Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 ✝ Sigurður Pét-ursson fæddist 8. maí 1925 í Reykjavík. Hann lést á Landspítal- anum 20. október 2008. Foreldrar hans voru Pétur Jó- hannsson, vélstjóri í Reykjavík, f. 30.6. 1897, d. 9.5. 1939 og Eyjólfína Helga Sigurðardóttir, f. 30.7. 1896, d. 29.9. 1985. Systur Sig- urðar eru Guðrún Alda f. 16.10. 1919, d. 4.4. 2003. Sigríður Eyja f. 22.12. 1921, d. 23.10. 1997 og Sæ- munda Guðný f. 8.11. 1923 . Eftirlifandi eig- inkona Sigurðar er Sóley Brynjólfs- dóttir f. 15. janúar 1926. Þau gengu í hjónaband 6. maí 1967. Sigurður hóf prentnám í Guten- berg 2.11. 1942. Tók sveinspróf í setningu 15.5. 1947. Vann all- lengi í Gutenberg, síðan í prentsmiðju Jóns Helgasonar og síðan aftur í Guten- berg fram að starfslokum. Útför Sigurðar fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Diddi móðurbróðir minn er nú fallinn frá 83 ára að aldri. Hann bjó heima hjá Helgu ömmu og Eiði bróður hennar þegar ég var barn að aldri og man ég vel eftir honum á miðhæðinni á Bárugötunni. Þar var fjölmennt á sunnudögum, þeg- ar dætur ömmu komu í heimsókn ásamt fjölskyldum. Karlarnir sátu að mat loknum í einu herbergi og spjölluðu, konurnar í stofunni. Við börnin höfum líklega verið öllum til leiðinda, eins og stormsveipur um íbúðina, ganginn og út í garðinn og götuna. Diddi átti hins vegar heima þarna – lagði sig gjarnan eftir mat- inn, sem var bæði einstaklega góð- ur og vel útilátinn hjá ömmu. Oft stóðum við vakt og biðum þess að Diddi vaknaði og færi fram úr beddanum því þá dæsti hann og fór á fætur með ýmsum spaugileg- um tilbrigðum. Svo tók líf Didda stakkaskiptum. Hann fjárfesti í fyrsta bílnum upp úr 1960. Ég man eftir að hafa farið vestur í bæ og upp á Bárugötu til að skoða nýja gráa, gljáfægða tveggja dyra Trab- ant-bílinn. Mér var boðið í stutta ökuferð og man enn vígalegu öku- glófana. Í þessum bíl keyrði Diddi Helgu ömmu og aðra vítt og breitt og var þetta efalaust mikil bylting í samgöngum á því heimili. Síðar kom Sóley inn í líf Didda frænda og þau hófu búskap uppi í Árbæ og frændi hætti í mínum barnshuga að vera stór unglingur. Sóley var sólin í lífi frænda míns. Diddi og Sóley voru ákaflega natin og hjálpleg Helgu ömmu meðan hún lifði. Síðustu árin hefur mamma verið á Grund og ég veit að vikulegar heimsóknir Didda og göngutúrar þeirra hafa verið henni dýrmætir og upplífgandi. Ég er þeim ákaflega þakklátur fyrir þessa ræktarsemi. Paradís Didda og Sóleyjar var að Laugarvatni þar sem þau komu sér upp fallegum sumarbústað í landi prentara. Þau voru óspör að bjóða mömmu að koma og dvelja með sér og var hún alltaf ánægð með samveruna og dvölina í þessu dásamlega um- hverfi. Eftir að ég fullorðnaðist höfum við færst í sundur og sambandið árum saman aðeins jólakortin, enda lönd og höf aðskilið. Hin síð- ari ár hef ég næstum árlega heim- sótt þau í Árbæinn og það hefur verið gaman að kynnast þeim aft- ur. Þó að Diddi hafi glímt við sjúk- dóma var hann hress og viðræðu- góður og vel að sér um ólíklegustu málefni, fáir talað af jafn mikilli þekkingu um það heimssvæði þar sem ég hef búið undanfarin ár. Diddi var prentari að atvinnu og greinilegt að innihald bókanna hef- ur verið honum hugleikið ekki síð- ur en formið sem hann skapaði. Kæra Sóley, þinn er missirinn