Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „ÉG er ekki búin að ná markmið- inu um jafnt hlutfall kynjanna en ef við stoppum og skoðum hvað önnur álver í heiminum eru búin að gera þá er þetta hjá okkur al- veg sérstakt,“ segir Janne Sig- urðsson, framkvæmdastjóri í ker- skála hjá Alcoa Fjarðaáli. Konur eru nú 28% allra starfsmanna ál- versins sem nú fyrir helgi hlaut viðurkenningu á sviði jafnréttis- mála frá Jafnréttisráði. Meira jafnvægi á Íslandi Janne er fædd og uppalin í Dan- mörku og segir hún mikinn mun á löndunum tveimur hvað jafnrétti varðar. „Hér á Íslandi er mikið af karlmönnum sem segja: „Nei, stopp við verðum að hafa konu í þessari nefnd eða í þessu teymi sem við erum að vinna í.“ Og ef maður er kona að vinna hér á Ís- landi og ýtir á hlutina til að láta þá ganga þá horfir fólk jákvætt á mann og segir að maður sjái um að hlutirnir séu framleiddir,“ segir Janne en í Danmörku megi konur ekki ýta of mikið án þess að fá á sig slæmt orð. „Á Íslandi er horft með meira jafnvægi á þetta,“ segir Janne. „Það er einfaldara að vera kona á Íslandi.“ Janne vann sem deildarstjóri í hugbúnaðarþróun hjá Siemens áð- ur en hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og flytja til Eski- fjarðar. „Ég er vön að vinna í stóru, alþjóðlegu fyrirtæki og fyrir mig var það rosalega ánægjulegt þegar þetta tækifæri kom upp.“ „Einfaldara að vera kona á Íslandi“  28% starfsmanna Alcoa Fjarðaáls eru konur sem er líklega heimsmet í áliðnaðinum  Danskur starfsmaður álversins segir meira jafnrétti ríkja hér á landi en í Danmörku Í HNOTSKURN »Janne hefur staðið fyrirkennslu í óhefðbundnum búningi innan Fjarðaáls. T.d. skipulagði hún n.k. „speed-dating“ til að kynna verklagsreglur fyrir starfs- fólk með 6-12 mánaða starfsreynslu. »Fólki var skipt upp ífimm hópa. Hver hópur fór inn í herbergi þar sem kynning fór fram á ákveð- inni verklagsreglu. Eftir 25 mínútur var bjöllu hringt og skiptu þá hóparnir um herbergi og fengu að „kynnast“ nýrri verklags- reglu.Met Hjá Alcoa Fjarðaáli vinna 450 manns. Rúmur fjórðungur þeirra eru konur sem er besti árangur sem náðst hefur innan Alcoa-samsteypunnar. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÉG var ekki í nokkrum vafa, eftir samtalið sem ég átti við [íslenska] fjármálaráðherrann, og það mátti ráða af samtalinu í heild, ekki bara af hluta þess – að íslensk yfirvöld myndu ekki geta komið til móts við breska innistæðueigendur. Þess vegna varð ég að tilkynna að við myndum grípa inn í og gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Bret- lands, í samtali við bresku sjón- varpsstöðina Channel 4 á föstu- dag. Á fimmtdagskvöldið birti Kast- ljós Ríkissjónvarpsins afrit af sam- tali Darlings og Árna M. Mathie- sen, fjármálaráðherra, sem fram fór milli ráðherranna 7. október sl. Samtalið var í kjölfarið birt í breskum miðlum. Eftir það sagði Financial Times að í samtalinu fullyrti Árni hvergi að Ísland myndi ekki uppfylla skuldbind- ingar sínar. 9. október sl. hafði mbl.is eftir heimildum úr breska fjármála- ráðuneytinu að Darling hefði skilið símtalið þannig að ekki fengjust bætur vegna innistæðna á Icesave- reikningum. Efnislega hafi hann skilið íslenska fjármálaráðherrann þannig að breskir sparifjáreig- endur myndu tapa peningum sín- um. Í kjölfarið sagði Árni Mathie- sen að hann hefði tjáð Darling í samtalinu „að við stæðum við þær yfirlýsingar sem við höfum gefið um það að við færum að okkar skuldbindingum“. Í viðtalinu við Channel 4 sagði Darling jafnframt um stöðu Breta sem áttu innistæður á Icesave- reikningum Landsbankans: „Málin standa þannig að þeir [Íslend- ingar] hafa enn ekki tryggt stöðu breska innistæðueigenda. Ég hef sent tvö teymi á vegum fjármála- ráðuneytisins til Íslands en ég ótt- ast að enn hafi eki náðst sam- komulag um málið.