Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
EIN viðamesta rýnisgrein októ-
berheftis bandaríska listtímarits-
ins Art in America fjallar um
Listahátíð í
Reykjavík í sum-
ar. Grein Lilly
Wei er fimm
blaðsíður og
ríkulega mynd-
skreytt.
Tilrauna-
maraþonið í
Hafnarhúsinu
fær lofsamlega
umsögn, en Wei
bendir á að þótt það hafi gefið
tóninn fyrir hátíðina í heild, með
áherslu á tengingar rannsókna,
listar og vísinda, hafi ekki verið
skylda fyrir aðra sýningarstaði að
gangast undir það. Fyrir utan
sýningar á kínverskri list á Ak-
ureyri og króatískri samtímalist í
Galley 100° hafi áherslan verið á
list með íslenskar tengingar.
„Þjóðin styður mjög ákveðið sína
eigin menningarlegu framleiðslu
og þá sem hún telur til sinna lista-
manna, eins og Dieter Roth, og sú
áhersla skapar hátíðinni sérstöðu,“
skrifar Wei.
Forvitnilegt er að lesa um upp-
lifanir hennar á hátíðinni og hin-
um ýmsu sýningum, en fjallað er
um fjölmarga anga hátíðarinnar.
Wei segir uppákomurnar í Hafn-
arhúsinu opnunarhelgina hafa ver-
ið „merkilega athyglisverðar“ og
að þrátt fyrir að performansar
hafi verið óundirbúnir hafi stemn-
ingin verið „skemmtileg, upplífg-
andi og hugvekjandi“.
Nokkuð ítarlega er fjallað um
verk listamanna sem hrifu Wei
sérstaklega. Skúlptúrar Katrínar
Sigurðardóttur eru til að mynda
sagðir tælandi, Darri Lorenzen
læsti gesti inni í herbergi sem
breyttist og salurinn með verkum
Steinu í Listasafni Íslands virtist
leysast upp.
Upplífg-
andi hátíð
Listahátíð hefur
ákveðna sérstöðu
Á tilrauna-
maraþoninu.
LÁTINN er hljómborðsleikarinn
frægi Merl Saunders, 74 ára að
aldri.
Hann samdi þekktustu lög sín á
sjöunda og átt-
unda áratug síð-
ustu aldar í sam-
starfi við Jerry
Garcia, að-
alsöngvara
bandaríska
rokkbandsins
Grateful Dead.
Hljómsveitin
The Saunders-
Garcia Band gerði tvær plötur á
áttunda áratugnum og þeir tveir
léku saman fram til andláts Garcia
árið 1995. Saunders kom einnig
fram með Grateful Dead.
Plata hans Blues from the Rain-
forest, sem var unnin í samstarfi
við Garcia og trommarann Mu-
ruga Booker, seldist mjög vel er
hún kom út 1990. Saunders sendi
frá sér um tuttugu plötur yfir æv-
ina en einnig lék hann með mörg-
um þekktum tónlistarmönnum á
ferli sínum, m.a Frank Sinatra,
Miles Davis, David Soul og Bonnie
Raitt.
Sauders lést á föstudaginn í San
Francisco vegna hjartaáfalls.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og
þrjú uppkomin börn.
Saunders
allur
Merl Saunders
Í KVÖLD halda þeir Svavar
Knútur trúbador og Aðalsteinn
Ásberg skáld og tónsmiður
tónleika á Græna hattinum á
Akureyri þar sem þeir flytja
frumsamið efni í tónum og tali.
Þeir félagar hafa m.a. samið
og flutt dagskrána Kar-
ímarímambó fyrir leik-
skólabörn og eru um þessar
mundir tíðir gestir í grunn-
skólum þar sem þeir flytja dag-
skrá um Stein Steinarr.
Efnisskrá kvöldsins hjá þeim félögum verður
fjölbreytt og skemmtileg en að mestu beint í full-
orðinsátt.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Tónlist
Efnisskrá fyrir
fullorðna
Svavar Knútur
Kristinsson
ERNINDIÐ „Óttinn við sjúk-
dóma: Spænska veikin og
fuglaflensan“ verður flutt á há-
degisfyrirlestri Sagnfræðinga-
félagsins í dag. Þá mun Viggó
Ásgeirsson sagnfræðingur
fjalla um spænsku veikina á ár-
unum 1918-1919 en hún er
skæðasti inflúensufaraldur
sem gengið hefur yfir heiminn.
Veirufræðingar og heilbrigð-
isyfirvöld víða um heim telja
nýjan inflúensuheimsfaraldur nánast óumflýj-
anlegan og verður þeirri spurningu velt upp hvort
við séum undir það búin að mæta slíkum faraldri.
Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrarsal Þjóð-
minjasafnsins kl. 12:05- 13:00.
Hugvísindi
Spænska veikin
og fuglaflensan
Fuglaflensan
verður rædd.
NÆSTA fimmtudag, 30. októ-
ber, kl. 17 opna fimm lista-
menn sýningar sínar á báðum
hæðum í START ART lista-
mannahúsi, Laugavegi 12b.
Listamennirnir vinna allir í
ólík efni og miðla en þeir eru;
Gunnar Árnason myndhöggv-
ari, Bubbi – Guðbjörn Gunn-
arsson myndhöggvari, Sigríður
Ágústsdóttir leirlistarkona,
Friðrika G. Geirsdóttir graf-
íklistamaður og Guðbjörg Ringsted graf-
íklistamaður og málari.
Sýningarýmið skiptist í forsal, loft, vestursal og
austursal.
Öllum sýningunum lýkur 26. nóvember.
Myndlist
Fimm listamenn
í Start Art
Guðbjörg Ringsted
sýnir í Start Art.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
SEINT í nóvember, þegar vetr-
armyrkrin hafa sest yfir norður-
hluta Finnlands og landsmenn ylja
sér í sánaböðum við frostköld vötn,
verður haldin afmælishátíð í bóka-
safni bæjarins Kuopio. Þá verða 20
ár liðin frá því að íslenska deildin í
safninu var opnuð í þessum bæ sem
er austarlega í miðju landinu.
Heimamenn eru stoltir af íslensku
deildinni, en þar eru í dag nær
3.000 titlar; aðallega íslenskar bæk-
ur, en einnig hljóðbækur, tímarit og
annað fleira íslenskt. Fyrir vikið
hlýtur Kuopio að teljast sannkall-
aður vinarbær íslensku þjóðarinnar.
Anna Einarsdóttir hefur í 20 ár
valið bækur fyrir safnið í Kuopio.
Um áratuga skeið var hún starfs-
maður Máls & menningar en hefur
nú fært sig til Þjóðminjasafnsins og
annast bóksölu þar. Anna velur enn
bækur fyrir vini sína í Finnlandi.
„Fyrir rúmum tuttugu árum
höfðu menntamálaráðuneytið í
Finnlandi og norrænu félögin þar
samvinnu um að eitt héraðs-
bókasafn einbeitti sér að einu öðru
Norðurlandanna,“ segir Anna.
„Kuopio, sem er á finnskumælandi
svæði, varð fyrst til að velja og
valdi Ísland einhverra hluta vegna.“
Mest allt fjarlán
Anna segir að undirbúningurinn
fyrir stofnun þessarar íslensku
deildar hafi hafist með því að hing-
að til lands komu tveir bókaverðir
frá Kuopio. „Þeir höfðu samband
við Þórdísi Þorvaldsdóttur, sem var
þá borgarbókavörður, og hún bað
okkur Guðrúnu Magnúsdóttur, þá-
verandi bókavörð í Norræna hús-
inu, að aðstoða þá. Saman völdum
við síðan grunninn fyrir safnið í
Kuopio. “
Anna hefur um árabil verið
leiðandi í norrænu samstarfi á
bókmenntasviðinu og í tvígang,
þegar hún hefur verið stödd í Finn-
landi, hefur henni verið boðið til
Kuopio að skoða íslensku deildina.
„Það er ótrúlega gaman að sjá
hvað vel er gert við þetta íslenska
safn. Einusinni var íslensk menn-
ingarvika í Finnlandi og þá fór ég
þangað norðureftir með Einari Má
og Einari Kárasyni. Mér fannst af-
ar gaman að sjá íslensku deildina.
Þetta eru mest allt fjarlán. Hvar
sem fólk er staðsett í Finnlandi fer
það í næsta bókasafn, segist hafa
áhuga á tiltekinni bók og hún kem-
ur með næstu ferð. Fjarlánakerfið
virðist vera mjög virkt í Finn-
landi.“
Finnst einfalt að ég velji
Önnu hefur skilist að á þessum
20 árum hafi söfnin gert mismikið
með þessar deildir sem til var
stofnað og eiga að búa yfir úrvali
bóka frá einu Norðurlandanna.
Safnið í Kuopio hafi hinsvegar
staðið sig mjög vel. Þetta sé líka
stórt og fallegt safn.
„Innkaupin fara venjulega þann-
ig fram að þau skrifa mér, einu
sinni til tvisvar á ári, segja hvað
þau hafa mikið fé handbært og
biðja mig að velja. Ég hef valið
nánast allt sem þau eiga, á þessum
tuttugu árum. Þeim finnst þetta
einfalt fyrirkomulag, að ég velji.
