Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
GUNNAR Birg-
isson, bæjarstjóri í
Kópavogi, lét furðu-
leg og ósmekkleg um-
mæli falla í viðtali við
sjónvarpsfréttir RÚV
síðastliðinn sunnudag.
Þar vísaði hann gagn-
rýni samfylking-
armanna á stjórn
Seðlabankans á bug með því að
rekja að Jón Sigurðsson, hagfræð-
ingur og fyrrverandi ráðherra Al-
þýðuflokksins, sæti fyrir hönd
Samfylkingarinnar sem varafor-
maður Seðlabankans og væri að
auki formaður stjórnar Fjármála-
eftirlitsins sem skipaði stjórnir
skilanefnda bankanna. „Þannig að
Samfylkingin ætti að tala við Jón
Sigurðsson áður en hún talar við
Davíð Oddsson“.
Ummæli bæjarstjórans lýsa
annað tveggja mikilli vanþekkingu
á stjórnkerfi efnahagsmála eða
ósvífinni tilraun til að drepa mál-
um á dreif með óhróðri um nafn-
greindan heiðurs-
mann. Hvorugt er
gott til afspurnar fyr-
ir bæjarstjórann í
Kópavogi en hvorugt
kemur á hinn bóginn
verulega á óvart þeg-
ar hann á í hlut.
Jón Sigurðsson er
þekktur af verkum
sínum og af yf-
irburðaþekkingu á
hagfræði. Hann starf-
aði um árabil sem
einn helsti ráðgjafi ís-
lenskra ríkisstjórna í efnahags-
málum og það var ógæfa margra
þeirra ríkisstjórna að orna sér
frekar við skammtímaelda óá-
byrgrar efnahagsstjórnar en að
hlíta hans ráðum. Hann var á þeim
árum m.a. fastafulltrúi Norð-
urlanda í framkvæmdastjórn Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins um hríð og
fulltrúi Íslands í stjórn Norræna
fjárfestingarbankans og stjórn-
arformaður þar og fulltrúi Íslands
í hagþróunar- og hagstjórnarnefnd
OECD. Að loknum stuttum og ár-
angursríkum stjórnmálaferli var
Jóni boðin staða forstjóra Nor-
ræna fjárfestingarbankans, sem
hann gegndi fram á síðustu ár.
Hægt væri að hafa mörg orð um
þekkingu og hæfni Jóns Sigurðs-
sonar sem hagfræðings en ég læt
nægja að rifja upp rit um efna-
hagsmál sem hann ritstýrði fyrir
Samfylkinguna í aðdraganda kosn-
inga 2007. Þar varaði hann við
ójafnvægi í íslenskum þjóð-
arbúskap og spáði nákvæmlega
fyrir um þær hættur sem síðar
urðu til að koma efnahagslífinu á
hliðina: „Hættan er sú að Ísland
missi trúverðugleika á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum, en þá
væri voðinn vís með hækkandi
vaxtaálagi, gengisfalli og verð-
bólgugusu.“ Það hefði verið ósk-
andi að fleiri hefðu áttað sig á
þessari hættu.
Það er að mínu viti einstök gæfa
fyrir þessa þjóð að Jón skyldi við
starfslok vera tilbúinn að fórna
tíma sínum til erilsamra og óvin-
sælla verkefna í þágu þjóðarinnar.
Hann tók við stjórnarformennsku í
FME í byrjun þessa árs og hefur
setið í bankaráði Seðlabankans frá
vori 2007. Bæjarstjóranum í Kópa-
vogi til fróðleiks skal upplýst að
bankaráð Seðlabankans fer ekki
með þá þætti stjórnar efnahags-
mála sem bankinn sinnir að lögum,
heldur rekstur bankans. Um efna-
hagsstjórnina sjá seðlabankastjór-
arnir þrír og bera einir á henni
fulla ábyrgð.