mestur, innilegustu samúðarkveðj- ur, minningin lifir um frændann og góðar samverustundir. Nú er þessi dagfarsprúði og reisulegi frændi minn allur og þakka ég heilshugar samfylgdina fyrir hönd fjölskyld- unnar. Hjartans kveðjur og gakktu á Guðs vegum. Hilmar. Ég kynntist Sigurði þegar hann og Sóley móðursystir mín voru að draga sig saman. Sóley frænka var eins og stóra systir mín og bjó heima hjá mér um nokkurra ára skeið. Þannig að ég fylgdist með stefnumótum þeirra með mikilli eftirvæntingu. Þau giftu sig árið 1967, fluttu upp í Hraunbæ þar sem þau hafa búið síðan. Það tók tíma að kynnast Sigurði. Hann var frekar fámáll og hafði sig ekki í frammi. En við nánari kynni hafði hann gaman af að spjalla og var mjög fróður um landafræði og ýmis sagnfræðileg málefni. Hann var góður knattspyrnumaður og KR-ingur á sínum yngri árum og prýðisgóður taflmaður. Sigurður varð góður vinur okkar og verður sárt saknað. Sigurður og Sóley byggðu sér sumarbústað í landi prentara í Miðdal á Laugarvatni. Þar áttu þau sannkallaðan sælureit, smekk- legan og notalegan bústað umvaf- inn trjám og fallegum gróðri. Sig- urður naut sín þar vel og var góður gestgjafi, enda mikið um að fólk heimsækti þau í bústaðinn. Þar dvöldu þau flestar helgar yfir sum- arið og í sumarfríum. Sigurður hafði yndi af að smíða, mála, gróð- ursetja og dytta að öllu úti sem inni. Við hjónin og börnin okkar höf- um verið svo lánsöm að dvelja hjá Sigurði og Sóleyju í sumarbústaðn- um margsinnis um verslunar- mannahelgina, en þá halda prent- arar mikla fjölskylduhátíð í Miðdal. Ég man alltaf þegar sonur okkar tók þarna sín fyrstu dansspor á Diskótekinu Dísu og dansaði af mikilli innlifun. Þá var hann þriggja ára og minnist þess enn hve vel hann skemmti sér. Um kvöldið var svo mikil skrúðganga þar sem gengið var með kyndla niður að brennu sem Jón Otti stjórnaði af miklum myndarskap. Sigurður átti við heilsubrest að stríða síðustu 5 árin og hugsaði Sóley um hann af einstakri alúð og nærgætni. Sumarbústaðurinn skip- aði ævinlega stóran sess í huga hans og mátti hann ekki hugsa til þess að þar færi allt í órækt. Því ákvað hann að selja bústaðinn fyrir 2 árum til fyrrverandi samstarfs- félaga sem hann treysti best fyrir þessari eign sem var honum svo kær. Einn góðviðrisdaginn á liðnu sumri fórum við í stutta heimsókn til Laugarvatns til að líta á „forn- ar“ slóðir. Var ánægjulegt að sjá hversu vel Sigurður naut ferðar- innar og hve ánægður hann var að sjá bústaðinn sinn og hversu vel nýir eigendur önnuðust hann. Mig langar að þakka Sigurði og Sóleyju fyrir vináttu og ræktar- semi við mig og fjölskyldu mína og fyrir allar samverustundir liðinna ára. Sigurveig Alfreðsdóttir og fjölskylda. Kæri Sigurður. Það er mikil eftirsjá að þér úr þessum heimi. Til að minnast þín hef ég tekið saman nokkra valda kafla úr samskiptum okkar í gegn- um tíðina. Á uppvaxtarárum mínum var ég á sumrin tíður gestur í sumarbú- stað ykkar hjóna á Laugarvatni. Þar átti ég margar góðar stundir og man ég alltaf hversu stoltur ég var þegar Sigurður fól mér það hlutverk að vera lyklavörður bú- staðarins. Við sammæltumst um að enginn mætti koma inn fyrir hliðið án þess að ég væri með í ráðum. Til að tryggja endanlega að ekki væri farið fram hjá mér svaf ég með lykilinn undir koddanum. Önnur