Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 HLJÓMSVEITIN Nýdönsk ætlar að fagna útkomu sinnar nýjustu plötu, Turnsins, með allsherjar útgáfu- fögnuði á Nasa í kvöld. Fyrst bjóða þeir félagar öllum sem vettlingi geta valdið á tónleika sem hefjast kl. 22, en húsið verður opnað kl. 21. Það eina sem menn þurfa að gera er að fara í Skífuna á Laugavegi eða í Kringlunni og ná sér í boðs- miða, sem mun verða í formi grímu sem gerð hefur verið eftir mann- inum sem prýðir umslag Turnsins. Eins og gefur að skilja eru miðarnir þó í takmörkuðu magni, og þurfa þeir sem hafa hug á að ná sér í einn slíkan að hafa hraðar hendur. Á tónleikunum mun sveitin annars spila Turninn í heild sinni, auk eldra efnis. Um miðnættið verður svo selt inn á dansleik á sama stað, og mun sveitin þá stikla á stóru og spila öll sín hressustu lög fram eftir nóttu. Loks er ástæða til að benda á að Nýdönsk hefur opnað nýja heima- síðu, en slóðin er nydonsk.is. Vinsælir Nýdönsk á gríðarlegan fjölda aðdáenda hér á landi. Ókeypis á Nýdönsk á Nasa í kvöld KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í London stendur nú sem hæst en henni lýk- ur um næstu helgi. Hátíðin, sem í ár þykir nokkuð pólitísk, hófst þann 15. október síðastliðinn með sýningu á kvikmyndinni Frost/ Nixon en myndin segir frá frægum viðtölum breska fréttamannsins Davids Frosts við Richard Nixon Bandaríkjaforseta í kjölfar afsagn- ar hans vegna Watergate-málsins. Nýjasta kvikmynd Stevens Soder- berghs um argentínska bylting- arleiðtogann Che Guevara, sem Benicio del Toro túlkar, verður svo sýnd um helgina. Myndinni er skipt í tvo hluta og fjallar fyrri hluti myndarinnar um bylting- arhernað Che í Kúbu en seinni hlutinn fylgir eftir baráttu hans í Bólivíu á árunum 1966-1967 sem endaði með handtöku hans og svo aftöku. Önnur hápólitísk mynd er fyrsta kvikmynd breska listamannsins og Turner-verðlaunahafans Steve McQueen. Hunger nefnist hún og segir frá hungurverkfalli IRA-liða í Maze-fangelsinu í Belfast árið 1981. Það var hins vegar frumsýningin á nýjustu mynd Olivers Stone W sem flestir kvikmyndaáhugamenn biðu eftir en þar er að sjálfsögðu sögð saga George W Bush. Myndin var frumsýnd á fimmtudaginn og eins og sjá má á myndunum mættu leikstjóri myndarinnar og helstu leikarar til frumsýningarinnar. hoskuldur@mbl.is Hápólitísk kvikmyndahátíð Leikstjórinn Oliver Stone frumsýndi W í fyrradag á kvikmyndahátíðinni í London við mikla eftirvæntingu Stjörnufans Oliver Stone, leik- stjóri myndarinnar, mætir hér til frumsýningarinnar ásamt að- alleikurum myndarinnar; Josh Brolin, Elizabeth Banks og Thandie Newton Alein Rebecca Loos, fyrrverandi barnfóstra Beckham-hjónanna, á rauða dreglinum. Oliver Stone og Thandie New- ton standa rétt hjá. my best friend’sgirl danecook katehudson jasonbiggs and alecbaldwin @ Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.