Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Skima í mikilli óvissu  Fjárlaganefnd aflar upplýsinga og reynir að henda reiður á stöðu fjárlaga- frumvarpsins í efnahagskreppunni  Búast má við miklum samdrætti skatttekna FJÁRLAGAFRUMVARP næsta árs tekur stakkaskiptum vegna efnahagsástandsins og er óvissan mikil. „Það mun taka þó nokkrum breyt- ingum í meðförum þingsins. Það er augljóst vegna ytri aðstæðna,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Ekki hafa verið haldnir formlegir fundir í fjár- laganefnd en nefndarmenn hafa farið yfir fjár- lagafrumvarpið hver fyrir sig. „Við höfum síðan borið saman bækur okkar óformlega en höfum ekki talið ástæðu til þess að funda. Við höfum óskað eftir upplýsingum frá fjölmörgum, m.a. Fjársýslunni, Ríkisendurskoð- un, einstökum ráðuneytum o.fl. Þær upplýsingar eru að berast í hús og við gerum ráð fyrir að fjár- laganefndin komi saman í þessari viku. Þá reyn- um við að skima inn í efnahagsforsendur frum- varpsins og endurmeta það með ýmsum aðilum,“ segir Gunnar. Ennþá meiri óvissa um tekjurnar Telja má víst að margar af helstu forsendum frumvarpsins séu nú gjörbreyttar, ekki síst vegna stóraukinnar lántöku ríkissjóðs sem framundan er og minnkandi tekna. Gunnar bendir á að framan af ári og í sumar var spá um tekjur ríkissjóðs aðalvandamálið við mat á þróun ríkisfjármála. „Eftir áfallið í byrjun október er ennþá meiri óvissa í tekjuspánni en áður var,“ segir hann. „Það hefur þær afleiðingar í för með sér að við verðum að horfa til útgjaldanna í enn ríkari mæli,“ bætir hann við. Spurður hvort hækka þurfi skatta segir Gunnar að það verði bara að koma í ljós „Í nú- verandi stjórnarsáttmaála er ekki talað um að breyta sköttum nema til lækkunar og það er kannski eitthvað sem ekki á við núna,“ segir hann. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is SAMBAND íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) vill, að námsmönn- um erlendis verði gefinn kostur á að fá neyðarlán hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna (LÍN) sem nemur allt að 500 þúsundum króna. Þetta lán verði veitt án kröfu um ábyrgðarmenn og á lægstu lána- vöxtum LÍN, með venjulegum greiðsluskilmálum sjóðsins. „Við vitum að margir námsmenn eru í vandræðum og höfum þegar fengið fregnir af því að fólk hafi neyðst til þess að hætta námi,“ seg- ir Garðar og óttast að fleiri neyðist til að hætta námi á næstunni verði ekkert að gert. Bendir hann á að lán námsmanna erlendis og sjálfs- aflafé dugi ekki lengur fyrir skóla- gjöldum og lágmarksframfærslu. Garðar bendir á að nær ómögu- legt hafi reynst að eiga eðlileg millibankaviðskipti að undanförnu, með tilheyrandi vandræðum fyrir námsmenn erlendis. Tekur hann fram að þó margir hafi getað redd- að sér síðustu daga og vikur þá sé ljóst að 1. nóvember verði mörgum námsmönnum erfiður. Vísar hann þar til þess að geti námsmenn ekki greitt leiguna næstu mánaðamót þá muni það skapa mörgum mikil vandræði. Aðspurður segir Garðar að upp- hæð neyðarlánsins, sem farið sé fram á, byggist á þeirri forsendu námslána að námsmenn hafi um milljón króna í tekjur á ári hverju til að brúa bilið milli framfærslu- láns og raunverulegs framfærslu- kostnaðar. „Í ljósi þróunar gengis krónunnar er ljóst að sjálfsaflafé námsmanna hefur rýrnað að virði erlendis um helming frá því sem var þegar reglur LÍN voru endur- skoðaðar í vor.“ silja@mbl.is Fara fram á neyðarlán Segja íslenska námsmenn erlendis í miklum kröggum þar sem lán og sjálfsaflafé dugi ekki lengur fyrir útgjöldum Í HNOTSKURN »Alls eru um 3.000 Íslend-ingar við nám erlendis. »Hugmyndir SÍNE umneyðarlán að fjárhæð 500 þús. kr. á mann myndi því þýða lánveitingu að hámarki 1.500 millj. kr. sem næmi 25% af framlögum til sjóðsins í fjárlagafrumvarpi 2008. MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir við Reykjanesbraut að undanförnu og hvert mann- virkið risið af öðru. Á gatnamótum Reykjanes- brautar og Vífilsstaðavegar er verið að vinna við brú með tilheyrandi vegaframkvæmdum og er stefnt að því að steypa um helgina. Brú á gatnamótum Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar Allt gert klárt fyrir steypuvinnuna Morgunblaðið/Ómar Eftir Láru Ómarsdóttur lom@mbl.is BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson segist í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær standa við orð sín í fréttaskýringa- þættinum Komp- ási þess efnis að breska fjármála- eftirlitið hafi boð- ið flýtimeðferð við að flytja ábyrgð á Icesave-reikning- um Landsbank- ans til Bretlands. Hann segir bankastjórum Seðlabankans hafa verið fullkunnugt um þetta. Í til- kynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér vegna málsins í gær segir hins vegar að hvergi hafi verið minnst á flýtiafgreiðslu breska eftirlitsins. Orð gegn orði Björgólfur hélt því fram í þættin- um að breska fjármálaeftirlitið hefði verið tilbúið til að flýta fyrir flutning- unum ef Landsbankinn legði fram 200 milljónir punda sem tryggingu. Í tilkynningu Seðlabankans segir hins vegar: „Tilefni beiðninnar í bréfi Landsbankans 6. október var út- streymið af innlánsreikningum. Ekki var minnst á flýtiafgreiðslu breska fjármálaeftirlitsins“. Síðar í tilkynn- ingunni segir: „Af framangreindum ástæðum er augljóst að sú fullyrðing Björgólfs Thors Björgólfssonar að 200 milljóna punda fyrirgreiðsla Seðlabanka Íslands hefði leyst allan vanda Landsbanka Íslands á þessum tíma stenst ekki.“ Þessu svarar Björgólfur í yfirlýsingunni: „Banka- stjórum Seðlabankans var kunnugt um boð breska fjármálaeftirlitsins um flýtimeðferð og geta fleiri stað- fest það. Þá var einnig þeim ráðherr- um í ríkisstjórn Íslands sem helst hafa unnið að úrlausn vanda íslensku fjármálafyrirtækjanna kunnugt um boð breska eftirlitsins.“ Aldrei rætt í ríkisstjórn Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra kannast ekki við tilboð Breta: „Þetta tilboð kom aldrei inn í ráð- herrahópinn sem sinnti þessum mál- um frá stundu til stundar né minnist ég þess að það hafi komið inn á borð ríkisstjórnarinnar.“ Í sama streng tók forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi. Orð gegn orði um Icesave Björgólfur Stendur við fyrri orð sín. Seðlabanki og ráðherrar kannast ekki við tilboðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.