Nú er það svo að það hefur
vissulega fallið í skaut stjórnar
FME að skipa stjórnir skilanefnda
hinna gömlu banka og að hafa yfir
stjórn þeirra að segja. Það var
verkefni sem við þingmenn færð-
um stjórn FME með neyðarlög-
unum 6. október sl. Ekki verður
auðveldlega séð hvernig það hlut-
verk setur ábyrgð á núverandi
efnahagsöngþveiti á herðar Jóns
Sigurðssonar. Hins vegar er ljóst
að hans er ábyrgðin á því að
greiða úr því ástandi sem skapast
hefur og reka bankana til hags-
bóta fyrir kröfuhafa uns þeir fara
endanlega í gjaldþrot. Það er afar
sérkennilegt að ætla sendiboða vá-
legra tíðinda ábyrgð á óförunum
með þeim hætti sem Gunnar Birg-
isson virðist gera.
FME fer að lögum með eftirlit
með fjármálastofnunum. Fram-
ganga FME er auðvitað einn
þeirra þátta sem fjalla þarf um í
þeirri heildarúttekt um stjórn
efnahagsmála og framgöngu eft-
irlitsstofnana undanfarin misseri
sem vonir standa til að rík-
isstjórnin hafi forgöngu um á
næstu mánuðum. Ég veit að Jón
Sigurðsson mun útskýra vandlega
það verklag FME sem hann ber
ábyrgð á, enda hefur hann tamið
sér rökfasta og málefnalega fram-
göngu á öllum sínum ferli og aldr-
ei vikist undan ábyrgð.
Vönduð úttekt á aðdraganda yf-
irstandandi efnahagshörmunga er
nauðsynleg til að hægt sé að efna
til málefnalegrar umræðu um
verklag FME við eftirlit, sem og
um framgöngu Seðlabankans á
undanförnum misserum og árum.
Viðtalið við Gunnar Birgisson sýn-
ir að hann gerir ekki greinarmun á
málefnalegri og rökstuddri gagn-
rýni á tilteknar aðgerðir Seðla-
bankans og almennu skítkasti. Það
er þessi talsmáti og aðferðafræði
útúrsnúninga og órökstuddra full-
yrðinga sem hefur eitrað umræðu
um efnahagsmál á undanförnum
árum og átt stærstan þátt í að
koma efnahag þjóðarinnar í þær
ógöngur sem raun ber vitni. Ís-
lensk þjóð og íbúar Kópavogs eiga
betra skilið en þessi ósköp.
Árni Páll Árnason
gerir athugasemdir
við ummæli Gunn-
ars Birgissonar
» Gunnar Birgisson
gerir ekki grein-
armun á málefnalegri og
rökstuddri gagnrýni og
almennu skítkasti.
Árni Páll Árnason
Höfundur er alþingismaður Samfylk-
ingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Að skjóta sendiboðann
Björgúlfsfeðgum og Sigurði Ein-
arssyni sem nánast er galdramaður í
fjárfestingum og rekstri banka hvar
sem væri í veröldinni. Fáir muna í
dag þegar framsóknarmenn og aðrir
öfundarmenn landsins slátruðu
stærsta kúabúi Norðurlanda sem þá
var á Korpúlfsstöðum á fyrri hluta
síðustu aldar, þegar bóndinn þar
Thor Jensen hafði komið sér upp
sínu eigin mjólkurbúi með miklu
meiri afköstum og öryggi en þá
þekktist, til hagsbóta fyrir neyt-
endur. Nei, með reglugerðum og
öðrum endalausum höftum og illvilja
var það mikla framfaraspor eyðilagt
af framsóknarmönnum allra flokka.
Bjarni Benediktsson sagði eitt
sinn að það besta sem Danir hefðu
gefið Íslendingum væri ekki stjórn-
arskráin eða laga- eða réttarbætur,
heldur Thor Jensen. En hann kom
hingað til lands aðeins 16 ára piltur
frá Danmörku til að læra versl-
unarfræði á Borðeyri. Og allir
þekkja síðan árangurinn af því.
Hvernig væri nú að fara að læra af
sögunni?
Höfundur er skólastjóri og
þjóðsagnasafnari.
