Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
Fundir/Mannfagnaðir
Íbúasamtök
Hlíðar, Holt og Norðurmýri
Boðað er til aðalfundar
Íbúasamtaka 3. hverfis,
Hlíðar, Holt og Norðurmýri,
þriðjudaginn 4. nóvember 2008
kl. 20:00 í Skriðu, hátíðarsal
Menntavísindasviðs
Háskóla Íslands
(áður Kennaraháskólinn)
Kynning á samráðsferli vegna
gatnamóta Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar.
Dagskrá og nánari upplýsingar eru á vef
Íbúasamtaka 3. hverfis www.hlidar.com
Bridsfélag Hafnarfjarðar
A Hansen-tvímenningurinn hélt
áfram sl. mánudag og eru búnar 13
umferðir af 19.
Eðvarð Hallgrímsson hélt topp-
sætinu með nýjum meðspilara að
þessu sinni en nokkur pör koma
skammt á eftir og munu væntanlega
gera atlögu að toppsætinu vinsæla á
síðasta kvöldi keppninnar sem lýkur
næsta mánudag.
Staða efstu para:
Eðvarð Hallgrímsson - Björn Friðriksson/
Trausti Finnbogason 465,4
Halldór Einarsson - Guðni Ingvarsson/
Högni Friðþjófsson 460,4
Heimir Tryggvas. - Árni Björnss. 457,4
Dröfn Guðmd. - Hrund Einarsd. 451
Ingvar Ingvars. - Skeggi Ragnarss. 451
Gullsmárinn
Góð þátttaka var í Gullsmára sl.
fimmtudag 23.okt. Spilað var á 12
borðum og urðu úrslit þessi í N/S
Örn Einarsson - Jens Karlsson 210
Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 176
Tómas Sigurðss. - Sigtryggur Ellertss. 176
A/V
Oddur Jónsson - Stefán Ólafsson 231
Guðm.Tryggvas. - Steindór Árnason 216
Ragnh.Gunnarsd.- Guðlaugur Árnas. 209
Spilað var á 10 borðum sl. mánu-
dag 20.okt. Úrslit í N/S
Þórður Jörundss. - Örn Einarsson 205
Þorsteinn Laufdal - Jón Stefánss. 183
Dóra Friðleifsd.- Heiður Gestsd. 176
A/V
Sigurður Björnss. - Viðar Jónsson 192
Eysteinn Einarss. - Björn Björnsson 190
Jón Hannesson - Samúel Guðmss. 183
Spilað var á 11 borðum fimmtu-
daginn l6. okt. Úrslit í N/S:
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 198
Hermann Guðmss. – Ernst Backman 193
Jón Jóhannss. – Sturlaugur Eyjólfss. 190
A/V
Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 206
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 204
Eysteinn Einarss. – Björn Björnss. 201
Sveitakeppni félagsins hefst svo
mánudaginn 3.nóvember og stendur
skráning yfir. Veitt verður aðstoð við
myndun sveita sé þess óskað.
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudaginn 20. október spiluðu
Borgfirðingar enn og aftur Mitchel-
tvímenning og nú á 9 borðum. Við
fengum í heimsókn ágæta félaga úr
Grundarfirði og helmingur þeirra
„misnotaði“ sér gestrisni okkar og
tók efsta sætið í N-S riðlinum. Þetta
voru þeir Gísli og Guðni en þeir eru
ekki óvanir að standa sig vel þegar
þeir heimsækja okkur og er þess
skemmst að minnast er þeir gjör-
sigruðu aðaltvímenninginn á síðasta
ári.
Í A-V riðlinum var keppnin jafnari
og þar voru það heimamenn sem
enduðu í efstu þremur sætunum.
Þórhallur á Varmalandi og Brynjólf-
ur í Hlöðutúni höfðu góðan sigur,
kannski ekki síst vegna þess hversu
illa þeir fóru með undirritaðan. Jón í
Björk og Eyjólfur frá Sigmundar-
stöðum tóku annað sætið og má bú-
ast við miklu frá þeim í vetur enda
hafa þeir í mörg ár verið efnilegasta
parið í klúbbnum.
Úrslit kvöldsins urðu annars
þessi:
N-S
Guðni Hallgrímss. – Gísli Ólafsson 284
Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 270
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnss. 230
A-V
Þórhallur Bjarnas. – Brynj. Guðmss. 260
Jón Pétursson – Eyjólfur Örnólfsson 245
Næsta mánudag verður spilaður
tvímenningur en mánudaginn 3. nóv-
ember hefst aðaltvímenningur fé-
lagsins og geta áhugasamir skráð sig
hjá Jóni formanni, Ingimundi ritara
eða Sveinbirni, sem engan titil hefur.
Frímann og Reynir efstir hjá
Bridsfélagi Akureyrar
Hjá Bridsfélagi Akureyrar er ný-
lokið þriggja kvölda Greifamóti sem
var impatvímenningur. Ýmis pör
voru með forystuna en í blálokin
skutust Reynir og Frímann í fyrsta
sinn í efsta sætið og héldu því. Ann-
ars einkenndist mótið af misjöfnu
gengi milli kvölda hjá pörunum
nema helst hjá Sveinbirni, Þórhalli,
Örlygi og Birni sem með jöfnum og
góðum árangri náðu verðlaunasæt-
um. Öll spil og stöðu má sjá á
bridge.is.
