Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 stærðin um 33 sm sem er það stærsta við fáum úr vorgotssíldinni íslensku. Hún fer öll í vinnslu til manneldis og fara nærri því 100% inn í frystihús sem er alveg ótrú- lega góð nýting.“ Viðbúnir verðlækkun Spurður um verð á síldar- afurðum sagði Eyþór það í jafn- vægi miðað við það sem fékkst fyr- ir afurðir úr norsk-íslensku síldinni í sumar. „Við erum þó viðbúnir ein- hverri lækkun í þessu árferði. Við seljum aðallega til gömlu aust- antjaldslandanna og eitthvað fer á Japan. Við flökum mest af síldinni en lítilsháttar er heilfryst,“ sagði Eyþór. Auk Ísfélagsins gera Vinnslu- stöðin og Huginn VE út á síld og samanlagður síldarkvóti Eyja- manna er á bilinu 35 til 40 þúsund tonn. Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Haustvertíð hófst hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum í gær þegar landað var síld úr Júpí- ter ÞH. Aflinn var um 850 tonn og fékkst í Breiðafirði. Síldin er mjög góð og fer nánast öll í vinnslu til manneldis. Síldveiðar skipta Vestmanneyjar miklu máli enda ráða Eyjamenn yf- ir um fjórðungi síldarkvótans sem í ár er 150 þúsund tonn. Tvö skip Ís- félagsins, Júpíter og Álsey VE munu veiða síld fyrir félagið í haust. „Þeir fengu síldin á Kiðeyj- arsundi í Breiðafirðinum, rétt út af Stykkishólmi,“ sagði Eyþór Harð- arson, útgerðarstjóri Ísfélagsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta er fyrsti farmurinn sem við fáum af Íslandssíldinni en kvóti okkar er um 20 þúsund tonn. Síldin úr Júpíter er mjög góð, meðal- Nær öll síldin til manneldis Síldarvertíð hafin hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja með löndun úr Júpíter Morgunblaðið/Sigurgeir Til manneldis Iwona Spera með sýnishorn af síldinni úr Júpíter ÞH. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Við Súgandisey Jóna Eðvalds og Faxi á milli eyja, við Stykkishólm. „HÚN er ekki á kjörstað, heldur sig á milli skerja þar sem við náum ekki í hana. Hér er mikill straumur og harður botn og erf- itt að kasta á það sem sést,“ segir Ásgrímur Ingólfsson, skip- stjóri á síldveiðiskipinu Ásgrími Halldórssyni frá Hornafirði. Skipið var á veiðum í Sauðeyj- arsundi, vestan við Stykkishólm og var að „búmma“. Daginn áð- ur fékk hann 500 tonna kast upp undir höfn í Stykkishólmi. Ásgrímur segir frekar leið- inlegt að eiga við síldina á þess- um stað, hún hafi verið mun við- ráðanlegri í Grundarfirði í fyrravetur. Þangað var hún komin á þessum tíma. „Eitthvað er hún að þrjóskast við núna.“ Þrjú skip frá Skinney- Þinganesi fóru til síldveiða á Breiðafirði eftir bræluna og hvert þeirra má veiða um 500 tonn á dag, til þess að ekki ber- ist of mikið í vinnsluna á Horna- firði í einu. Ásgrímur ætlaði að sigla af stað austur í gærkvöldi og vonaðist hann til að fara með um þúsund tonn. Síldin er feit og góð til vinnslu og fer öll til manneldisvinnslu. Þrír bátar voru að reyna við síldina við Stykkishólm í gær og nokkrir á leið til löndunar. helgi@mbl.is Síldin heldur sig á milli skerja ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 44 06 0 10 .2 00 8 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Land Cruiser 100 4700 Bensín sjálfsk. Á götuna: 05.05 Ekinn: 78.000 km Verð: 5.630.000 kr. Skr.nr. ZR-843 Tilboð: 4.990.000 kr. Toyota Corolla W/G Sol 1600 Bensín sjálfsk. Á götuna: 10.03 Ekinn: 79.000 km Verð: 1.330.000 kr. Skr.nr. RU-587 Tilboð: 1.090.000 kr. Toyota Yaris Sol 1300 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 43.000 km Verð: 1.650.000 kr. Skr.nr. MF-035 Tilboð: 1.490.000 kr. BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota Corolla S/D Terra 1400 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 56.000 km Verð: 1.960.000 kr. Skr.nr. LI-925 Tilboð: 1.690.000 kr. Toyota RAV4 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 05.05 Ekinn: 64.000 km Verð: 2.540.000 kr. Skr.nr. UG-561 Tilboð: 2.190.000 kr. ÞÚ FÆRÐ MEIRA FYRIR KRÓNUNA Í SUMUM BÍLUM Toyota Prius Hybrid 1500 Bensín sjálfsk. Á götuna: 07.05 Ekinn: 55.000 km Verð: 2.550.000 kr. Skr.nr. OU-719 Tilboð: 2.350.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.