Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
NÚ ÞEGAR sam-
komulag hefur verið
gert milli Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og
ríkisstjórnar Íslands
um stórt gjaldeyrislán
og enduropnun við-
skipta við umheiminn
varpa margir lands-
menn öndinni léttar.
Líklega var það nauð-
synlegt fyrsta skref í stöðunni,
vegna þess hvernig alþjóðapen-
ingakerfið er byggt upp og hefur
þróast.
En framhaldið er síður en svo
ljóst. Alls ekki er ljóst í smáatriðum
hvernig skilyrði Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn hefur sett varðandi
stjórnun efnhagslífsins, hvaða efna-
hagsáætlun liggur til grundvallar,
hvaða tryggingar sjóðnum hafa verið
gefnar, hvaða baksamninga rík-
isstjórnin kann að hafa gert í þessu
sambandi. Þetta þarf að
upplýsa sem fyrst og
ræða opinskátt áður en
gengið verður end-
anlega frá samningum.
Yfirlýsingar fulltrúa
Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins og ríkisstjórn-
arinnar á síðustu dög-
um, t.d. varðandi vexti
og ríkisbúskap, vekja
spurningar um hvaða
afleiðingar þessir samn-
ingar munu hafa fyrir
íslenskt efnahagslíf á
næstu misserum, þegar mestu máli
virðist skipta að koma hjólum at-
vinnulífsins í gang með öllum til-
tækum ráðum.
Joseph Stiglitz, nóbelsverðlauna-
hafi í hagfræði, formaður efnahags-
ráðs Clintons og fyrrverandi aðstoð-
arbankastjóri Alþjóðabankans,
hefur skrifað mjög gagnrýna úttekt
á skilyrðum Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins gagnvart ríkjum heims sem lent
hafa í gjaldeyrisvandræðum á und-
anförnum áratugum. Hann lýsir því
hvernig ofuráherslur sjóðsins á háa
vexti, verðbólgumarkmið, halla-
lausan ríkisbúskap og frjálsa mark-
aði, án tillits til aðstæðna í lönd-
unum, hafa verið aðalsmerki í
aðgerðum sjóðsins gagnvart aðstoð-
arlöndunum. Þessar áherslur hafi oft
reynst skaðlegar.
Stiglitz tíundar síðan hvernig sjóð-
urinn hefur á aðstoðartímabilunum
beitt ríkisstjórnir miklum þrýstingi
um að fara að sínum ráðum. Hann
segir í bók sinni Globalization and its
Discontents, sem gefin var út árið
2002: „Auðvitað segir Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn að hann ákveði aldrei
heldur semji um skilyrði fyrir láns-
samningum við löndin sem slá hjá
honum lán. En þetta eru einhliða
samningaviðræður þar sem allt vald
er á hendi sjóðsins, aðallega vegna
þess að löndin sem sækjast eftir að-
stoð hans eru í örvætingarfullri leit
að fjármunum. Þó ég hafi séð þetta
skýrt í Eþíópíu og öðrum þróun-
arlöndum, sem ég hafði afskipti af,
var það undirstrikað í heimsókn
minni til Suður-Kóreu í desember
árið 1997, þegar fjármálakreppan í
Austur-Asíu var að breiða úr sér.
Suðurkóreskir hagfræðingar vissu
að stefnan sem lagt var að landi
þeirra að taka upp yrði hörmuleg. Þó
að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi
síðar viðurkennt að hafa knúið fram
of mikið aðhald í ríkisfjármálum,
fannst fáum hagfræðingum (utan Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins) að nokkurt
vit væri í þessari stefnu. Samt kusu
þeir sem sáu um efnhagsstjórnunina
í Suður-Kóreu að þegja. Ég undraði
mig á hvers vegna þeir hefðu þagað,
en fékk ekki svar fyrr en tveimur ár-
um seinna, þegar efnhagur Kóreu
hafði jafnað sig … Kóreskir embætt-
ismenn útskýrðu hikandi fyrir mér
að þeir hefðu ekki vogað sér að lýsa
andstöðu sinni opinberlega. Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn gat ekki aðeins
stöðvað flæði peninga úr sjóðum sín-
um til landsins, hann gat ennfremur
með yfirlýsingum latt fjárfestingar
úr sjóðum einkaaðila og upplýst fjár-
málastofnanir í einkageiranum um
efasemdir sínar um efnahagslífið í
Kóreu. Þannig að Kórea átti engra
kosta völ.“
Má vera að viðhorf sjóðsins hafi
eitthvað breyst síðan þetta var skrif-
að. Á það hefur ekki reynt. Hvort ný-
leg áföll fjármálakerfis heimsins,
hallarekstur ríkisstjórna í mörgum
vestrænum löndum, ekki síst í
Bandaríkjunum, lágvaxtastefna í
helstu iðnríkum heims, yfirtaka op-
inberra aðila á stórum hluta efna-
hagslífsins í stærstu aðildarríkjum
sjóðsins, hefur breytt einhverju í
stefnu sjóðsins, þurfum við að vita
áður en lengra en gengið.