Lokastaðan:
Frímann Stefánss. - Reynir Helgason 101
Sveinbj. Sigurðss. - Þórh. Hermannss. 87,8
Örlygur Örlygss. - Björn Þorlákss. 70,9
Stefán Sveinbjss. - Ragnh. Haraldsd. 57,3
Una Sveinsd. - Jón Sverrisson 52,3
Síðasta spilakvöld:
Frímann Stefánss. - Reynir Helgason 55,1
Ævar Ármannss. - Árni Bjarnason 45
Örlygur Örlygss. - Björn Þorláksson 29,3
Næsta mót er þriggja kvölda
hraðsveitakeppni og látið vita um
þátttöku svo hægt sé að mynda
sveitir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÖNNU STEINUNNAR HJARTARDÓTTUR.
Við færum öllum á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund sérstakar þakkir fyrir góða umönnun,
kærleik og félagsskap.
Hannes Þorsteinsson,
Hjörtur Hannesson, Sigrún Axelsdóttir,
Guðrún Hannesdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson,
Una Hannesdóttir, Geir Ingimarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og fyrrverandi
eiginmaður,
OLE HOUE,
Humlum,
Danmörku,
er látinn.
Sara Þórunn Óladóttir Houe, Sölvi Þórðarson,
Hjalti Thomas Houe,
Viktor Orri Sölvason,
Guðrún Þóra Hjaltadóttir.
Það var fyrir tæpum
60 árum að ég kom til
sumardvalar í Álftagerði. Þetta var í
maí og mikil snjóalög um sveitir norð-
austanlands. Ég hafði fengið far með
þremur ungum Mývetningum sem
brutust á jeppa austur yfir heiðar.
Það þurfti mikið að moka og ýta og
allur dagurinn fór í þetta ferðalag.
Það var liðið langt á kvöld og hálf-
rökkvað þegar komið var á minn
áfangastað.
Þar stóð ung kona í snjónum, þakk-
aði mönnunum fyrir mig, tók fátæk-
legan farangur minn og leiddi mig eft-
ir troðinni slóð heim á hlað og að
hallandi stafni bæjardyraskemmunn-
ar. Þaðan í gegnum dimm göng og
upp fjórar tröppur og inn í stóarhúsið.
Ég var þreyttur, óöruggur og dálít-
ið kvíðinn. En í handtaki þessarar
Arnfríður
Aðalgeirsdóttir
✝ Arnfríður Aðal-geirsdóttir
fæddist að Bjarna-
stöðum í Mývatns-
sveit 21. febrúar
1923. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 14.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Skútu-
staðakirkju 24.
október.
konu var allt sem þessi
umkomulausi drengur
þarfnaðist – þar var
hlýja og kærleikur.
Hlýjan í lófa hennar
hefur fylgt mér allar
götur síðan.
Ég var komin til
Öddu og foreldra henn-
ar, Aðalgeirs og Re-
bekku. Allt í þessum
gamla bæ var fornfá-
legt og mér framandi.
Þegar ég vaknaði minn
fyrsta morgun í bað-
stofunni og fór að horfa
í kringum mig, fannst mér þetta frá-
bært. Alli og Bekka í sínu rúmi sem
mátti ýta saman svo úr varð sæti fyrir
tvo, Adda í sínu rúmi og ég í mínu og
eitt rúm fyrir gesti. Eitt borð, einn
bekkur, tvær stórar kistur, önnur
með kúptu loki, hin með sléttu. Fata-
hengi, tjaldað fyrir með hvítu og lítil
bókahilla. Tveir fjögurra rúða
gluggar í vestur. Þrjár myndir á
veggjum. Mynd af Jóni Sigurðssyni
forseta. Myndin trú, von og kærleikur
og myndin af Hallgrími Péturssyni
sem kölluð var Spjalda-Grímur.
Svona var þetta einfalt og fallegt.
Sumrin mín í Álftagerði voru mér
dýrmæt reynsla og mótuðu mig á
margan hátt. Að virða það gamla og
sjá fegurð í einfaldleikanum, að elska
sauðkindina og allan búpening og um-
gangast alla ferfætlinga sem vits-
munaverur.
Í janúar 1960 eignaðist Adda
drenginn Jóhann Aðalgeir Gestsson.
Það var mikil blessuð gæfa fyrir
heimilið.
Jóhann óx úr grasi við ást og hlýju
og varð traustur og góður drengur,
duglegur og hvers manns hugljúfi,
vinur vina sinna.
Þegar við Ragna mín stofnuðum
heimili og eignuðumst dætur okkar
vorum við alltaf velkomin í sveitina og
dætur okkar, Rebekka og Hildigunn-
ur sóttu fast að fara til „ömmu“ í
Álftagerði.