FRAMHALD upp-
boðs á eftirfarandi
eignum verður háð á
þeim sjálfum á skrif-
stofu embættisins, sem
hér segir: Hrakhólar
13, 991-8396 Raunavík,
þingl.eign. Jóhann Jón-
mundsson og Inga Lind
Lafbrandsdóttir, gerð-
arbeiðendur Íbúðalána-
sjóður, Landsbanki Íslands hf. að-
alstöðvar, Kaupþing banki hf., Glitnir
banki hf., fimmtudaginn 16. október
2008 kl. 13.30.
Sýslumaðurinn í Raunavík 10.
október 2008.
Munu ekki langflestir Íslendingar
sem komnir eru til vits og ára kann-
ast við þessa auglýsingu úr Mbl og
Lögbirtingablaðinu? Mér er samt
mjög til efs að þessi auglýsing sem
birtist hefur íslenskri þjóð í þús-
undum skipta á umliðnum árum hafi
valdið mörgum sérstöku hugarangri
eða andvöku öðrum en þeim sem til
var stefnt og þeirra nánustu. Hér er
hið veraldlega vald að tilkynna dag-
setningu stað og stund „hólmgöngu“
til lokaúrskurðar á kröfumálum lán-
ardrottna á hendur skuldara. Val fjöl-
miðla á fréttaefni virðist manni oft
birtast þannig að því ljótari sem at-
burðurinn er þeim um nákvæmari
verður umfjöllunin, æsifrétt er eft-
irsótt í samfélaginu, því grófara af-
brot, þeim um betra pláss á síðunni.
Morð og nauðganir koma því miður
fyrir á forsíðum íslenskra dagblaða
og er þá sem allra sterkustu ljósi
varpað á atburðinn sem vekur vissu-
lega hrylling og samúð með þolanda.
Ekki skal hér á nokkurn hátt dregið
úr þeim harmleik sem þar er að ger-
ast og fyllsta samúð og skilningur á
þeirri umfjöllun. En uppboð og brott-
nám eigna sem hér eru sérstaklega
tekin til umfjöllunar eru líka harm-
leikur sem á sér langa og sársauka-
fulla sögu, því að baki hverju fjár-
námi, uppboði og sölu er ein slík saga.
Bú skuldara, húsnæði, vinnustaður
eða atvinnurekstur og lífsviðurværi
hverfur, en örvæntingin, vonleysið og
sorgin markar hvern þann sem fyrir
verður djúpu og óafmáanlegu and-
legu öri. Fullkomið skipbrot, ævi-
starfið tapað, heimilið og fjölskylda
sundruð og að auki kann svo að vera
að lánardrottinn hafi krafið skuldara
um aukaábyrgð foreldra, afa, ömmu
eða annarra ættingja til að hámarka
trygginguna og lámarka áhættuna
fyrir lánveitingunni. Fjárhagslegt ör-
yggi þeirra sem slíka
ábyrgð veittu er svo líka
glatað. Hér er í öllum
tilfellum við ofurefli að
etja svo gjörólík er rétt-
arstaða lánveitanda og
skuldunautar. Skilyrði
þau sem bankar og lán-
ardrottnar setja í samn-
inga við lánveitingu
hafa á umliðnum árum
orðið hömlulaus græðgi.
Í ljósi þeirra að-
stæðna sem nú eru að
skapast í íslensku sam-
félagi er setning nýrra og sann-
gjarnari laga um nauðungarsölu það
sem Alþingi verður að afgreiða strax.
Þetta er forgangsverkefni. Ekkert er
líklegra en að framundan sé skriða
uppboða og eignaupptaka stærri og
umfangsmeiri en nokkru sinni hefur
sést hér á landi, svo gífurlega hefur
höfuðstóll skulda einstaklinga og fyr-
irtækja hækkað, við óðaverðbólgu,
gengishrap krónunnar, verðtrygg-
ingu og okurvexti, sem hefur nú enn
einu sinni brotið niður fjárhagslegan
grunn þjóðfélagsins, en á sama tíma
falla fasteignir í verði. En vel að
merkja, hafa ekki Íslendingar alla tíð
frá lýðveldisstofnun barist við þetta
ástand, þó nú stefni í algjöra upp-
lausn peningamála þjóðarinnar?