góð minning frá Laug- arvatni var þegar Viðar, vinur minn, kom með austur í bústað eitt árið. Okkur félögum hafði áskotn- ast Matador-spil og höfðum ákveð- ið að það skyldi spilað í fríinu. Í rúmlega 20 gráða hita og blanka- logni drógum við öll gluggatjöld fyrir og spiluðum við Sóleyju í margar klukkustundir. Sigurður kaus að vera úti í góða veðrinu en kom inn á milli og fylgdist spennt- ur með gangi mála. Hafði hann mjög gaman af að fylgjast með hversu kappsöm við vorum og ósvífin í fjármálunum. Dæmi um það var þegar eitthvert okkar lenti á húsi eða hóteli. Þá voru viðkom- andi settir tveir afarkostir, að veð- setja hluta af eigum sínum eða að taka lán með himinháum vöxtum. Í ófá skipti hin síðari ár hefur Sig- urður minnst þessa við góðar und- irtektir okkar Sóleyjar. Sigurður var vel lesinn í mann- kynssögu og landafræði. Þegar við hittumst vorum við oft að reyna kunnáttu hvor annars og stóð Sig- urður mér yfirleitt framar. Reynd- ist þrautin þyngri að finna land þar sem hann þekkti ekki höfuðborg- ina. Langtímaminni hans var alltaf gott og gerði mér erfitt fyrir í þessum raunum. Við áttum gott skap saman og svipuð áhugamál. Á meðal sameig- Sigurður Pétursson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVALA GUÐMUNDA SÖLVADÓTTIR, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 30. október kl. 15.00. Halldór Geirsson, Björk Jóhannsdóttir, Ragnheiður Benjamínsdóttir, Guðrún Lilja Benjamínsdóttir, Guðmundur Þorleifsson, Jóhann Ólafur Benjamínsson, Sigrún Sigursteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, barnabarnabarn og frændi, BJARNI SALVAR SIGURÐSSON, til heimilis að Stuðlabergi 76, Hafnarfirði, andaðist á Barnaspítala Hringsins fimmtudaginn 23. október. Rakel Hrund Matthíasdóttir, Sigurður Þór Björgvinsson, Þórunn Lea Sigurðardóttir, Elsa Bjarnadóttir, Matthías Eyjólfsson, Þórunn Ólafsdóttir, Daníel Magnús Jörundsson, Ragnheiður Reynisdóttir, Björgvin Helgi Halldórsson, Sigríður Þorleifsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir og stjúpmóðir, ÁSDÍS EINARSDÓTTIR kennari frá Læk í Leirársveit, Víðimel 56, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. október. Hún verður að eigin ósk kvödd í kyrrþey. Einar Örn Eiðsson, Vilhjálmur Ólafsson, Vilborg Kristófersdóttir, Jóna Valdís, Ásgerður og Valgerður Ólafsdætur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG INGIBJÖRG KR. DAVÍÐSON, Hverahlíð 20, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, laugardaginn 18. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Sólveigar. Fjölskyldan þakkar starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Áss fyrir góða umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás. Olav Davíð Davíðson, Davíð O. Davíðson, Elín Björg Jónsdóttir, Ástrún Sólveig Davíðson, Aðalsteinn Guðmundsson, Betzy Marie Davíðson, Baldur I. Sveinsson, Olav Heimir Davíðson, Guðlaug Ingvarsdóttir, Ragnheiður Hulda Davíðson,Þórir Þrastarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 25. október. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Jón Arnar Þorvaldsson, Valdís Jónsdóttir, Guðmundur Adólfsson, Jón Bergþór Jónsson, Jóna Jónsdóttir, Friðrik Jónsson, Jónína Dögg Loftsdóttir og barnabörn.                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.