Lífið er merkilegt og stundum gott
og gjöfult. Sólargeisli kom inn í líf
Öddu þegar sonardrengurinn Sverrir
fæddist og færði henni gleði þegar fór
að halla undan fæti.
Soffía og Jóhann voru henni afar
góð alla tíð og Sverrir litli, 10 ára
gamall, spilaði á fiðluna sína fallegt
lag fyrir ömmu sína um það leyti sem
hún var að hverfa úr þessum heimi.
Hún kvaddi í kyrrð og ró.
Ég kvaddi Öddu mína laugardag-
inn 11. október. Hún lá á líknardeild
spítalans á Húsavík. Ég tók í hönd
hennar og fann hlýjuna í lófa hennar –
kyssti hana á ennið eins og hún hafði
ætíð kysst enni mitt er hún bauð mér
góða nótt.
Við Ragna mín, dætur okkar Krist-
ín, Rebekka og Hildigunnur blessum
minningu Öddu og vottum syni henn-
ar, Jóhanni, konu hans Soffíu og
drengnum þeirra Sverri okkar
dýpstu samúð.
Þráinn Karlsson.
9. október dó yndis-
legur maður. Þessi
maður var Gunnar,
tengdapabbi minn.
Það er erfitt að hugsa til þess að
maður sjái hann ekki aftur en sem
betur fer á maður ótal margar yndis-
legar minningar.
Gunnar Reynir
Bæringsson
✝ Gunnar ReynirBæringsson
fæddist á Ísafirði 7.
júlí 1949. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut
fimmtudaginn 9.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Bústaða-
kirkju 17. október.
Ég kynntist tengda-
fjölskyldu minni að-
eins 15 ára gömul,
kynntist þessu yndis-
lega fólki, Gunnari og
Gunnu, sem tóku mér
opnum örmum. Tæp-
um þremur árum
seinna eignaðist ég svo
lítinn strák, fyrsta afa-
barnið hans Gunnars.
Upp frá þeim degi var
tengdapabbi stoltur
afi sem sinnti „afahlut-
verkinu“ af ást og alúð
og gaf sér alltaf tíma
til að vera með litlu börnunum sín-
um. Fyrir þau er þetta mikill missir.
Ég og fjölskyldan mín fluttum til
Prag 1995 og komu tengdapabbi og
tengdamamma í heimsókn til okkar.
Þar áttum við frábærar stundir sam-
an sem núna eru orðnar svo miklu
dýrmætari. Tengdapabbi var alltaf
tilbúinn að hjálpa, sama hvort hann
var sjálfur upptekinn eða ekki og það
eru ófá skiptin sem hann rétti okkur
hjálparhönd, hvort sem það var við
að leggja flísar á gólf, flytja, passa
barnabörnin eða hvað sem er. Það er
svo ótal margt sem ég á honum að
þakka. Við eyddum svo mörgum
stundum saman, vorum yfirleitt öll
saman á jólunum, fórum í ótal úti-
legur, höfðum gaman saman á gaml-
árskvöld og lengi mætti telja.
Fyrir fjórum árum fluttum við
með þrjú börn til Ítalíu. Bara svona
til að lýsa því hversu hjálpsamur og
yndislegur tengdapabbi var, þá
bauðst hann til að fara með bílinn
okkar í Norrænu til Danmerkur og
keyra hann, einn, niður til Ítalíu og
það gerði hann. Hann aðstoðaði okk-
ur svo við að koma okkur vel fyrir og
búa okkur fallegt heimili þar og ég
verð honum ávallt þakklát fyrir alla
hjálpina. Eftir það komu Gunnar og
Gunna oft í heimsókn til okkar og
það eru dýrmætar minningar sem
við eigum frá öllum þeim skiptum,
þegar haft var huggulegt í sólinni og
rölt í bæinn, keyptur ís og hlegið
saman. Þessar minningar geymum
við vel.
Þrátt fyrir það að yngsta barnið
okkar var aðeins rúmlega eins árs
þegar við fluttum til Ítalíu, talaði hún
alltaf mikið um Gunnar afa, enda var
hann duglegur að hafa samband og
naut þess að vera með krökkunum
þegar hann kom til okkar. Á sumrin
þegar við komum í heimsókn fengu
krakkarnir okkar oft að fara með afa
og ömmu í útilegu á húsbílnum
þeirra og eru þessar ferðir núna
ómetanlegur tími sem þau fengu
með afa sínum og þau munu geyma
allar þessar skemmtilegu minningar
í hjarta sínu.
Tengdapabbi var mikill Formúlu-
aðdáandi og stóð til að hann kæmi að
heimsækja okkur til Monza núna í
september til að sjá kappaksturinn
en því miður breyttust aðstæður og
var hann orðinn svo veikur að hann
komst ekki til okkar. Núna erum við
flutt til Íslands og það er sárt að
hugsa til þess að tengdapabbi geti
ekki komið og heimsótt okkur í húsið
okkar, húsið sem hann hjálpaði okk-
ur að velja, en innst inni veit ég að
hann mun vera með okkur og hjálpa
okkur á sinn hátt.
Elsku tengdapabbi, mig langar að
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig, þín er sárt saknað.
Helga.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn