Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 295. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Má bjóða þér léttan kaffisopa? Leikhúsin í landinu >> 37 BLOGG 12 ÁRA PILTS TALAR UMBÚÐALAUST TIL STJÓRNVALDA DAGLEGTLÍF Heimsálfasvítur í Hótel Rangá Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is REYKJAVÍKURBORG átti 4,1 milljarð króna í pen- ingamarkaðssjóðum Landsbankans í vikunni áður en neyðarlög voru sett á Íslandi. Fjármálasvið borgarinnar óskaði eftir því nokkrum dögum áður en viðskiptum í sjóðunum var hætt að þessir fjármunir yrðu færðir yfir í ríkistryggð verðbréf. Ekki liggur enn fyrir hvort það hef- ur verið gert þar sem Landsbankinn bæði staðfesti og neitaði því að slík færsla hefði verið framkvæmd. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavík- urborgar, segir að fjárstýringarhópur borgarinnar hafi tekið ákvörðun um að færa þessa fjármuni úr sjóðunum og yfir í ríkistryggð bréf í vikunni áður en neyðarlögin voru sett. „Við óskuðum eftir því við Landsbankann að hann framkvæmdi þá aðgerð. Á mánudeginum eftir, þeg- ar búið var að loka fyrir öll viðskipti í sjóðunum, fengum við tilkynningu um að aðgerðin hefði verið framkvæmd, í skilabréfi frá bankanum. Á þriðjudeginum er okkur síðan tilkynnt að aðgerðin hafi verið ógild, fyrst með símtali og svo með skilagrein. Við höfum látið skilanefnd bankans vita um það að við séum í góðri trú um að staðið verði við upphaflega skilabréfið.“ Borgarlögmaður hefur sent skilanefnd gamla Lands- bankans bréf vegna málsins þar sem skilningur borg- arinnar á þessum tilfærslum er tíundaður. Birgir segir að ekki hafi enn borist svar frá skilanefndinni. Borgin átti í sjóðunum  Reykjavík átti 4,1 milljarð í peningamarkaðssjóðum  Óljóst hvort tekist hefur að losa fjármunina úr sjóðunum  Landsbankinn bæði staðfestir og hafnar því Í HNOTSKURN » Lokað hefur verið fyrirviðskipti í fjárfestinga- og verðbréfasjóðum fjár- málastofnana síðan 6. októ- ber. » Ekki hefur enn verið til-kynnt hversu mikið tap þeir sem áttu í sjóðunum þurfa að taka á sig. FÆRRI komust að en vildu á opinn borgarafund sem haldinn var í Iðnó í Reykjavík í gærkvöldi. Mjög heitar umræður spunnust að framsögum loknum. Um tíu þingmenn mættu á fundinn og gerðu fundarmenn hróp og köll að þeim þegar þeir reyndu að svara sumum þeirra spurninga sem beint hafði verið til þeirra. | 12 Morgunblaðið/Golli Hróp og köll gerð að þingmönnum Viðbótarlífeyrissparnaður er ekki tryggður nema hann hafi verið lagður inn á verðtryggða innlánsreikninga banka- stofnana. Flestir lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki hafa hins vegar valið aðrar leiðir til að ávaxta séreignasparnað fólks, meðal annars með því að kaupa í verðbréfasjóðum. Þegar Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ávarpaði þjóð- ina fyrir setningu neyðarlaganna sagðist hann vilja „taka af öll tvímæli um að innistæður Íslendinga og séreignarsparn- aður í íslensku bönkunum öllum er tryggur og ríkissjóður mun sjá til þess að slíkar inneignir skili sér til sparifjáreig- enda að fullu“. Yfirlýsing forsætisráðherra um að verja uppsafnaðan viðbótarlífeyrissparnað var hins vegar aldrei lögfest. Þess í stað voru innlán sett framar skuldabréfum í kröfuröð og þau tryggð. Davíð Harðarson, sjóðsstjóri Íslenska lífeyrissjóðsins, segir yfirvöld hafa með þessari aðgerð breytt leikregl- unum eftir á. „Á einni nóttu var kröfuröð í þrotabú al- gjörlega breytt. Fyrir setningu neyðarlaganna voru skuldabréfin samhliða innlánum í kröfuröðinni og við unn- um út frá því. En allt í einu voru innlán orðin rétthærri í þrotabúi heldur en skuldabréfin. Með þessu er búið að snúa kröfuröðinni á hvolf og kippa fótunum undan fjár- festingarstefnu lífeyrissjóðanna.“ thordur@mbl.is Viðbótarlífeyrir skerðist  Viðbótarlífeyrir fólks er ekki tryggður eins og sagt var  Lífeyrissjóðir fara í biðröð eins og aðrir með kröfur sínar  Viðbótarsparnaður | 17  Austurrík- ismaður, 65 ára gamall karlmaður, var tekinn fullur á bíln- um á sunnu- dag í Linz. Hann missti bæði bíllykla og öku- skírteini. En fyrsta verk manns- ins þegar hann kom heim var að sækja varalykla, ná í bílinn sem hann hafði orðið að skilja eftir og aka beint á lögreglustöðina til að kvarta. „Þegar ökumaðurinn reyndi að útskýra fyrir lögreglumönn- unum hvað hefði gerst þegar hann var tekinn sáu þeir að hann var enn drukkinn,“ sagði í skýrslunni. kjon@mbl.is Keyrir kannski miklu betur fullur  Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamála- ráðherra segir aðalatriðið nú að ná tökum á verð- bólgunni og stöð- ugleika í gjaldmiðils- málum en í kjöl- farið þurfi að huga að því hvernig hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið. „Hluti af því er að endurskoða peninga- málastefnuna, taka afstöðu í gjald- miðilsmálum til framtíðar og þar með til hugsanlegrar aðild- arumsóknar að ESB. Við eigum að gera það með hagsmuni Íslands til lengri tíma litið og þora að gera það.“ » 4 Skoða ESB og evru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  Einn þeirra sem urðu fyrir árás- inni í Keilufelli í mars síðastliðnum brotnaði algjörlega niður andlega í kjölfar hennar. Hann fór að tala mikið við sjálfan sig og síðan drauga og anda, að því er annað fórnarlamb árásarinnar sagði fyrir dómi í gær. Maðurinn leitaði fyrst til geðlækna hér á landi en síðan í Póllandi. Hann þarf nú að hafa tilsjónarmann allan sólarhringinn vegna veikinda sinna. Aðalmeðferð málsins var haldið áfram í gær og henni lýkur vænt- anlega á fimmtudag. » 12 Andlegir áverkar  Verðbólgan | 8 VERÐHÆKKANIR SEPTEMBER TIL OKTÓBER 2008 19,6% Varahlutir og hjólbarðar 18,7% Flugfargjöld til útlanda 10,5% Ávextir 4,3% Matur og drykkir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.