Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
SÍÐUSTU ár hefur
verið unnið að end-
urheimt birkiskóga í
nágrenni Heklu. Var í
fyrra stofnað sérstakt
samstarfsverkefni
Skógræktar ríkisins
og Landgræðslu rík-
isins um þessa end-
urheimt í samstarfi
við fagráðuneyti
stofnananna. Hefur þetta verkefni
nokkra sérstöðu meðal skógrækt-
arverkefna þar sem markmið verk-
efnisins er að verja lönd í nágrenni
Heklu gegn öskufoki sem vænta
má í kjölfar öskugosa, með því að
endurheimta birkiskóga. Verkefnið
er því landgræðslu- og skógrækt-
arverkefni í senn. Skógar eru það
gróðursamfélag sem þolir hvað
best öskufall og geta stálpaðir
skógar bundið töluvert magn ösku
án þess að bera skaða af. Starfs-
svæðið er gríðarstórt eða á stærð
við Langjökul, um 90
þúsund hektarar lands
sunnan, vestan og
norðan við Heklu.
Birkiskógar uxu um
aldir á Rangárvöllum,
í Landsveit, Þjórs-
árdal, Árskógum og
enn lengra inn til
landsins. Enn finnast
birkiskógar á svæðinu
og má helsta nefna
Hraunteig, Galtalækj-
arskóg, Búrfellsskóg,
Þjórsárdalsskóga og
skóga í Norður- og Suðurhraunum
í nágrenni Selsunds. Einnig má
finna minni birkitorfur og stök tré
langt inn til landsins s.s. á bökkum
Þjórsár innan við Sultartangalón.
Vaxa skógar og í eyjum Þjórsár og
Tungnár sem nú standa á þurru,
t.d. Klofaeyjum, Hrauneyjum og
Hríshólma. Bera þessir skógar
vitni um að skilyrði fyrir slíka
skóga eru ágæt á starfssvæði verk-
efnisins. Þó þessar minjar um
merkur fyrri tíma finnist svo víða
um svæðið er staðan sú í dag að
Hekluskógasvæðið eru að miklu
leyti ógrónir vikrar og foksandar.
Hekluskógar hafa á síðustu ár-
um eflt og samhæft það góða upp-
græðslustarf sem bændur og aðrir
landeigendur á Hekluskógasvæð-
inu, Landgræðsla ríkisins, Skóg-
rækt ríkisins, landgræðslu- og
skógræktarfélög, Landsvirkjun og
fleiri hafa stundað á undanförnum
áratugum. Í stuttu máli er verk-
efnið unnið með þeim hætti að
græða fyrst upp örfoka lönd og
stoppa sandfok, að gróðursetja svo
birki, reynivið og víði í trjálundi og
-belti og stuðla svo að frekari út-
breiðslu trjágróðurs með sjálfssán-
ingu.
Sumarið 2008 voru gróðursettar
rúmlega 300 þúsund birki- og
reyniviðarplöntur í uppgræðslu-
svæði. Ýmsir aðilar gróðursettu,
þ.á m. bændur í nærliggjandi sveit-
um, verktakar og íþróttafélög, auk
sjálfboðaliða frá ýmsum hópum og
starfsfólk úr verkefni Landsvirkj-
unar „Margar hendur vinna létt
verk“. Auk gróðursetningar var
210 tonnum af tilbúnum áburði
dreift yfir 1200–1300 ha lands, sem
svarar til alls undirlendis frá
Kringlumýrarbraut í Reykjavík og
allt Seltjarnarnesið út að Gróttu.
Einnig var sáð grastegundum í
ógróna foksanda í alls um 70 ha
lands.
Mikið fræ var á birki í haust.
Auglýst var eftir aðstoð almenn-
ings við fræsöfnun. Mikil viðbrögð
urðu við auglýsingunni og söfn-
uðust yfir 100 kg af fræi, sem svar-
ar til 30–60 milljóna birkifræja.
Skólahópar og aðrir sjálf-
boðaliðahópar heimsóttu Heklu-
skóga til að safna fræi. Almenn-
ingur sendi fræ til verkefnisins,
annaðhvort beint eða til Orkuveitu
Reykjavíkur sem tók á móti fræi
frá höfuðborgarsvæðinu. Hefur
birkifræinu nú þegar að mestu ver-
ið sáð beint í hálfgróin svæði og
standa vonir til að upp af fræinu
spretti trjálundir á næstu árum.
