Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008 MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR! SÝND Í KRINGLUNNI / ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI / KRINGLUNNI EAGLE EYE kl. 6:30D - 9D - 10D B.i. 12 ára DIGITAL SEX DRIVE kl. 8 B.i. 12 ára HAPPY GO LUCKY kl. 10:10 Síðasta sýning B.i. 12 ára JOURNEY TO THE C... kl. 63D LEYFÐ 3D - DIGITAL WILD CHILD kl. 6 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ -BBC -HJ.,MBL SÝND Á SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI. ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI TOPP GRÍNMYND SEX DRIVE FER FRAMÚR AMERICAN PIE Á 100 KM HRAÐA! „VIÐBJÓÐSLEGA FYNDIN OG SKEMMTILEG GRÍNMYND. KLÁRLEGA EIN AF ÓVÆNTARI RÆMUMÁRSINS. TÉKKIÐ Á HENNI!” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. BARA SÁRSAUKI!ENGIN MISKUNN EAGLE EYE kl. 5:40D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP SEX DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára MAX PAYNE kl. 6 - 8:10 - 10:30 B.i. 16 ára NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 10:10 LEYFÐ PATHOLOGY kl. 10:30 B.i. 16 ára WILD CHILD kl. 8 LEYFÐ GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FRÁ MANNÖPUNUM SEM FÆRÐU OKKUR ÍSLENSKT TAL SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDI THE NOTEBOOK KEMUR NIGHTS IN RODANTHESÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI HIN unga stjarna, Shia LaBeouf, virðist á mikilli uppleið í bandaríska hasarmyndaheiminum. Í kjölfar vél- mennatryllisins Transformers og fjórðu Indiana Jones-myndarinnar leikur hann hér í enn einum stór- smellinum sem rætur á að rekja til Stevens Spielbergs. Útkoman í þetta sinn er miðlungsmynd sem þó nýtur góðs af lunkinni grunn- hugmynd, en í fléttunni er að finna ákveðna gagnrýni á hið einhliða skilgreiningarvald sem Bandaríkja- stjórn hefur tekið sér í hryðju- verkastríðinu svokallaða. Myndin leikur sér með öðrum orðum að spurningum um hvað flokkist undir sjálft hryðjuverkahugtakið, ef málin eru skoðuð af fyllsta hlutleysi. Þá er þemað um eftirlitssamfélagið út- fært á skemmtilega táknrænan hátt í myndinni, og minnir jafnvel á ákveðin stef úr 2001 eftir Kubrick. En það að greina megi alvarlegan undirtón í myndinni stendur ekki í vegi fyrir bunu af hefðbundnum hasaratriðum sem eru þó stundum útfærð á athyglisverðan hátt, eins og t.d. eltingarleikur sem á sér stað í sjálfvirkum farangursbrautum á flugvelli. Þá er einnig athyglisvert hvernig leikaraval myndarinnar endurspeglar breytingar sem átt hafa sér stað undanfarin ár í has- argeiranum. Hér á árum áður var sem aðeins atvinnusteraboltar gætu orðið hasarmyndastjörnur. Nú virð- ist hins vegar eintóm tilviljun ráða hverjum það fellur í skaut að bjarga heiminum á ögurstund, og Shia LaBeouf, væskilslegur og sjar- malaus sem hann er, er þar gott dæmi. Hayden Christensen er ann- að dæmi sem talar sínu máli. En leikarar hafa e.t.v. alltaf verið hálf- gert aukaatriði í Hollywood- hasarmyndum sem eru nokkurs konar tæknimaskína sem hvaða tönn sem er passar inn í, svo lengi sem hún flýtur vel með meg- instraumnum. Augað alsjáandi Á flótta „Útkoman í þetta sinn er miðlungsmynd sem þó nýtur góðs af lunkinni grunnhugmynd.“ KVIKMYND Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjórn: D.J. Caruso. Aðalhlutverk: Shia LaBeouf, Michelle Monaghan, Billy Bob Thornton. Bandaríkin, 117 mín. Arnaraugað (Eagle Eye) bbnnn Heiða Jóhannsdóttir Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÁÐUR en bankarnir fóru í þrot var ég búinn að segja að þessi einkavæðing væri ekki góð, þetta væri bara til þess að skapa vand- ræði,“ segir Hjalti Þór Ísleifsson, 12 ára gamall Kópavogsbúi. Hjalti heldur úti afar áhugaverðri blogg- síðu á netinu, og er umfjöllunar- efnið ekki fótbolti, tónlist, tölvu- leikir eða annað sem mörg 12 ára börn hafa áhuga á, heldur þjóð- og stjórnmál. Og Hjalti er ekkert að skafa utan af því á síðunni, hann talar umbúðalaust og lætur stjórn- völd heyra það. Fylgist vel með Hjalti stofnaði bloggsíðuna