Íslensk stjórnvöld þurfa að greina
og gera nánari grein fyrir afleið-
ingum þessa samnings við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn. Við blasir stöðvun
efnahagslífsins, atvinnuleysistölur
sem slaga upp í kreppuna miklu,
skuldaþynging, kaupmáttarhrun og
afleidd tekjuþurrð ríkisins.
Ríkisstjórnin má ekki láta binda
sig í samninga sem gera þessa mynd
óhjákvæmilega. Hún þarf að hafa
fullt frelsi til að beita öllum tiltækum
ráðum til að bægja hættunni frá og
koma efnahagslífinu í gang. Hún
ætti að kalla Joseph Stiglitz, sem
mun þekkja vel til aðstæðna hér á
landi, til þátttöku í útfærslu á samn-
ingum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Jónas Guðmunds-
son skrifar um
efnahagsmál
Jónas Guðmundsson
»Ríkisstjórnin þarf
fullt frelsi til að
koma efnahagslífinu í
gang. Hún ætti að kalla
Stiglitz til þátttöku í
samningum við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn.
Höfundur er hagfræðingur.
Heftir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn endurreisnina?
ÞAÐ eru gömul
sannindi að leiðin til
helvítis sé vörðuð góð-
um áformum. Þetta
þýðir að þeir sem til
helvítis fara ætla sér
alls ekki að enda þar,
heldur þvert á móti.
Þeir hafa gott eitt í
hyggju, en vita bara
því miður ekki betur.
Þessum gömlu vísdómsorðum
þarf að halda til haga þegar heimtað
er blóð íslensku útrásarvíkinganna
sem núna eru skyndilega orðnir ein-
hverjir hötuðustu menn landsins.
Jafnvel óbreyttir bankastarfsmenn
sæta skætingi. Vissulega dettur
manni fyrst í hug að skella skuldinni
á bankaelítuna, en við nánari um-
hugsun kemur annað í ljós:
Að kenna afmörkuðum hópi
manna um hvernig fór væri ein-
feldningsháttur og jafnvel villi-
mennska. Og álíka gáfulegt og ef við
úthrópuðum handboltalandsliðið ef
það vogaði sér að tapa og falla úr
heimsmeistarakeppninni.
Nei, þegar kemur að „uppgjör-
inu“ getum við ekki annað gert en
að lýsa yfir einhvers konar „sam-
félagssekt“. Fyrir því eru tvær
ástæður: Í fyrsta lagi sú sem blasir
við, að enginn sem tók þátt í útrás-
inni og uppbyggingu bankanna
gerði það af óheilindum. Þvert á
móti. Allir vildu vel. Það er engin
ástæða til að ætla annað. Kannski
voru einhverjir helst til sjálfselskir,
en það er matsatriði.
Hin ástæðan er sú, að ef nánar er
að gáð hafa þeir sem stóðu í framlín-
unni líklega bara ekki vitað betur.
Þeir höfðu drukkið í sig tíðarandann
og lært fræðin. En getur það verið
að þessir menn, sem fjölmiðlar
mærðu og þjóðin hampaði sem
undrabörnum, hafi í rauninni ekki
vitað alveg hvað þeir voru að gera?
Bent hefur verið á að nákvæm-
lega þetta sama hafi gerst áður og
spurt hvers vegna við höfum ekki
lært af reynslunni. Svarið við því er
það, að þótt þetta hafi gerst áður
höfum við hreinlega ekki skilið hvað
það var sem gerðist í raun og veru.
Við höfum ekki skilið til fulls
grundvallareðlisþætti afskiptaleys-
isstefnunnar (laissez-faire) og
hvernig þeir leiða til þeirrar útkomu
sem við sitjum nú uppi með.
Afskiptaleysisstefnan sem fylgt
var getur af sér and-
rúmsloft sem er svo
gegnsýrt af samkeppni
að öll tengsl á milli að-
ila rofna og þar með
hætta þeir að geta
treyst hver öðrum.
Þeir hætta að treysta
því að aðrir ætli að
halda áfram að taka
þátt í keppninni. Og
smám saman hættu
menn að taka þátt og
stungu peningunum
sínum undir koddann.
Blasir við að þá gat
ekki annað gerst en að markaðurinn
myndi hrynja.
