Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 55

Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 55
55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 HLJÓMSVEITIN Nýdönsk ætlar að fagna útkomu sinnar nýjustu plötu, Turnsins, með allsherjar útgáfu- fögnuði á Nasa í kvöld. Fyrst bjóða þeir félagar öllum sem vettlingi geta valdið á tónleika sem hefjast kl. 22, en húsið verður opnað kl. 21. Það eina sem menn þurfa að gera er að fara í Skífuna á Laugavegi eða í Kringlunni og ná sér í boðs- miða, sem mun verða í formi grímu sem gerð hefur verið eftir mann- inum sem prýðir umslag Turnsins. Eins og gefur að skilja eru miðarnir þó í takmörkuðu magni, og þurfa þeir sem hafa hug á að ná sér í einn slíkan að hafa hraðar hendur. Á tónleikunum mun sveitin annars spila Turninn í heild sinni, auk eldra efnis. Um miðnættið verður svo selt inn á dansleik á sama stað, og mun sveitin þá stikla á stóru og spila öll sín hressustu lög fram eftir nóttu. Loks er ástæða til að benda á að Nýdönsk hefur opnað nýja heima- síðu, en slóðin er nydonsk.is. Vinsælir Nýdönsk á gríðarlegan fjölda aðdáenda hér á landi. Ókeypis á Nýdönsk á Nasa í kvöld KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í London stendur nú sem hæst en henni lýk- ur um næstu helgi. Hátíðin, sem í ár þykir nokkuð pólitísk, hófst þann 15. október síðastliðinn með sýningu á kvikmyndinni Frost/ Nixon en myndin segir frá frægum viðtölum breska fréttamannsins Davids Frosts við Richard Nixon Bandaríkjaforseta í kjölfar afsagn- ar hans vegna Watergate-málsins. Nýjasta kvikmynd Stevens Soder- berghs um argentínska bylting- arleiðtogann Che Guevara, sem Benicio del Toro túlkar, verður svo sýnd um helgina. Myndinni er skipt í tvo hluta og fjallar fyrri hluti myndarinnar um bylting- arhernað Che í Kúbu en seinni hlutinn fylgir eftir baráttu hans í Bólivíu á árunum 1966-1967 sem endaði með handtöku hans og svo aftöku. Önnur hápólitísk mynd er fyrsta kvikmynd breska listamannsins og Turner-verðlaunahafans Steve McQueen. Hunger nefnist hún og segir frá hungurverkfalli IRA-liða í Maze-fangelsinu í Belfast árið 1981. Það var hins vegar frumsýningin á nýjustu mynd Olivers Stone W sem flestir kvikmyndaáhugamenn biðu eftir en þar er að sjálfsögðu sögð saga George W Bush. Myndin var frumsýnd á fimmtudaginn og eins og sjá má á myndunum mættu leikstjóri myndarinnar og helstu leikarar til frumsýningarinnar. hoskuldur@mbl.is Hápólitísk kvikmyndahátíð Leikstjórinn Oliver Stone frumsýndi W í fyrradag á kvikmyndahátíðinni í London við mikla eftirvæntingu Stjörnufans Oliver Stone, leik- stjóri myndarinnar, mætir hér til frumsýningarinnar ásamt að- alleikurum myndarinnar; Josh Brolin, Elizabeth Banks og Thandie Newton Alein Rebecca Loos, fyrrverandi barnfóstra Beckham-hjónanna, á rauða dreglinum. Oliver Stone og Thandie New- ton standa rétt hjá. my best friend’sgirl danecook katehudson jasonbiggs and alecbaldwin @ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.