“ Darling sagði ennfremur að bresk yfirvöld ynnu með ríkis- stjórn Íslands og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (IMF), sem myndi sennilega þurfa að aðstoða Íslend- inga. Eitt af þeim skilyrðum sem Bretar vildu setja væri að staða bresku sparifjáreigendanna yrði tryggð. „Ég þurfti því miður ekki að velkjast í neinum vafa um það þegar ég ræddi við þá fyrr í þess- um mánuði að ekki átti að tryggja hag breskra innistæðueigenda. Til þessa dags hafa íslensk stjórnvöld ekki séð til þess að það verði gert.“ Enginn vafi hjá Darling  Alistair Darling segist aðeins hafa skilið Árna M. Mathiesen á einn veg  Að íslensk stjórnvöld myndu ekki koma til móts við sparifjáreigendur ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægt að koma þjóðinni í gegn- um ríkjandi erf- iðleika, en fyrr en síðar, innan nokkurra mán- aða, þurfi að taka afstöðu til gjaldmiðilsins og endurskoða pen- ingamálastefn- una. Um 70% lands- manna vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og taki upp evru, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. „Gildir krónan, dugar hún fyrir okkur, eða þurfum við að skoða aðra kosti,“ spyr Þorgerður Katrín. Hún segir að taka þurfi á þessu máli mun fyrr en menn hafi talið fyrir ári. Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins 2007 segi að hagsmunum þjóðarinnar sé ekki betur borgið innan ESB, eins og málum sé háttað, en nú sé staðan allt önnur. Þorgerður Katrín áréttar að að- alatriðið sé að ná tökum á verðbólg- unni og stöðugleika í gjaldmið- ilsmálum. Í kjölfarið verði að fara yfir það hvernig hagsmunum þjóð- arinnar sé best borgið. „Hluti af því er að endurskoða peninga- málastefnuna, taka afstöðu í gjald- miðilsmálum til framtíðar og þar með til hugsanlegrar aðild- arumsóknar að ESB. Við eigum að gera það með hagsmuni Íslands til lengri tíma litið og þora að gera það.“ steinthor@mbl.is Taka þarf afstöðu til ESB og evru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÍSLENSKIR aðalverktakar, ÍAV, hafa sagt upp 151 starfsmanni frá og með næstu mánaðamótum. 19 manns að auki hefur verið boðið að fara í önnur störf innan félagsins. Eyjólfur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri á sölu- og markaðs- sviði, segir að uppsagnirnar nái til allra starfssviða félagsins, en áfram starfi meira en 400 manns hjá ÍAV og nokkur hundruð manns hjá und- irverktökum. Félagið sé með mörg stór og spennandi verkefni í gangi og gert sé ráð fyrir að þau haldi flest áfram, auk þess sem ÍAV ætli sér að vera virkur þátttakandi á út- boðsmarkaði. Hins vegar sé mikil óvissa á markaðnum og því hafi þurft að grípa til uppsagnanna. 151 sagt upp hjá ÍAV Sé það rétt að bresk stjórnvöld hafi haft grunsemdir í nokkurn tíma um að íslensku bankarnir ættu í vanda og efast um að íslensk stjórnvöld myndu tryggja hag breskra spari- fjáreigenda, skuldar Alistair Darling fjármálaráðherra kjósendum útskýringar. Þetta sagði Vince Cable, þingmaður Frjálslyndra demókrata, í samtali við breska blaðið Daily Telegraph í gær. Vísað er til afrits af samtali Darlings og Árna Mathiesen frá 7. október. Þar kemur fram að Darling hafi efast um þau ummæli Björg- vins G. Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, á fundi í septem- ber, að engar áhyggjur þyrfti að hafa af íslensku bönkunum í Lond- on. Cable segir að þetta þurfi Darling að skýra fyrir breska þinginu. Segir Darling skulda þinginu skýringar ÞESSIR þrír ágætu skarfar sátu á skeri úti fyrir Straumsvík á dögunum, er ljósmyndari Morgunblaðsisn átti leið um. Einn skarfurinn hafði hátt og aldrei að vita nema hann hafi verið að tjá skoðanir sínar á áformum um stækkun álversins í Straumsvík. Hinir fuglarnir létu sér fátt um finnast og héldu áfram að hvíla lúnar fjaðrir á skerinu góða. Skarfurinn er jafnan duglegur að stinga sér til kafsunds í leit að æti í sjónum við Ísland. Morgunblaðið/Ómar Þrír skarfar á skeri Húmar að kveldi við Straumsvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.