Verkefnið hefur leitað eftir
stuðningi við fyrirtæki og hafa
Hekla hf., Landsvirkjun og Síminn
hf. stutt verkefnið síðustu tvö árin.
Vilja aðstandendur Hekluskóga
hér með þakka öllu því góða fólki
og fyrirtækjum sem studdu við
verkefnið í sumar með ýmsum
hætti.
Á næsta ári verður aukin áhersla
lögð á gróðursetningu birkis og er
gert ráð fyrir að gróðursettar verði
a.m.k. 500 þúsund birkiplöntur. Er
þetta ekki síst gert til að skapa
fleiri störf við gróðursetningu og
plöntuframleiðslu. Verður minni
áhersla lögð á áburðardreifingu í
ljósi mikilla hækkana á tilbúnum
áburði.
Tækifæri verkefnisins
Hekluskógaverkefnið er dæmi
um verkefni sem sýnir að með að-
stoð heimamanna og sjálfboðaliða
má á hagkvæman hátt draga úr af-
leiðingum náttúruhamfara með
endurheimt birkiskóga. Nauðsyn-
legt er að benda á mikilvægi þess
að efla verkefni sem skapar at-
vinnu á lágtekjusvæðum, styður
innlenda framleiðslu og uppfyllir
samhliða markmið ríkisstjórnar Ís-
lands um sjálfbæra þróun, líf-
fræðilega fjölbreytni og þjónar
sem mótvægi gegn loftslagsbreyt-
ingum af mannavöldum.
Hekluskógar – stærsta end-
urheimt birkiskóga á Íslandi
Hreinn Óskarsson
skrifar um
skógrækt
» Á næsta ári verður
aukin áhersla lögð
á gróðursetningu birkis
og er gert ráð fyrir
að gróðursettar verði
a.m.k. 500 þúsund
birkiplöntur.
Hreinn Óskarsson
Höfundur er skógfræðingur og
verkefnisstjóri Hekluskóga.
ÞAÐ vita allir að
Samfylkingin barðist
hart gegn öllum til-
raunum til að koma
böndum yfir starfsemi
Baugs á sínum tíma.
Formaður flokksins
hélt fræga ræðu í
Borgarnesi þar sem
hún fullyrti að allar
aðgerðir hins opinbera
sem miðuðust að því að fylgjast
með starfsemi Baugs og annarra
útrásafyrirtækja væru gerðar á
pólitískum grunni og hafa sennilega
fáar ræður grafið eins undan
trausti almennings á hinu opinbera
embættismannakerfi og þessi ræða.
Þar var gefið í skyn að flestir op-
inberir starfsmenn sem voru bara
að sinna skyldum sínum væru
handbendi óheiðarlegra stjórn-
málamanna.
Samfylkingin barðist einnig hart
gegn fjölmiðlafrumvarpinu, enda
var flokkurinn einu sinni enn að
ganga erinda Baugs og allir vita um
afstöðu Samfylkingarinnar þegar
rannsókn hófst á ólöglegri starf-
semi eigenda Baugs. Embætt-
ismenn sem voru að rannsaka þessi
mál voru aftur samkvæmt Samfylk-
ingunni spilltir og gengu erinda
annarra.
Baugi hefur síðan tekist vel að
nýta sér áhrif sín innan Samfylk-
ingarinnar og sérstaklega núna eft-
ir að völd Samfylkingarinnar hafa
aukist. Fyrirtækið á núna svo til
alla fjölmiðla í landinu og hefur ráð-
ið allri umræðu í samfélaginu un-
dafarin ár. Skuldir Baugs og
tengdra fyrirtækja nema nú hátt á
annað þúsund milljarða innan ís-
lenska bankakerfisins og áttu þær
skuldir einna stærstan þátt í falli ís-
lensku bankanna. Baugur og tengd
fyrirtæki skulduðu hátt í 50 millj-
arða í sjóðum Glitnis þar sem ein-
göngu átti að fjárfesta í öruggum
verðbréfum. Stoðir, stærsti eigandi
Glitnis, er eitt af fyrirtækjum
Baugssamstæðunnar og hefur ósk-
að eftir greiðslustöðvun.
Aftur virðist Samfylking vera að
koma Baugi til aðstoðar. Öll um-
ræðan í Baugsmiðlunum og hjá
Samfylkingunni hefur
snúist um að persónu-
gera vanda íslensku
þjóðarinnar og árás-
irnar hafa svo til ein-
göngu snúist um Davíð
Oddsson. Hann er það
illmenni sem lét Baug
leggja undir sig alla
fjölmiðla landsins.
Hann er sá fjandi sem
neyddi Baug og tengd
fyrirtæki til þess að
taka á annað þúsund
milljarða að láni hjá ís-
lensku bönkunum og
sólunda þessum peningum í einka-
þotur og snekkjur og svona má
lengi telja. Ef hægt er að sannfæra
þjóðina um að allt sé Davíð að
kenna dregur það athyglina frá
þeim sem eiga raunverulega sök.
Nýjasta fréttin er sú, sem berst
náttúrlega að utan, að núna sé í um-
ræðunni að Íslendingar eigi að taka
á sig 400 milljarða skuldir Baugs í
Bretlandi svo að Jón Ásgeir geti
haldið öllum sínum eignum og skilið
þjóðina eftir svo til allslausa. Það er
augljóst af þessum fréttum að Sam-
fylkingin er einu sinni enn að
hlaupa erinda Baugs og sennilega
er það líka skýring á stöðugum
árásum Baugsmiðlanna og Sam-
fylkingarinnar á Davíð Oddsson. Ef
hægt væri að ryðja honum úr vegi
væri fátt sem gæti komið í veg fyrir
að Baugur hefði sitt fram á kostnað
komandi kynslóða.
Að lokum vil ég bara segja að
sem betur fer tókst Baugi ekki, með
dyggri aðstoð Samfylkingarinnar,
að leggja niður íslenskan landbúnað
en áróður þessara tveggja aðila á
íslenskan landbúnað hefur verið
skefjalaus og er eitt besta dæmið
um hversu náið Baugur og Sam-
fylkingin hafa starfað saman.
Birgir Örn Stein-
grímsson skrifar
um samstarf Baugs
og Samfylkingar
» Baugi hefur síðan
tekist vel að nýta
sér áhrif sín innan
Samfylkingarinnar og
sérstaklega núna eftir
að völd Samfylking-
arinnar hafa aukist.
Birgir Örn
Steingrímsson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Er Samfylkingin að
starfa fyrir Baug á
kostnað þjóðarinnar?
Aðalseðlabanka-
stjóri landsins hrósaði
stjórnvöldum (les: sér
og ríkisstjórn sinni) í
frægu sjónvarpsviðtali
fyrir að ríkið væri orð-
ið skuldlaust, og þess
vegna hafi lánshæf-
ismat landsins verið
svona gott fyrir bank-
ana. Hann gleymdi al-
veg að minnast á að
það voru bankarnir
sem gerðu ríkissjóð
skuldlausan. Skattgreiðslur þessara
mjólkurkúa til ríkisins voru yfir 400
milljarðar síðustu árin sem eingöngu
eitt og sér gerði ríkissjóð svo vel
settan. Samt voru allir meinbugir á
því að stækka gjaldeyrisvarasjóð
Seðlabankans og vera bakhjarl þess-
ara máttarstólpa þjóð-
félagsins ef á bjátaði.
Þegar að því svo kom
þá gátu kýrnar bara ét-
ið það sem úti fraus,
enda gaddfraus allt
bankakerfið því engan
var bakhjarlinn að
hafa. En þær voru
nógu góðar að fjár-
magna jarðgöng og
menntakerfið og heil-
brigðiskerfið og fjölda
annarra gæluverkefna
stjórnvalda ásamt því
að borga upp allan
skuldahala ríkisins er-
lendis. Það er eitthvað á
haus í þessari rökfræði
bankastjórans. Það
væri ekki álitinn mikill búmaður sem
svona hagaði sér.
Það er með ólíkindum að helstu
mjólkurkúm landsins, þessu stór-
glæsilega bankakerfi landsins sem
orðið var, hafi verið slátrað á nánast
einni viku. Að því skuli hafa verið
fórnað af svona lítilli fyrirhyggju
stjórnvalda og Seðlabankans er al-
gerlega óskiljanlegt. Og helst er á
stjórnvöldum og þorra álitsgjafa og
almennings að heyra í dag að þetta
hafi einna helst verið misindismenn
mestallan tímann. Ég tek ofan fyrir
flestum útrásarvíkingum landsins
fyrir áræði þeirra, útsjónarsemi og
stórhug. Auðvitað voru mörg feil-
skot þar á meðal, en þorri fyrirtækja
víkinganna á erlendri grundu voru
og eru enn í dag vægast sagt afar
snjallar fjárfestingar, s.s. fyrirtæki
Bakkavarar í Bretlandi og víðar og
Baugs í sama landi og fleira og
fleira. En afar óheppilegt var bílífi
sumra þessara manna, sem fyrst og
síðast skóp öfundarölduna sem nú
rís sem hæst.