Endurkoma SÍS
undir öðrum formerkjum
Eitt af því þýðingarmesta og að
mínum dómi grunnurinn að nýju og
gerbreyttu „landslagi“ skuldara á Ís-
landi er stofnun Sambands íslenskra
skuldara, SÍS. Gangi menn til þess
verks af alefli og stofni slík lands-
samtök eru þau óðar en varir orðin of-
urafl sem tekið verður tillit til. Sú
fjöldahreyfing myndi byggjast upp
sem varnarmúr fyrir almenning og
fyrirtæki, alla þá sem þurfa að kaupa
peninga og þjónustu af lánardrottn-
um. Slík samtök stæðu andspænis og
kæmu til mótvægis við t.d. samtök
banka og verðbréfasjóða og yrði sá
vettvangur og það afl sem mótun
peningastefnu yrði að taka tillit til. Í
dag á þessi að ég tel langfjölmennasti
og þjakaðasti þjóðfélagshópur lands-
ins engan varnaraðila og réttarstaða
hans er vonlaus. Hafa menn áttað sig
á því að það er þessi hópur, hús-
byggjendur, námsmenn, atvinnurek-
endur og allur almenningur sem tek-
ur lán og kaupir þjónustu
Landsbankans á Íslandi sem greiddi
ofurvextina sem yfirbuðu alla inn-
lánsreikninga Breta og Hollendinga
sem í boði voru á Icesave-reikningum
Landsbankans erlendis og sem
leiddu til þess að þúsundir Breta og
Hollendinga gleyptu agnið. Þetta
hefði ekki verið hægt ef svipuð vaxta-
stefna hefði verið rekin hér á landi og
sú sem tíðkast hjá nágrönnum okkar.
Því segi ég, stöndum öll upp þó
skuldaklafinn sé þungur, tökum
höndum saman, myndum ókleifan
hamar gegn óréttlætinu sem við höf-
um þolað allt of lengi. Hrindum þess-
um andskota af okkur.
Uppboð
Árni Valdimarsson
fjallar um uppboð
og nauðungarsölur
»Eitt af því þýðingar-
mesta og að mínum
dómi grunnurinn að nýju
og gerbreyttu „lands-
lagi“ skuldara á Íslandi
er stofnun Sambands ís-
lenskra skuldara. (SÍS)
Árni Valdimarsson
Höfundur er fyrrv. bankastarfsm.
forystumenn í Jafnaðarmannaflokki
Íslands.
Gefið var í skyn af hvatamönnum
um aðkomu sjóðsins að þar sem Ís-
land væri svo þróað ríki, ólíkt hinum
vanþróuðu, sem sjóðurinn hefur leik-
ið grátt, yrðu ráðgjöfinni hagað öðru-
vísi. En auðvitað reyndist þetta ekki
rétt enda líkindi þess að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn viki frá hug-
myndafræði sinni um forgang fjár-
magnsins hverfandi. Enda hefur
komið í ljós að sjóðurinn er ekki
tilbúinn að veita okkur fyrirgreiðslu
fyrr en eftir að íslenskir skattgreið-
endur hafa gengist í ábyrgðir fyrir þá
óráðsíuskuldir sem íslenskir fjár-
magnseigendur skildu eftir sig í
Bretlandi og Hollandi. Hugmynd
sjóðsins er að fyrst byrjum við Ís-
lendingar að taka lán upp á 400-800
milljarða til að gera upp þá reikninga
og svo getum við tekið lán upp á
mögulega annað eins til að koma okk-
ar eigin frosna efnahagskerfi í gang.
Reikningurinn af útrásinni og óheftu
markaðsfrelsi síðustu ár yrði því um
eða yfir 1000 milljarðar íslenskra
króna sem þýðir í raun skuldafang-
elsi fyrir komandi kynslóðir.
Sjónarmið Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins eru eins og alltaf að tryggja hag
fjármagnseigenda en ekki almenn-
ings. Íslendingar eiga ekki að koma
nálægt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
því leiðsögn hans leiðir íslenskan al-
menning til ánauðar.
Höfundur er formaður Vinstri
grænna á Akureyri.
HVAÐA atvinnu-
grein hefur tekið kipp í
kreppunni?
Svarið er: Ferða-
mannaþjónusta.