upp- haflega fyrir þremur til fjórum ár- um, en hætti svo að blogga um tíma. Hann sá sig þó knúinn til að hefja leik að nýju fyrir nokkrum vikum. „Þegar kreppan byrjaði fór ég að blogga aftur, þegar einka- væðingin fór að segja til sín,“ út- skýrir hann. Aðspurður segist Hjalti hafa haft áhuga á þjóð- og stjórnmálum nokkuð lengi, þrátt fyrir ungan aldur. Hann les til dæmis blöðin og fylgist vel með fréttum, en seg- ir að fremur lítill áhugi sé hins vegar á stjórnmálum innan fjöl- skyldunnar. „Það eru engir pólitíkusar í fjöl- skyldunni sko – bara meira það að menn eru ekkert sérlega hrifnir af Sjálfstæðisflokknum,“ segir hann og bætir því við að vinir hans hafi líka mjög takmarkaðan áhuga á pólitík. „Alla vega ekki eins mikinn og ég, og þeir skilja ekkert hvað ég meina.“ Bankakreppan er Hjalta of- arlega í huga þessa dagana, og ekki þarf að lesa bloggið hans lengi til þess að sjá hverjir það eru sem hann telur að beri ábyrgð á ástandinu. „Það er náttúrlega fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð, ásamt Framsókn- arflokknum. Þetta var allt einka- vætt þegar þeir voru í ríkisstjórn. Bankarnir hefðu áfram átt að vera í ríkiseigu,“ segir hann ákveðinn. „En svo finnst mér reyndar Gord- on Brown mega skammast sín fyr- ir að hafa sett Landsbankann á lista yfir hryðjuverkamenn.“ Þá vill Hjalti að einhverjir axli ábyrgð á því hvernig komið er fyr- ir þjóðinni. „Ég vil til dæmis að Davíð Oddsson segi af sér. Það er til há- borinnar skammar að hafa lög- fræðing og gamlan pólitíkus sem seðlabankastjóra – manninn sem fer í rauninni með völdin á bak við tjöldin,“ segir hann. Fíflagangur Þrátt fyrir slæmt ástand í þjóð- félaginu segist Hjalti nokkuð bjartsýnn á framtíð sína. Yngsti mótmælandi Íslands  12 ára drengur heldur úti bloggsíðu þar sem hann ræðir ástandið í þjóðfélaginu  Vinirnir skilja ekkert í honum Bloggsíða Hjalta er á slóðinni hjalti96.blogcentral.is. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Hjalti skrifar allan texta á síðunni sjálfur. EFTIRFARANDI klausa er úr færslu á bloggsíðu Hjalta sem hann skrif- aði hinn 27. júní í sumar: „En eitt er alveg á hreinu. Þetta hættir ekki fyrr en einn bankinn fer á hausinn og ég spái því að það verði Kaupþing. Eins og um daginn þá var hætt að veita lán vegna þess að bankarnir erlendis frá sem lána íslensku bönkunum spáðu því að Kaupþing færi á hausinn af því eins og flestir vita mega bankarnir spila með peningana þína sem þú átt inni á bók til þess að lána og í allskonar fjárfestingar til þess að ná sem bestri ávöxtun. Svo kannski kemur að því að einn bankinn er búinn að tapa einhverjum 300 milljónum sem hann Jón Jónsson á inni á bankabók. Þá fær bankinn ekki lán fyrir peningunum sem hann Jón Jónsson á og eru búnir að tapa þeim öllum í hlutabréfaviðskiptum og þannig. Svo kemur Jón Jónsson í Kaupþing og ætlar að fá 300 millj- ónirnar sínar og setja þær inn á reikning hjá Landsbankanum, en getur ekki fengið peninginn. Þá kærir Jón Jónsson Kaupþing nema kannski að honum sé slétt sama um 300 milljónirnar. En ef hann kærir vilja fleiri fá peningana sína og fá fleiri kærur á sig og þá er bankinn kominn á hausinn.“ Spáði bankakreppunni „Ég tapaði nú engu á þessu. En það er náttúrulega allt að fara að hækka í verði, þannig að þetta hefur áhrif á allt þjóðfélagið, þessi fíflagangur,“ segir Hjalti sem stefnir ekkert sérstaklega á frama í stjórnmálum, þótt ótrúlegt megi virðast. „Ég myndi frekar vilja fara að vinna í banka eða eitthvað, við fjármálastærðfræði,“ segir Hjalti, en hann hefur nú þegar sótt nám- skeið í greininni í Háskólanum í Reykjavík, undir handleiðslu Pét- urs H. Blöndal. Hjalti er annars nemandi í sjö- unda bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Hann segist ekki ein- göngu hafa áhuga á stjórnmálum, fleira komist að í lífinu, til dæmis stundi hann skíðaæfingar og hafi áhuga á siglingum. Morgunblaðið/Golli Klár „Bankarnir hefðu áfram átt að vera í ríkiseigu,“ segir Hjalti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.