En hvað er til ráða? Ef upplýstur
einvaldur væri við stjórn hér á landi
myndi hann hiklaust koma banka-
kerfinu í eins mikið samt lag og
hægt væri á eins stuttum tíma og
mögulegt væri og afhenda það
Thorsurum landsins aftur, þeim
Magnús H. Skarp-
héðinsson skrifar
um aðgerðir og
ástæður efna-
hagshrunsins
Magnús H.
Skarphéðinsson
Mjólkurkúnum slátrað
»Hvað er
til ráða ?
NÁNAST hvar sem
Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn (IMF) hefur
stigið niður fæti síðast-
liðin þrjátíu ár hefur
hann skilið eftir sig
sviðna jörð. Í upphafi
tíunda áratugarins
tókst sjóðnum með
ráðgjöf sinni og íhlutun
að koma hlutum í
Rússlandi í enn verra horf en við-
skilnaður kommúnismans hafði gert.
Í félags- og efnahagslegum skilningi
stóð þetta volduga ríki á brauðfótum
eftir að einkaðilum, svokölluðum ólí-
görkum, voru afhentar auðlindir
landsins. Úthýsing velferðarkerfisins
til einkaaðila endaði með því að lífs-
líkur fólks í Rússlandi drógust saman
sem og jók enn á gríðarlega mis-
skiptingu lífsgæða. Þessi misskipting
lífsgæða virðist vera afleiðing sem
fylgir sjóðnum hvert sem hann fer.
Í Suður-Ameríku þar sem sjóð-
urinn hefur rekið allt að því til-
raunastöð fyrir frjálshyggjukreddur
sínar hafa afleiðing-
arnar verið þær sömu.
Eina ríkið í Suður-
Ameríku sem hefur
komið sér undan slíkum
afleiðingum er Brasílía
enda hefur það aldrei
tekið við ráðgjöf eða
gengið inn í pakka hjá
sjóðnum. Í Argentínu
gerðu stjórnvöld hið
gagnstæða við ná-
granna sína í Brasílíu og
gerðust allt að því bók-
stafstrúarmenn á ráð-
leggingar sjóðsins. Á 10
ára tímabili frá 1989 til 1999 var stíf-
ustu kröfum sjóðsins fylgt og af-
raksturinn var sá að Argentína varð
eiginlega gjaldþrota. Auður fólksins
var tekinn af almenningi í formi
hruns gjaldmiðilsins, launagreiðslur
voru frystar og sparifé gert upptækt.
Í raun hefur Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn síðastliðin þrjátíu ár ver-
ið lögregluvald utan um fjármagns-
kerfi og skipulag. Hin fjölmörgu
dæmi um aðkomu hans hafa sýnt að
forgangsröðunin er ætíð fjármagnið
fyrst og svo má almenningur fylgja
með ef hann getur. Af þessu stafar
ótti margra við aðkomu hans að
ástandinu hér á landi.
Það var því æði nöturlegt þegar
formaður Samfylkingarinnar, við-
skiptaráðherra og þingflokks-
formaður töluðu einum rómi um að
leið Íslands út úr ógöngum okkar
væri að njóta liðsinnis Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Formaðurinn talaði
um að varnarleið fyrir íslenskan al-
menning á 21. öldinni væri í gegnum
sjóðinn á meðan hinir forystumenn-
irnir töluðu um að engin íþyngjandi
skilyrði fylgdu aðkomu sjóðsins. Iðn-
aðarráðherra, Össur Skarphéð-
insson, gekk lengst allra
Samfylkingarmanna er hann talaði
beinlínis um aðkomu Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins sem „gæðastimpil“.
Kannski er ástæða til þess að undir-
strika að hér er það ekki forysta
Sjálfstæðisflokksins sem talar heldur
Huginn Freyr Þor-
steinsson skrifar
um Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn
Huginn Freyr
Þorsteinsson
» Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn hugsar
um hag fjármagnsins
en ekki fólksins.
Þess vegna eiga
Íslendingar ekki að
leita á náðir hans.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
er leiðin til ánauðar