Þess vegna er rangt að krefjast
þess að útrásarvíkingarnir gjaldi
fyrir hrunið. Þeir kunnu leikinn til
hins ýtrasta, bjuggu meira að segja
til nýjar og glæsilegar leikfléttur, en
höfðu því miður ekki hugmynd um
þau djúpstæðu lögmál sem leikurinn
byggðist á. Til að geta leikið leikinn
af fullum krafti má maður ekki
staldra við og rýna dýpra í hann. Þá
verður maður eins og handbolta-
stjarna sem fer að velta því fyrir sér
hvort handbolti sé göfug íþrótt.
Maður fer að efast um gildi þess að
skora mörk og verður þar með
einskis nýtur í keppninni.
Til að vera góður handboltamaður
þarf maður bara að geta skorað.
Maður þarf ekki að hafa neinn skiln-
ing á gildi íþróttarinnar. Þvert á
móti, til að geta orðið góður hand-
boltamaður má maður ekki verja
kröftum sínum í að hugsa um óljósa
hluti á borð við gildi íþróttarinnar.
Það sama á við um útrásina.
Hefðu útrásarvíkingarnir farið að
staldra við og hugsa sig um hefði út-
rásin aldrei orðið. Yfirvegun krefst
efa, og efi slær á framkvæmdasemi.
Sannleikurinn er sá, að við kærðum
okkur ekki um þá sem létu í ljósi
efa. Fjölmiðlar gerðu slíkum mönn-
um ekki hátt undir höfði og vildu
eiginlega helst að svoleiðis kverúl-
antar héldu kjafti. Við vildum bara
sjá aðsópsmikla fjármálajöfra á
ofurlaunum.
Leiðin til helvítis
Kristján G.
Arngrímsson veltir
fyrir sér eðli og
afleiðingum
„útrásarinnar“
»Hefðu útrásar-
víkingarnir farið
að staldra við og hugsa
sig um hefði útrásin
aldrei orðið. Yfirvegun
krefst efa, og efi slær
á framkvæmdasemi.
Kristján G.
Arngrímsson
Höfundur er heimspekingur.
SÁ SEM þetta skrif-
ar var erlendis þegar
hrun íslenska banka-
kerfisins gekk yfir. Ég
fylgdist þannig með
jarðskjálftum fjár-
málaheimsins gegnum
erlend blöð og stöku
innlit á netið. Sú mynd
sem þar blasti við af
landinu okkar var nöt-
urleg og veruleikinn
eftir að heim var komið bætti ekki
um. Meginstaðhæfing erlendu fjöl-
miðlanna var að Ísland væri gjald-
þrota og á vonarvöl, landið sem til
skamms tíma dró upp þá sjálfsmynd
gagnvart umheiminum að það væri
að springa úr velsæld, íbúar þess
hamingjusamasta þjóð í heimi og
hvergi betra að búa. Hér á því miður
við orðtækið Hátt að klifra – lágt að
falla. Fram undan er stórt uppgjör
samhliða því að fóta sig í gerbreyttu
umhverfi.
Hugmyndakerfi
nýfrjálshyggjunnar
Hér sem annars staðar hlýtur upp-
gjörið að beinast að þeim hug-
myndaheimi sem ráðið hefur efna-
hagssiglingu síðustu áratuga. Sá
hefur verið kenndur við nýfrjáls-
hyggju og þekktustu merkisberar
hans hagfræðingurinn Milton Fried-
man í Chicago (1912-2006) og á
stjórnmálasviðinu þau Ronald Reag-
an og Margaret Thatcher. Þorri hag-
fræðinga og stjórnmálaelítu Vest-
urlanda gerðust áskrifendur að
kenningum Chicago-skólans og þær
náðu langt inn í raðir þeirra sem eitt
sinn töldu sig til vinstri í stjórn-
málum. Í þeim hópi voru for-
ystumenn sósíaldemókrata með
Tony Blair og New Labour í far-
arbroddi, forystumenn Samfylking-
arinnar ekki undanskildir. Helstu
siglingaljós nýfrjáls-
hyggjunnar hafa verið
að láta markaðinn ráða
för í smáu sem stóru,
hafna ríkisafskiptum og
einkavæða allt sem
höndum væri komið yf-
ir, jafnt almannaþjón-
ustu, atvinnulíf og fjár-
málastofnanir.
Hvaðeina sem staðið
hefur gegn þessari hug-
myndafræði hefur verið
fordæmt, eftirlit og tak-
markanir af hálfu hins
opinbera, starfsemi
frjálsra verkalýðsfélaga, að ekki sé
talað um stjórnmálamenn sem staðið
hafa fyrir önnur gildi.
