Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 48
„ÉG var bara að fara út með ruslið og það var hálka á pallinum
þannig að ég flaug á hausinn. Þumalputtinn skaddaðist og ég er í
gifsi, og vonandi þarf ekki að skera í mig,“ segir tónlistarmaðurinn
Bubbi Morthens sem slasaðist við heimili sitt við Meðalfellsvatn í gær-
morgun. Um er að ræða þumalfingur hægri handar og því ljóst að
Bubbi spilar ekki mikið á gítar á næstunni. Hann þurfti því að
aflýsa tónleikum sem hann ætlaði að halda í Reykjanesbæ í
gær, og sömuleiðis tónleikum sem áttu að fara fram í Hafn-
arfirði í kvöld. „Þetta hefði sloppið ef þetta hefði verið litli
putti, hvorum megin sem er,“ segir Bubbi og hlær. „En ég
er voðalega feginn að hafa ekki handleggsbrotnað, eða að
fingurinn hafi bara ekki rifnað af. Ég ætlaði nefnilega að
stoppa mig en þá fór höndin inn í grindverk þannig að
það flettist upp á puttann.“
Aðspurður segist Bubbi þó ekki hafa farið beint á
slysavarðstofuna. „En svo ágerðist verkurinn, og það
48 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
Fólk
Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst,
er skaust til frægðar með Skíta-
móral á sínum tíma, finnur greini-
lega fyrir kreppunni því hann hefur
nú óskað eftir vinnu á Facebook-
síðu sinni. Þar segist hann jafnvel
vera reiðubúinn til þess að leggja
það á sig að vakna fyrir hádegi.
Fjöldi fólks tjáði sig í kjölfarið til
að benda honum á hugsanlega at-
vinnumöguleika. Einn félagi hans
bendir honum á að skella sér í sjó-
mennskuna og önnur vinkona seg-
ist ætla að borga honum með knúsi
fyrir að þrífa heima hjá sér. Enn
annar félagi mælir með því að hann
taki að sér vinnu í Landsbankanum
til þess að taka til í starfseminni
þar. Hvort Einar tekur eitthvað af
þessum verkefnum verður að koma
í ljós en það hlýtur að segja til um
breytt ástand í þjóðfélaginu þegar
stjörnur á borð við hann óska eftir
vinnu á þennan hátt. Einar gaf út
fyrstu sólóplötu sína, Það er ekkert
víst að það klikki, í fyrra.
Óskar eftir vinnu í
gegnum Facebook
Fyrstu fimm þúsund eintökin af
Sleepdrunk Seasons, frumburði
hljómsveitarinnar Hjaltalín, eru
uppseld hjá útgefanda. Samkvæmt
tilkynningu frá sveitinni var ekki
ákveðið að prenta sömu upptökur
aftur, heldur notast við upplag af
bresku útgáfu plötunnar sem inni-
heldur lagið „Þú komst við hjartað í
mér“. Lagið sem nýlega sló Íslands-
met í sölu á Tónlist.is, verður því fá-
anlegt á efnislegri plötu með Hjal-
talín en áður hafði það komið út á
Pottþétt safnplötu. Hjaltalín hyggst
sjálf gefa út plötuna sína í Bret-
landi í næsta mánuði og var ákveðið
að setja sumarslagarann, „Þú
komst við hjartað í mér“, inn sem
aukalag. Hjaltalín sló í gegn á síð-
ustu Airwaves-hátíð og eins og kom
fram í Morgunblaðinu varð allt vit-
laust í Hafnarhúsinu þegar Páll
Óskar steig á svið í fyrrnefndu lagi.
Ný plata ætti að líta dagsins ljós í
lok sumars 2009.
Hjaltalín-plata með
aukalagi fáanleg
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„MÉR gengur bara alveg ágætlega,
þakka þér fyrir,“ segir óperusöngv-
arinn Garðar Thór Cortes þegar
blaðamaður spyr hann hvernig lífs-
baráttan gangi. Garðar er staddur
hér á landi um þessar mundir, en
hann syngur í Ástardrykknum sem
Íslenska óperan frumsýnir í febrúar.
Hann hefur þó ekki sagt skilið við
útlönd, heldur þvert á móti.
„Ég er til dæmis nýkominn frá
Berlín þar sem ég var með tónleika í
síðustu viku. Svo er ég að fara til Ír-
lands, til Dublin, þar sem ég verð
með tónleika í næstu viku. Þannig að
lífið heldur áfram.“
Fyrri plata Garðars, sem heitir
einfaldlega Cortes, kom út í Þýska-
landi, Sviss og Austurríki í gær, og
voru tónleikarnir í Berlín ætlaðir til
kynningar á henni.
„Tónleikarnir í Dublin verða hins
vegar einsöngstónleikar með hljóm-
sveit í Royal Concert Hall þar í borg.
Ég var þarna í janúar og þeir buðu
mér aftur. Þeir tónleikar eru þó ekki
tengdir plötunum sérstaklega, held-
ur eru þetta einsöngstónleikar þar
sem ég syng óperuaríur og íslensk
lög.“
Aðspurður segist Garðar ekki
vera kominn með nýjan umboðs-
mann í stað Einars Bárðarsonar.
