Morgunblaðið - 28.10.2008, Blaðsíða 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2008
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Þ
rír norðlenskir framleið-
endur, sem uppfylla al-
þjóðlegar kröfur um líf-
rænar aðferðir og
sjálfbærar náttúru-
nytjar, fengu á dögunum vottorð
Vottunarstofunnar Túns þar að lút-
andi. Þar með bættust þrjú sveit-
arfélög í hóp þeirra 26 þar sem vott-
uð sjálfbær og lífræn framleiðsla
hafði þegar náð fótfestu.
Staðirnir þrír eru Finnastaðir í
Eyjafjarðarsveit, Hafnir í Skaga-
byggð og Svalbarðsströnd þar sem
fyrirtækið Urtasmiðjan er rekin.
Með vottun Túns er staðfest að
nytjaland og bústofn Finnastaða og
söfnunarsvæði Urtasmiðjunnar upp-
fylla alþjóðlegar kröfur um lífrænar
aðferðir og að dúntekja og dún-
vinnsla á Höfnum sé í samræmi við
reglur Túns um sjálfbæra nýtingu
og meðferð náttúruafurða.
Gripirnir heilbrigðari
„Ég notaði engan tilbúinn áburð á
túnin í sumar, eingöngu mykju. Ég
bar lítið af áburði á byggið í fyrra
og ekkert núna í sumar og sprettan
er svipuð ef ekki betri. Það er svo
sem ekki alveg að marka ennþá því
töluvert er af áburði í jarðveginum
enn frá því í fyrra, en þetta lofar
mjög góðu,“ sagði Gunnbjörn Rúnar
Ketilsson, bóndi á Finnastöðum, í
samtali við Morgunblaðið eftir að
hann tók við viðurkenningaskjalinu.
Þau Indíana Ósk Magnúsdóttir
eru með blandaðan búskap þar sem
megináhersla er lögð á nautgripa-
rækt og mjólkurframleiðslu, en auk
þess eru þau með hænur. Á jörðinni
er talsverð ræktun á korni: byggi,
höfrum og hveiti, og er nú allt land
jarðarinnar ásamt nautgripum og
varphænum vottað í lífrænni aðlög-
un.
Gunnbjörn segist hafa verið á
móti lífrænum búskap en honum
snerist hugur þegar hann áttaði sig
á því hve öll aðföng myndu hækka í
verði. „Já, hækkun á aðföngum var
ástæðan fyrir því að ég ákvað að
skella mér í þetta.“
Tilbúinn áburður hefði kostað
Gunnbjörn tvær milljónir króna í
sumar en hann sparaði sér þá fjár-
hæð. Í fyrra gaf hann gripunum
mun minna kjarnfóður en áður og
ekkert í sumar, heldur bygg sem
hann ræktar sjálfur, „og ég er ekki
í vafa um að gripirnir eru mun heil-
brigðari en áður, þeir eru meira úti
og kálfarnir ganga lengur undir.“
Á Höfnum á Skaga stunda Helga
Ingimarsdóttir og Vignir Sveinsson
dúntekju og vinnslu á æðardún und-
ir vörumerkiu Úr hreiðri í sæng.
Dúntekja í æðarvörpum er forn ís-
lenskur hlunnindabúskapur, en með
vottuninni er staðfest að umgengni
um varplandið, aðbúnaður hinna
villtu fugla og meðferð dúnsins upp-
fyllir kröfur um sjálfbæra nýtingu
og tillit til náttúrulegra þarfa æð-
arfuglsins. Æðardúnn er hagnýttur
til framleiðslu á sængum og skjól-
flíkum og er einnig verðmæt út-
flutningsafurð.
Hjónin keyptu jörðina árið 2003
og stunda þar hefðbundinn sauð-
fjárbúskap. Þau höfðu leigt jörðina
áður en aðrir þá séð um dúntekj-
una.