Aðvaranir úr ýmsum áttum
Gegn þeim halelújakór sem sungið
hefur nýfrjálshyggjunni og af-
kvæmum hennar lof og dýrð hafa
staðið ýmsir gagnrýnir heimsspek-
ingar, hagfræðingar og stjórn-
málamenn, flestir tengdir vinstri
væng og grænum gildum stjórn-
málalitrófsins. Dæmi um brautryðj-
endur nýrrar hugsunar á þessu sviði
eru norski heimspekingurinn Arne
Næss (f. 1912), norski hagfræðing-
urinn Fritz C. Holte (f. 1925) og
bandaríski hagfræðingurinn Her-
man E. Daly (f. 1938). Sá síðast-
nefndi starfaði um skeið hjá Alþjóða-
bankanum og á hlut að tímaritinu
Ecological Economics. Vinstrisósía-
listar og flokkar græningja í Evrópu
hafa gagnrýnt nýfrjálshyggjuna
harðlega og tefla gegn henni hug-
myndafræði sjálfbærrar þróunar
sem mjög hlýtur að sækja í sig veðrið
í ljósi kreppunnar sem nú ríður yfir.
Hérlendis hefur Vinstrihreyfingin
grænt framboð um árabil gagnrýnt
efnahagsstefnu stjórnvalda og varað
við afleiðingum einkavæðingar, út-
rásar nýríkra lukkuriddara og sívax-
andi viðskiptahalla. Þá hefur Ragnar
Önundarson viðskiptafræðingur og
bankamaður (f. 1952) um árabil
gagnrýnt ríkjandi efnahagsstjórn
með beinskeyttum og sannfærandi
hætti. Það hefur því ekki skort að-
varanir, en þær hafa ekki náð inn fyr-
ir hljóðmúra ráðandi afla.
Fjórfrelsi ESB og bankblaðran
Allt þetta ár höfum við heyrt há-
vær köll Samtaka atvinnulífsins og
Samfylkingarinnar eftir aðild Ís-
lands að Evrópusambandinu til þess
að mörgum árum liðnum að geta tek-
ið upp evru. Mér er næst að halda að
þetta síendurtekna og óraunsæja
hróp eftir evru-bjarghring hafi átt
sinn þátt í því að stjórnvöld beindu
ekki sjónum sínum að nærtækum úr-
ræðum sem hugsanlega hefðu getað
komið í veg hrun bankakerfisins og
þær geigvænlegu skuldakröfur sem
nú dynja á Íslandi frá „vinaþjóðum“
með Breta í fararbroddi. Í þessu
samhengi er líka vert að rifja upp að
fjárfestingar og gífurlegar lántökur
íslensku bankanna erlendis hafa
gerst í skjóli reglugerða Evrópusam-
bandsins sem hér voru lögleiddar
með EES-samningnum 1994. Frjáls-
ir fjármagnsflutningar eru hluti af
„fjórfrelsinu“ marglofaða sem er
hornsteinn innri markaðar ESB og
eitt af þeim helgu véum sem ekki má
hrófla við. Án stuðnings í tilskip-
unum ESB hefðu ekki komið til þeir
fjárglæfrar íslensku einkabankanna
erlendis sem nú eru að færa efnahag
almennings hérlendis áratugi til
baka.
Sjálfbær þróun og græn framtíð
Heimskreppan sem nú er skollin á
mun hafa í för með sér gífurlegar og
sársaukafullar afleiðingar um víða
veröld. Vaxandi félagsleg átök blasa
við en mestu skiptir að komið verði í
veg fyrir ragnarök kjarnorkustríðs.
Kapítalisminn hefur beðið hnekki
sem erfitt mun reynast að plástra yf-
ir. Forsenda endurreisnar er að sagt
verði skilið við það efnahagskerfi
sem kennt er við nýfrjálshyggju.
Nógir voru váboðarnir fyrir og nægir
í því sambandi að minna á glímuna
við loftslagsbreytingar af manna-
völdum. Það kerfi sem byggja þarf
upp á rústunum verður að þjóna í
senn hagsmunum þorra mannkyns
og varðveislu þess umhverfis sem við
hrærumst í. Því verður sjálfbær þró-
un og græn framtíð að fá forgang í
reynd í stað þeirrar ófreskju sem
óheftur kapítalisimi hefur fóstrað og
nagar nú undirstöður alls lífs á jörð-
inni.
Hjörleifur Gutt-
ormsson skrifar um
efnahagsmál
Hjörleifur
Guttormsson
» Það kerfi sem byggja
þarf upp á rústunum
verður að þjóna í senn
hagsmunum þorra
mannkyns og varðveislu
þess umhverfis sem
við hrærumst í.
Höfundur er náttúrufræðingur
Nýfrjálshyggjan
og hrun bankakerfisins
@Fréttirá SMS