel Lund Morgunblaðið/Ómar Ein af átta Sigríður Ósk Kristjánsdóttur kemur fram, ásamt átta öðrum söngvurum, á tónleikum til minningar um söngkonuna Engel Lund sem fara fram í Íslensku óperunni á morgun. Lund bjó á Íslandi til ellefu ára aldurs. ENGEL Lund, oft kölluð Gagga Lund, fæddist á Íslandi árið 1900 og bjó hér á landi til ellefu ára ald- urs ásamt dönskum foreldrum sín- um. Hún lagði stund á söngnám í Kaupmannahöfn, París og Þýska- landi. Árið 1929 kynntist hún pí- anóleikaranum Ferdinand Rauter og þar hófst ævilöng samvinna. Engel Lund var heimsþekkt þjóðlagasöngkona. Á efnisskrá hennar voru þjóðlög sautján landa og hún söng þau ævinlega á móð- urmáli hverrar þjóðar fyrir sig. Hún hafði fyrir sið að ljúka tónleikum sínum á íslensku þjóðlagi, oft með Litlu börnin leika sér. Söngbók Engel Lund kom út hjá Oxford University Press árið 1936 og inniheldur fjörutíu og níu lög frá fjórtán löndum, sungin á móð- urmáli hverrar þjóðar. Engel Lund fluttist til Íslands ár- ið 1960 þegar hún hætti að syngja opinberlega. Hún var lengi kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og kenndi fram undir nírætt. Hún lést árið 1996. Engel Lund SÝNINGARGESTIR skoða hér tvær dansandi beinagrindur úr gerviefni eftir listamanninn Javier Perez á opnunarkvöldi listkaupstefnunni FIAC sem opnuð var í París í vikunni. Þetta er í 35. skipti sem FIAC er haldin og eru þar kynnt 189 nútíma- og samtíma listagallerí. Kaupstefnan stendur frá 23. til 26. október. Reuters Dansandi beinagrindur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.