Morgunblaðið - 25.10.2008, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
SEX DRIVE FER FRAM
ÚR AMERICAN PIE
Á 100 KM HRAÐA!
„VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OG SKEMMTILEG
GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI
RÆMUMÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!”
-TOMMI, KVIKMYNDIR.IS
TOPP
GRÍNMYND
SÝND Í KRINGLUNNI
JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ
-BBC
-HJ.,MBL
-IcelandReview
-B.S., FRÉTTABLAÐIÐ
-S.M.E., MANNLÍF
-DÓRI DNA, DV
SPARBÍÓ á Journey To The Centre Of The Earth sýningar merktar með grænu850 krr
EAGLE EYE kl.4D-6:30D-9D-11D B.i. 12 ára DIGITAL
SEX DRIVE kl. 9D B.i. 12 ára DIGITAL
HAPPY GO LUCKY kl. 8 B.i. 12 ára
DEATH RACE kl. 10:20 Síðasta sýning! B.i. 16 ára
JOURNEY TO THE... kl. 1:503D - 43D LEYFÐ 3D - DIGITAL
WILD CHILD kl. 1:40 - 3:50 - 5:50 LEYFÐ
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
EAGLE EYE kl. 3:40 -5:40D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL
EAGLE EYE kl. 1:30 - 5:40 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP
SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
MAX PAYNE kl. 6 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára
NIGHTS IN RODANTHE kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
PATHOLOGY kl. 10:30 B.i. 16 ára
WILD CHILD kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
JOURNEY TO ... kl. 1:30 3D - 3:40 3D LEYFÐ 3D-DIGITAL
SVEITABRÚÐKAUP kl. 3:40 Síðasta sýning! LEYFÐ
S.W. - CLONE WARS kl. 1:30 LEYFÐ
WALL-E m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
HVERNIG MYNDI LÆKNANEMI
FRAMKVÆMA HIÐ FULLKOMNA MORÐ!?
ATH. STRANGLEGA
BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA.
SÝND Í ÁLFABAKKA
ÍSLE
NSK
T TA
L
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR
SHREK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HÖRKUSPENNANDI MYND
FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ
SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI.
ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA!
Hvort sem henni líkar þaðbetur eða verr markarþetta ár inngöngu Bjarkar
Guðmundsdóttur í íslenska pólitík.
Fimm ár eru liðin frá því að hún
skrifaði sína fyrstu aðsendu grein
til Morgunblaðsins þar sem hún
boðaði þá skoðun sína að íslensk
náttúra byði upp á fleiri tækifæri
en að selja hana undir risavirkjanir
og uppistöðulón fyrir álver. Þá tal-
aði hún um þjóðgarð er myndi
skapa hundruð starfa á Austur-
landi og auka hróður Íslands út á
við. Hin óspillta náttúra gæti þann-
ig orðið tákn landsins líkt og Big
Ben er fyrir London eða Eiffelturn-
inn fyrir París. Þetta var af-
skaplega saklaus og kurteis grein
frá konu er óx úr grasi með löngu-
töng að lofti á pönktímanum.
Fram að því hafði hún haldið sig
algjörlega fjarri allri umræðu um
stjórnsýslu í landinu en í ár, í
kringum Náttúrutónleika sína,
fann hún sjálfa sig í rökræðum við
þekkta stjórnmálamenn og tals-
menn stóriðjulandsins á síðum
blaðanna er afgreiddu hugmyndir
hennar sem útópískar, rangt upp-
lýstar eða hreint út sagt barna-
legar. Af mörgum er hún stimpluð
sem draumóramanneskja er ætti
bara að halda sig á meðal álfa
dansandi geimverudans í takt við
glitur norðurljósanna. Það er þó
merkileg staðreynd að í öllum rök-
ræðum hefur Björk alltaf ítrekað
að hún sé ekki á móti virkjunum,
heldur segist hún aðeins vilja
benda á aðrar lausnir en að selja ís-
lenskt land undir erlenda stóriðju.
Eitt er víst að miðað við hrunefnahags landsins eiga fram-
úrstefnulegar hugmyndir, eins og
íslenskum stjórnvöldum þykja
hennar vera, á hættu að mæta af-
gangi. Íslensku þjóðina bráðvantar
lausnir er færa okkur aukið pen-
ingaflæði strax. Hættan er því sú
að við hoppum á þægilegustu
skyndilausnirnar, beinum huga
okkar ekki til langs tíma, og dett-
um svo í sömu gildrur og komu
okkur í þessa garnaflækju er við
erum að reyna leysa úr núna. Það
kemur því lítið á óvart að hún hafi
staðið fyrir vinnufundi í Háskól-
anum í Reykjavík þar sem iðnhönn-
uðir, fjárfestar, fræðimenn og
fleiri komu saman til að deila hug-
myndum sínum um endurskoðun á
tengslum okkar við umhverfið,
virkjun mannauðs og náttúrulinda.
Ef nýjar hugmyndir eiga að kom-
ast í framkvæmd er mikilvægt að
þær skjótist upp á yfirborðið sem
fyrst. Hugmyndir hennar mótast
fyrst og fremst af því að finna góða
leið á samvinnu á milli náttúru og
manna í stað þess að raska jafn-
væginu enn frekar með gömlum
þankagangi.
Í kappræðum forsetaefnanna
tveggja, Obama og McCain, kom
klárlega fram hjá þeim báðum sú
hugarfarsbreyting að græn orka
yrði bráðum lífsnauðsynleg mann-
kyninu. Ef það er eitthvað sem Ís-
land er ríkt af eru það tækifæri til
þess að gerast frumkvöðlar í virkj-
un grænnar orku.
Er Björk draumóramaður? Já,
án alls efa. En í ljósi þess að allar
uppgötvanir heims, allar stjórn-
málastefnur og efnahagskerfi urðu
fyrst til í hugskoti einhvers áður en
þau voru sköpuð í raunheiminum
er barnalegt að afskrifa hug-
myndir hennar sem barnalegar.
biggi@mbl.is
Móðir náttúra blandar sér í pólitík
AF LISTUM
Birgir Örn Steinarsson
» Af mörgum er húnstimpluð sem draum-
óramanneskja er ætti
að halda sig á meðal
álfa dansandi geim-
verudans í takt við
glitur norðurljósanna.
Björk Er leit hennar að nýjum lausnum á nýtingu náttúruauðlinda svo galin?
Morgunblaðið/hag