Og ég geri það gjarnan, því mér er
annt um þetta safn. Það hefur ver-
ið gaman að byggja það upp.
Ég sendi allt mögulegt, líka
bækur í þýðingum. Til að mynda
sendi ég allar bækur sem eru til-
nefndar til bókmenntaverðlauna.
Safnið kaupir síðan sjálft eitthvað,
til dæmis íslenskar bækur sem eru
þýddar á sænsku.“
Nú ætla yfirvöld í Kuopio að
halda myndarlega upp á 20 ára af-
mæli íslensku deildarinnar, 26.
nóvember en það er dagurinn þeg-
ar hún var opnuð. Önnu er vita-
skuld boðið, enda á hún stóran
þátt í þessari sögu.
„Það verður fyrst athöfn í safn-
inu þar sem Kristín Steinsdóttir
rithöfundur kynnir skáldsögu sína
Á eigin vegum sem er að koma út
á finnsku. Svo er móttaka hjá
borginni,“ segir hún.
Anna hefur árum saman verið
fulltrúi Íslendinga á bókastefnunni
í Gautaborg. Hún segir Finna æv-
inlega vera „nágranna“ sína þar og
þeir hafi mikið leitað til hennar
gegnum árin varðandi kaup á bók-
um, þýðingar, kynningar og annað.
„Svona kynningar skila iðulega
mun fleiru en fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir,“ segir Anna.
Hefur valið nánast allt
Í bókasafninu í Kuopio í Finnlandi er stórt safn íslenskra bóka Safnið á senn
tuttugu ára afmæli Anna Einarsdóttir hefur frá upphafi valið bækurnar
Morgunblaðið/Ásdís
Ráðgjafinn „Til að mynda sendi ég allar bækur sem eru tilnefndar til bók-
menntaverðlauna.“ Anna Einarsdóttir aðstoðar Finna við kaup á bókum.
FYRIR ári fékk dansk-íslenski sellóleikarinn
Erling Blöndal Bengtsson heilablóðfall og hefur
þurft að leggja sellóinu að hluta til eftir sjötíu ára
spilamennsku. Eftir heilablóðfallið hefur hann
enga tilfinningu í hægri hendinni. Erling er í við-
tali við danska blaðið Berlingske Tidende í byrjun
október þar sem hann greinir frá því að heppni
hafi ráðið því að hann lifði áfallið af en hann var
rétt kominn inn fyrir dyr á spítala í Ameríku, á
leið í rannsókn, þegar tappinn fór af stað.
Erling, sem er nú 76 ára, fór á eftirlaun fyrir
tveimur árum, en hann gegndi prófessorsstöðu við
Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum. Hans
seinustu tónleikar fóru fram í Danmörku 25. sept-
ember 2007. Þrátt fyrir veikindin tekur hann
ennþá nemendur í „masterklass“-námskeið.
Erling lék seinast hér á landi í Laugarborg í
Eyjafjarðarsveit í mars í fyrra. Til stóð að hann
léki einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á síð-
asta starfsári 2007-2008 en það gekk ekki eftir
vegna veikindanna. Erling og kona hans, Merete
Blöndal Bengtsson, munu þó vera staðráðin í að
koma hingað til lands, að öllu óbreyttu, í lok næsta
árs og vera við opnun nýja Tónlistarhússins.
Sellóið lagt á hilluna
Morgunblaðið/Sverrir
Selló Erling Blöndal Bengtsson við styttuna Tón-
listarmaðurinn sem stendur við Hagatorg.
Erling Blöndal sellóleikari fékk heilablóðfall
Af hverju er bókasafnið í Kuopio
í Finnlandi að safna íslenskum
bókum?
Menntamálaráðuneytið í Finnlandi
og norrænu félögin höfðu sam-
vinnu um að eitt héraðsbókasafn
einbeitti sér að einu öðru Norður-
landanna. Safnið í Kuopio valdi Ís-
land.
Hvernig er safnið notað?
Mest eru þetta fjarlán. Fólk getur
farið inn á hvaða bókasafn í Finn-
landi sem er, pantað bók og hún
kemur með fyrstu ferð.
Hvernig velur Anna bækur fyrir
safnið?
Starfsfólk safnsins skrifar mér, einu
sinni til tvisvar á ári, og biður mig
að velja bækur. Ég hef valið nánast
allt sem þau eiga, á þessum tutt-
ugu árum. Ég sendi allt mögulegt
íslenskt, líka bækur í þýðingum.
S&S
„Þú þarft bara stund-
um að vera geðveik-
ur, skilurðu? Þú þarft að
öskra. 36
»