Æðarvarpið er í Landey, sem er
rétt undan Skaga. „Við förum tvisv-
ar eða þrisvar á hverju sumri, tíu
saman,“ sagði Helga. Dúnninn er
þurrkaður heima á bænum, síðan
hreinsaður í vélum „og svo sé ég um
að handhreinsa hann. Það er mín
sumarvinna; ég er yfirleitt hvít á
haustin!“ Helga segir þau fá 35-40
kg af dún á hverju ári. „Við seljum
svolítið af sængum sem við búum til
sjálf en dún seljum við líka sjálf til
Þýskalands og Sviss.“ Heildsali sér
um að koma dúninum frá Höfnum á
markað í Japan. „Þar eru tvíbreiðar
dúnsængur úr silki mjög vinsælar
brúðargjafir,“ sagði Helga.
Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd,
sem Gígja Kjartansdóttir rekur
ásamt eiginmanni sínum, Roari
Kvam, hagnýtir villtar íslenskar
plöntur til framleiðslu á ýmsum
snyrti- og heilsuvörum. Meðal
þeirra má nefna blágresi, blóðberg,
vallhumal og ætihvönn, sem Íslend-
ingar hafa að fornu og nýju notað
með margvíslegum hætti sér til
heilsubótar. Vottunin tryggir að
meðferð lands og nytjastofna sé í
samræmi við kröfur um sjálfbæra
nýtingu.
Þau hafa rekið fyrirtækið í nærri
20 ár. „Ég tíni allt í Eyjafirði sem
ég get og allt í óræktuðu landi, bæði
hér heima og frammi í firði,“ sagði
Gígja við Morgunblaðið. „Svo fæ ég
send fjallagrös sem tínd eru á Mel-
rakkasléttu. Það svæði er reyndar
ekki vottað þar sem ekki er búið að
skoða það, en grösin þaðan eru al-
veg jafn lífræn og allt hitt – þau
vaxa villt á sléttunni.“
Sjálfbært og lífrænt nyrðra
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ánægð Roar Kvam, Gígja Kjartansdóttir, Helga Ingimarsdóttir, Dómhildur Ingimarsdóttir, Gunnbjörn Rúnar Ketilsson og Svanhildur Ósk Ketilsdóttir.
Ósabotnavegur eða Garðskagavegur
eins og hann er nefndur hjá vega-
gerðinni er loksins orðinn ökufær fyr-
ir alla bíla, en það hefur lengi verið
barist fyrir því að fá veg fyrir Ósa-
botna. Á meðan bandaríski herinn
var hér á landi var tómt mál að koma
veg um svæðið, enda herinn með mik-
ilvægan hernaðarbúnað á svæðinu,
en nú er herinn farin og vegurinn
komin. Nýlega var lokið við að leggja
varanlegt slitlag á veginn og hafðist
það ekki fyrr en Sandgerðisbær lán-
aði fé til að ljúka við verkefnið. Með
komu vegarins opnast nýr hringur
um Suðurnesin þar sem hægt er að
aka með sjónum milli allra byggð-
arlaganna á Reykjanesskaganum.
Sandgerðingar bíða spenntir eftir að
vita hvað vegurinn á að heita en hann
tengist við Stafnesveg sem lagður var
fyrir um 80 árum.
Ekki má gleyma annarri stórri vega-
bót sem nú er lokið. Tvöföldun
Reykjanesbrautar er nú orðin að
veruleika, og við það eykst umferð-
aröryggi mikið fyrir vegfarendur sem
leið eiga um veginn, sem hefur verið
mikil slysagildra í áratugi. Þó alvar-
legt ástand sé í þjóðmálum má minna
á að það er stutt og öruggt að aka til
Suðurnesja og njóta þeirrar fjöl-
breyttu náttúru og afþreyingar sem
er í boði fyrir fjölskylduna. Má þar
nefna Bláa lónið, Saltfisksetrið í
Grindavík, Orkuverið Jörð á Reykja-
nesi, Fræðasetrið í Sandgerði,
Byggðasafnið á Garðskaga og Báta-
safn Gríms í Duus húsum. Í öllum
bæjarfélögunum er einnig að finna
listsýningar, handverksgallerí og
margt fleira.