„Ég er hins vegar kominn með um-
boðsmann í Þýskalandi. Hann sér
um plötuna þar, í Austurríki og
Sviss,“ útskýrir hann.
En er Garðar bjartsýnn á frekari
velgengni erlendis?
„Ég reyni nú alltaf að fókusera
bara á það sem ég er að gera, og ef
ég fæ tækifæri til þess að koma fram
og syngja eins og ég var að gera í
Berlín, þá er ég ánægður. Og ef fólki
líkar það sem ég geri, þá er markinu
náð. Varðandi velgengni, þá hugsa
ég ekki þannig. Ég hugsa bara um
að gera alltaf mitt besta og leggja
mitt af mörkum. Ef ég er sáttur við
það sem ég geri sönglega og listrænt
séð, þá er ég glaður.“
Lífið heldur áfram
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Bjartsýnn „Varðandi velgengni, þá hugsa ég ekki þannig. Ég hugsa bara
um að gera alltaf mitt besta og leggja mitt af mörkum,“ segir Garðar Thór.
Það er enn nóg að gera hjá Garðari Thór Cortes í útlöndum
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR fyrir sjöundu tónleika Frost-
rósanna stendur nú sem hæst. Í fyrra var slegið
Íslandsmet þar sem framtakið náði rúmlega 11
þúsund manns á þrenna tónleika þeirra í Laug-
ardalshöll og á tónleikaferð þeirra um kirkjur
landsins.
Í ár vilja Íslensku dívurnar gera sitt til þess að
hjálpa þeim er eiga um sárt að binda eftir þrot
bankakerfisins. Það er gert með því að gefa 500
miða á stórtónleika þeirra í ár í Laugardalshöll til
þeirra er mest þurfa. Ráðstafanir hafa verið gerð-
ar til þess að miðarnir rati í réttar hendur. Auk
þess verður jólagjöf færð Mæðrastyrksnefnd og
öðrum samtökum á höfuðborgarsvæðinu fyrir
hvern seldan miða sem eiga að skila sér til þeirra
er vantar aðstoð við jólainnkaupin.
Gefa vinnu sína
„Með þessu móti náum við halda tónleikana, þar
sem þetta er nú orðin hefð hjá þúsundum manna
að koma,“ segir Samúel Samúelsson, fram-
kvæmdastjóri verkefnsins, er segir sama munu
gilda komi til aukatónleika. „Íslenskir tónlist-
armenn eru alltaf fyrstir til að gefa vinnu sína og
láta gott af sér leiða. Einhvern tímann þurfa þeir
nú líka að fá borgað og þessir tónleikar eru fastur
liður í þeirra árstekjum. Með þessu móti náum við
bæði að tryggja þeirra vinnu og láta gott af verk-
efninu leiða.“
Í ár er Íslenski dívuhópurinn settur saman af
þeim Margréti Eir, Heru Björk, Eivöru Pálsdóttur
og Dísellu Lárusdóttur er allar koma fram á stór-
tónleikum þann 13. desember ásamt Jóhanni Frið-
geir, Garðari Cortes, Guðrúnu Árný og Edgar
Smára. Það hefur verið hefð fyrir því síðustu ár
að gefa út tónleika ársins áður á geisla- og mynd-
disk og engu verður breytt í þeim efnum. Aftur á
móti hafa Dívurnar í ár einnig gert hljóðversdisk
þar sem hvergi er sparað í glæsileika. „Fyrsta
Frostrósarplatan var sú lang-söluhæsta sem við
höfum gefið út þannig að við endurtökum leikinn.
Þessi plata er mjög stór í útsetningum, með kór-
um og strengjasveitum. Þetta er örugglega eitt
stærsta útgáfuverkefni sem hefur verið gert
hérna á Íslandi,“ segir Samúel brattur.
Láta gott af sér leiða
Íslensku dívurnar hafa ákveðið að bjóða 500 manns, er eiga um sárt að binda, á
væntanlega stórtónleika Frostrósanna í Laugardalshöll um miðjan desember.
Morgunblaðið/Kristinn
Íslensku dívurnar Hópurinn er glæsilegur en stór hluti hans fer einnig í ferðalag um landið í desember, auk þess að koma fram á stórtónleikum í Laug-
ardalshöll þar sem 500 manns verður boðið í gegnum góðgerðarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Kannski að metið frá í fyrra verði slegið.
kom svona smellur í puttann þegar ég hreyfði hann. Þá
fór ég að hugsa að þetta gæti verið alvarlegt, og fór þá.“
Ekki er ljóst hvað Bubbi þarf að vera lengi í
gifsi, en hann á að koma í skoðun hjá
lækni eftir viku. „Þannig að það verða
engir tónleikar um helgina, og ekki
heldur eftir helgi. Þá átti ég að vera á
Sauðárkróki, Dalvík, Akureyri og
Húsavík. Þannig að þeir tónleikar
frestast eitthvað.“ jbk@mbl.is
Tónleikum frestað vegna fingurmeiðsla Bubba
Lán í óláni Bubbi segist feginn að
hafa ekki hangleggsbrotnað þegar
hann datt í gærmorgun.