Morgunblaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2008
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SÍMON Sigvaldason, dómari í mál-
inu gegn Jóni Ólafssyni og fleirum,
átti frumkvæði að því að saksóknari
efnahagsbrota sendi dómnum skrif-
lega greinargerð þar sem fram koma
rök hans gegn því að málinu verði
vísað frá dómi.
Þessi greinargerð varð til þess að
verjendur lögðu fram nýja frávísun-
arkröfu og kröfðust þess að málinu
yrði vísað frá þar sem saksóknara
væri óheimilt að senda dómnum
skriflega greinargerð. Þessu hafnaði
dómarinn með úrskurði sem verjend-
ur munu væntanlega kæra til Hæsta-
réttar. Þetta var þriðji úrskurður
héraðsdóms um formhlið málsins.
Fellt úr gildi og staðfest
Í gærmorgun stóð til að fjalla um
kröfu verjenda um að málinu yrði vís-
að frá en þá kröfu átti upphaflega að
taka fyrir í september. Kröfur þeirra
byggjast á misjöfnum grunni en m.a.
byggir verjandi Jóns Ólafssonar á
því að málið brjóti gegn reglunni um
bann við nýrri málsmeðferð eða refs-
ingu fyrir sömu háttsemi. Á latínu,
sem er töluvert notuð í lagamáli, heit-
ir reglan „Ne bis in idem“ eða „ekki
tvisvar fyrir sama brot“.
Ekkert varð þó úr málflutningi um
þessar frávísunarkröfur en í staðinn
snerist þinghaldið um alveg nýja frá-
vísunarkröfu, nefnilega þá að málinu
yrði vísað frá sökum þess að sak-
sóknari efnahagsbrotadeildar hefði
sent dómnum 17 blaðsíðna skriflega
greinargerð um mótrök sín gegn
ofangreindum frávísunarkröfum.
Verjendurnir í málinu sögðu allir
að það væri óleyfilegt að leggja fram
skriflegar greinargerðir í sakamál-
um og því yrði að vísa málinu frá
dómi en ef dómarinn féllist ekki á
það, þá yrði hann að segja sig frá
málinu og annar dómari yrði skip-
aður í hans stað.
Dómarinn átti frumkvæði
Helgi Magnús Gunnarsson, sak-
sóknari efnahagsbrotadeildar, hafn-
aði þessu og benti m.a. á að verjend-
ur hefðu lagt fram svo ítarlegar
bókanir, samtals 30 blaðsíður, undir
rekstri málsins að jafna mætti við
greinargerðir. Í ræðu hans kom jafn-
framt fram að það var dómarinn,
Símon Sigvaldason, sem hafði óskað
eftir greinargerðinni með tölvupósti.
Þessar upplýsingar komu verjendum
augljóslega í opna skjöldu en Ragnar
Aðalsteinsson, verjandi Jóns Ólafs-
sonar, hafði í ræðu sinni sérstaklega
tekið fram að dómarinn væri ekki
vanhæfur að eigin vilja, heldur væri
sökin ákæruvaldsins.
Í úrskurði Símonar Sigvaldasonar
dómara segir að greinargerð sak-
sóknara sé í samræmi við þróun sem
hafi átt sér stað hér á landi í rekstri
sakamála fyrir dómstólum sem
tryggja eigi vandaða málsmeðferð
fyrir dómi í flóknum og umfangs-
miklum sakamálum.
Að ósk dómara
Þriðji úrskurðurinn um formhlið málsins gegn
Jóni Ólafssyni og fleirum kærður til Hæstaréttar
Morgunblaðið/Valdís
Í vörn Verjendurnir Ragnar Aðalsteinsson, Kristinn Bjarnason, Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson kröfðust frávís-
unar. Gestur sést hér fletta upp í lögum um meðferð opinberra mála og bera undir Ragnar H. Hall.
Í HNOTSKURN
» Fyrri úrskurðirnir tveirsem hafa farið til Hæsta-
réttar lutu að því hvort Sig-
urður G. Guðjónsson mætti
verja Jón Ólafsson.
» Héraðsdómur hafnaðiþeirri kröfu tvívegis.
» Í fyrra skiptið var úr-skurðurinn felldur úr gildi
af Hæstarétti vegna formgalla
en í seinna skiptið var úr-
skurður um málið staðfestur.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞRÁTT fyrir bankahrunið og óvissu
á fjármálamörkuðum er undirbún-
ingur koltrefjaverksmiðju á Sauð-
árkróki í fullum gangi. Kaupfélag
Skagfirðinga, Gasfélagið og sveitar-
félagið Skagafjörður stofnuðu und-
irbúningsfélag í apríl sl. og sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
hafa fyrstu útreikningar og tölur
bent til þess að verksmiðjan geti orð-
ið mjög arðbær.