Hvaða framkvæmdir
er nú hvað mest rætt
um að þurfi að styrkja?
Svarið er: Virkjanir
og stóriðja.
Er ekki eitthvert ævintýralegt óða-
got í þessu fólgið? Fyrstu viðbrögð
nokkurra stjórnmálamanna við
kreppunni voru þau að nú þyrfti að
veiða meiri þorsk, þrátt fyrir viðvar-
anir vísindamanna um að þorskstofn-
inn sé í hættu. Fljótlega var þetta
slegið út af borðinu, enda bersýnilegt
fljótræði, og tekið var til við að ræða
virkjanaframkvæmdir með meiri
nauðhyggju að vopni en fyrr hefur
sést.
Það blasir við að hálendi Íslands
lýtur nákvæmlega sömu lögmálum og
þorskstofninn. Það er ekki hægt að
nýta það án þess að ganga á það sem
við getum kallað auðlindir. Getum
kallað, segi ég, því það er vissulega
líka hægt að kalla þorskinn „fisk“ og
hálendið „náttúru“. Skyndileg skipti
hafa orðið á tungutaki
þjóðarinnar og í miðju
havaríinu tók ólíkleg-
asta fólk að grípa til orð-
ræðu úr sjómannamáli,
fólk sem maður getur
varla ímyndað sér að
hafi nokkru sinni verið
til sjós. Í sviptingum
eins og þessum taka
orðin hamskiptum. Fyr-
ir mína parta þykir mér
nokkur nautn að sjá alla
þessa sjómennskufrasa
skjóta upp kollinum og
ég velti fyrir mér hvort í framhaldinu
muni orð eins og „mannauður“ líða
undir lok, hverfa eins og hendi væri
veifað. „Mannauður“ er tilraun til
þýðingar á hugtakinu „human resour-
ces“ sem komið er úr bandarískri
stjórnunarfræði. Nákvæmari þýðing
væri „mennskar auðlindir“ eða eitt-
hvað þvíumlíkt. Ef til vill væri einfald-
ara að tala bara um hugvit, þekkingu,
háskóla, uppfinningamenn, vísindi,
listir, bókmenntir, eitthvað slíkt – í
stað þessa orðasamruna á peningum
og fólki. Eða ef til vill einfaldlega tala
um fólk sem hugsar – sem er and-
stæðan við óðagotið þar sem hamrað
er á því að best sé að drífa bara í því
að skella upp skyndilausnum og
hugsa helst ekki neitt, hvorki fram í
tímann né aftur – spóla í núinu. Það
mæta fólk sem heldur fram gildum
stóriðjunnar gerði vel í að líta aðeins
um öxl og lengra til framtíðar. 60%
landsmanna hafa lýst sig andsnúna
fleiri álverum. Þjóðin vill byggja upp
fjölbreyttari atvinnuvegi til fram-
tíðar, meiri sjálfbærni, stuðning við
sprotafyrirtæki og hugvit. Ísköldustu
tölur sýna að meiri álframleiðsla en
nú þegar er komin á koppinn mun
ekki leiða til skjótfengins gróða og
fleyta þjóðarbúinu í gegnum erf-
iðleikana, það er í meira lagi hæpin
trú að ein tegund iðnaðar muni redda
málunum, það er ekkert vit í að „gera
bara eitthvað“. Flas er ekki til fagn-
aðar. Það vissu sjómenn og vita enn. Í
millitíðinni – meðan verið er að kasta
nýjum akkerum sem kannski tekur
fimm ár – væri vit í að veðja á ferða-
mannaþjónustuna.
Eða í það allra minnsta horfa um
öxl og áfram í stað þess að spóla í
núinu. Gefa sér tíma til að hugsa.
Hermann Stef-
ánsson mælir gegn
áformum um að
virkja í snatri.
» Ísköldustu tölur
sýna að meiri ál-
framleiðsla en nú þegar
er komin á koppinn mun
ekki leiða til skjótfeng-
ins gróða og fleyta
þjóðarbúinu í gegnum
erfiðleikana …
Hermann Stefánsson
Höfundur er rithöfundur.
Spólað í núinu