Nú er hafin vinna við að leggja nýjan
veg milli hafnargarðanna við Sand-
gerðishöfn, öll löndun smábáta fer
fram við Norðurgarð og er aflanum
ekið á lyfturum í hús Fiskmarkaðs
Suðurnesja sem er við Suðurbryggju.
Segja má að lagðir verði tveir vegir
milli hafnargarðanna, annar fyrir al-
menna umferð og hinn fyrir lyftara
sem flytja þúsundir tonna af fiski frá
löndunarkrönum að fiskmarkaði, og
ennfremur verða settar gangstéttar
næst sjónum og grjóthleðsla lagfærð.
Nú þegar kreppir að er um að gera að
spara. Bæjaryfirvöld í Sandgerði
hafa í samráði við Stefán Sigurðsson
matreiðslumann boðið fólki upp á
námskeið í sláturgerð. Í fyrstu var
ákveðið að halda eitt námskeið, en
vegna mikillar þátttöku verða haldin
tvö námskeið í að útbúa þennan þjóð-
lega og góða mat.
Stuðningsmannalið knattspyrnu-
félagsins Reynis, Hvíti herinn, hefur í
sumar sett mikinn svip á leiki Reynis
hvort sem leikið er í Sandgerði eða að
heiman. Hvíti herinn er meðal þeirra
sem skipa Tólfuna, stuðnings-
mannasveit Íslenska landsliðsins í
fótbolta. Nýlega lagði Hvíti herinn
land undir fót og sótti Hollendinga
heim. Um fimm hundruð Íslendingar
lögðu leið sína á de Kuip-leikvanginn í
Rotterdam. Stuðningsmannasveit Ís-
lenska landsliðsins stóð fyrir upp-
hitun fyrir landsleikinn nálægt leik-
vanginum og var Hvíti herinn
áberandi þar og að sjálfsögðu voru
þeir með Reynisfánann á lofti, eins og
venjulega.
Í góðæri undanfarinna ára hefur mik-
il fjölgun orðið á allskonar vélknúnum
leiktækjum fyrir fólk á öllum aldri.
Það hefur ekki farið framhjá bæj-
arbúum í Sandgerði þegar þessum
tækjum með tilheyrandi hávaða er
þrusað eftir götum bæjarins, túnum
og yfir lóðir fólks. Þessi lýsing á nú
ekki við alla því sumir kunna sig í um-
ferðinni, en nú fer ef til vill að verða
breyting á. Sótt hefur verið um leyfi
til bæjaryfirvalda um svæði fyrir
sandcross braut í gömlum mal-
arnámum ofan við bæinn, og er von-
andi að með tilkomu brautarinnar
færist þessi akstur af götum bæjarins
uppí heiði þar sem nóg er plássið.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Vélar Unnið hefur verið að vegagerð við Sandgerðishöfn síðustu vikurnar.
SANDGERÐI
Reynir Sveinsson fréttaritari
úr bæjarlífinu
NÚ eru yfir 18.000 hektarar lands vottaðir hér á landi til lífrænnar rækt-
unar og söfnunar villtra plantna. Um 60 einstaklingar og fyrirtæki
stunda vottaða lífræna ræktun, vinnslu lífrænna hráefna og söfnun
náttúruafurða, og framleiða nokkur hundruð tegundir vottaðra afurða
fyrir markað hérlendis og til útflutnings. Vottaðar lífrænar afurðir og
náttúruafurðir hafa þá sérstöðu á markaði að allur ferill þeirra, frá rækt-
un eða söfnun hráefna, til pökkunar í neytendaumbúðir, er undir eftirliti
óháðs aðila, þ.e. vottunarstofu sem fylgist með því að uppruni og með-
ferð afurðanna sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur um lífræna fram-
leiðslu og reglur Túns um sjálfbæra nýtingu náttúruafurða.
Meira en 18.000 hektarar lands vottaðir
Sparaði tvær milljónir með því
að hætta að nota tilbúinn áburð
Tvíbreiðar dúnsængur úr silki
vinsælar brúðargjafir í Japan
Hefur gert snyrti- og heilsu-
vörur úr villtum jurtum í 20 ár