Stofnkostnaður er talinn geta verið
5-6 milljarðar króna en það fer þó eft-
ir gengisþróuninni á næstu mán-
uðum. Miðað við framleiðslugetu upp
á 1.500-2.000 tonn á ári gæti kol-
trefjaverksmiðjan skapað um 60 ný
störf og mun fleiri afleidd.
Gylfi Árnason, verkefnisstjóri und-
irbúningsfélagsins, áður forstjóri Op-
inna kerfa, sagðist í samtali við blaðið
ekki vilja tjá sig um niðurstöðu út-
reikninga. Hann væri bundinn trún-
aði í þeim efnum. Hins vegar væri
enn verið að vinna að verkefninu og
allt gengi eftir áætlun, ekkert hefði
komið fram sem stöðvaði verkefnið.
„Við höfum verið að greina viðskipta-
hugmyndina með tilliti til kostnaðar
og arðsemi, hve mikla fjármuni þarf
og þekkingu. Einnig höfum við verið
að kanna viðskiptasambönd til þess
hins vegar að kaupa hráefnið og ann-
ars vegar að selja fullunna vöru,“
sagði Gylfi en koltrefjar eru notaðar
sem styrkingarefni við framleiðslu á
ýmsum vörum, m.a. í framleiðslu
flugvéla og bíla.
Minni hvati með lágt álverð
Talið er að þetta efni muni á næstu
árum leysa af hólmi þekkt smíðaefni í
iðnaði eins og ál, stál og timbur. Efn-
ið er mun léttara en t.d. ál og grunn-
ur að því að spara orku, að sögn
Gylfa. Hann sagði ljóst að á meðan
verð á áli og stáli héldist lágt væri
minni hvati að fara út í önnur efni
eins og koltrefjar. Með minnkandi ol-
íubirgðum í heiminum væri hins veg-
ar meiri hvati til að nota orkuspar-
andi hráefni.
Undirbúningur koltrefjaverksmiðju er í fullum gangi
Ekkert komið fram
sem stöðvar verkið
Í HNOTSKURN
»Aðstandendur verkefn-isins lögðu í vor til 25 millj-
ónir króna í hlutafé. Tuttugu
milljónir komu alls frá KS og
Gasfélaginu og fimm frá sveit-
arfélaginu.
»Stjórnarformaður og eig-andi Gasfélagsins er
Bjarni Ármannsson, fv. for-
stjóri Glitnis.
»Reiknað er með að ákvarð-anir verði teknar í febrúar
eða mars á næsta ári.
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Sérfræðingar
í saltfiski
466 1016
- Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu
- Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar
- Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur
- Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood
LJÓST er að eldsvoðinn í Bátasmiðju
Guðmundar í Hafnarfirði í fyrrakvöld
er af mannavöldum og leitar lögregl-
an á höfuðborgarsvæðinu nú að
brennuvörgunum.
Bátarnir sem brunnu voru hvorki
með rafkerfi né innréttingar, voru í
raun og veru einungis bátskeljar og
því þykir lögreglu óhætt að útiloka
önnur eldsupptök en íkveikju. Kveikt
var í stærri bátnum en eldurinn barst
síðan yfir í þann minni sem skemmd-
ist minna. Báðir bátarnir hafa verið
við bátasmiðjuna um nokkra hríð og
samkvæmt upplýsingum frá lögreglu
var talsvert um að unglingar vendu
þangað komur sínar. Rannsóknin
beinist m.a. að því hvort ungmennin
eigi hugsanlega sök á eldsvoðanum.
Játaði íkveikju
Lögreglan hefur nú upplýst
íkveikju í bíl við Leifsgötu í Reykjavík
aðfaranótt föstudags. Kveikt var í
gömlum Mercedes Benz og barst eld-
urinn síðan yfir í nýlegan Suzuki.
Undanfarið hefur verið nokkuð um að
dýrir bílar sem miklar skuldir hvíla á
hafa brunnið og leikur oft grunur á
tryggingasvikum í slíkum tilfellum.
Að sögn lögreglu er ekki um slíkan
grun að ræða í þessu tilfelli.
runarp@mbl.is
Brunarnir
af manna
völdum
Fréttir á SMS