Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETAEFNIN Barack Obama og John McCain, skiptust í gær á skotum vegna efna- hagsvandans. McCain reynir nú ákaft að afla sér stuðnings með því að benda á að demó- krötum sé spáð yfirburðum í báðum þing- deildum. Vilja Bandaríkjamenn að sami flokkur ráði líka í Hvíta húsinu? spyr hann. McCain flutti í gær ræðu í Ohio og sakaði þar m.a. leiðtoga demókrata um að vera langt til vinstri við þorra almennings í land- inu. Stefna Obama væri einfaldlega að auka ríkisafskipti og leggja þyngri skatta á venju- legt miðstéttarfólk. En báðir frambjóðendur væru ósammála efnahagsstefnu Bush. „Ég vil koma böndum á eyðsluna,“ sagði McCain. „Munurinn á mér og honum [Obama] er að honum finnst skattar hafa verið of lágir en mér finnst eyðslan hafa ver- ið of mikil.“ Repúblikanar hafa gert sér mikinn mat úr þeim ummælum Obama að nota eigi skatta til að jafna kjörin en ekki einfaldlega til að standa undir rekstri ríkisins. Bandarískir hægrimenn telja margir að stefna af þessu tagi sé ekki annað en sósíalismi. Obama flutti einnig ræðu í Ohio í gær. „McCain öldungadeildarþingmaður segir að við getum ekki varið næstu fjórum árum í að vona að heppnin verði loks með okkur en þið vitið að mesta áhættan sem við getum tekið er að styðja sömu Bush-McCain stefn- una og þá sem hefur reynst okkur svo illa síðustu átta árin,“ sagði Obama. Reuters Sátt Raila Odinga, forsætisráð- herra Kenýa, með Sarah Hussein Obama, ömmu Baracks Obama. Saka Obama um sósíalisma  McCain segir forsetaefni demókrata vilja hækka skatta miðstéttarfólks til að jafna kjörin  Obama segir keppinautinn boða sömu stefnu og Bush forseti Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SÝRLENSK stjórnvöld sökuðu í gær Bandaríkjamenn um „hryðju- verk“ vegna árásar sérsveitarmanna í þyrlum á búgarð við bæinn Abu Kamala á sunnudag. Bærinn er í Sýrlandi en rétt við landamærin að Írak. Fullyrtu Sýrlendingar að átta óvopnaðir borgarar hefðu fallið. Bandaríkjamenn hafa sakað Sýr- lendinga um að leyfa erlendum víga- mönnum að athafna sig í Sýrlandi og skipuleggja þar árásir í Írak. Stjórn- völd í Washington hafa ekki viljað staðfesta að þau hafi staðið á bak við árásina á sunnudag en AFP-frétta- stofan hafði eftir ónafngreindum, bandarískum embættismanni að gerð hefði verið „árangursrík árás“ á bækistöð erlendra vígamanna sem ógnað hefðu bandarískum hermönn- um í Írak. Eins og oft áður í slíkum málum er nær útilokað að staðfesta hvort ásak- anir stjórnar Bashars Assads, for- seta Sýrlands, um mannfall meðal óbreyttra borgara eiga við rök að styðjast. Heimildarmenn segja að árásum yfir landamærin á Írak hafi fækkað en samt sé óánægja meðal bandarískra jafnt sem íraskra stjórnvalda með ástandið. Ráðamenn í Bagdad eru í nokkr- um vanda. Þeir hafa reynt að bæta samskiptin við Sýrland en hafa jafn- framt gagnrýnt harðlega að grann- landið stöðvi ekki umræddar árásir vígamanna. Nýlega féllu 13 starfs- menn íraska innanríkisráðuneytisins í þorpi á svæðinu í grennd við Abu Kamala þegar vígamenn með bæki- stöð í Sýrlandi gerðu þar árás. Líklegt er að með atlögunni á sunnudag vilji Bandaríkjamenn m.a. sýna öllum ríkjum heims að hafi þau ekki sjálf hemil á starfsemi alþjóð- legra hryðjuverkasveita innan eigin landamæra muni Bandaríkjamenn grípa til sinna ráða. Árásin hafi verið viðvörun. Árás sögð „hryðjuverk“ Vígamenn hafa notað bækistöðvar í Sýrlandi til árása á Írak og Bandaríkjamenn vildu refsa Assad Sýrlandsforseta Í HNOTSKURN »Stjórn Bashars AssadsSýrlandsforseta hefur um skeið átt náið samstarf við Ír- an, erkifjanda Bandaríkjanna. Og ríkin tvö styðja bæði Hiz- bollah-skæruliða í Líbanon og berjast ákaft gegn Ísrael. FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÉG reyndi allt hvað ég gat og gerði viðeigandi tilslakanir, einnig í fé- lagslegum málum. En ég er ekki reiðubúin að beygja mig fyrir ein- valdi hvaða flokks sem er, basta,“ sagði Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels og sló í borðið á fundi með leiðtogum Kadíma-flokksins um helgina. Ljóst var orðið að tilraunir síðustu vikna til stjórnarmyndunar væru orðnar að engu og að hún myndi fyrir hönd flokksins fara fram á kosningar. Þá ósk staðfesti forseti Ísraels, Shimon Peres, í gær og er því ljóst að efnt verður til þingkosn- inga snemma á næsta ári. Flokkar þingsins geta reynt að mynda stjórn á næstu þremur vikum en ólíklegt þykir að það gangi eftir. Friðarviðræður í upplausn Það þykir nokkurt áfall fyrir Tzipi Livni að henni skuli ekki hafa tekist að mynda stjórn eftir að hafa verið skipuð leiðtogi Kadíma-flokksins í stað Ehuds Olmerts í sumar. Í ljósi þess verði auðvelt að draga leiðtoga- hæfileika hennar í efa en í komandi kosningabaráttu mun hún etja kappi við tvo reynda leiðtoga. Benjamín Netanyahu, leiðtogi Likud-bandalagsins, var forsætis- ráðherra frá 1996 til 1999 og er tal- inn hafa verið umdeildur en ákveð- inn leiðtogi. Viðburðir líðandi árs, þ.á m. friðarviðræðurnar í Annapol- is, leiddar af Bandaríkjamönnum, sem þóttu skila litlu, hafa orðið til þess að krafa Ísraela um sterkan leiðtoga verður sífellt háværari. Netanyahu hefur slíkt orðspor, er eindreginn hægrimaður og andstæð- ingur hugmyndarinnar um sjálf- stætt Palestínuríki. Annar andstæðingur Livni í kom- andi kosningum er Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem var forsætisráðherra 1999–2001. Flokkur Baraks hefur misst veru- legt fylgi á síðustu árum en getur samt reynst Livni og Kadíma- flokknum skeinuhættur þar sem flokkarnir berjast báðir um fylgi miðju-vinstrimanna. Þeir sækja styrktarfé í sömu sjóðina og grafa því hvor undan öðrum. Barak hafn- aði á mánudag orðrómi um sameig- inlegt framboð Kadíma og Verka- mannaflokksins fyrir komandi kosningar. Misheppnaðar stjórnarmynd- unarviðræður Livni þykja líklegar til að tefja fyrir friðarviðræðum við Palestínumenn en Livni hefur verið aðalsamningamaður ríkisstjórnar- innar í því ferli. Benjamín Netanyahu hefur lýst sig mótfallinn friðarviðræðunum sem Livni hefur leitt. Við setningu ísraelska þingsins í gær þykir Net- anyahu hafa hafið kosningabarátt- una. Hann sagði að Ísrael myndi aldrei leyfa skiptingu Jerúsalem eða aðlögun palestínskra flóttamanna. Hann sagði jafnframt að sem for- sætisráðherra myndi hann leita eftir friði við nágrannaríkin en ekki gefa eftir Gólanhæðirnar til Sýrlendinga. Sér Livni á bak leiðtoga- hlutverkinu? EHUD Olmert situr áfram sem forsætisráðherra Ísraels eftir að stjórnarmynd- unarviðræður mistókust. Olmert er grun- aður um spill- ingu og verði hann ekki ákærður situr hann í embætti fram að kosningum. Staða ríkisstjórnarinnar þykir í ljósi að- stæðna mjög veik en Olmert hefur gefið í skyn að hann vilji nýta tím- ann í friðarviðræður við Sýrlend- inga og efnahagsvandamál Ísraels. Það gæti bjargað ímynd hans áður en hann lætur af störfum. Olmert hyggst nota tímann Hvert er fylgi leiðtoganna? Samkvæmt skoðanakönnunum frá í gær er Tzipi Livni að ná forskoti á Benjamín Netanyahu, leiðtoga Likud- bandalagsins. Netanyahu hefur leitt í skoðanakönnunum síðustu tvö ár þegar kjósendur hafa verið spurðir um val þeirra á forsætisráðherra. Hvernig er skipting á þingi? Í kosningum árið 2006 hlaut Kad- íma-flokkurinn 29 þingsæti, Verka- mannaflokkurinn 19 og Likud 12. Í skoðanakönnun frá síðasta sunnu- degi kemur fram að yrði kosið strax yki Likud verulega við sig og fengi 26 sæti, Kadíma héldi sama sætafjölda. S&S BÖRN geta leikið sér við ótrúlegustu aðstæður og þessi stúlka í Asunción, höfuðborg Paragvæ, er engin undan- tekning frá þeirri reglu. Ljósastaurinn og tréð sem hún er ákveðin í að klífa rifnuðu upp þegar þrumuveður reið yfir borgina og ná- grenni um helgina. Tré rifnuðu upp með rótum auk þess sem ár flæddu yfir bakka sína og varð óveðrið í það minnsta tveimur að bana. Reuters Spennandi leifar óveðurs Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.